Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 17. júní 1989 FRÉTTAYFIRLIT PEKING - Kínversk stjórn- völd hafa hafið áróðursherferð á alþjóðavettvangi og segja að ástand í Kína se fullkomlega eðlilegt og að útlendingum sé óhætt að snúa aftur. Þrátt fyrir þetta berast fréttir af handtök- um og hefur Bandaríkjastjórn hvatt þegna sína til a& halda ekki til Kína. I Kanada hefur fjöldi kfnverskra sendiráðs- manna beðið um vegabréfsá- ritun og hyggjast ekki snúa til Kína á næstunni. TREVISO - ítalar hafa misst nær alla silkiuppskeru sína þetta árið vegna þess að silk- ilirfurnar hafa verið allt of iðnar við að éta og gleymt að spinna silkivefinn. 99% af ítölskum silkilirfum hafa fengið þessa dularfullu matarlyst sem ekki hefur áður þekkst. Ekki er vitað hvað veldur þessari matarlyst, en um það bil 60 milljónir silkilirfa búa á Ítalíu um þessar mundir. LONDON - Veröbólgan í Bretlandi fer nú hraðvaxandi og er var 8,3% í sfðasta mán- uði. Það er tvöföld verðbólga miðað við sama tíma f fyrra og sú hæsta sem mælst hefur í sjö ár. RASHIDIYEH - ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á stöðvar palestínskra skæru- liða í Líbanon og er það önnur árásin á tveimur dögum. MOSKVA - Sovétmenn hafa nú viðurkennt að alvarlegt kjarnorkuslys hafi átt sér stað f Uralfjöllum í september árið 1957 þegar mikil sprenging varð í verksmiðju þar sem smíðaðar voru kjarnorku- sprengjur. Slysið, sem haldið ' hefur verið leyndu allt þar til nú, skapaði mikla geislavirkni á svæði sem var 105 km langt og 9 km breitt og varð að flytja tfu þúsund manns á brott frá svæðinu. Nú rúmlega 30 árum seinna eru stór svæði kringum bæinn Kasli 100 km norður af borginni Chelyabinsk svo . geislavirk að umgangur um þau er mjög takmarkaður og vatn þar óhæft til drykkjar. Vestrænir vísindamenn hafa lengi talið Ijóst að alvarlegt kjarnorkuslys hafi orðið á þess- um slóðum á þessum tíma. bera vitni í réttarhöldunum yfir John Poindexter vegna Íran-Kontramálsins, en þeir félagar hafa verið kvaddir í réttinn. Réttarhöldin í Íran-Kontramálinu: BUSH 0G REAGAN KALLADIR FYRIR RÉTTINN SEM VITNI George Bush forseti Bandaríkjanna og riddarinn Ronald Reagan fyrrum Bandaríkjaforseti verða kallaðir til vitnis í réttarhöldunum í svokölluðu Íran-Kontramáli. Það er Iög- fræðingur John Poindexter fyrrum ráðgjafa Ronalds Reagans og náins samstarfsmanns Bush á meðan hann gegndi varaforsetaembættinu sem farið hefur fram á að þeir kumpánarnir beri vitni í málinu. Kemur þetta mjög við kaunin á tvímenningunum sem reynt hafa allt til þess að verða ekki tengdir þessu vopnasölumáli. - Skjólstæðingur minn hafði mikil bein samskipti við báða þessa ein- staklinga í undirbúningi vopnasölu- málsins, sagði Richard Becler verj- andi John Poindexter sem ákærur hefur verið fyrir aðild sína að ólög- legri vopnasölu til íran, en ágóði þeirrar sölu rann til Kontraliða í Níkaragva. Poindexter var öryggisráðgjafi í stjórn Ronalds Reagans og hefur tekið á sig ábyrgð í hinni leynilegu vopnasölu. Bæði Bush og Reagan fengu vitna- stefnu þegar réttarhöldin yfir Oliver North í sama máli fóru fram. Þá úrskurðaði dómarinn að framburður þeirra væri ekki nauðsynlegur. f réttarhöldunum yfir North kom fram að flest benti til þess að Reagan og Bush hafi átt beinan þátt í því að fundnar yrðu leynilegar leiðir til að styðja við bak Kontraliðum eftir að Bandaríkjaþing hafði bannað bandaríska hernaðaraðstoð við Kontra, þvert á vilja Reagans Bandaríkjaforseta. Nú mun dómarinn í máli Poindex- ter þurfa að taka afstöðu til þess hvort framburður Bush og Reagans skiptir máli. Þess má geta að saksóknari varð að falla frá kærum á North fyrir meinsæri og þjófnað vegna þess að ríkisstjórn Bush neitaði að afhenda réttinum leyniskjöl vegna þess að slíkt ógnaði öryggi ríkisins. Poindex- ter er einmitt ákærður fyrir meinsæri og þjófnað á eignum ríkisins á sama hátt og North. Ungverjaland: 250.000 manns fylgdu Imre Nagy til grafar Kvartmilljón manna fylgdi Imre Nagy fyrrum forsætisráðherra Ung- verjalands til grafar, en í gær fór fram opinber útför Nagys sem hengdur var fyrir landráð eftir sýnd- arréttarhöld árið 1958. Nagy leiddi uppreisn Ungverja gegn yfirráðum Sovétríkjanna árið 1956, en sú upp- reisn var brotin á bak aftur af mikilli hörku eftir að Sovétmenn sendu herlið inn í Ungverjaland með sam- þykki annarra Varsjárbandalags- ríkja. Minningarathöfnin stóð yfir í níu klukkustundir. f minningarræðum voru bæði Sovétmenn og ungverski kommúnistaflokkurinn harðlega gagnrýndir fyrir aðförina að Nagy. Janos Kadar sem á sfnum tíma tók við forsætisráðherraembættinu af Nagy og leiddi þjóð sína smátt og smátt í átt til aukins frjálsræðis miðað við önnur austantjaldsríki, sagði í gær að hann skammaðist sín fyrir aðförina að Nagy á sínum tíma. Kadar var við stjórnvölinn allt þar til í fyrra er hann var neyddur til að segja af sér. Síðan þáhafa Ungverjar tekið stór skref í átt til lýðræðis og hyggjast halda frjálsar kosningar þar sem fleiri flokkar en kommúnista- flokkurinn mun bjóða fram. Ungversk stjórnvöld hafa að undanförnu lítið sparað lofið á Nagy og segja að lýðræðisþróunin nú sé mjög í anda hugsjóna hans. Vonast þau til þess að með hinni opinberu útför Nagys nú verði grafinn sá skuggi sem þjóðin hefur séð á ung- verska kommúnistaflokknum allt frá því sovéskir skriðdrekar brutu frels- ishreyfingu Ungverja á bak aftur fyrir 33 árum. Þess má geta að Sovétmenn sem hafa haft 60 þúsund manna herlið í Ungverjalandi undanfama áratugi hyggjast kalla allt sovéskt herlið frá Ungverjalandi næstu mánuði og héldu fyrstu hersveitirnar heim í síðustu viku. Flugslys á sýningu í Frakklandi Áhorfendur á hínni frægu flugsýningu sem haldin er í París ár hvert, fengu óvænt aukanúmer þetta árið þegar sovésk MiG-29 orrustuþota hrapaði til jarðar í nokkur hundruð metra fjarlægð frá áhorfendunum. Eins og áður hefur komið fram í fréttum slapp flugmaðurinn lifandi úr háskanum með því að skjóta sér út úr þotunni nokkrum sekúndum áður en þotan skall á jörðinni og sprakk í loft upp. Sovéski tilraunaflugmaðurinn Anatoly Kvochur sem flaug MiG-29 orrustuþotunni sem er ein fullkomn- asta, ef ekki fullkomnasta orrustu- þotan í annars fjölbreyttum herflug- flota Sovétmanna, fann að eitthvað var að þegar hann var að sýna erfiða lágflugsþraut. Þotan var í 350 feta hæð og á rúmum tvöföldum hljóð- hraða er hún missti flugið og féll til jarðar eins og risastór sardínudós. Anatoly slapp með skrekkinn og marinn skrokk og vildi óður og uppvægur halda áfram að fljúga á flugsýningunni, þó hann hafi ekki fengið leyfi til þess. Sem betur fer fór betur en á horfðist í þetta skiptið, en því miður hefur ekki alltaf farið svo á flugsýn- ingum undanfarið. Enn er ofarlega í hugum manna harmleikurinn í Ram- stein í Vestur-Þýskalandi í águst- mánuði í fyrra þegar sjötíu manns fórust þegar tvær ítalskar herþotur skullu saman og brakið dreifðist yfir áhorfendasvæðin. Það var ekki eina slysið í fyrra, því í maímánuði fórust tveir á flugsýningu í Hannover í Vestur-Þýskalandi og mánuði síðar fórust þrír þegar ný Airbus A320 farþegaþota frá Air France fórst á flugsýningu í Frakklandi. Þetta er heldur ekki fyrsta mann- skæða flugslysið á Parísarflugsýning- unni, því árið 1973 fórust þrettán manns er sovésk TU-144 þota fórst. aiagsioa Kemur a MiLí-iV orrustuþotuna einhverra hluta vegna og fiugmaðurinn missir stjóm á henni. 2. Anatoly fiugmaður nær að skjóta sér út úr þotunni er hún fellur til jarðar. 3. Þotan sekúndubroti óður en hún snertir jörðina. 4. MiG-29 omistuþotan ekki lengur til staðar, heldur einungis ólögulegt brak falið í eldkófi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.