Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 12
22 W HELGIN Laugardagur 17. júní 1989 Jens á Bæjum: Fólk verður að ganga burt slyppt og snautt með tóma vasa: Ekki túskildingsvirði hægt að taka með sér „Eins og útiitið er í dag þá iiggur ekkert annað fyrir en að ekki aðeins þessi sveit heldur heilar sveitir víðs vegar um landið, fari í eyði áður en langt um iíður. Og það hrikalegasta er kannski það, að þegar fólk gengur úr hlaðinu heiman að frá sér er ekkert annað að gera en að vinka „biess“, því það er ekki túskildingsvirði sem það getur tekið með sér.“ Þetta eru orð Jens Guðmundssonar bónda á Bæjum á Snæfjallaströnd um það sem við blasir í mörgum sveitum landsins um þessar mundir. Á Snæfjallaströnd hefur fólki fækkað um helming eða meira á aðeins einum áratug og svo er um fleiri sveitir. Jens og fleiri bentu á að fólksfjöldatölur segðu ekki nema hluta sögunnar, því aldrað fólk væri margt nauðbeygt til að hokra á meðan þess er nokkur kostur, og í raun lengur. Hreint hrun geti því orðið á tiltölulega skömmum tíma. JENS GUÐMUNDSSON, BÆJUM: „Munurinn sé sá að þessar eignir bænda verða einskis virði um leið og þeir verði að hverfa frá þeim sökum aldurs eða annarra ástœðna. Engir safnað peningum Jens benti á að það sama eigi við um bændur og kaupstaðarfólk, menn hafi ekki safnað peningum heldur látið þá í framkvæmdir. „Undanfarin 30-40 ár hafa verið á sömu bókina lærð bæði í sveitum og bæjum: Allstaðar hafa verið að rísa byggingar, framkvæmdir og fjárfestingar í öllum mögulegum og ómögulegum hlutum og í þeim liggja öll verðmæti sem menn hafa unnið sérinn ástarfsævinni." Mun- urinn sé sá að þessar eignir bænda verða einskis virði um leið og þeir verði að hverfa frá þeim sökum aldurs eða annarra ástæðna. Jarðir verðlaus vara - Rollurnar eru drepnar og grafnar, ekki einu sinni að maður fái að taka þær með sér til matar. Öll tæki og áhöld eru sömuleiðis einskis virði. Það kaupir þetta enginn, þar sem það er svo mikið samansafn af þessu allstaðar og margir að hætta búskap. Og jarð- imar sem fólk er búið að leggja í allt það verðmæti sem það hefur aflað á lífsleiðinni, kaupir heldur enginn fyrir nokkurn hlut - þær eru verðlaus vara. Jafnvel þótt ein- hverjir ungir menn hefðu áhuga, þá er kvótinn svo naumt skammt- aður að það væri útilokað fyrir þá að sjá fyrir sér og sínum með búskapnum. - Við höfum því ekki annað fyrir okkur að leggja heldur en ellilaun- in, sem eru um 26 þús. kr. á mánuði. Fyrir það þyrftum við að leigja húsnæði fyrir 30 þús. kr. á mánuði og éta svo fyrir afganginn, sem er minni en ekki neitt. Fólk nauðbeygt til að hokra - Fólk er því nauðbeygt til að sitja eins lengi á þessum kotum eins og það mögulega getur, og oft lengur en það, því það hefur ekki nokkur efni á að fara og kaupa sér húsaskjól annarstaðar. Það kostar milljónir - og aldrað sveitafólk á engar milljónir, þegar það fær ekkert fyrir jörð sína eða áhöfn hennar. - Þegar það gefst upp verða menn einfaldlega að ganga frá öllu sem þeir hafa fórnað ævistarfinu fyrir og fara slyppir og snauðir með tóma vasa - eins og, eða jafnvel verr staddir heldur en þegar þeir byrjuðu búskaparbaslið á sínum tíma. Heiður Helgadóttir Niður fyrir venjulegar tekjur Segja má að þessi lýsing Jens á Bæjum um það sem við blasir víða í sveitum landsins sé samnefnari fyrir það sem fram kom í samtölum sem Tíminn átti við fólk í mörgum öðrum fámennum sveitum víða um land. Stór hluti bænda sé kominn yfir miðjan aldur eða á efri ár. Þeir hafi dregið saman bústofn- inn, hvar af leiðir að kvóti jarðanna sé svo lítill að útilokað sé fyrir unga menn að kaupa og hefja búskap. Margt eldra fólk til sveita sé komið langt niður fyrir allt það sem kallast geti venjulegar tekjur. Og yngri menn fari í vinnu annað ef þeir geti því við komið (vegna nálægðar við þéttbýli) en haldi áfram heimili sínu í sveitinni til að nota íbúðarhús sem þeir yrðu að ganga frá ella. Mikil fjárfesting verður að engu „Það blasir við að geigvænlega mikil fjárfesting til sveita verður einskis nýt nema eitthvað sérstakt komi til,“ sagði Jón Sigurðsson á Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Þar á meðal nefnir hann gífurlegar ný- framkvæmdir í loðdýrabúum, sem nú séu að setja flesta á hausinn og flýti þar með fyrir að koma sveitum í eyði, í stað þess að sporna við því eins ætlast var til. Jón benti á að hús sem hætt er að nota grotni niður á stuttum tíma og ræktað land fari í órækt á aðeins 2-3 árum. Menn plataðir í refaræktina Davíð Pétursson á Grund í Skorradal kveður enn fastar að orði um ábyrgð yfirvalda hvað varðar refaræktina. „Fólk var hreinlega platað út í þetta, sem síðan hefur komið mörgum á vonarvöl." Davíð sagð- ist kunnugt um bændur sem leitað hafi eftir lánum til að byggja upp t.d. fjárhús komin að falli. Slíku hafi verið þverneitað. Hins vegar hafi menn verið hvattir til að fara í loðdýrarækt og öll lán til þess hafi legið á lausu. „Nú standa menn uppi stórskuldugir vegna rándýrra refahúsa, sem standa tóm og ekki hægt að nota í neitt annað, og með ónýt fjárhús eftir sem áður“. Ekki ódýrt til langframa „Mér líst líka skuggalega á allan þennan þunga áróður fyrir inn- flutningi landbúnaðarvara," sagði Jón á Hánefsstöðum. „Víst eru þær ódýrar ennþá vegna offram- leiðslu og niðurgreiðslna - en Evr- ópubandalagið er núna að fara inn á sömu brautir og við í framleiðslu- stýringu. Og þá verða þessar vörur ekki lengur seldar fyrir slikk í Evrópu.“ Jens Guðmundsson, Bæjum, Snæfjallaströnd. DAVÍÐ PÉTURSSON, GRUND: „Nú standa menn uppi stórskuldugir vegna rándýrra refahúsa, sem standa tóm og ekki hægt að nota í neitt annað, og með ónýt fjárhús eftir sem áður. “ JÓN SIGURÐSSON, HÁNEFSSTÖÐUM: „Mér líst líka skuggalega á allan þennan þunga áróður fyrir innflutningi landbúnaðarvara. “

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.