Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 10
20 HELGIN Laugardagur 24. júní 1989 Vísnaþáttur 26. þáttur Einn dag á þessum veörasama þorra leit Gunnar Kolbeins- son bóndi Syðri-Knarrartungu út og kvað. Herðist þorra harður múll hylur snjórínn grundina. Óttalega er hann fúll úti þessa stundina. Jón Sigurðsson, bóndi á Sólbakka í Borgarfirði eystra vann eitt sinn í vélsmiðju Braga bróður síns á Sauðárkróki. Bragi bað Jón að skreppa fyrir sig í smiðju Kaupfélags Skagfirðinga og kaupa öxulstál. Kaupfélagsmenn voru þá að sníða líkan af nauti sem átti að standa á búðarborði hjá K.S. Þeir notuðu við smíðina öxulstál og var það ekki til sölu. Er Jón kom til baka og sagði frá erindislokum skýrði hann mál sitt með vísu þessari: Flest vill ske á fengitíð frjóvgast eggin víða. Ur öxulstáli í ergi og gríð yxnabelju smíða. Þessi hestavísa er eftir Björn St. Guðmundsson frá Reynik- eldu: Gullna fléttu gammur ber geðið prettar engan lengi. Mósi léttur fyrstur fer fetar nett þó grýtt sé engi. Davíð Guðmundsson bóndi á Glæsibæ kvað: Öllum getur yfirsést, ýmsir bíða hnekki, sumir gráta syndir mest sem þeir drýgðu ekki. Auðunn Bragi Sveinsson orti eitt sinn um ungan pilt í Súðavík: Síst frá víkur sómanum sig mun slíkur herða. Áki líkist afanum og mun ríkur verða. Guðmundur Guðmundsson frá Kálfsstöðum endar Troll- mannarímur þannig: Burt er skíma bráðlega breytast tímar óðfluga, andinn kímir úrvinda endar ríma Trollmanna. Haraldur Hjálmarsson frá Kambi kvað svo: / æsku hafði ég orku og vit átti vísan framann. í stað þess hefi eg látið lit lækkað og gengið saman. Þessi vísa gæti verið innlegg í kvenfrelsisbaráttuna. Höfundur ókunnur. Það hefur löngum loðað við, líkast gömlu meini. Að kasta skít í kvenfólkið en kyssa það í leyni. Steinbjörn Jónsson frá Háafelli kvað svo: Röddin mild og höndin hlý hennar sem ég þráði. Enn er sól og sumar í svip og augnaráði. Að lokum ein vísa af Austurlandi. Björn frá Móbergi yrkir svo um blaðið Þingmúla eða öllu heldur þess sem ábyrgð hefur borið á því. Þingmúli er alltaf að þynnast, styttast og mjókka þrengist um pláss fyrir minningargreinar og kynni. Útgefandinn að eldast, hrörna og ljókka svo afköstin verða þarafleiðandi minni. Kristmundur Jóhannes- son Giljalandi Haukadal 371 Búðardal S. 93-41352 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Michelle elskaði Steve en keppti við Joanne um hylli hans. Steve vildi ekki hætta að hitta Joanne og Micheile ákvað að ryðja henni úr vegi. Á einu kvöldi gerðust atburðir sem Michelle hafði síst órað fyrir. Steve Somerville var vinsæll ungur maður og sá ekkert athugavert við að eiga náin kynni við fleiri en eina stúlku samtímis. Það var honum því ekkert vandamál að tvær stúlkur börðust um hylli hans. Honum fannst hann hafa nógan tíma handa þeim báðum. Önnur stúlkan var Joanne Tap- ping frá Dumfries í Skotlandi. Hún var 19 ára og þau Steve höfðu verið skólasystkin og þekkst í sex ár. Eftir að skólanum lauk höfðu þau haldið kunningsskapnum áfram og hist reglulega. Samband þeirra var á vissan hátt sérstakt þar sem þau voru hvorki trúlofuð né „bara góðir vinir“. Þeim leið vel í návist hvort annars og hvorugt hugsaði um að slíta böndin sem þrátt fyrir allt voru til staðar. Hin konan í lífi Steves var hin 21 árs Michelle Beattie. Hún vann í verksmiðjunni þar sem Steve starf- aði áður en hann hélt verkfræðinámi sínu áfram. Of hreinskilinn Þar sem Steve og Joanne höfðu þekkst frá því löngu áður en Steve fór að hafa áhuga á stúlkum, var Michelle eins og ferskur andblær í tilveru hans. Auk þess að vera lagleg, var hún líka greind og skemmtileg. Sú staðreynd að hún var hálfu öðru ári eldri en Steve átti sinn þátt í að gera hana sérstaka í hans augum. Auk þess sem Steve var vinsæll var hann líka þekktur fyrir hrein- skilni. Það hafði áður komið honum í koll og gerði það í þessu máli líka. Þegar Michelle spurði hann hvort hann hitti nokkra aðra stúlku en hana, sá hann engan tilgang með að segja ósatt og sagði því bara eins og var. - Já, ég þekki aðra stúlku, svaraði hann. - Hún heitir Joanne og við höfum hangið meira og minna saman í mörg ár. - Þá áttu sem sagt kærustu, sagði Michelle og gat ekki dulið vonbrigði sín. - Það er kannski fullmikið sagt, sagði Steve. - Hún er þó meira en bara vinkona mín. Michelle Beattie varð liú óskap- lega afbrýðisöm gagnvart „hinni stúlkunni" eins og hún kallaði hana. En þegar hún krafðist þess að Steve hætti að hitta Joanne, leit hann hissa á hana og svaraði stuttlega neitandi. - Mér þykir allt of vænt um Joanne til að slíta sambandi við hana fyrirvaralaust, útskýrði hann. - Auk þess áttu ekkert með að segja mér hverja ég má hitta og hverja ekki. Úrslitakostir Michelle Beattie þoldi hins vegar ekki tilhugsunina um keppinautinn. Kvöld eitt þegar þau Steve fóru saman á diskótek, setti hún honum úrslitakosti. - Steve, ég hef verið að hugsa um samband okkar, sagði hún alvarleg. - Ég ákvað að ef þú hættir ekki að hitta þessa Joanne, er allt búið okkar á milli. Eitt það versta sem Steve vissi, var þegar annað fólk leyfði sér að segja honum fyrir verkum. Þess vegna brást hann við bæði af undrun og gremju. - Allt í lagi, sagði hann þurrlega. - Ef þú vilt hafa það þannig er mér sama. Þar með stóð hann upp frá borðinu og skildi Michelle eftir. Undrun Michelle breyttist bráð- lega í ofsareiði. Hún hugsaði sem svo að ef hún ætti að sitja ein að Steve yrði að ryðja Joanne úr vegi. Vandinn var bara hvemig það ætti að gerast. Hún ákvað að heimsækja Joanne Tapping og reyna að telja hana á að láta Steve í friði. Það mistókst alveg. Steve var þegar búinn að segja Joanne hvemig Michelle hafði reynt að negla hann niður og hún hló bara upp í opið geðið á Michelle. Eldrauð af skömm ög reiði sór Michelle að hefna sín á þessum frjálslynda keppi- nauti. Áætlun um morð Daga sem nætur velti hún fyrir sér hvernig hún ætti að losna við Joanne og dag nokkurn fann hún svarið í blaði. Aðalfrétt dagsins var um mann sem rændi 14 ára stúlku um hábjartan dag og myrti hana síðan eftir að hafa misnotað hana kynferð- islega. Sem betur fór setti einhver á sig bílnúmer hans svo hann var handtekinn skömmu síðar. Því mið- ur var þá of seint að bjarga stúlk- unni. Af þessari frásögn fékk Michelle þá hugmynd að ráða Joanne hrein- lega af dögum. Ef Joanne væri endanlega úr sögunni yrðu hennar eigin vandræði það líka. Þá fengi hún Steve alveg út af fyrir sig. Af tilviljun komst Michelle að því að Joanne ætlaði að heimsækja Ra- chel Maplin vinkonu sína klukkan hálf níu að kvöldi nokkrum dögum síðar. Þar gæti tækifærið verið komið til að losna við keppinautinn fyrir fullt og allt. Jafnframt reyndi Michelle allt sem hún gat til að vingast við Steve á nýjan leik. Henni tókst það með því að gefa honum dýrt úr og smjaðra heil ósköp. Hins vegar hætti hann ekki að hugsa um Joanne þrátt fyrir það og hann lét Michelle vita af því líka. Steve var hreinskilinn og i þessu máli gerði það bara illt verra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.