Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 8
 18 m HELGIN í TÍMANS RÁS Atli Magnússon: Laugardagur 24. júní 1989 „íslenskan er orða frjósöm móðir“ „fslenskan er orða frjósöm móðir, ekki þarf að snfkja, bræður góðir,“ kvað Bólu-Hjálmar. Þetta var áminning til aldar sem nokkuð var höll undir dönsku og þótti meira að segja betri manna bragur að því að „sletta". En þessi tíska lagðist af og menn þóttu verða sér til athlægis ef á þá sannaðist, einkum í prentuðu máli, að málfar þeirra væri dönskuskotið. Var svo lengi vel að menn voru logandi hræddir við að falla í þennan pytt og tungan tók breytingum til batn- aðar. En alltaf eimdi þó eftir af ýmsum dönskum áhrifum í máli almennings og er á leið þótti ekki tiltökumál þótt slíku brygði fyrir og enginn nennti að elta ólar við það lengur, enda oft um svo gróin áhrif að ræða að færri kunnu að greina þau frá góðri íslensku. Nú eru gjörbreyttir tímar. Mikil fjölmiðlaöld er upp runnin og henni hefur fylgt það að nær hvert mannsbam hefur ensku í eyrunum talsverðan hluta frítíma síns á kvöldin við sjónvarpið og margur á vinnustöðum, þar sem útvarp gengur um daga og flytur dægur- músík við enska texta. Þessi nýja „enska öld“ í sögu landsins hefur orðið til þess að enginn má vera að því að óttast dönsku meir, en því meiri hætta er talin á að enskan grandi tungunni, lýti hana eða blátt áfram útrými henni. Nú er í uppsiglingu ný sókn til að minna á tunguna og gildi hennar og getur ekki verið nema gott um það að segja. En við ramman reip er að draga. Tungumál breytast, eins og ekki þarf að segja neinum, og hvort sem mönnum líkar betur eða 1 m. rm bm.soí.^i íjwf fml qfMdc ^ I '*f u y cwT ij r,j u Htjdu tftfuUtoýál «* vitfrfá’&ú fd ntmclntf. 'u’\*ák |>d! iriu/iuwxtmT'tn. ci hd t 1 l’* ‘Jötntfcj mx tiUtc í ytrfícn tiSipL f) d<3 • íjzanú á-htlu • ?’ fdxn* 'Kvfcnftr útiÁr ttínf'bo Œ£u8di VX Va&csú d imá ^&unbu icibafy (ftHp. &Q [uo iSo jj típíVz. ú úty S vxaS te fm 4»al5öc v&t. áuilu tívjj CáuQðu úuvau 4p&) iaai ÓeySfifrtpzibúv. - y verr, þá sýnir reýnslan að þau stefna til einföldunar. Mikill hluti þjóðar margra landa virðist komast af með ákaflega takmarkaðan orðaforða og hefur svo lengi verið, sbr. fræga rannsókn á málfari breskra kolanámamanna, sem not- uðu venjulega ekki nema svo sem 300 orð í daglegum samskiptum. Ekki er ósennilegt að hinn rým- andi orðaforði verði mesti hvatinn að því að greiða enskum orðum og öðrum erlendum orðum leið. Böm og unglingar verða mjög snemma liðtæk í einfaldri ensku og er ekki óskiljanlegt að gripið sé til þeirrar þekkingar, þegar íslenska orðið er mönnum ekki tiltækt í svip. Þessi lausn, ásamt því að fáir verða til þess að finna að, veldur því svo að viðkomandi finnur enga þörf hjá sér fyrir hið íslenska orð. Þetta mun svo smita út frá sér í kunn- ingiaflokki og þá enn víðar. Ar og áratugir líða hratt hjá. Hin hálf-málvana böm vaxa upp, festa ráð sitt og eignast afkomend- ur. Það er deginum ljósara að hin nýja kynslóð fær ekki beysna þjálf- un í að tala málið, þegar foreldr- arnir kunna það varla. Ástæða er til að ætla að tungutakinu hljóti að fara enn hrakandi á vömm niðj- anna. Erfitt er að ráða í framtíðina, en auðvelt ætti að smíða formúlu, sem reikna mætti eftir hve langur tími liði uns íslenskan væri ekki annað en kalinn kvistur, skreyttur lánuðum laufum. Sem betur fer ganga slíkir hrakfallaútreikningar þó sjaldan fullkomlega eftir, frem- ur en hinar ótal heimsslitaspár. En verði þróunin samt þessi, má þó búast við að alltaf verði til sérfræð- ingar sem haldi tungu Snorra við lýði. „Menn þurfa alltaf að frnna sér eitthvað til þess að doktorera í,“ eins og Isaac Bashevish Singer sagði um jiddískuna og það er kannske huggun harmi gegn. GETTU NÚ 'iáÉk'v. _ Það voru Kerlingarfjöll, sem við spurðum um síð- ast og hafa margir efa- laust farið á skíðum um brekkurnar á myndinni. Nú er spurningin nokkru flóknari. Hvað heitir fossinn á myndinni, sem prýddur er svo fögru stuðiabergi báðum megin? Við verðum að láta þess getið að hann er í Skjálfandafljóti. KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.