Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. juní 1989 Tíminn 5 Bjóða Olafi sláturhúsið Seölabankinn fellst á samþykkt ríkisstjórnarinnar: Raunvextir lækka um 1 % Stjórn Kaupfélags Austur- Skaftfellinga á Höfn í Horna- firði kom saman til fundar í fyrradag. Var þar meðal ann- ars rætt um ýmis vandamál landbúnaðarins, einkum þó þau sem snúa að framleiðslu á kindakjöti, rekstri afurða- stöðva, fjármagnsflæði og birgðavanda. Þar komu meðal annars til um- ræðu þau ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra í Ríkisútvarpinu hinn 13. júní að svo gæti farið „að ríkið fari sjálft að selja kindakjöt milliliðalaust í sumar, ef afurðasölur selji ekki kjötið á viðun- andi verði.“ Af því tilefni samþykkti stjórn KASK einróma eftirfarandi: „í tilefni af ummælum fjármála- ráðherra í Ríkisútvarpinu þriðju- daginn 13. júní s.l. lýsir stjórn Kaup- félag Austur-Skaftfellinga sig hér með reiðubúna til viðræðna við ríkis- valdið um leigu eða sölu á sláturhúsi félagsins á Höfn. Myndi ríkisvaldið þannig losna við milliliðakostnað þann og viljaleysi söluaðila, sem ráðherra gerði að umtalsefni í um- ræddum útvarpsþætti, og fá tækifæri til að leysa vandamál kindakjöts- framleiðslunnar með viðunandi hætti.“ Þessi samþykkt hefur nú verið send fjármálaráðherra, og bíður stjórn KASK svara hans. -esig Nú Iíggur fyrir að raunvextir sem nú eru 7,25% munu verða komnir niður í 6,25% um næstu mánaðamót, þar sem Seðlabankinn hefur fallist á samþykkt ríkisstjórnarinnar þar að lútandi. Ríkisstjórnin er því mjög nærri því markmiði sem hún hefur sett sér þ.e. að ná raunvöxtum niður í 5-6%. Ríkisstjórninni barst á fimmtu- daginn svar frá Seðlabankanum við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 2. júní síðastliðnum þar sem bankinn fellst á að skilyrði séu núna í þjóðfé- laginu fyrir lækkun raunvaxta. Jafn- framt hefur bankinn boðað það að hann muni verða við óskum ríkis- stjómarinnar um að stuðla að lækk- un raunvaxta um 1-1,25%. Seðla- bankinn hefur lagt til að raunvaxta- lækkunin komi til framkvæmda á tveimur næstu vaxtaákvörðunardög- um þ.e. 21. júní og 1. júlí. í viðtali við Tímann í gær sagðist Steingrímur Hermannsson 'forsætis- ráðherra telja að lækkunin muni nema 1%. Steingrímur sagði jafn- framt að full samstaða hefði verið um þetta mál í ríkisstjórninni. Er þetta í fyrsta skipti sem breyt- ingin á 9. grein Seðlabankalaganna, sem varð í lok marsmánaðar síðast- liðnum, kemur til framkvæmda. Með þeirri breytingu fékk Seðla- bankinn heimild til að ákvarða svo- kallaða hóflega raunvexti og bank- anum ber að fara að tillögum ríkis- stjómarinnar í þessum efnum. Sala Útvegsbankans Sala Útvegsbankans var einnig til Sr.Guðmundur dómprófastur Næsti dómprófastur hefur verið tilnefndur af sóknarprestum Reykja- víkurprófastdæmis og er það sr. Guðmundur Þorsteinsson, sóknar- prestur í Árbæ. Aðrir sem atkvæði fengu voru þeir sr. Árni Bergur Sigurbjömsson, sr. Amgrímur Jóns- son og sr. Tómas Sveinsson. Sr. Guðmundur Þorsteinsson mun taka við starfi dómprófasts nú um næstu mánaðamót af sr. Ólafi Skúla- syni, sem tekur þá formlega við embættisstörfum sem biskup íslands. Innan fárra daga munu svo liggja fyrir úrslit í tilnefningu til vígslubisk- upsembættis í Skálholtsstifti þar sem sr. Ólafur lætur einnig af því embætti um mánaðamótin. umræðu á fundi ríkisstjómarinnar á fimmtudaginn en sem kunnugt er hefur Jón Sigurðsson sætt harðri gagnrýni fyrir að kaupverð bankans hafi verið of lágt. Varðandi Útvegs- bankamálið sagði Steingrímur Her- mannsson að málið væri í höndum viðskiptaráðherra og hann hafi haft heimild til að selja þessi bréf. Stein- grímur sagði að ekki hefði komið fram hörð gagnrýni á málsmeðferð viðskiptaráðherra á ríkisstjórnar- fundinum. Steingrímur sagði jafnframt: „Ég held að menn séu sammála um það að með þessari sölu náist fram veruleg hagræðing og það er mjög mikilvægt fyrir bankak- erfið. Hinsvegar hafa vissulega kom- ið fram gagnrýnisraddir og við- skiptaráðherra hefur meira að segja sagt sjálfur að verðið væri í lægri kantinum og hann hefði gjaman viljað fá hærra verð fyrir bankann.“ Steingrímur sagðist geta tekið undir það með ýmsum í þingflokki Framsóknarflokksins að það hefði verið æskilegt að menn hefðu skoðað þetta mál nákvæmar sérstaklega með tilliti til kaupverðsins. „Ég tel að verðið sé í lægra kantinum en spumingin er sú hvað menn em tilbúnir að gefa fyrir þessa miklu hagræðingu.“ SSH Sýking í nýju sundlauginni í Grímsey: Eyjaskeggjar með útbrot Stór hluti íbúa Grímseyjar þjáist þessa dagana af útbrotum, sem fylgir mikill sviði og óþægindi, vegna sýkingar sem kom upp í sundlaug eyjarinnar. Um er að ræða bólur sem fólk hefur fengið út um allan líkamann. Einkennin em þó nokkuð misjöfn, hjá sumum er aðeins um að ræða litlar bólur sem líkjast helst flugnabiti en aðrir hafa fengið einskonar kýli. „Það hafa flestir íbúar eyjarinnar sýkst af þessu og sumir em það illa haldnir að þeir geta engan veginn verið,“ sagði Hafliði Guðmundsson, íbúi í Grímsey, í samtali við Tímann í gær er leitað var upplýsinga um faraldurinn. í fyrradag rannsökuðu heilbrigð- isfulltrúinn á Akureyri og héraðs- læknirinn ástandið. Voru sýni tekin úr sundlaugarvatninu. Einnig voru tekin sýni úr útbrotum og þau mynduð. Enn liggur ekki fyrir um hverskonar sýkingu er að ræða. Brynjólfsson heilbrigðisfulltrúi sagði við Tímann að sundlaugin hefði virst mjög þrifaleg og nægi- Iegt klórmagn í sundlaugarvatninu. Sagðist Brynjólfur því telja líklegt að um einhverskonar veirusýkingu væri að ræða þar sem bakteríur þrífast ekki í vatni sem í er nægileg- ur klór. í gær var öllu vatni hleypt úr lauginni og hún sótthreinsuð, en laugin verður ekki opnuð aftur fyrr en niðurstöður liggja fyrir um ástæður sýkingarinnar. Ólafur OddSson héraðslæknir sagði í samtali við Tímann að hann hefði gefið þeim sem em sýktir ofnæmislyf sem er gefið við kláða. Það hefur þó ekki dugað fullkom- lega en dregið úr óþægindunum. Ólafur sagði ennfremur að hann vissi ekki til þess að tilfelli af þessu tagi hefði komið upp hér á landi en hann vissi dæmi um það erlendis frá að svipaðar bakteríu- eða veiru- sýkingar hefðu borist með sund- laugarvatni. Ólafur tók fram að enn lægi ekki ljóst fyrir um hvers- konar sýkingu væri að ræða. SSH Dómsforseti hæstaréttar taldi málið vera á sviði stjórnsýslu en ekki einkamál: ENDANLEG MORKUN Á HENDIRÁDHERRA Guömundur Jónsson, forseti hæstaréttardómstólsins sem felldi dóm í landamerkjadeilu Landmanna og Skaftártung- umanna, skilaði sératkvæði í dómnum á fimmtudag. Taldi hann það ekki vera á valdi dómsstóla að ákveða um landamörk þessi, heldur eigi ákvörðun um mörkin að koma frá ráðuneyti og í framhaldi af því verði lagasetning. Málið sé einfaldlega á sviði stjómsýslu og sé ekki einkamál. Guðmundur greiddi hins vegar at- kvæði með meirihluta dómsins þegar kom að efnislegri afgreiðslu. Niðurstaða hæstaréttar var, eins og segir í Tímanum í gær, að kröfu Skaftártungumanna um að þeir fái hálf Veiðivötnin með því að afrétt- armörkin verði færð norður fyrir Tungnaá, er hafnað. „Niðurstöðurnar þýða að Skaft- fellingar hafa ekki getað leitt í ljós neinn afréttarrétt sinn. Þar sem þeir hafa ekki getað það, verða kröfur þeirra ekki teknar til greina,“ sagði Árni Grétar Finnsson, hrl., lögmaður Land- sveitarmanna. „Þar með em mörk- in Tungnaár og í raun og vem segja þeir það í dómnum, þótt orðalagið sé ekki mjög afgerandi. Miðað við dóminn er búið að marka línuna milli afrétta hreppanna." Kjarninn í þessum flókna og viðamikla hæstaréttardómi var á þessa leið: „Eins og lýst er f hinum áfrýjaða dómi virðist ágreiningur aðila áður fyrr aðallega hafa verið um mörkin sunnan Tungnaár. (Beitarland, innsk.) Samkvæmt gögnum málsins er ljóst að báðir aðilar hafa smalað að Kirkjufells- ósi og aðaláfrýjendur hafa smalað hina svonefndu Kílinga og Jökul- gil. Samkvæmt þessu ber að stað- festa niðurstöðu héraðsdóms um mörkin sunnan Tungnaár. (Sbr. dómssáttina 1951 er Rangæingar hafa viljað halda sig við, innsk.) Gagnáfrýjandi (Skaftártungu- menn, innsk.) hefur ekki Ieitt í ljós að hann hafi átt upprekstrarrétt á hinu umdeilda svæði ofan Tungna- ár. Verða því kröfur hans að um tiltekin merki á þessu svæði, með hliðsjón af rétti til afréttarnota, ekki teknar til greina. Miðað við þessa niðurstöðu um að gagnáfrýj- andi (Skaftártungumenn, innsk.) eigi ekki afréttarland ofan Tungna- ár þykir eins og kröfugerð er háttað, skorið úr deilu aðila máls þessa um mörk afréttar ofan Tungnaár og ekki efni til að áfrýja ferkari mörk landsvæða í máli sem eingöngu er á milli þessara aðila." „Þetta þýðir eiginlega að ástand- ið er óbreytt frá því Skaftártungu- menn höfðuðu málið á hendur Landsveitarmönnum," sagði lög- maður Land- og Holtamanna, Árni Grétar Finnsson hrl., í samtali við Tímann í gær. Sagði hann að með þessum dómi væri samkomulaginu frá 1886 hafnað, enda væri ekkert á það minnst. Efnisleg réttindi á þessu svæði voru til meðferðar fyrir dómi árið 1955. Þá féll dómur- inn þannig að Land- og Holtamenn eigi upprekstrarrétt og afréttarrétt. „Af þessum réttindum er síðan leiddur veiðiréttur," sagði Árni Grétar. Ekki náðist í Jón Steinar Gunn- laugsson, hrl., lögmann Skaftár- tungumanna í gær til að fá hans túlkun á niðurstöðum Hæstaréttar. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.