Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 1
W Sigfús Haukur Andrésson: Ahrif frönsku stjórnbylt- ingarinnar á skoðanir samtíðarmanna á Islandi Á þessu ári er minnst tveggja alda afmælis stjórnbylt- ingarinnar miklu í Frakklandi. Áhrif hennar urðu, svo sem kunnugt er, mikil í bráð og lengd, og þau náðu meira að segja allt norður til íslands. Eftirminnilegastar urðu íslendingum reyndar þær styrjaldir sem komu í kjölfar byltingarinnar og stóðu nær óslitið frá 1792 til 1815. Þær ollu afar miklum sveiflum í siglingum að og frá landinu og þar með í verslun, vöruflutningum, verðlagi o.s.frv. Og út yfir tók í þessu efni þegar Danir urðu styrjaldaraðil- arárið1807. Því hefur hins vegar verið minni gaumur gefinn að þær kröfur um frelsi og jafnrétti, sem haidið var á loft í byltingunni, höfðu taisverð áhrif á ýmsa íslenska ráða- menn og menntamenn á þessum tíma. Hér er einkum um að ræða mannréttindayfirlýsingu franska stéttaþingsins eða þjóðarsamkomunnar 26. ágúst 1789, sem átti sér fyrirmynd í stjórnarskrá hinna nýstofnuðu Bandaríkja Norður-Ameríku. Mannréttindayfirlýsingin snerist fyrst og fremst um það að skilgreina réttindi þegna og einstaklinga gagnvart ríksivaldinu. Samkvæmt henni voru allir menn fæddir með ýmsum frumréttindum eða meðfæddum réttindum sem ríkisvaldinu bæri að virða og vernda, svo sem rétti til lífs og hamingjuleitar, jafnrétti fyrir lögum, eignarrétti, skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og trúfrelsi, ekki mætti halda mönnum í fangelsi án dóms og laga, og menn hefðu rétt til að snúast til varnar gegn kúgun. Prentfrelsið í Danaveldi greiddi fyrir f réttaf lutningi af byltingunni Fregnir af frönsku byltingunni bárust fslendingum nær eingöngu um Danmörku eða nánar tiltekið um Kaupmannahöfn, sem var aðal- tengiliður íslendinga við umheim- inn. Það greiddi mjög fyrir öllum fréttaflutningi í Danaveldi um þessar mundir, að sú umbótasinnaða ríkis- stjórn sem setið hafði þar að völdum síðan 1784, leyfði fullt prentfrelsi. Það var í anda fræðslu- eða upplýs- ingastefnunnar og í samræmi við hugmyndir ýmissa helstu ráðamanna þessarar stjórnar um menntað ein- veldi. Með prentfrelsinu vildu þeir stuðla að því að almenningsálitið næði eyrum konungs og ráðgjafa hans. En minnt skal á það að prentfrelsi var undantekning en ekki regla á þessum tíma. Prentfrelsið hleypti miklu fjöri í alls konar útgáfustarfsemi í Dana- veldi, aðallega í Kaupmannahöfn, þ.e. útgáfu bóka, tímarita, bækl- inga, blaða og flugrita, ekki síst þegar einhver hitamál voru á döf- inni. Langmesta hitamálið á fyrstu árum fyrmefndrar stjómar var sú ákvörðun hennar að afnema átt- hagafjötra o.fl. ánauð sem lengi hafði hvílt á dönskum bændum. Þessar deilur hurfu fljótlega í skuggann fyrir fregnum af frönsku byltingunni og þeim stórtíðindum sem vom samfara henni. Danskir höfundar skiptust í stómm dráttum á svipaðan hátt í afstöðu sinni til byltingarinnar eins og til afnáms bændaánauðarinnar. Þeir sem engar breytingar höfðu viljað á kjömm bænda fundu byltingunni allt til foráttu, en hinir fögnuðu þeim breyt- ingum sem hún hafði í för með sér í átt til jafnréttis og frjálslegra stjóm- arfars í Frakklandi. Einkanlega veg- sömuðu umbótasinnar mannréttind- ayfirlýsinguna frá 1789. Það olli að vísu dönskum fylgis- mönnum byltingarinnar miklum vonbrigðum er frönsku byltingar- mennimir tóku sjálfir að ganga í berhögg við mannréttindayfirlýsing- una, eins og lýsti sér hvað óhugnan- legast í tfð ógnarstjómarinnar 1793- 1794. Eftir sem áður nutu þó Frakk- ar mikillar og almennrar samúðar og aðdáunar í Danmörku fyrir hetju- lega og sigursæla baráttu gegn því fjölmenna erlenda óvinaliði, sem þeir áttu í höggi við um þær mundir og stgfndi að því að endurreisa fyrra konunglega einveldi og forréttindi klerka og aðals. Landsuppfræðingarfélagið og tímarit þess, Minnisverð tíðindi Helstu embættis- og menntamenn á íslandi, sem vom flestir á þessum tíma áhangendur fræðslustefnunnar, urðu sér úti um bækur, tímarit og blöð frá Kaupmannahöfn og gátu Stefán Þórarinsson. því eftir atvikum fylgst sæmilega með erlendum menningarstraumum og stórviðburðum. Allt var þetta meiri vandkvæðum bundið fyrir hina lægri embættismenn, svo ekki sé talað um fróðleiksfúsa alþýðumenn sem fæstir skildu heldur nein erlend tungumál. Talsverð bót var á þessu ráðin með stofnun Landsuppfræð- ingarfélagsins árið 1794. Aðalfor- göngumaður þess og síðan fram- kvæmdastjóri var Magnús Stephen- sen, lögmaður og síðar dómstjóri í Landsyfirrétti. En með Magnúsi stóðu að stofnun félagsins flestir æðstu embættismenn o.fl. ráðamenn og menntamenn í landinu, svo sem Ólafur Stefánsson stiftamtmaður, Stefán Þórarinsson amtmaður og Hannes Finnsson biskup. f samræmi við nafn sitt tók Lands- uppfræðingarfélagið að gefa út ýmis fræðirit fyrir almenning. Hér kemur einungis við sögu tímaritið Minn- isverð tíðindi, sem var frétta- og fræðslurit um innlenda og erlenda atburði. Fyrsta bindi þess kom út í þremur heftum á árunum 1796-1798 og náði yfir atburði tímabilsins frá ársbyrjun 1795 til vorsins 1798, auk ágrips um frönsku byltinguna allt frá upphafi hennar og helstu tildrögum. Magnús Stephensen hliðhollur byltingunni Höfundur þessa fyrsta bindis Minnisverðra tíðinda, sem skiptir aðallega máli hér, var Magnús Stephensen. Aðalheimildir hans voru að sjálfsögðu dönsk blöð, bæklingar og tímarit, ekki síst mán- aðarritið Minerva sem hann getur sérstaklega um. Það hefur jafnan verið talið eitt vandaðasta danska tímarit þessa tímabils og fagnaði t.d. bæði afnámi bændaánauðarinnar í Danmörku og frelsishugsjónum frönsku byltingarinnar. Þá tilgreinir Magnús einnig bók um byltinguna árin 1789-1791, eftir þýskan höfund, Friedrich Schultz, sem hafði dvalist í París um þær mundir og studdist við skrif franskra byltingarmanna, auk þess er hann hafði sjálfur séð og heyrt. Þessi bók hafði birst í danskri þýðingu, og í henni gætir mikillar samúðar með byltingunni. Má ætla að hún hafi haft talsverð áhrif í Danmörku, og áhrif hennar á Magn- ús Stephensen eru augljós. Þegar í inngangi frásagnar sinnar af byltingunni lætur Maenús þá skoðun í ljós, að af þessum umbrot- um eigi eftir að leiða margt ;■ 'tt fyrir mannkynið, þrátt fyrir þæ >rm- ungar er hafi verið þeim samta.a um skeið. Þær telur hann auk þess stafa að miklu leyti af óþarfa afskiptum annarra þjóða af innanlandsmálum Frakka, sem eigi sjálfir að hafa fullan rétt til að ákvarða stjórnarfar í landi sínu. í því efni fellst Magnús meira að segja á lýðveldisfyrirkomu- lag, þótt hann beri ógnarstjóminni afar illa söguna. í hjarta sínu hefur Magnús líkast til verið áhangandi menntaðs einveldis, sem virti skoð- anafrelsi, prentfrelsi og aðrar helstu kröfur mannréttindayfirlýsingarinn- ar frá 1789. Eins og á stóð í Frakk- landi, var hins vegar ekki mikill grundvöllur fyrir slíkt stjómarfar. Þess vegna er samúð Magnúsar öll með þeim mönnum sem leituðust við í upphafi byltingarinnar við að koma þar á þingbundinni konungsstjóm. En hina, sem börðust gegn öllum slíkum umbótum og vildu halda dauðahaldi í alræði konungs og for- réttindi klerka og aðals, kallar hann ofríkismenn, óvini og hatursmenn fólksins og þar fram eftir götunum. Fáein dæmi úr frásögn Magnúsar Magnús hefur frásögn sína á til- drögum þess að stéttaþingið eða fulltrúasamkvæmið, eins og hann kallar það, kom saman í Versölum vorið 1789. Hann greinir m.a. frá stéttaátökum þar, þ.e. deilum þriðjustéttarmanna og bandamanna þeirra við klerka og aðal og við konunginn, og hvernig þessi o.fl. átök milli stríðandi aðila mögnuðust stig af stigi og urðu áður en varði að blóðugri byltingu. Skulu nú tekin fáein dæmi úr frásögn Magnúsar, er sýna afstöðu hans um þessar mundir til byltingarinnar og þeirra hugsjóna sem þar var haldið á loft. En staf- setningu er hér breytt í nútíma horf. Um upphaf stéttaþingsins og þær vonir sem menn bundu við það segir Magnús: „Byrjun fulltrúasam- kvæmisins uppvakti sérhvörs stands [stéttar] og manns hug og dug og föðurlandsást, rétt sem af draumi; allir vildu með góðum ráðum til- styrkja hið besta, uppfinna gott og nytsamlegt; allir voguðu nú fyrst alvarlega að þenkja og tala; jafnvel í sjálfum höfuðstaðnum París flykkt- ist ógrynnis múgur manna saman í þeirri nafntoguðu stóri kóngshöll þar, er nefnist Palais-Royal og þýðir kóngshöll. Hér ráðguðust menn um allt, öll stönd sameiginlega, o; -endu svo jafnan útvalda nefnd m nna í fulltrúasamkvæmið til Vers 'les til að framfæra þar almenning ,; vog nauðsynjar; stöndin sameii ist og þar, og fjöldinn varð á báði siöð- um á þess undirokaða a. nings og meðalstands máli, þó >li og geistlegheitum [klerkum] ;ði í merg og bein.“ Meðal ákveðinna talsm; ning- bundinnar konungsstjórnai >ar La Fayette greifi, sem hafði ásamt ileiri Frökkum tekið virkan þátt í frelsis- stríði Bandaríkjanna og \ • undir áhrifum frá stjórnarskrá þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.