Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. júní 1989
HELGIN
13
því sem þá gæti komið fyrir og segja
svo: „Drekki sig nokkur svo vín-
drukkinn á sökum að eigi fái hann
sér sjálfum fulla forsjón veitta, þann
skulu Sektumenn annast og skal
öldungur að því kveða nágranna
hans, ef slíks mega þeir orka, er færi
hann til síns heima og sé honum
samlendur legunautur hans, ella
skulu þeir fá honum herbergi þars
honum er fullborgið".
En það var einmitt út af þessu
atriði, drykkjuskapnum á Sökum,
sem samtökin fóru að riðlast þegar á
leið. í bréfum sem fóru milli ís-
lenskra stúdenta, innan og utan
Saka á árunum 1766 og 1767, eru
þessi drykkjuskaparmál meginefnið.
Sést af þeim að þeir biskupssynirnir
Hannes og Steinþór Finnssynir hafa
hafa álasað Sektumönnum fyrir
óhóflegan drykkjuskap og sagst ekki
vilja fylla flokk þeirra af þeim ástæð-
um eða - „með að drekka óhóflega
á vínhúsum“. Svara Sektumennimir
fullum hálsi og segja mestu drykkju-
svolana einmitt fmnast meðal félaga
biskupssona: „Munum vér þá að þér
bitust og börðust millum yðar sem
skynlaus dýr, en soddan ófögnuður
stóð af þeirra eigin vantempran og
illri meðferð er svo gjörðu, en víst
ekki af vomm samkomum, sem
réttbrúkaðar alleina þéna til inn-
byrðis ánægju og hefur svo farið
síðan þér við þær skildust...“
Allt þetta sem nú var greint lýsir
allvel félagslífi og félagsanda landa
á Hafnarámm Eggerts Ólafssonar.
Það er samtökunum ekki allt til
sérlegs sóma. En aldrei var Eggerts
getið við þessi mál, þótt hann sæti að
Sökum.
Annars vom Sakir ekki svo oft
haldnar að þeirra vegna hafi getað
borið svo mjög á drykkjuskap meðal
stúdenta, hvað sem endranær hefur
verið. Sakir átti að halda sex sinnum
á ári hverju, en á þeim tólf ámm sem
fundabókin nær yfir virðist því ekki
hafa verið fylgt nema sex árin. Af
Sökum var fyrst greind „skipasök",
sem átti að halda í velkomandaminni
„skipa vorra af íslandi“. Önnur var
miðsvetrarsök og hin þriðja sumar-
sök. Loks var svo vorsök, „er skip
vor fara og lokið er sendingum og
bréfagerðum".
Samtökin klofna
Sektan var almennt stúdentafélag,
sem til var fyrir daga Eggerts Ólafs-
sonar og eftir. í henni gátu verið og
áttu helst að vera allir stúdentar.
Fram undir 1765 hefur það líka verið
svo, eða fram á síðasta Hafnarár
Eggerts. Það er ekki fyrr en í júlí
1766 að rætt er um að þeir biskups-
synir og kumpánar þeirra „stukku
burt úr vom kompagníe".
í Sektunni vom enn fremur
óbundnar allar skoðanir manna um
þjóðemismál og önnur efni og hafði
Sektan engin áhrif í því efni. Virðast
ákvæði félagslaga um að menn
skyldu stunda glímur vera hið eina
HOTtlOCK
GARÐÚÐARAR
ÚÐUNARKÚTAR
SLÖNGUSTATÍV
SLÖNGUTENGI
GARÐVERKFÆRAÚRVAL
HEKKKLIPPUR
GREINAKLIPPUR
GRASKLIPPUR
SLÁTTUORF
SMÁVERKFÆRI
# BIACK&DECKER m
RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR
VERÐ FRÁ KR. 7.950
ÞOR^
-AA1V1ÚL-A-T1-
sem bendir til að félagið hafi verið
annað en skemmtifélag. Þó hafa
glímumar meir átt að vera til upp-
lyftingar og til þess að minna á lífið
heima en að í þeim hafi falist sérstök
þjóðemishreyfing. Sama máli gegnir
um það þegar á Sökum var fagnað
„íslands patriot" Jóni Eiríkssyni,
sem var í desember 1771. Það var
gert í minningu þess að hann var þá
„kommitteraður í Rentukammer-
inu“ yfir hálfan Noreg.
Það að Sektufélagsskapnum hefur
verið ætlað að vera einum og órofn-
um fyrir alla landa sést líka á því að
þann 22. mars 1765 hélt Eggert gildi
og „bauð þangað stúdentum öllum
til sátta og einingar“.
En þessi ummæli sýna líka að
klofningur er kominn í Sektuna um
1765. Getur Espólín þess í árbókum
sínum við það ár að „á þeim ámm
var allmikil óöld með stúdentum í
Kaupmannahöfn, fylgdi annar
flokkur Hannesi Finnssyni og var
kallaður biskupssonaflokkur, en sá
bóndasonaflokkur er Eggert fylgdi
og hans bræðrum". En annars munu
Verið var að reisa Höfn úr rústum
eftir brunann 1728 á þessum
árum og nóg um lóðir á bestu
stöðum. Það sýnir veisæld helstu
ráðherra að þeir þurftu ekki að
spara við sig er þeir komu sér
þaki yfir höfuðið. Verslunarráð-
herrann C. A. Berckentin reisti
sér þetta slot 1751-1755. Húsið er
nú samkomustaður Oddfellowa-
reglunnar í Höfn.
engar beinar heimildir vera fyrir því
að til hafi verið tvö andstæð félög
meðal landa. Biskupssynir og
bændasynir voru tveir mismunandi
flokkar innan sama félagsins. En
óvildin milli þeirra magnaðist smám
saman svo, að annar flokkurinn,
biskupssynimir, gengu úr félaginu.
Tókst ekki að bræða það saman
aftur fyrr en löngu seinna að nokkru
leyli og í nýrri mynd, svo sem
Lærdómslistafélaginu.
Fleiri ástæður
Um ástæðun til klofningsins getur
Espólín þess annars helst að honum
hafi ráðið persónulegur óþokki milli
þeirra Eggerts og Hannesar, „því
Eggert hafði beðið fyrrum Margrét-
ar Finnsdóttur og yfirgefið hana og
fleira bar til, fóm ei þykkjur saman“.
Ennfremur getur hann þess að Egg-
ert vildi „að stúdentar héldu uppi
glímum og leikjum, en hinum þótti
þeim ei það hæfa og komst í metnað-
ur“. En samkvæmt samtímabréfum
Sektumanna sjálfra, sem fyr getur,
stafaði ágreiningurinn fyrst og
fremst af drykkjuskapnum á Sökum
og óvild af sögusögnum, sem af
honum hafa sprottið.
En öllum heimildum ber saman
um það að klofningnum hafi ráðið
persónulegar ástæður, en ekki skoð-
anamunur á þjóðmálum. Þegar
menn því vilja skoða biskupssona-
og bændasonaflokkinn sem fulltrúa
tveggja andstæðra stefna í þjóðernis-
og menningarmálum er að mestu um
að ræða að inn í félagslíf samtíðar
Eggerts hafi síðari tímar lagt
skoðanir og hugsanir sjálfra sfn.
6 40 ...........tf- .*%> O*................................................................* -Æ>.........................................« O* % cf & -oq pfXQ *Q & %...............................................................Qt <8 » i >lD <3*
Q
ö
$
if
%
&
h
b
h
%
i
h
MADDAMA, KERLING, FROKEN, FRU
VEISTU HVERT ÞÚ STEFNIR NÚ?
KVENNALISTAKONUR Á FERÐ
ALMENNIR FUNDIR, VINNUSTAÐAHEIMSÓKNIR,
ÚTIMARKAÐI R.
AIJSTURLAND
VESTURLAND
NORÐURLAND EYSTRA
Guðrún Agnarsdóttir og
Þórhildur Þorlcifsdóttir
26. JUNI. MANUDAGUR
Höfn í Hornafirði.
27. JÚNÍ. ÞRIÐJUDAGUR
Höfn í Hornafirði - Iðavellir.
28. JÚNÍ. MIÐVIKUDAGUR
Egilsstaðir.
29. JUNI. FIMMTUDAGUR
Borgarfjörður eystri.
30. JÚNÍ, FÖSTUDAGUR
Seyðisfjörður.
Danfríður Skarphéðinsdóttir og
Kristín Einarsdóttir
26. JUNI, MANUDAGUR
Búðardalur.
27. JÚNÍ, ÞRIÐJUDAGUR
Stykkishólmur - Grundarfjörður.
28. JÚNÍ, MIÐVIKUDAGUR
Ólafsvík - Breiðablik.
29. JÚNÍ, FIMMTUDAGUR
Borgarnes - Logaland.
30. JUNI, FÖSTUDAGUR
Akranes.
Kristín Halldórsdóttir og
Málmfríður Sigurðardóttir
26. JÚNÍ, MÁNUDAGUR
Reykjahlíð.
27. JÚNÍ, ÞRIÐJUDAGUR
Ólafsfjörður - Hrísey - Dalvík.
28. JÚNÍ, MIÐVIKUDAGUR
Grenivík - Húsavík - Þórshöfn.
29. JÚNÍ, FIMMTUDAGUR
Raufarhöfn.- Kópasker -
Breiðamýri.
30. JÚNÍ, FÖSTUDAGUR
Akureyri.
Konur mætast, konur kætast.
Sjá nánar í götuauglýsingum - Geymið auglýsinguna.
-c
0 r
I