Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. júní 1989 HELGIN 13 „Til allrar óhamingju fyrir oss erum vér svo hörmulega langt burtu frá hásæti yðar konunglegu hátignar, en andstæðingár sem hafa hagsmuna að gæta í þessu máli á hinn bóginn nálægir. Þeir gætu því ef til vill reynt með leynd að koma á framfæri fölskum röksemdum gegn frelsi og viðreisn íslands, án þess að vér hefðum hugmynd um eða aðstöðu til skýringa og andsvara. Vér vonum þess vegna að yðar hátign fyrirgefi oss, að mér neyðumst nú til að grípa til varúðar- og vamarráðstafana sem eru í fullu samræmi við lögmál náttúrunnar og réttlætisins, semsé að gefa út á prenti orðrétt afrit af þessari bænarskrá ásamt álitsgerðum stiftamtmanns og amtmanna." Því skal bætt hér við að ekki varð úr því að Ólafur Stefánsson stiftamtmaður skrifaði álitsgerð um bænarskrána, en í staðinn gaf hann úr sérstakan bækling um íslensku verslunina. Viðbrögð embættismanna í rentukammeri Bæði í bænarskránni og í álitsgerð Stefáns Þórarinssonar, sem tekur ennþá dýpra í árinni, er þess krafist að íslendingar njóti jafnréttis við þegna konungs í Danmörku og Nor- egi. Því til áherslu eru íslendingar kallaðir þar þjóð með franska orðinu nation, sem hafði mun ákveðnari merkingu en danska orðið foik. í byltingunni tók fyrrnefnt orð að tákna þjóð sem væri hinn raunveru- legi handhafi ríkisvaldsins, og vald- hafar stjórnuðu einungis í umboði hennar. í samræmi við það tóku Frakkar þá að hrópa við hátíðleg tækifæri og í hemum „lifi þjóðin!" (vive la Nation!) í stað þess að áður hafði verið hrópað „lifi konungur- inn!“ (vive le Roi!). Þess vegna fékk orðið nation áiíka byltingarkennda merkingu á þessum tíma í vitund Magnús Stephensen. og ógnar bæði þeim og óbomum kynslóðum með mesta eymdarlífi, ef ekki algerri tortímingu. Því lengur sem óánægjan grefur um sig í brjóst- um þeirra er sæta kúgun og féflett- ingu, því lengur sem almúginn hróp- ar árangurslaust á stuðning yfirvald- anna í landinu og því oftar sem þau sjálf gefa árangurslaust og með bundnar hendur skýrslur um neyð landsmanna, án þess að hlustað sé á sanngjamar kæmr þeirra eða hugsað um úrræði til að setja kaupmönnum vomm einhver takmörk, því meira eykst gremja manna yfir núverandi verslunarfyrirkomulagi sem misbýð- ur frelsi þeirra að ósekju. Ef íslendingar hefðu ekki svo mikla og góða reynslu af því hve mjög yðar konunglega hátign hefur ávallt verið boðin og búin til að létta hin hörðu kjör þeirra, ef ekki væri unnt að vona að þessar sönnu og auðmjúku skýrslur um neyð vora, sem yðar konunglegu hátign hefur annaðhvort verið ókunnugt um eða hefur verið haldið leyndum fyrir rannsakandi augum yðar hátignar, myndu hræra hið milda hjarta lands- föðurins, ef menn hefðu ekki bæði rökstuddar vonir um og reiddu sig algerlega á skjóta hjálp og björgun, ef þjóð vor gleymdi eitt andartak þeirri hollustu og hlýðni sem henni bæði ber og hún leitast líka ávallt við að sýna lögum og tilskipunum yðar konunglegu hátignar, hversu óger- legt hlyti það að öðmm kosti að vera fyrir yfirvöldin að draga úr eða stemma stigu við örvæntingu þjóðar, sem er misboðið með slíkri verslun!; hversu ómögulegt væri þá að halda þjóðinni, sem er kúguð og misþyrmt af versluninni, lengur sljórri gagn- vart örvandi rödd náttúrlegra frelsis- réttinda!" Þá er sú ákvörðun að gefa bæn- arskrána og fylgiskjöl hennar út á prenti m.a. rökstudd á þessa leið: manna í Frakklandi og víðar um lönd eins og einkunnarorðin frelsi, jafnrétti, bræðralag og t.d. einnig orðin mannréttindi, lýðveldi eða republik. Embættismönnum rentukamm- ersins sem fjöliuðu um bænarskrár- málið og lögðu það síðan fyrir krón- prinsinn, hnykkti mjög við hinu byltingarkennda orðalagi í bænar- skránni og álitsgerð Stefáns Þórar- inssonar. Þeir hafa nefnilega gert rauð strik o.fl. auðkenni við það sem þeim þótti þar einkum athugavert. Auk alls konar stóryrðaéru það t.d. lofsyrðin í upphafi bænarskrárinnar um þjóðveldið forna sem er kallað republik, og ýmis orð og ummæli um frelsi, náttúrurétt, borgaraleg rétt- indi, þjóðar- og þegnréttindi, sem og að íslendingar eru kallaðir þjóð með orðinu nation, eins og fyrr segir. Með slíkum auðkennum hafa embættismenn kammersins að öllum líkindum viljað beina athygli krón- prinsins sérstaklega að þessu orða- lagi, sem þeir vissu að myndu vekja megna andúð hans. Bænarskrármenn ofmeta frjálslyndi krónprinsins Þó að Friðrik krónprins væri hlynntur ýmsum umbótum í ríki sínu, var hann algerlega mótfallinn öllum breytingum sem skert gætu einveldið á einhvern hátt. Það var þess vegna eðlilegt að hann hataði frönsku byltinguna og allt sem tengdist henni. Menntað einveldi, sem ýmsir helstu ráðgjafar krón- prinsins aðhylltust, átti ekki heldur sérlega mikil ítök í honum. Þetta kom berlega í ljós er völd hans jukust að mun við fráfall A.P. Bem- storffs ráðherra sumarið 1797. Bem- storff hafði verið aðalleiðtogi stjóm- arinnar allt frá 1784, enda var krón- prinsinn ungur að aldri, óreyndur og lítt menntaður. Prentfrelsið fór t.d. mjög fyrir brjóstið á Friðriki krón- prinsi, eða það sem hann kallaði misnotkun þess, svo sem gagnrýni á einveldið og ýmsar stofnanir þess og lofskrif um mannréttindayfirlýsing- una frönsku og byltinguna. Svo fór því að gefin var út konungleg tilskip- un haustið 1799 sem takmarkaði prentfrelsið að mun. Þegar á þetta er litið er ekki við öðm að búast en krónprinsinn liti á útgáfu almennu bænaskrárinnar og fylgiskjala hennar sem eitt dæmið af mörgum um misnotkun prentfrelsis, og það því fremur sem sjálfir emb- ættismenn landsins stóðu að henni. Það var í fullu samræmi við þetta að þessir embættismenn fengu harðorð- ar konunglegar áminningar með hót- unum um embættismissi, ef þeir létu slíkt henda sig öðru sinni. Jafnframt var öllum óskum íslendinga um aukið eða fullt verslunarfrelsi alger- lega hafnað. Það sýndi sig þannig að frömuðir almennu bænarskrárinnar höfðu gert sér langtum hærri hug- myndir um frjálslyndi, víðsýni og umbótaáhuga Friðriks krónprins en efni stóðu til. Aðalheimildir: Sigfús Haukur Andrésson: Verzlunarsaga íslands 1774-1807 - Upphaf fríhöndlunar og almenna bænarskráin. Rvík 1988. Magnús Stephensen: Minnisverð tíðindi I. Leirárgörðum 1796-1798. 7 Oryggi i fóðurverkun Heybindivelar! Tvær gerðir Markant 55 og verktakavélin Markant 65. Stillanleg lengd á böggum 40-110 cm. Öruggar og afkastamiklar vélar. A HAMDOL ARINOFNAR Margar gerðir. Tilvaldir fyrir sumarbústaði eða þá sem hafa aðgang að rekaviði, skógarleifum, timburafgöngum o.fl. Sýnishorn á staðnum. BYGGIR h/f Grensásvegi 16 s: 37090 □I BiLVANGURstr HÖFÐABÁKKA 9 5ÍMI 687300 Pað er engin spurningaðIsuzuTrooper - 3ja dyra - er rúmgóður og þœgilegur ferðabíll. ^ Mjög stórt og rúmgott farangursrými. ^ Þœgileg og vel hönnuð innrétting. ^ Léttur og lipur í akstri. Sparneytin og kraftmikil vél.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.