Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 6
HELGIN
Laugardagur 24. júní 1989
Hahndorf og hinn hvíslandi veggur
Margar ástralskar borgir og bæir eiga það sameiginlegt með
íslenskum borgum og bæjum að á stuttum tíma er hægt að
komast út í guðsgræna náttúruna og í lítil heillandi þorp.
í vestur út frá Adelaide er stutt til margra hinna frjósömu
landbúnaðarsvæða Suður-Ástralíu. Þau Iiggja víða í fallegum
hæðum þannig að bóndabæir eru oft eins og lítil eyja mitt á
milli blómlegra akra sem geyma hinar mismunandi búgreinar.
Ávextir og grænmeti af öllu tagi, og svo auðvitað hinir
hefðbundnu bústofnar eins og kindur og kýr sem víða kroppa
gulbrúnt grasið. Líklega myndi íslenskum bændum þykja
búsældarlegt þar um slóðir. A veginum á fuglinn magpie (sem
er krummategund) það til að spila sína útgáfu af „Rússneskri
rúllettu“. Hann stendur á veginum eins lengi og hægt er og
lætur ekki alltaf segjast þó flautað sé á hann. Stundum tapar
hann leiknum.
Vegurinn liggur víða þannig að
allt í kring um sig sér maður heilu
breiðurnar af appelsínutrjám, jarð-
arberjaplöntum, apríkósutrjám og
guð veit hverju. Plönturnar liggja í
reglulegum röðum og mynda fallegt
grænt mynstur í landslagið, sem
verður gulbrúnt þegar líður á sumar.
Öðru hverju liggur vegurinn í gegn-
um lítil þorp. Mörg þorpin í kring
um Adelaide eiga sér sína sérstöku
landnámssögu.
Hahndorf
1 tæplega klukkutíma akstur frá
Adelaide er Hahndorf, þýskt sögu-
legt ferðamannaþorp. Staðarbúar
gera út á það og stunda margskonar
list og listiðnað og verslanir við
aðalgötuna eru opnar bæði á laugar-
dögum og sunnudögum.
Pá Ieggja margir leið sína þangað
og freistingar eru margar. Þar er
verslun með forn^ripi, eins með
gamaldags brúður og önnur sem
selur heimatilbúið þýskt sælgæti.
Sápubúð og margt fleira. Svo má
tylla sér inn á kaffihús eða bjórkrá.
eða setjast bara á einn bekkinn og
horfa á mannlífið. Enn búa þar
margir afkomendur þýsku landnem-
anna og eru í fjórða og fimmta ættlið
frá þeim og viðhalda þeirri menn-
ingu sem forfeðurnir fluttu með sér
á síðustu öld.
í Hahndorf er einnig eina verslun-
in í Suður-Ástralíu sem selur alhliða
ástralskar ullarvörur. Allt frá lopa
og skinnum upp í fullunna vöru.
Landnámssaga þorpsins
Hahndorf í Suður-Ástralíu
Á miðju ári 1830 var suður-
ástralskt fýrirtæki í London að leggja
drög að nýju landnámi í Suður-
Ástralíu. Mikill áhugi var frá hendi
hinna betur megandi sem sáu þarna
ný tækifæri til að færa út kvíarnar og
auðgast á hinu nýja landnámi. En
þær voru ekki hvetjandi fyrir hið
vinnandi fólk. Landið þurfti meira á
fólki að halda sem var tilbúið til að
vinna hörðum höndum og byggja
upp.
Um þetta leyti var mikil ólga í
Prússíu. Konungurinn vann að því
að sameina allar hinar mismunandi
kirkjur undir einn hatt. Þessi sam-
eining stríddi mjög gegn vilja margra
hinna mismunandi lúthersku trúar-
hópa. Margir ákváðu í kjölfar þess
að yfirgefa ættjörð sína sem var
þýska héraðið Brandenburg, Poznav
og Silesia.
Sá sem kom því í framkvæmd var
prestur sem hét Kavel. Hann hafði
kynnt sér möguleika á að fara til .
Ameríku en endaði í London í
samningaumleitunum við hið suður-
ástralska fyrirtæki um að flytja til
Ástralíu. Niðurstaðan varð sú að
Bær í miðju búsældarlegu umhverfinu. Margartegundirávaxtatrjáa og blóma.
fyrsti innflytjendahópurinn - sem
voru 35 fjölskyldur, til samans 199
manns, lagði af stað frá Hamborg
28. júlí 1838 með skipinu „Prince
George" þar sem séra Kavel og kona
hans Angas voru um borð ásamt
öðrum fyrstu þýsku landnemum
Suður-Ástralíu. Aðrir fylgdu á eftir
um borð í skipunum „Bergalee" og
„Zebra“.
Þetta var mjög erfið ferð og dóu
tólf úr taugaveiki á leiðinni yfir
höfin. Fólkið var í áttatíu og fjóra
daga á leiðinni án þess að sjá land.
Fyrstu Þjóðverjarnir sem stigu á
land í Suður-Ástralíu settust að í
Klemzig í útjaðri Adelaide. En
skipstjórinn á „Zebra“ var svo heill-
aður af dugnaði farþega sinna, sem
höfðu staðið sig svo vel í hinni erfiðu
„Hinn hvíslandi veggur" i Bar-
ossa dalnum. Athugið myndina
vel, við hinn enda veggjarins má
greina hvítklætt fólk sem er að
tala við þá sem næst eru á mynd-
inni.
sjóferð að hann ákvað að sækja um
land þar sem þau gætu komið sér
endanlega fyrir.
Tilboði Messrs Dutton og Mac
Farlane um 240 ekrur nálægt Mount
Barker var síðan tekið í framhaldi af
því og þakklátir farþegar nefndu
staðinn Hahndorf í höfuðið á skip-
stjóranum Hahns Village.
Kjörin sem sæst voru á voru
eitthvað á þessa leið:
1. Eitt hundrað ekrum lands var
úthlutað til innflytjendanna.
2. Landeigendur lofuðu að sjá um
flutning á þeim og farangri þeirra
á staðinn, greiðslu mátti inna af
hendi síðar.
3. Landeigendur sæju innflytjend-
um fyrir matarbirgðum fyrsta
árið.
4. Landeigendur samþykktu að út-
vega alifugla, svín, kýr og kindur
í trausti þess að innflytjendur
gætu greitt skuldir sínar með
afurðum af skepnunum.
Landeigendur gerðu betur en að
samþykkja þetta. Þeir afhentu hópn-
um sex mjólkandi kýr og lofuðu að
aðstoða við kirkjubyggingu.
Landssvæðinu sem hver fjölskylda
fékk var skipt niður á nokkra hluta
//
-'>s£&íT.~ K1IS811SI lllÍÉtS
f
Laugardagur 24. júní 1989
til að tryggja að hún ætti bæði
aðgang að vatni og frjósömu landi til
að yrkja.
Þetta nægjusama fólk sem kom úr
hinum hrjóstrugu sveitahéruðum
Austur-Þýskalands var nú komið á
ónumið landssvæði í óþekktu landi.
En það hafði flutt þekkingu sína,
lífsreynslu og menningu með sér,
ásamt sinni sterku trú. Ein fyrsta
samkoman sem haldin var þegar þau
komu á land sitt var þakkargjörðar-
messa haldin á lækjarbakka undir
stóru ecualyptustré.
Það var ekki fyrr en í maí 1839
sem skipstjórinn hafði flutt alla
Þjóðverja sem vildu fara yfir. Far-
angur þeirra var fluttur á hjólbörum
og hestvögnum frá Port Ádelaide.
Sú ferð var löng á þeim tímum. Fyrst
var dótið flutt til Glen Osmond, þá
upp á hæðirnar og yfir Mount Lofty
fjallgarðinn til Onkaparinga dals og
þá að lokum til Hahndorf. Það voru
fimmtíu og tvær fjölskyldur í allt
sem fóru þessa leið, sem átti eftir að
verða þeim mjög kunn.
Lífið var erfitt fyrir þessar fjöl-
skyldur. Meðlimum hverrar fjöl-
skyldu var ætlað að vinna mjög
mikið. Á meðan dagsbirtu naut var
fólki ætlað að vinna úti á ökrum eða
á búgörðum nágrannans til að hjálpa
þeim að vinna upp í skuldir. Hverj-
um einstaklingi, barni og fullorðnum
var ætlað að leggja sitt af mörkum
við uppbyggingu þeirra nýja heimilis
og þorps.
Landið var notað til að rækta
ávexti og grænmeti. Kýr voru aldar
og gáfu mjólk og smjör. En hænurn-
ar egg. Konumar fóru síðan með
afurðir sínar út um miðnætti og
gengu til Adelaide, sem er þrjátíu og
sex kílómetra vegalengd til að ganga
hús úr húsi og selja. Peningarnir sem
fengust voru síðan notaðir til að
kaupa nauðsynjar og til að endur-
greiða landeigendum skuldir.
Áður en leið á Iöngu höfðu 52
timbur og leirkofar verið reistir og
árið 1840 vígði séra Kavel fyrstu
kirkjubygginguna. Barnaskóli var
álitinn eitt það mest áríðandi og
hófst undir gömlu ecualyptustré þar
til kofi hafði verið reistur úr timbri
og leir.
Enn var Hahn kapteinn þeim til
halds og trausts. Hann ferðaðist
milli þorpa og sá um öll lagaleg atriði
fyrir innflytjendur og reyndi að eyða
fordómum sem beindist gegn þeim.
Honum tókst jafnvel að fá fyrirfram-
greiðslu út á afurðir til að gera
skjólstæðingum sínum fært að kaupa
vélar og áhöld, aðstoðaði við kirkju-
bygginguna og aðrar byggingafram-
kvæmdir. f þakklætisskyni ákvað
fólkið að nefna staðinn Hahndorf í
höfuðið á honum.
En skipstjórinn fékkst ekki til að
setjast að. Þegar hann hafði séð
fólkinu borgið í hinu nýja landi, hélt
hann heim yfir höfin og kom aldrei
aftur til Ástralíu.
Sum þeirra húsa sem reist voru á
þessum tímum standa enn, en trjá-
börkurinn sem oft var notaður sem
'V/ ' - ' ..
húsþak er nú falinn undir galvaniser-
uðu járni.
Fleiri innflytjendur komu frá
Þýskalandi og þorpinu óx fiskur um
hrygg. Þorpið fór að einkennast af
þýskum arkitektúr, iðnaður dafnaði.
Enn stendur hveitimylla sem var
byggð á þeim dögum og háskóli til
minningar um þá gömlu góðu daga.
Þar eru einnig margar aðrar gamlar
byggingar eins og bakaríið sem enn
selur glóðvolgt þýskt góðgæti beint
úr ofninum og hús járnsmiðsins. Og
líkhús, öll að mestu leyti í uppruna-
legu formi, en lfkhúsið hefur breytt
um hlutverk og hýsir listiðnaðar-
verslanir, listsýningar og veitinga-
hús. Ekki hef ég heyrt talað um
reimleika þar.
Já, þú getur enn gengið um aðal-
götuna milli aldagamalla trjáa, virt
fyrir þér hús frá árpnum 1850 og
1860 og upplifað andrúmsloft hinnar
gömlu þýsku menningar sem hefur
verið vel varðveitt af íbúunum.
Þeir halda marga þýska siði og á
hverju ári er til dæmis haldin hátíð
sem þeir kalla Schultzenfest. Þá er
skotið, drukkinn bjór, dansað og
spilað. Og auðvitað borðaðar kræs-
ingar að þýskum sið. Þá ganga
Þjóðverjar um í þjóðbúningum sín-
um og hafa hinar stóru bjórkollur
sínar ýmist í hendi eða hangandi um
háls.
Hinn hvíslandi veggur
Uppi í Barossa dal er stffla frá því
um síðustu aldamót. Veggur stífl-
unnar er bogadreginn 28 metra hár
og 144 metra langur. Stíflan nær yfir
69,5 hektara lands og tekur 4.468
milljón lítra. Hún býr yfir þeirri
skemmtilegu náttúru, að tvær mann-
eskjur geta staðið hvor við sinn enda
hennar, talað í vegginn og heyrt í
hvor annarri eins og þær standi hljð
við hlið.
Stíflan var byggð á árunum 1899-
1902 til að sjá borginni Gawler og
öðrum nágrannabyggðum Barossa í
Suður-Ástralíu fyrir vatni. Þessi
bogadregni veggur er fyrsta bygging
sinnar tegundar f Suður-Ástralíu, sá
hæsti í allri Ástralíu og sagður vera
sá fyrsti bogadregni stífluveggur sem
byggður hafi verið í heiminum.
Að koma að þessum vegg er alveg
ótrúlegt og meira gaman að veja
fleiri saman því þá getur fólk skipt
sér milli hinna tveggja palla hvort
sínu megin við vegginn. „Og veggur-
inn talar öll tungumál“. Þegar við
vorum þarna voru töluð mörg tungu-
mál í vegginn, íslenska, sænska,
þýska, enska og fleiri. Það er ein-
hvern veginn eins og maður trúi
þessu ekki fyrr en maður reynir það
sjálfur.
Eins og víðast annars staðar í
Ástralíu er umhverfi þessarar stíflu
prýtt margvíslegum gróðri. I dal
öðrum megin við stífluvegginn eru
tré sem gróðursett voru um svipað
leyti og stíflan var byggð. Þau tróna"
hátt upp fyrir stífluvegginn eins og
myndin sýnir.
Að bera saman aðstæður
Það er fróðlegt að bera saman það
sem var að gerast á íslandi á sama
tíma upp úr aldamótum 1800 og
skoða hve aðstæður fólks voru mis-
munandi, á íslandi og í Ástralíu.
Matthildur Björnsdóttir
(Helmlldlr um sögu Hahndorf eru úr bækllngl
um Hahndorf).
Skiltið sem sýnir stærð og aldur
stíflunnar.
HELGIN I 17
JAFTMAR GREIÐSLUR
LÉTTA ÞÉR RÓHi KIW
Oft hefur verið óþægilegt að greiða hærri raf-
magnsreikninga á vetuma en öðrum árstímum,
einmitt þegarfasteignagjöldin, tryggingaiðgjöldin
og bifreiðagjöldin dembast inn um bréfalúguna
ásamt öllum hinum reikningunum.
Rafmagnsveitur ríkisins vilja nú sem áður létta
þér greiðslubyrðina. Héðan í frá verður aðeins lesið
af mælum einu sinni á ári. Á öðrum tímum verður
orkunotkunin áætluð. Greiðslum verður því að
mestu leyti jafnað á þá reikninga sem þú færð
senda annan hvem mánuð.
Þessi nýbreytni er liður í þeirri stefnu okkar að
veita örugga og hagkvæma þjónustu. Við höfum
hugfast að góður orkubúskapur er forsenda vel-
ferðar og framfara.
RAFMAGNSVEITUR
RÍKISINS
eftir Ásgeir Svanbergsson
Handbók ræktunarmannsins. Leiðbeiningar
um ræktun og hirðingu. Með 170 litmyndum.
ÖRN OG
£f •
SIÐUMÚLA 11 - SÍMI 84866
ÖRLYGUR
i