Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. júní 1989 HELGIN 19 MYNDBOND Police academy 5: Nú er mál að linni Stjörnugjöf: ★★ Aðalhlutverk: Bubba Smith, David Graf, Mlchel Winslow, Leslie Easterbrook, Marion Ramsey, Janet Jones, Lance Kinsey, Matt McCoy, G.W. Bailey og George Gaynes. Leikstjóri: Alan Myerson. Fimmta myndin um lögregluskól- ann er nú komin á myndband, og finnst mörgum nóg komið af svo góðu. Myndin segir frá þeim félög- um Hightower, Tackleberry, Jones, Caliahan, Hooks og House þar sem þeir eiga við glæpamenn á Miami beach, en heiðra á skólastjórann á mikilli hátíð í suðurríkinu og ákveð- ur hann að taka allt gengið sitt með sér. Skólastjóranum verður það á í messunni að taka ranga tösku á flugvellinum, og í stað þess að hafa gullfiskinn sinn í töskunni, heldur hann á stolnum demöntum. Eltingaleikurinn hefst, og eins og í fyrri lögregluskólamyndum er skólastjórinn hreint ótrúlega lipur við að komast í gegn um hindranir, án þess að verða var við þær. Honum er að lokum rænt, en hann telur í einfeldni sinni að þetta sé allt sett á svið til að æfa ráðstefnugesti í frelsa fólk úr höndum mannræn- ingja. Myndin er allt í lagi til afþreying- ar, en samt er mál að linni og vona ég að framleiðendur myndarinnar fari nú að sjá að sér. Sumir brandar- arnir hafa gengið í gegn um allar myndirnar, þó svo að alltaf sé komið með nokkra nýja, en það er bara ekki nóg. Þrátt fyrir þetta þá lít ég á ljósu punktana og gef myndinni tvær stjömur. -ABÓ „Kiss the Night": Þokkalegur ástarróman vændiskonu Stjörnugjöf: ★ Myndin snýst um gleðikonuna Candy, sem á sér óljósan bakgrunn. Þó er ljóst að stúlka þessi er ekki á réttri hillu í lífinu og elur hún með sér þrá um að losna úr vændinu. Átökin eru þó flóknari en svo að hún geti einfaldlega hætt, því hún hefur valið sér þetta starf og telur sér trú um að þetta sé það sem hún vilji. Hjólin fara þó að snúast hjá henni þegar hún verður ástfangin af einum viðskiptavina sinna og hefst þá hið raunverulega drama myndarinnar - innri togstreita gleðikonunnar. Togstreitan er um það hvort hún eigi að láta eftir smáborgaralegri löngun sinni til að giftast manninum sem hún elskar og gerast hamingjusöm húsmóðir, eða halda áfram að lifa skuldbindingalausu lífi gleðikon- unnar. Það fyrra er það sem hún raunverulega vill, en' það síðara er það sem hún heldur að hún- vilji. Atburðarásin snýst um þessa baráttu hennar og eiidar í miklu uppgjöri. Leikurinn,’er þokkalegur hjá aðal- persónunum; þeim Gandy og elsk- huga hé’nnárog myndin er ágætíega unnin. -BG Pulse/Sveiflur: Ekki beint rafmögnuð Stjörnugjöf: ★ Aðalhlutverk: Cllff De Young, Roxanne Hart og Joey Lawrence Handrit og leikstjórn: Paul Golding Þetta er nokkurskonar hrollvekja um rafmagn og ekki beint hægt að segja að hún sé rafmögnuð af spennu. Myndin hefst á því að maður nokkur gengur berserksgang og hreinlega leggur heimili sitt í rúst. Hann finnst iátinn þegar að er komið. Nágrannamir afgreiða hann sem geggjaðan. En fjölskyldan okkar, sem býr í húsinu á móti, fer fljótlega að verða vör við að ekki er allt með félldu. Rafmagnið, sem knýr hin ýmsu heimilistæki, er að taka völdin og gerir heiðarlegar tilraunir til að drepa alla fjölskyldu- meðlimi. Hugmyndaflugið er ekki stórkostlegt og margt hefur sést áður, kannski við örlítið aðrar að- stæður. Leikararnir eiga hvorki skilið lof né skammir. Þeir fara eftir handrit- inu og ástæðulaust að hafa fleiri orð um það. Aðalpersónan í myndinni, hinn ungi Dave, er ekki upprennandi barnastjarna. Taktu eftir því í upp- hafi myndarinnar, hversu yfirdrifinn hann er og einhvem veginn hafði ég það á tilfinningunni að honum hafi liðið illa í námunda við myndavél- ina. Þessi mynd fær eina stjömu og vart hafa framleiðendur hennar búist við meiru. Enginn metnaður er lagð- ur í gerð hennar og hún verður ekki lengi í mest spennandi rekkum myndbandaleiganna. -ES DAGSKRA Þjóðhátíð í Reykjavík 17.júní 1989 Hátíðardagskrá: Dagskráin hefst Kl. 09:55. Samhljómur kirkjuklukkna i Reykjavik. Kl. 10:00 Forseti borgarstjórnar, Magnús L. Sveinsson leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Lúðrasveitm Svanur leikur: Sjá roðann á hnjúkunum háu. Stjórnandi: Róbert Darling. Við Austurvöll Lúörasveitin Svanur leikur ættjaröarlög á Austurvelli Kl. 10:40 Hátiöin sett: Julius Hafstein, borgarfulltrúi flytur avarp. Karlakór Reyk|avikur syngur: Yfir voru ættarlandi. Stjórnandi: Oddur Björnsson. Forseti islands, Vigdís Finnbogadóttir, leggur blómsveig frá íslensku þjóöinni aö minnisvaröa Jóns Sigurössonar á Austurvelli. Karlakór Reykjavíkur syngur þjóðsönginn. Ávarp forsætisráöherra, Steingríms Hermannssonar. Karlakór Reykjavikur syngur: ísland ögrum skoriö. Ávarp fjallkonunnar. Lúðrasveitin Svanur leikur: Ég vil elska mitt land. Kynnir: Sigriöur Árnadóttir. Kl. 11:15 Guöþjonusta i Dómkirkjunni séra Guömundur Þorsteins- son predikar Dómkórinn syngur undir stjórn Marleins H. Friörikssonar. Einsöngvari: Eirikur Hreinn Helgason. Blönduð dagskrá: Skrúðgöngur - íþróttir - Sýningar Skrúðgöngur frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi Kl. 13:30 Safnast saman viö Hallgríms- kirkju. Kl. 13:45 Skrúöganga niöúr Skóla- vöröustig aö Lækjatorgi. Lúörasveitin Svanur leikur undir stjórn Robert Darling. Kl. 13:30 Safnast saman við Hagatorg. Kl. 13:45 Skrúðganga frá Hagatorgi i Hljómskálagarð. Lúðrasveit Reykjavikur leikur undir stjórn Edward J. Frederiksen. Skátar ganga undir fánum og stjórna báöum göngunum. Hallargarðurinn og Tjörnin Kl. 13:00- 18:00. i Hallagaröi veröur minigolf. Brúöubillinn, fimleikasýning og skemmtidagskrá á sviöi. Á tjörninni veröa róörabátar frá Siglingaklúbbi iþrótta- og tómstundaráös. Sýning módelbáta, fallhlifa- stökk. Hljómskálagarður Kl. 14:00 - 18:00. Skátadagskrá, tjaldbúðir og útileikir, Skemmtidagskrá, skemmti- atriöi, mini - tivolí, leikir og þrautir, skringi dansleikur, glimusýning, þjóðdansar og fornmannaiþróttir. Dyrasyning í Reiðhöllinni Kl. 13:00-19:00. Húsdýr og gæludýr. Börnum gefmn kostur á að komast á hestþak. Aögangur ókeyþis. Akstur og sýning gamalla bifreiða Kl. 13:15 Hóþakstur Fornbílaklúbb Islands vestur Miklubraut og Hringbraut, umhverfis Tjörnina og á Háskólavöll. Hátiðardagskrá í Mlðbænum á þremur sviöum, Lækjargötu, Hallargarði og Hljóm- skalagaröi. íþróttir Kl. 10:00 Reykjavikurmót i sundi i Laugardalslaug. Kl. 10:00-12:00 17. júni-mót unglinga i tennis á Vikingsvelli. Kl. 16:00 Flugleiðamót í frjálsum iþróttum verður á frjálsiþróttavellinum I Laugardal. Götuleikhús í Miðbænum starfar á hátíðarsvæöinu kl. 15:20-17:00. Risakóngulóin Auðhumla leiöir leikhópinn, álfa, tröll, trúöa, risa og ýmsar furðuverbr í berjamó og til skringidansleiks i Hljómskála- garöi. Börn og unglingar, komiö i furðufötum og skrautlega máluð I bæinn og takið þátt i hátiðarhöldunum. ATH. Bllutaál á Háekólavelll og á Bkólavöróuholtl. Týnd Mrn varöa I umalón gaalufólka á Frfklrkjuvagl 11. Upplýalngar I alma 622215 Sjúkrastofnanir Landsfrægur skemmtikraftur heimsækir barnadeildir Landakotsspltala og Landsspitala • Skemmtidagskrá í Miðbænum: TRONUBORG BATAR TJORNIN fALLURI hljomskaugarour leiksvid HLJÓMSKÁLAGARÐUR BARNA- OG FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Kl. 14:00 Fjörkarlar. Kl. 14:10 Tóti Trúður. Kl. 14:20 Húsleikur. Kl. 14:40 Danshópur 10-12 ára frá Dansstúdiói Dísu. Kl. 14:50 Sönghópurúr Austurbæjarskóla. Kl. 15:00 Dindillog Töfraþvottahúsið. Kl. 15:20 Fjörkarlar. Kl. 15:40 Trúðleikur. Kl. 16:00 Hljómsveitin Júpiters leikur fyrir skringidansleik með þátttöku Götuleikhúss. Kl. 16:30 Fjörkarlar með barna- og fjölskyldudansleik. ÞJÓÐLEGA SVIÐIÐ LEIKPALLUR Kl. 14:00 Lúðrasveit Reykjavíkur. Kl. 14:10 Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Kl. 14:30 Harmonikkufélag Reykjavíkur. Kl, 14:50 Glimusýning (Fornmannaíþrótt). 00 22 30 22 30 23 00 02 00 HALLARGARÐUR 14:00 Brúðubíllinn 30 min. leikþáttur." Hvarer pabbi minn? Kl. 14:30 Fimleikasýning, Fimleikadeild Ármanns. Kl. 14:45 Hjalti Úrsus sýnir kraftaþrautir. Kl. 15:00 Tóti Trúður. Kl. 15:10 Sönghópur. Kl. 15:20 Tröllaog álfadans. Kl. 15:40 Harmonikkufélag Reykjavíkur. KVÖLDSKEMMTUN í MIÐBÆNUM Sálin hans Jóns míns. Uppstilling. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Ásamt hljómsveitinni koma fram: Ari Jónsson. Björgvin Halldórsson. ValgeirGuðjónsson. Áslaug Fjóla. Pétur Kristjánsson. Strætisvagnar aka frá Lækjartorgi að lokinni skemmtuninni. LÆKJARGATA Kl. 14:00 Áslaug Fjóla syngur. Kl. 14:10 Valgeir Guðjónsson. Kl. 14:25 Trúðleikur. Kl. 14:35 Lög úrbarnaleikritinu Regnbogastrákurinn. Kl. 14:45 Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Kl. 15:00 Hljómsveitin Júpiters spilar og danshópur sýnir götusamba. Kl. 15:25 Húsleikur. Kvölddagskrá: Fyrir eldri borgara: Kvöldskemmtun i Miðbænum Kl. 20:00 - 02:00 KI. 21:00 - 22:30 Sálin hans Jóns míns. Kl. 22:30 - 02:00 Hljómsveit MagnúsarKjartans- sonar skemmtir ásamt ýmsum landsþekktum skemmtikröftum. Lýðveldis-tónleikar í Laugardalshöll kl. 20:00-02:00 17. júní. ÍTR gengst fyrir tónleikum i Laugardalshöll i samvinnu viö tónlistarfólk sem er á leiö í tónleíkáferð iil RússlandsT samvinnu viö samtökin „Hext stopSovet". Skemmtiatriði: Kl. 20:00 Þjóðlagatónlist. Kl. Í0:30 Leikhópúr. ' ’ Kl. 20:45 Ojtó og nas- hyrningárnir. ~ Kl. 21:20 E.é Kl. 21:50 ínfernó 5. Kl 22:30 EX. Kí. 23:00’Syni’r. Jupiters. Kl. 23:40 Hilmar Örn Kl. 23:50 Risaeðlan. Kl. 00:30 Vimr.Dóra. Kf. 01:15 -Sniglábandiö. Milli atriöa, Sigurður Björnsson farandsöngvari. f Kynnir: Valdimar Örn Flygenring. Aögangseyrir kr. 500,- Miðasala verður úr sölutjaldiM Miðbænum að deginum og í Laugardalshöll um kvöldið. / Strætisyagnar aka frá Laugardalshöll aö loknum tónleikum.., . Félagsstarf aldraðra í Reykjavik Skemmtun á Hófel íslandi kl. 14:00-17:00. Skemmtidagskrá og dáns. Aögangseyrir kr. 500,- Fríar veítingar. Félag eldri borgara Skemmtun í Goöheimum, Sigtúni 3. Skemmtiatriöi og dans kj. 19:45-01:00. ' , Áðgángseyrir kr. 400 -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.