Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 12
24 Tíminn Laugardagur 17. júní 1989 KAUPFÉLÖGIN OG ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SlMI 38900 rtlupöWionarvé^ irgae * n»kka \nn e&a _ L \nu a& Pa*nrasba99a’^ a f há\m- °%?önd\a bag9ana i’era&n'e^°Met6in*'enWf •irp&KKun09 &um MENNTASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI LÓÐARVINNA Tilboð óskast í frágang lóðar við Menntaskólann á ísafirði. Ljúka skal frágangi lóðar vestan, norðan og austan við skólahúsið. Verkinu skal vera lokið 15. sept- ember 1989. Útboðsgögn verða afhent, til föstudagsins 23. júní 1989 gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 27. júní 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTDFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Jónsmessumót Árnesingafélagsins í Reykjavík verður haldið á Hótel Selfoss, laugardaginn 24. júní og hefst með borðhaldi kl. 19.30, en að loknu borðhaldi um kl. 22.30 hefst dansleikur. Heiðursgestir mótsins verða hjónin Elínborg Guðmundsdóttir og Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík. Flutt verða ávörp og skemmtiatriði við borðhaldið, en að því loknu leikur hljómsveit Jakobs Jónssonar fyrir dansi. Nauðsynlegt er að þeir sem ætla að taka þátt í borðhaldi tilkynni það í verslunina Blóm og græn- meti, Skólavörðustíg 3a, s. 167111 eða á Hótel Selfoss s. 98-22500 í síðasta lagi fimmtudaginn 22. júní. Árnesingar austan fjalls og vestan eru eindregið hvattir til að fjölmenna á mótið. Árnesingafélagið í Reykjavík Málmhúsið á Flúðum. Fyrirtækið Hjúpur sf. hyggst flytja hluta af starfsemi sinni í húsið. Tfmamyndir: Guðmundur Stelngrímsson Tveir menn geta byggt verksmiðjuhús á mánuði Málmiðjan hf. og og Blikksmiðjan Funi sf. hafa nú hafið innflutning og framleiðslu á nýrri tegund húsa, svokölluðum málmhúsum, sem taka eiga mun skemmri byggingartíma heldur en önnur hús. Hér er um að ræða létt stálgrindarhús sem eru einungis úr járni og eru boltuð saman á byggingar stað. Að sögn forsvarsmanna Málmiðj- unnar eru húsin það einföld í bygg- ingu að jafnvel er mögulegt að tveir menn setji það upp á innan við mánuði. Efniskostnaður þessara húsa á einnig að vera um 35% minni en kostnaður við sambærileg hús. Eitt hús af þessu tagi er í smíðum á Flúðum í Árnessýslu. Það hús ætlar verksmiðjan Hjúpur sf. að nota undir framleiðslu sína á heita- vatnsrörum. Það hús hefur verið nokkum tíma í byggingu, enda hafa starfsmenn Hjúps sf. einungis unnið við byggingu þess í íhlaupavinnu. Húsið er um 500 fermetrar, vegg- hæðin er 4 metrar og breidd þess 12 metrar. Það kostar uppsett um 3 milljónir íslenskar krónur. Þráinn Ásmundsson, rekstrartæknifræðing- ur hjá Málmiðjunni, hefur stjórnað byggingu hússins. Enginn nagli er notaður í bygg- ingu þess og ekkert járn þarf að sjóða saman. Bygging hússins fer þannig fram að fyrst er steyptur lágur veggur sem er síðan notaður sem undirstaða fyrir stálgrind sem er fest ofan á. Stálgrindin er boltuð saman úr sérmótuðum stálbitum og mun hún vera nokkuð fljót í upp- setningu. Stálgrindin er þar á eftir klædd jámplötum að utan og þakið að hluta til með trefjaplastsplötum, sú klæðning tekur tvo til þrjá daga. Húsið er eingrað með steinull og settar em járnplötur innan á grind- ina. Eftir það er fyllt upp í grunninn og gólfið steypt og á þá húsið að vera tilbúið til innréttingar. Að sögn Þráins er byggingarlegur munur á þessu húsi og öðmm fólginn í því að þetta hús er allt boltað saman og engar burðarstoðir í vinn- usal eða þverbita þarf til að halda því uppi, svo framarlega sem það sé ekki mikið meira en 12 metrar á breidd. Einnig er stálgrindin öll klædd með plötum að innan og að utan og sést því ekkert í sjálfa grindina. Þá koma spermrnar innan á önnur hús. Hægt er að bæta við húsið á alla kanta eftir á og breyta staðsetning- um hurða og glugga á einfaldan hátt að sögn Þráins Málmiðjan flytur inn allt efni og útvegar allar teikningar og útreikn- inga fyrir byggingarframkvæmdir. Guðni Jóhannesson, verkfræðingur, hefur séð um alla útreikninga og Guðrún Nordal, arkitekt, teiknaði húsið á Flúðum. Öll hönnun fer fram í gegnum tölvu. Þráinn segir hús af þessari gerð hafa verið í þróun í öðrum löndum í um 50 ár. Málmiðjan mun lengi hafa haft í bígerð innflutning á húsunum og kviknaði hugmyndin fyrst fyrir um 15 árum. Húsin hafi síðan verið hönnuð fyrir íslenskar aðstæður með vind og snjó í huga. Málmiðjan hefur efni í nokkrar byggingar í viðbót og stendur til að byggja fjögur hús í Kópavogi, öll fyrir verksmiðjustarfsemi. Fyrirhug- að er að komast að hvernig þessi hús reynast í a.m.k. eitt ár. Eftir það verður reynslan könnuð og ákveðið hvort grundvöllur er fyrir þeim hér. Húsin eru ekki einungis fyrir verk- smiðjur því einnig hafa þau verið notuð sem verslunarhúsnæði, skrif- stofuhúsnæði, fyrir fiskeldi og fleira í þeim dúr. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með íbúðarhús af þessu tagi. Málmiðjan bindur miklar vonir við húsin og Málmiðjumen segja þau eiga mikla framtíð fyrir sér á Islandi. Samkvæmt þessum upplýsingum um húsin ætti maður með stofnun verksmiðju í huga að geta fengið efni í einum gám ásamt teikningum sent á staðinn, hringt í vin sinn og byggt húsið á mánuði. GS. Stálgrindin er sett á steyptan vegg og málmplötur á grindina bæði að innan og að utan og steinull á milli. Þegar er búið að Idæða hluta hússins, en klæðning tekur einungis nokkra daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.