Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 4
14 HELGIN Laugardagur 24. júní 1989 Rannsóknarlögreglumenn svið- setja morðið á KGB manninum Astafyev. khin og sá Astafyev í fyrsta skipti. Panov sagði að Astafyev hefði reynt að slíta sig lausan, en að Lobov hefði þá snúið hann niður. „Ég sá að Lobov átti í erfiðleikum með hann, svo ég gekk til þeirra, reif í hárið á Astafyev og sló höfðinu á honum tvívegis við vegginn.“ Meðan á yfirheyrslunum stóð urðu rannsóknarlögreglumennimir varir við alls konar afskipti KGB. Var orðrómur á kreiki um að KGB hyggðist nota málið til þess að koma höggi á hátt setta menn, yfírmenn almennu lögreglunnar í innanríkis- ráðuneytinu. Barinov lögregluforingi kemur á vettvang Enginn vafi lék á að Astafyev hafði verið misþyrmt og hann loks myrtur. En voru lögreglumennimir þar að verki? Hvemig hafði hann komist til Pekhorka? Það upplýstist þegar hjólför eftir Volgubifreið fundust hjá morðstaðnum. Lög- reglumaður nokkur bar líka að hann hefði séð fullsetna Volgu aka burt frá Pekhorka á þeim tíma sem talið var að morðið hefði verið framið. Nú var gengið enn harðar að lög- regluihönnunum og senn guggnaði Masokhin. Jú, Volgubifreiðin hafði verið þama og það var sjálfur yfírmaður stöðvarinnar, Barinov, sem ók henni. Barinov hafði verið í leyfi þennan dag og hafði farið að heim- sækja vin sinn. Áður en hann hélt heim hringdi hann samt á stöðina. Þegar hann heyrði hvað á gekk hjá undirmönnum hans, skipaði hann þeim að bíða og hafast ekki að og hraðaði sér til Zhdanovskaya. Þegar hann skoðaði Astafyev sá hann að illt var í efni. Hann skipaði öllum að fara út, nema þeim Masokhin, Lo- bov og Panov. KGB maðurinn, Astafyev, fannst í andarslitrun- um í snjónum utan við Moskvu, blóðugur og flettur klæðum. Skömmu á eftir dó hann. Júrí Andropov og f leirum leist ekki á blikuna er í Ijós kom hverjir voru banamenn hans. í desember 1980 fannst maður dauða nær í útjaðri Moskvu og lést hann skömmu eftir að hann komst á sjúkrahús. Morðingjarnirfundustog vom dæmdir 1982. Almenningur heyrði þó ekkert um málið, enda var það þess eðlis að valdamönnum þótti ekki ráðlegt að láta um það spyrjast. Banamenn hans reyndust nefnilega vera lögreglumenn. En nú hefur hulunni verið flett af þessu máli og rússnesk blöð hafa gert því skil, sem lið í baráttu gegn opinberri spillingu. Það var hinn 27. desember 1980 að maður þessi, Vyacheslav Astaf- yev, fannst blóðstorkinn og hálfnak- inn skammt frá hverfinu Pekhorka, sem er nærri veginum er liggur til Bykovo flugvallar. Hann hafði verið afklæddur og lágu föt hans á víð og dreif. Ekkert fannst í vösunum nema ein vasabók. Hringt var í eitt síma- númeranna í bókinni og kom þá í ljós að maðurinn var starfsmaður leynilögreglunnar, KGB. Hann komst aldrei til meðvitundar. Hátt settir menn í KGB sneru sér að rannsókn málsins og leituðu þeg- ar til Júrí Andropovs, sem þá var yfírmaður stofnunarinnar. Skoðanir voru skiptar í byrjun. Héldu sumir að hér væri um slys að ræða, en aðrir töldu morð hafa verið framið. Krufning leiddi senn í ljós að síðari skýringin hlaut að vera rétt. Örlagarík lestarferð Þetta desemberkvöld hafði Astaf- yev verið á leið heim til sín eftir að hafa fagnað afmælisdegi sínum í góðra vina hópi. Hann sté upp í neðanjarðarlestina við Nogina torg í miðborg Moskvu og seig í brjóst á leiðinni. í fanginu hélt hann á kassa með nýjum skóm, og við fætur sér geymdi hann tösku með matar- pakka, sem hann hafði fengið á skrifstofunni. Þegar lestin kom á endastöð við Vykhino vöktu hann tvær konur og báðu hann að fara út. „Átt þú þessa tösku?“ spurði önn- ur konan. Astafyev hristi höfuðið, því hann var ekki vel vaknaður. En svo áttaði hann sig: „Æ, víst er þetta mín taska,“ sagði hann og teygði sig eftir henni." En konurnar létu ekki sannfærast: „Og hvað er þá í henni?“ „Fiskur, vodka, matur ...“ „Rangt, það er koníak." Hann reyndi að útskýra fyrir þeim að hann hefði aðeins ruglast í rím- inu, en þær höfðu þegar kallað á lögregluna. Astafyev reyndi að nú að útlista mál sitt fyrir lögreglunni og sýndi þeim KGB skírteini sitt, en það kom allt fyrir ekki. Þeir sveigðu hendur hans aftur fyrir bak og drógu hann út. Þetta var skömmu eftir klukkan átta um kvöldið. Lögreglumennimir vom frá 5. lög- reglustöð í Zhdanovskaya og þeir vom Lobov, Panov, Yemeshev, Loza, Samoilov og varðstjórinn, Masokhin. Þá var staddur á stöðinni maður sem þjónustaði sjálfsala í hverfmu og veitti hann lögreglu- mönnunum aðstoð sína. Rannsókn haffin Þetta var sem sé aðdragandi þessa óhugnanlega máls. Rannsóknarlögreglumaður að nafni Kalinichenko fékk málið í hendur nokkmm dögum síðar og fann að máli hátt settan mann í KGB, Zaparozhchenko höfuðs- mann. KGB hafði þá þegar byrjað að kynna sér málið. „Við vitum ekkert um þig,“ sagði höfuðsmaðurinn við rannsóknarlög- reglumanninn, „og höfum ekki tíma til að kynnast þér. Málið er ákaflega viðkvæmt og flókið. Ég ætlast til að milli okkar ríki fullkominn trúnaður og að þú gefir mér skýrslu reglulega. Við höfum haldið uppi fyrirspurnum og komist að því að maðurinn var handtekinn af lögreglunni í Zhdan- ovskaya. Þar með hverfur slóðin. Þeir á 5. lögreglustöðinni þar hafa enga skýrslu um hann. En við teljum að lögreglan sé nátengd málinu og að hátt settir lögreglumenn séu að reyna að þagga þetta niður.“ Gáta höfuðsmannsins reyndist rétt. Þrjátíu rannsóknarlögreglu- menn fóru að kynna sér málið og leituðu uppi fólk í grennd við stoppi- stöðvar lestarinnar og næstu lög- reglustöðvar og senn fór sitthvað að skýrast. Ölvun á lögreglustöðinni Lögreglumennimir höfðu komið á vaktina klukkan 4 e.h. Eftirlits- maður sjálfsalanna færði þeim vínföng. Matur áskotnaðist þeim hjá drukknum eftirlaunamanni, sem þeir höfðu í geymslu. Fyrir peninga sem þeir höfðu tekið af þrem drukknum mönnum öðrum keyptu þeir enn meira áfengi. Senn varð Masokhin varðstjóri að fara að leggja sig, þar sem hann var yfirkom- inn vegna ölvunar. En hinir sátu áfram á varðstofunni. Það voru þeir Lobov og Yemeshev sem handtóku Astafyev og færðu í varðhald. „Hann er í KGB,“ hvíslaði Lobov að sjálfsalaviðgerðamanninum, sem nú kom enn á vettvang. Þeir leituðu á hinum handtekna í varðstofunni. Hann leyfði þeim að skoða allt sem hann hafði á sér, en neitaði að fá Lögreglumenn á götu í Moskvu. í hópi þeirra hefur margur misjafn sauðurinn leynst, eins og lesa má í þessari grein. þeim KGB skírteinið. Þar með tóku þeir til að berja hann og eftir hressi- legt högg á kviðinn og annað á hálsinn Iá hann meðvitundarlaus. Við yfirheyrslurnar voru söku-. dólgarnir spurðir hvað næst hefði gerst og kváðust þeir hafa sleppt manninum að svo búnu. Þeir Lobov, Yemeshev, Loza og Masokhin voru nú handteknir. Sérkennilegt atvik gerðist á fyrsta degi rannsóknarinnar. Þá komu KGB menn í heimsókn til Kalini- chenko rannsóknarlögreglumanns og bönnuðu honum að ferðast um nema í sérstökum bíl í eigu KGB. Vörður var settur við húsið og dóttur hans var og ekið í skólann af mönnum frá sömu stofnun. Rannsóknin leiddi fyrr en varði í ljós að fjöldi glæpa hafði verið framinn meðfram lestarsporinu, sem skipulega hafði verið reynt að láta fara leynt, og öllum brögðum beitt í því skyni. Brátt varð sannað að lögreglu- mennimir höfðu lumbrað á Astaf- yev. En ekki fékkst staðfest hvejir höfðu unnið á honum. Kom enda í ljós að lögreglumennimir höfðu æft sig vandlega í að samhæfa framburð sinn. En loks kom á daginn að Samoi- lov, eini ódrukkni maðurinn í hópnum, hafði hringt í yfirmann umdæmisins, sem ráðlagði þeim að sleppa manninum eða kalla til full- trúa frá KGB. Þeir ákváðu að sleppa honum og það var gert. En hann var ekki laus lengi. Lobov andmælti, eftir að hann var farinn: „Fífl emð þið að láta mann eins og hann fara. Hann nær sér niður á okkur. Gemm út af við hann!“ Þeir náðu honum á ný í undirgöng- um einum, bundu hendur hans aftur fyrir bak og drösluðu honum til baka til varðstofunnar. Nú vaknaði Maso-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.