Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.06.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. júní 1989 HELGIN 21 vKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKA var hnífur með 13 sm löngu og 5 sm breiðu blaði. Allt gengur upp Nú gengu lögreglumenn á allar íbúðir hússins sem voru alls 53. Enginn sem þar bjó kom heim við lýsinguna á rósamanninum. Einn leigjandinn, hinn 29 ára Robert Nash, gat þó skýrt frá að þegar hann kom heima um áttaleytið á föstu- dagskvöld, hafði staðið blár Ford Sierra á bílastæðinu hans, þannig að hann þurfti að leita sér að öðru stæði. Um það bil hálftíma síðar heyrði hann hlaupið niður stigann og úti- hurðina skella í lás. Þegar hann leit út um gluggann sá hann mann setjast inn í bláa bílinn og aka burtu. Robert var sýnd mynd lögreglunnar og kvað hann þetta geta verið mann- inn sem hann sá. Á þriðjudagsmorgun fóru Reid og menn hans til vinnustaðar Imeldu. Á stæðinu úti fyrir stóðu hvorki fleiri né færri en sex bílar af gerðinni Ford Sierra og tveir þeirra voru bláir. Starfsmannastjórinn gat vpplýst að Frances Sims, 42 ára starfsmaður, ætti annan bílinn. Reid bað um að fá að sjá mynd af honum og þá var allur vafi úr sögunni: Sims var mað- urinn sem leitað var að. Hann keypti rósirnar og það var hann sem Robert Nash sá hlaupa úr úr húsinu og inn í bláa bílinn kvöldin sem Imelda var myrt. - Færið hann hingað, skipaði Reid. Þegar Sims kom og settist, sagði Reid blátt áfram: - Mig langar að spyrja þig um morðið á Imeldu Fleming. Sims náfölnaði og tók að skjálfa frá hvirfli til ilja. Loks dró hann andann djúpt og herti upp hugann. - Hvað viljið þið vita? spurði hann svo með sterkum, velskum hreimi. Ég held að þú ættir að koma með okkur á stöðina, sagði Reid og leiddi hann út í lögreglubílinn sem beið. Vonlaus ást í fyrstu harðneitaði Sims bæði að hafa sent Imeldu rósimar og áð hafa komið nálægt íbúð hennar 26. júlí. Loks sá hann þó að leikurinn var i-rances bims nerti loks upp hug- ann og bauð Imeldu út. tapaður og þá lagði hann spilin á borðið. - Ég var ástfanginn af Imeldu, sagði hann. - En ég þorði aldrei að bjóða henni út. Loks ákvað ég að senda henni rós í sex daga og láta til skarar skríða þann sjöunda og bjóða henni út. - Hún hló að mér, en þakkaði þó fallega fyrir þegar henni varð ljóst að mér sámaði. Þegar hún fór inn í svefnherbergið til að setja sjöundu rósina í vasann hjá hinum, kom ég á eftir henni. I speglinum yfir snyrtiborðinu sá ég að hún hló aftur, sagði Sims lágri röddu. - Það varð mér um megn. Mér fannst hún auðmýkja mig og ég missti stjóm á mér. Hann kastaði sér aftan á hana, dró hana niður í rúmið og nauðgaði henni. - Þegar mér varð ljóst hvað ég var búinn að gera, varð ég viti mínu fjær af skelfingu. - Meðan Imelda lá þarna kjökrandi, fór ég fram í eldhús og sótti hníf í skúffu. Frances Sims afplánar nú lífstíðar- dóm fyrir morðið á Imeldu Fleming. Imelda hló þegar miðaldra maður bauð henni út. LRÉ>rWUMU GRÓÐURHÚSIN ERU KOMIN Vönduð álhús m/3 mm. gróðurhúsa- gleri eða4mmtvö- földu ylplasti. Stærðir: 6,6 ferm. 256x256 cm 8,2 ferm. 256x320 cm 9,8 ferm. 256x382 cm SINDRA AÁSTALHF Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 62 7222'JBjj MAZDA 626 GLX 2.0 ÁRG. ’88 □ Ekinn 29.000 km □ Sjálfskiptur □ □ Vökva/veltistýri □ Rafmagn í rúðum □ □ Samlæsingar á hurðum □ □ Útvarp/segulband □ □ Sumar- og vetrardekk □ Upplýsingar í síma 685582 og farsími 985-28116 Massey-Ferguson DRÁTTARVÉLAR Til afgreiðslu strax

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.