Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 8
HELGIN 18 í TÍMANS RÁS Atli Magnússon: Laugardagur 17. júní 1989 Metnaðarmál Þegar lýðir gamla testamentisins hugðust ögra almættinu með bygg- ingu Babelturnsins, brá Drottinn á það ráð að rugla tungu þeirra sem að turnsmíðinni unnu, svo hver hópur fór að tala sitt sérstaka mál og enginn skildi annan. Þar með var turninn úr sögunni og upp frá þessu hefur mannkyninu gengið örðuglega að vinna í sameiningu að nokkrum hlut. Eitt dæmið er það að þótt marg- víslegri tækni og hugviti sé beitt í því skyni að gera fólki kleift að tjá sig meðal fjarlægra þjóða, hefur samtímis bólgnað mikill metnaður með sumum þjóðum í þá veru að látast helst ekkert skilja nema eigið tungumál hvar sem komið er. Er þetta því bagalegra sem þessi hugsjón hefur eflst helst meðal þeirra sem tala flókin og mjög svæðabundin mál, sem fæstum mundi endast ævin til þess að læra. Dæmi um þetta munu margar arabaþjóðir, sem eins og kunnugt er hafa mjög færst í aukana í þjóðernislegum þótta hina síðari ár. Mörg arabaríkja eru auðug og mega sfn mikils og þeim því gert hátt undir höfði á stórum, alþjóð- legum samkomum. Fá arabar því ráðið að mál ráðstefnunnar er arabíska, þótt níu af hverjum tíu tali ekki það mál, en hefðu getað skilið t.d. ensku, sem arabarnir hefðu talað reiprennandi. Arab- íska er aftur á móti fimalega snúin að læra. Hún mun þykja fagurt mál og arabar kalla hana „tungumál englanna“ af þeim sökum. Hins vegar hafa margir Evrópumenn sama heiti um arabísku af því þeir búast ekki við að ná valdi á henni fyrr en á öðru tilverusviði. Má nærri geta hverja fyrirhöfn þetta bakar vegna þýðingarvinnu að ekki sé minnst á hve þreytandi er að hlusta á langa fyrirlestra, sem eru óskiljanlegir. En enginn skilji ofanritað svo að arabar skeri sig sérstaklega úr f þessu efni. Þeir voru hér aðeins teknir sem dæmi, því mjög áþekkt hefur verið að gerast á Norður- löndum. Þar hafa minnstu bræð- umir í hinu norræna samfélagi verið mjög áfram um að minna á tungu sína: Finnar halda sfnar ræður á finnsku, Lappar á lapp- nesku, og íslendingar á fslensku og skeyta ekki fremur en arabar um þá töf og kostnað sem ráðstefnu- haldið bíður vegna þessa, hvað þá þau dómadagsleiðindi sem þeir valda öðrum með þessu að nauð- synjalausu. Þetta á að vísu að skiljast sem metnaður fyrir hönd heimatungunnar, en getur skollann ekki orðið annað en heldur þreyt- andi búraháttur. Er ómögulegt að trúa að virðing nokkurs manns aukist t.d. gagnvart íslensku eða finnsku þótt einhver karl eða kerl- ing fylli heymartæki áheyrenda með óskiljanlegri langloku um klukkustundarbil eða lengur. Annars er það athyglivert hve áhersla á þjóðemislega þætti og viss einangrunarviðleitni hefur aukist um heim allan sfðari árin, meðan örar samgöngur og boð- skipti hafa miðað að því að gera æ stærri svæði að allt að því einni þjóð. Sjálfsagt er þetta náttúrulegt andóf gegn því hve allt er að færast í svipað mót á vomm dögum. Alla vega er víst að enginn vill skipta á tungumálinu fyrir „málið eina“ sem í árdaga var talað í Babelstum- inum. Zamenhof gamli samdi al- þjóðamálið esperanto í von um það mundi létta mönnum að efla með sér bræðralag og stuðla að friði og einingu. En það blæs ekki byrlega fyrir alþjóðamálinu, með- an menn skeyta meira um að minna á úr hvaða hreppi veraldar- innar þeir em uppmnnir en að nokkur fái skilið þá. GETTU NU Eins og flestir munu hafa átt auðvelt með að sjá var myndin í getraun- inni síðast frá Hreða- vatni. En nú spyrjum við hver þessi snævikrýndu fjöll á myndinni séu. Þar hefur löngum þótt skíðaland gott. OTT aaaaaa □ □ LiB S a&tkJQ u 23 QQQQQ Gioaa □B □ S SEJ BB QQ □s □bbq □□ aaa sBBnBB aaasaaa □DEC aaaa ciaau aaaEi QQBaEi aa E2S13E BE3 GSQBBEJQI aa □□a □□aafc a e osa □□□□ aa;« a bs aa aaBBSBQSI □□aíiSEÍÖB KROSSGÁTA » W.Tt X.X. V V V 1 k «« a<oe-B <

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.