Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. júní 1989 HELGIN 19 lllllllllllll||| BÓKMENNTIR lllllllllillillilllllllllllll Allt út af gigt- inni I Margréti Matthías Johannessen: f kompanii við Þórberg, AB Rvk. 1989. Það þótti stórtíðindum sæta fyrir réttum þrjátfu árum þegar út kom samtalsbók þeirra Matthíasar Jo- hannesen og Þórbergs Þórðarsonar, t kompaníi við allífið. Núna hefur hún verið gefin út að nýju með viðbótum í tilefni af aldarafmæli viðmælandans í vetur leið. Er þar bætt við nokkrum yngri viðtölum, frásögn af frægri Baltikaferð og ritgerð Matthíasar um viðmælanda sinn. Líka hefur bókinni verið gefið nýtt nafn og heitir hún núna í kompaníi við Þórberg. Reyndar kemur fram í bókinni og var vitað fyrir að hér gerðist það að verulega miklu meira teygðist úr þessu efni en til stóð í byrjun. Það var Ragnar Jónsson bókaútgefandi í Helgafelli sem upphaflega fékk Matthías til að taka viðtal við Þórberg. Matthías var þá ungur blaðamaður við Morgunblaðið og hafði vakið á sér athygli fyrir vel skrifuð viðtöl. Að beiðni Ragnars tók hann að sér haustið 1958 að skrifa viðtal við Þórberg í tímaritið Helgafell, í tilefni af sjötugsafmæli hans sem þá var skammt undan. Það teygðist hins vegar úr þessu viðtali. Þeir Matthías og Þórbergur hittust reglubundið frá því í nóvem- ber 1958 og fram undir sjötugsaf- mælið í mars 1959, og úr varð heil bók. Að því er Þórbergur lætur viðmæl- anda sinn svo hafa eftir sér í síðasta samtalinu í bókinni var skýringin á þessu sú að hann taldi sig hafa sannreynt að Margréti konu sinni færu jafnan að batna gigtarköstin þegar Matthías var kominn á leið til þeirra. Því hafi hann Iátið til leiðast að halda áfram og gera úr þessu bók. Svo er skemmst af að segja að þessi litlu ummæli gefa býsna góða mynd af þessu verki þeirra tví- menninganna. Þetta er tveggja manna tal, þar sem spyrjandinn leggur allt kapp á að draga upp sem gleggsta mynd af viðmælanda sínum. Þórbergur var allra manna skemmti- legastur í viðræðum, og er svo í stuttu máli að segja að í bókinni úir og grúir af skemmtilegum smáskrýtl- um og hnyttnum athugasemdum á borð við þessa. Þessi bók hefur vafalaust ekki hvað síst vakið athygli á sínum tíma af pólitískum ástæðum, eða fyrir það að „samstarfið milli blaðamanns Morgunblaðsins og aðalkomma landsins væri talið eitt furðulegasta fyrirbrigði íslensks þjóðlífs um þær mundir," eins og það er orðað hér á einum stað (bls. 368). Nú á dögum sætir það þó varla sömu tíðindunum og fyrir þremur áratugum. En sann- ast sagna mun þó vera að hér komi töluvert fleira til en pólitíkin ein saman, og þá ekki síst beinar bók- menntalegar ástæður. Matthías Johannessen er löngu viðurkenndur sem einn færasti við- talasmiður okkar, þótt hann hafi minna sinnt slíkum verkefnum en áður nú á seinni árum. Hér fer ekki á milli mála að hann hefur nálgast viðfangsefnið sem rithöfundur, miklu fremur heldur en sem venju- legur blaðamaður. Hann hefur tekið sér fyrir hendur það listræna verk- efni að skapa persónulýsingu Þór- bergs Þórðarsonar í bókarformi, en alls ekki það eitt að skrifa niður orðrétt ummæli hans um menn og málefni, eins og einna mest tíðkast nú orðið í viðtalsbókum. Það segir okkur máski töluvert mikið um af- stöðu hans til efnisins að hann notaði að eigin sögn aldrei segulbandstæki í þessum viðtölum. Þvert á móti var allt samið eftir stuttum minnispunkt- um og persónan endurlífguð á papp- ímum eftir því sem listrænar kröfur útheimtu. Þegar slíkum vinnubrögðum var beitt af alúð og smekkvísi gagnvart jafn einstæðum manni og Þórbergi Þórðarsyni var naumast við öðru að búast en að árangurinn yrði góður. Útkoman varð sú að í þessari bók eigum við vemlega glögga og skýra mynd af Þórbergi, einum af fremstu rithöfundum þjóðarinnar fyrr og síðar. Og við það bætist svo hitt að einn af helstu eðliskostum Þórbergs var fyndnin, sem ekki lét alltaf mikið yfir sér en duldist þó aldrei og var yfirleitt græskulaus. Þessari hlið á viðmælanda sínum kemur Matthías vel til skila þarna, og af því leiðir að Kompaníið verður að telja bráð- ekkert til sem ekki er ómur“ Þorvarður Hjálmarsson: Háski og skuld, útg. höf. 1989. Það fer víst ekki á milli mála að hér er á ferðinni höfundur sem búinn er að hasla sér völl sem ljóðskáld sem taka verður eftir. Þorvarður Hjálmarsson gaf út litla ljóðabók, Hellinn, árið 1986, og nú er hann kominn með aðra, Háska og skuld. Nýja bókin skiptist í þrjá hluta. Fyrst fer Brunnurinn, kafli sem sett- ur er saman af fjórum prósaljóðum. Næst kemur Hjarnið, safn fimmtán innhverfra ljóða. Loks er Skuld, þar sem enn er bætt við níu Ijóðum, sem með einum eða öðrum hætti fjalla um fjarlæga einstaklinga eða staði, útlenda eða löngu gengna. Það er áfram einkenni á verkum hans að hann er fádæma vandvirkur á allt er varðar stíl og málbeitingu. Hef ég fáar ljóðabækur séð á seinni árum sem jafnast á við þessa að því leytinu. Þá er það einnig óbreytt frá fyrri bókinni að hann velur sér fyrst og fremst innhverf yrkisefni, kveður um það sem nefna mætti innri vanda- mál mannsins, af töluverðri yfirveg- un og gjarnan með einhvers konar heimspekilegu ívafi. Prósaljóðin í bókarbyrjun eru hér áhugaverð, og enda af tegund sem fátíða má telja í íslenskri ljóðagerð, jafnt fyrr og síðar. Ef leita á að sameiginlegu einkenni þeirra allra þá mætti kannski segja að þar sé tekist á við óttann og einangrunina sem fyrirbæri í mannlegu eðli. Sviðs- setningin er einhvem tíma í árdaga mannkyns, og þar er frummanninum stillt upp andspænis umhverfi sínu, sem hann er í senn forvitinn um og óttast. Slíkt yrkisefni er hvað sem öðm líður nýstárlegt. Við það bætist svo að myndbeiting má hér kallast bæði Þorvarður Hjálmarsson. öguð og frumleg. Að því er þó að gæta að hér er um beint framhald af sams konar ljóðum í fyrri bókinni að ræða, svo að marktæk þróun fram á við sést tæplega hérna. Ljóðin í miðkaflanum verða einn- ig að teljast fyrst og fremst innleitin og vekjandi, með öðmm orðum að þau kveikja frekar tilfinningar og umhugsun heldur en að þau skírskoti beint til hluta eða fyrirbæra utan við sinn eigin heim. Ég nefni sem dæmi lítið ljóð sem þarna er og heitir Eining: Hver er sá fögnuður sem elur laufblað á jörðu og hljómar jafnt í vindi sem í holu tré og varðveitir horfna hluti þegar allt er sem á iði og ekkert til sem ekki er ómur? Hér er vel kveðið og yfirvegað, svo sem endranær í bókinni. Þó er ég síður en svo viss um að menn fari létt með að endursegja efni ljóðsins með fáum orðum. Það gæti vafist fyrir manni að eiga að skýra frá því um hvað ljóðið fjalli. Það er margrætt og höfðar máski fremur til skynjunar en vits. Ekki skal því haldið fram hér að þetta sé besta ljóð bókarinnar. Aftur á móti má það sem best kallast nokkuð dæmigert fyrir þann stíls- máta sem í henni ríkir. Og úr lokakaflanum má til dæmis nefna ljóð sem heitir Smávinir fagrír. Ég skil það þannig að það vísi til Jónasar Hallgrímssonar. Þar segir um Jónas að þú leitaðir spora marga nótt í minningu dags eftir spegli og hjarta, að myndinni hálfu er þér var gefin og falin. „I brotkenndum heimi“ birtist þessi mynd síðan og barst inn í ljóð Jónasar, „löngunin, sýnin hefta og sára.“ Hér er óneitanlega vísað á smekklegan hátt til þess sársauka og þess tilfinningaálags sem oft vill verða fylgifiskur listrænnar sköpun- ar. -esig Þórbergur Þórðarson. skemmtilega bók aflestrar, jafnt fyr- ir aðdáendur Þórbergs sem hina sem minna þekkja kannski til mannsins og verka hans. En tíminn leið og fimm árum síðar varð Þórbergur sjötíu og fimm ára. Þá settust þeir aftur niður félagarnir og úr urðu nokkur viðtöl til viðbótar, sem hér eru endurprent- uð. Enn tveim árum síðar, haustið 1966, fóru þau Þórbergur og Margrét í fræga ferð til Miðjarðarhafslanda með skemmtiferðaskipinu Baltiku. Aftur settist Matthías niður með þeim hjónum, skráði reynslu þeirra af ferðinni og birti viðtalið í Morgun- blaðinu. Sú frásögn varð margfræg á sínum tíma og er einnig endurprent- uð hér. Og enn bætir Matthías svo um betur og birtir hér langa ritgerð um skáldið sem hann nefnir Að leiðar- lokum. Rekur hann þar ýmis atriði til viðbótar því sem áður hafði verð sagt um kynni hans við Þórberg og endar á andláti hans og jarðarför. Eru það allt góðar viðbætur við aðrar heimildir sem til eru um síð- ustu ár og ævilok Þórbergs Þórðar- sonar. En tvennt vekur þó meiri athygli en annað í þessari ritgerð. Hið fyrra er sú áhersla sem Matt- hías leggur þarna á hina fræðilegu eða jafnvel vísindalegu nákvæmni Þórbergs í öllu sem varðaði málbeit- ingu og málvöndun. í því hefur Þórbergur vafalaust getað sótt sér lærdóm víða, en trúlegt má þó telja að nám hans hjá Birni M. Ólsen prófessor hafi haft þar rnikla þýðingu og máski meiri en menn hafa gert sér grein fyrir. Á þetta nám sitt minnist Þórbergur reyndar hér (bls. 268) og Matthías Johannessen. segist hafa setið á fimmta ár í tímum hjá Birni í „eddukvæðum, Carmina Scaldica Finns, íslenskri málfræði og bókmenntasögufyrirlestrum.“ Og svo er að sjá að þetta nám hafi hér dregið býsna langan slóða, að minnsta kosti er ljóst að nemandinn hefur allar götur síðan verið fádæma kröfuharður um nákvæmni í mál- beitingu, eins og Matthías nefnir hér raunar ýmis dæmi um. Hið síðara eru ummæli Ragnars Jónssonar um skáldið á meðan Kompaníið var í smíðum. Matthías birtir hér kafla úr bréfum sem Ragn- ar skrifaði honum eftir að hafa lesið yfir nokkra hluta úr handritinu. Þar koma fram ýmis ummæli sem telja verður vægast sagt talsvert ólík því sem vænta má að forleggjari viðhafi um höfund sem hann gefur út eftir, og þá fyrst og fremst í neikvæðari tóntegund en vænta mætti. Veit ég svei mér ekki hvort Matthías hefur gert rétt í að birta þetta. Að vísu hefur Þórbergur vitaskuld haft sína galla eins og allir menn, en mega þeir ekki fá að liggja kyrrir að honum látnum? Eða skiptir álit Ragnars Jónssonar á Þórbergi svo miklu máli, núna þegar þeir eru báðir gengnir á vit feðra sinna? En þetta breytir þó ekki hinu að þessi bók er grundvallarheimild um Þórberg Þórðarson, jafnt persónu hans sem viðhorf hans til manna og málefna. Hún var þetta reyndar þegar í fyrstu gerð, en í þeirri seinni hefur miklu verið bætt við. Matthías Johannessen á lof skilið fyrir þetta verk, sem menn eiga vafalaust eftir að leita mikið og oft til í framtíðinni. -esig Gauti Kristmannsson, formaður FSÞ, afhendir Brían Holt heið- ursskjal í tilefni kjörsins. BRIAN HOLT Félag sjónvarpsþýðenda hjá Ríkisútvarpinu hélt á dögunum aðalfund sinn. Á fundinum var kjör- inn fyrsti heiðursfélagi félagsins, Brian Holt, fyrrverandi ræðismaður Breta á íslandi. Sjónvarpsþýðendur HEIÐRAÐUR kusu hann heiðursfélaga vegna þeirrar miklu og óeigingjörnu að- stoðar sem hann hefur veitt þýðend- um alveg frá því Sjónvarpið tók til starfa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.