Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 17. júní 1989 Illllllllllilliiltíiiliiiliiiliiliitlliillillil ii ii iii |!||llllill|lllllllll I I illlllll Ögmundur Jónasson formaður BSRB í helgarviðtali: Launamenn eru ekki eina efnahagsúrræðið Ögmundur Jónasson formaður BSRB er í helgarviðtali Tímans þessa þjóðhátíðarhelgi. Hann var kosinn for- maður með sannfærandi fjölda atkvæða á þingi banda- lagsins í október á síðasta ári. Hann leiddi kjarasamn- ingaviðræðurnar við ríkið sem lyktaði að flestra áliti með sanngjörnum kjarasamningi BSRB og ríkisins þar sem stefnt var að launajöfnuði í fyrsta sinn um langan tíma og voru samningar í sama dúr gerðir nokkru síðar milli ASÍ og VSÍ. Ekki náði þó jafnlaunastefnan í gegn hjá ýmsum hópum öðrum sem síðar sömdu. Þar var beitt þeirri gömlu reglu að þeir skyldu hækka mest sem mest höfðu fyrir og samið var um prósentuhækkanir en ekki krónu- hækkanir, eins og margir höfðu vænst að gert yrði í kjölfar BSRB samninganna. Nú er fjárhag ríkisins illa komið, hækkanir nauðsynja og þjónustu dynja yfir og fjár- málaráðherra segir að ekkert svigrúm sé af hálfu ríkisins til að standa við samninga við BSRB og ASf. Við ræðum við Ögmund Jónasson um þessi mál og spyrjum fyrst hvort hann telji að mótmælaaðgerðir BSRB og ASÍ á dögunum hafi náð nokkrum tilgangi: Staðreyndin er sú að þótt umferðin hafi verið talsverð þessa daga þá gleymist að hér á Suðvesturhominu eru á ferðinni milli 80 og 100 þúsund bílar. Þótt 20-30 þúsund bílum sé lagt þá em enn 50-60 þúsund á ferðinni þannig að vart sér högg á vatni. Það má segja að mótmælin hafi byggst á sjálfsafneitun sem gerir þau á vissan hátt kröftugri. Þau sýna að fólki er alvara. Á því held ég að stjórnmálamenn hafi áttað sig. Mér finnst vera vilji hjá þeim tii að koma til móts við kröfur almennings og ég trúi því að þeir geri það nú.“ Verður skaðinn bættur? Aðgerðirnar náðu tilgangi „Mótmælin hafa þegar sýnt að samtaka- mátturinn er til staðar hjá almenningi og honum er hægt að beita. í annan stað hafa aðgerðimar skilað því inn í vitund margra stjórnmálamanna að almenningur ætlarekki að horfa á það þegjandi f framtíðinni að gengið sé á gerða samninga. Ég tel það mikið mein í öllu stjómmálalífi okkar að gerðir samningar eru ekki virtir. Hverju aðgerðimar eiga eftir að skila í kjarabótum þegar til skamms tíma er litið á eftir að koma í Ijós. Að sjálfsögðu ætlumst við til að farið sé að sanngjömum kröfum fólks." - Fórstu sjálfur í strætó um daginn? „Ég gekk í vinnuna." - Öm Friðriksson varaforseti ASÍ segir að fyrri aðgerðimar, þegar fólk var hvatt til að kaupa ekki mjólk í tvo daga hafi dugað vel. Hins vegar hafi fólk ekki tekið þátt í þeim síðari og þær því ekki náð tilgangi sínum. Því séu nýjar aðgerðir hugleiddar. Hverjar em þær? „Það sem næst gerist mun gerast í stjóm- arráðinu. Ég á von á viðbrögðum ríkisstjóm- arinnar innan tíðar og þegar þau koma er fyrst tímabært að ræða frekari aðgerðir af okkar hálfu.“ - Á hvaða atriði Iögðuð þið einkum áherslu í viðræðum við ríkisstjómina í fyrradag með hliðsjón af kjarasamningum? Stjórnvöld hafa ekki staðið við samninga „Við rökstuddum fullyrðingar okkar um að ríkisstjómin hafi ekki staðið við þær skuldbindingar sem hún gaf í kjarasamning- um s.l. vor. Við fórum rækilega yfir málin og kröfðumst leiðréttinga sem gera mætti með ýmsum hætti, svo sem með beinum kauphækkunum, lækkun á nauðsynjavömm og einnig lögðum við áherslu á nauðsyn verðstöðvunar." - Býstu við einhverjum árangri með hliðsjón af stöðu ríkisfjármála og yfirlýsing- um fjármálaráðherra? „Ég geri það. Ég geri það vegna þess að ég held að ríkisstjómin hafi áttað sig á og fundið kraftinn í fjölmennum mótmælum fólks bæði hér í Reykjavík og úti á landi. Við vitum hversu víðtækt mjólkurbindindið var og reyndar var bílabindindið það líka. - Þið hafið farið fram á að búvöruverð verði lækkað og laun hækkuð til móts við verðhækkanir. Fjármálaráðherra lýsir því yfir við Þjóðviljann í fyrradag að engan veginn sé hægt að bæta launþegum kjara- skerðingar nema þá með erlendum lánum sem ekki komi til greiná. Hafa ekki kjara- samningar vorsins sett efnahagskerfið úr skorðum og verða ekki launþegar að súpa af því seyðið? „Þegar við gerðum okkar kjarasamninga þá lýstu bæði fjármálaráðherra og forsætis- ráðherra því yfir að þeir rúmuðust innan ramma hins gerlega, innan ramma fjárlaga. í rauninni var litið svo á í þjóðfélaginu almennt að þetta hafi verið hófsamir kjara- samningar og líklegir til að valda ekki dýrtíðarbáli eða sprengja alla ramma. Því er varla ofætlun að gera þá kröfu að þeir haldi. Það er reyndar rétt sem þú segir að hér er allt á hvínandi kúpunni og ríkissjóður rekinn með halla og litla peninga að fá. En þá gerum við þá kröfu að launamenn séu ekki einasta efnahagsúrræðið. Það nær ekki nokkurri átt að menn hafi það ráð eitt að að draga úr neyslu þeirra sem búa við allt of lága kauptaxta. Það þarf að leita annarra ráða og grípa til aðgerða sem stuðla að breyttri tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Ég er sannfærður um að íslendingar sem þjóð væru tilbúnir að herða ólarnar og taka á sig miklar byrðar ef þeim fyndist að byrðunum væri jafnað af sanngimi. Sú er ekki raunin nú. Það tíðkast að tala með mikilli lotningu um erlendar verðhækkanir og að ekki megi láta þær bitna á innflutningsfyrirtækjum. Mér er spum hvort ekki megi hagræða í slíkum fyrirtækjum eða hvort bara sé hægt að skera niður í sjúkrahúsum og skólum. Olíufélagið h.f. státaði sig t.d. af því um svipað leyti og verið var að hækka bensínið, að þar hefði orðið 100 milljóna kr. gróði síðasta reikningsár. Eimskip vill hærri farm- gjöld á sama tíma og fyrirtækið fjárfesti í bönkum. í þessu er mótsögn sem við eigum ekki að sætta okkur við.“ „Það atti enginn okkur út í eitt né neitt. Við vorum búin að vera lengi án samninga og höfðum leitað ýmissa leiða og félögin reynt að semja hvert í sínu lagi. Síðan sameinuðust þau um ákveðna stefnu. Vissu- lega óttast menn í samtökum launamanna oft að verða fyrstir til því að æði oft gerist það að þeir sem á eftir koma krækja sér í heldur meira. Mér er þó ekkert um það að tala um að menn standi á öxlum hver annars. Hins vegar er það svo að eftir fyrstu samninga vorsins komu hópar eins og t.d. flugmenn sem fá hækkun sem nemur mánaðarlaunum lágtekjumanns. Við getum einnig nefnt þingmennina nú nýverið: Meðan við sömd- um um tvö þúsund krónur fá þeir tólf þúsund og ráðherrarsautján þúsund. Óneit- anlega hleypir þetta illu blóði í fólk.“ - Er launabaráttan orðin mest innbyrðis slagsmál þar sem launþegahópar reyna að halda ákveðnu lágmarksbili? „Hún er það í og með. Fram hjá því verður ekki horft. Heldur ekki því að í launþegahópnum er geysilegt misrétti. Það er tekist á um skiptingu sameiginlegra verðmæta samfélagsins. Andstæðurnar eru þó mestar milli þeirra sem hafa hagnað af óhóflegri álagningu og okri á fjármagni annars vegar og hins vegar þeirra sem stunda launavinnu. Varðandi samninga BHMR þá er það ljóst að innan þess bandalags er fjöldinn allur af fólki með lág laun. Hins vegar skyggði sú hugmyndafræði sem þeir settu á oddinn ofurlítið á þessa staðreynd. Þeir lögðu ofuráherslu á markaðslaun, fjármála- lega, menntunarlega ábyrgð og mannafor- ráð og það var tónn sem ég kann ekki að meta. BHMR einblíndi á markaðinn. En það eru fleiri en skólabræður og -systur þeirra sem héldu þessari kenningu á Iofti. Á markaðnum eru ekki bara læknar, verk- fræðingar og hálaunaðir lögfræðingar. Þar eru einnig þúsundir á afar Iágum kauptöxt- um. Þessi hugmyndafræði kom einnig berlega fram í samningum flugmanna og Flugleiða. Á sama tíma vitum við það að við flugið vinnur líka fólk sem er á lúsarlaunum. Alhæfingar af þessu tagi ná því afar stutt þegar grannt er skoðað og öll þessi umræða byggir því miður mjög á fordómum.“ Markaðslaun - hinir fyrstu síðastir? - Þið voruð fyrstir til samninga á þessu ári. Var ykkur att út á „foraðið" svo hálaunahóp- amir gætu komið á eftir til að standa á öxlum ykkar þegar þeir sjálfir sömdu? Betur vinnur vit en strit - Hver er höfuðmeinsemd íslensks þjóð- félags? „Isl Togstreita launafólks - Launþegahreyfingin hefur verið að klofna f hagsmunahópa, samanber ríkis- starfsmenn. Hefur þetta ekki veikt hana og aukið launamisrétti? „Markmið samtaka má aldrei verða að viðhalda sjálfum sér heldur eru menn í samtökum og eiga að vera í þeim til að leggja áherslu á sameiginleg baráttumark- mið. Ef þau eru ekki fyrir hendi þá eiga menn einfaldlega ekki heima í sömu samtök- um. Ég tel þó að öll samtök ríkisstarfsmanna eigi að starfa nánar saman en þau hafa gert að ýmsum málum sem snerta alla. Þar má nefna ýmis konar réttindamál og mannrétt- indamál sem við getum kallað svo, svo sem atvinnulýðræði. Þá eru það sameiginlegir hagsmunir að koma skikk á kauptaxtakerfið sem hefur verið að hrynja sfðustu árin.“ - Hafa hugmyndir þínar um kjarabaráttu í víðum skilningi eitthvað breyst eftir að þú fórst sjálfur að standa í fremstu víglínu? „Nei, ekki við það eitt út af fyrir sig. Hins vegar eru hugmyndir mínar f stöðugri mótun enda trúi ég ekki á einhverjar allsherjar- lausnir á vandamálum heldur verði sífellt að leita nýrra leiða og lausna. Ég er t.d. reiðubúnari en ég var fyrr, að líta á kjörin í víðara samhengi og horfa ekki á kauptaxt- ana eina í því sambandi." Islendingum hættir til að vera stöðugt að berjast við sjálfa sig og er margt gott um það að segja í sjálfu sér því það getur leitt ýmislegt gott af sér þegar tekist er á um andstæð sjónarmið. Við megum þó aldrei gleyma því hversu gott við höfum það og hversu góðu lífi við lifum að mörgu leyti. Ég hef oft hugleitt þetta í samanburði við erlend þjóðfélög sem ég hef kynnst og ekki komast í samjöfnuð við okkar. Hins vegar vinna íslendingar langan vinnudag og of mikil misskipting Iffskjara ríkir. Þetta þarf að laga. Þá er það sorglegt að ekki skuli takast að koma upp atvinnu- rekstri sem gengur. Við höfum ráðist af offorsi út í nýjar atvinnnugreinar án þess að hugsa dæmið til enda. Atvinnumálin þarf að taka öðrum tökum en gert hefur verið, af fyrirhyggju. Við verðum að athuga af alvöru hvemig við förum að því að bæta lífskjör okkar og draga úr mikilli vinnu sem hér viðgengst. Þetta hangir allt saman. Ágætt dæmi um offors okkar og hversu við gleypum við lausnarorðum gagnrýnislít- ið er til dæmis hugmyndir um að leysa allan efnahagsvandann með því að flytja inn landbúnaðarafurðir. Þetta étur nú hver upp eftir öðmm. Er þetta ekki enn ein „allsherjarlausnin"? Ég hef aldrei komið í þjóðfélag þar sem fólk ekki trúir því að hjá henni sé landbúnaður niðurgreiddur meir en nokkurs staðar ann- ars staðar í veröldinni. Þegar talað er um niðurgreiðslur má gjaman hugleiða hver niðurgreiði hvem. Er eitthvað athugavert við millifærslur af þessu tagi? Em það t.d. starfsmenn Fjárfestingarfélagsins eða Kaupþings sem niðurgreiða landbúnað á íslandi? Samkeppni á sviði matvælaframleiðslu fjallar um annað og meira en magn. Við viljum nefnilega líka gæði í matvælafram- leiðslu. Víða erlendis hefur það gerst að matvælaframleiðendur hafa farið út á þá braut að framleiða eins mikið og kostur er á ódýrasta mögulega hátt, t.d. með hormóna- gjöf og með þvf að hafa kjúklinga í örsmáum búmm og þar fram eftir götunum. Nú er komin fram krafa frá neytendum í þessum löndum um að horfið verði af þessari braut og lögð áhersla á gæði á annan hátt. Við ættum fremur að hugsa um hagræð- ingu í landbúnaðinum meir en gert er. Þessi umræða er þó öll afar viðkvæm því hún snýst um framleiðslueiningarnar sem em bænd- umir og fjölskyldur þeirra. Bændumir taka því miður oft umræðu um þessi mál sem árásir á sig og út úr þessum farvegi verður umræðan að komast. Annars er það fyrst og fremst milliliðakerfið sem þarf athugunar við. Það þarf enginn að segja mér að það sé ekki eitthvað að þegar kjöt er geymt í langan tíma við ærinn kostnað og síðan keyrt á haugana. Aðgerðir okkar um daginn beindust alls ekki gegn bændum. Ekkert var okkur fjær. Áttum okkur á því að hér er um dýra nauðsynjavöm að ræða. Fjölskylda sem kaupir fimm lítra af mjólk á dag notar 122 þúsund kr. á ári til mjólkurkaupa. Það em tveggja til þriggja mánaða laun. Það er ekki verið að ráðast á bændur þótt bent sé á þetta. Síður en svo. Það em sameiginlegir hagsmunir bænda og neytenda að framleiðsl- an sé eins hagkvæm og unnt er. Við verðum að leita leiða af alvöru til að bæta lífskjör, stytta vinnudaginn og skipta verðmætunum betur milli okkar. Það þarf að taka á öllum atvinnugreinum. Stefán Ásgrúnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.