Tíminn - 28.06.1989, Blaðsíða 3
f^libvikúdágur 28. júní 1989________________________________________________________________________________
Stóraukin notkun á smokkum á íslandi síðustu ár hefur skilað árangri:
Tíminn 3
Fækkun fóstureyðinga og
færri smitast af lekanda
Á tveggja ára tímabili jókst fjöldi
gúmmíverja sem íslendingar keyptu
um tæp tvö hundruð þúsund stykki.
Nú er svo komið að hver íslendingur
kaupir að meðaltali rúmlega tvo
smokka á ári. Aukin notkun hefur
einkum skilað sér í fækkun kynsjúk-
dómatilfella og fækkun fóstureyð-
inga í yngstu aldurshópunum.
Árið 1985 keyptu íslendingar 308
þúsund gúmmíverjur, ári síðar var
fjöldinn kominn upp í 459 þúsund og
1987 voru keyptar 501 þúsund verjur
þessarar tegundar. „Þetta er öllu
betri árangur en við áttum von á
vegna þess að salan hefur ekki dottið
niður aftur. Bráðabirgðatölur fyrir
árið 1988 benda til að um mjög
svipaða sölu sé að ræða og árið
áður,“ sagði Guðjón Magnússon
aðstoðarlandlæknir í samtali við
Tímann.
Eins og Haraldur Briem læknir
benti á, þegarTíminn hafði samband
við hann, er ekki vitað hve mikið af
verjunum var notað til þeirra hluta
sem þær eru ætlaðar, en miðað við
sölutölur má slá því föstu að um
verulega aukningu á notkun sé að
ræða.
Guðjón sagði að óttast hefði verið
að skýra mætti fjölgunina með fjölg-
un sölustaða fyrst eftir að svokölluð
smokkaherferð hófst árið 1985. „Það
var óttast að birgðir lægju hjá sölu-
stöðum en með söluaukningu ár
eftir ár verður að ætla að notkunin
hafi aukist,“ sagði Guðjón. Hann
sagði áhrifin einkum hafa skilað sér
í fækkun tilvika kynsjúkdóma. „Á
milli áranna ’86 og ’87 varð fækkun
tilvika sérstaklega á lekanda og á
milli ’87 og ’88 virðist vera um
áframhaldandi lægri tölur að ræða.
Fóstureyðingum hefur jafnframt
heldur farið fækkandi í yngstu ald-
urshópunum," sagði Guðjón.
Landlæknisembættið hefur látið
gera könnun meðal fólks á aldrinum
18 til 45 ára sem einnig sýnir að um
verulega aukningu á notkun smokka
sé að ræða. Spurt var hvort menn
hefðu gert ráðstafanir til að draga úr
hættu á að þeir sýktust sjálfir af
alnæmi. Flestir sem því svöruðun
játandi, sögðust vanda betur val á
bólfélögum og um fjórðungur sagð-
ist hafa aukið notkun á smokkum.
„Sú fræðsla sem við höfum staðið
fyrir virðist hafa verið einkar vel
tekið. En áhættuhópa vegna alnæmis
er fyrst og fremst að finna meðal
þess aldurshóps sem könnunin nær
til,“ sagði Guðjón.
Varðandi útbreiðslu alnæmis og
það hvort aukin notkun smokka
hefði breytt einhverju þar um, sagði
Guðjón aftur á móti að ætla mætti
að smokkur væri ef til vill ekki
notaður einmitt við þau kynmök þar
sem mest ástæða væri til.
Hann sagði að með haustinu og
sérstaklega fyrir verslunarmanna-
helgina þætti ástæða til að taka aftur
til við að minna á notkun smokka og
mikilvægi þeirra. jkb
Ferðamálafræðingar leiðbeina sóldýrkendum á Spáni í framtíðinni:
íslenskur ferða-
málaskóli á Spáni
Með samstarfi sem tekist hefur
milli íslenskra aðilja og spænskra
ferðayfirvalda verður starfræktur ís-
lenskur ferðamála- og fararstjóra-
skóli 30.október til 20.desember
næsta vetur í Palma á Mallorca. Þar
verða kennd ýmis undirstöðuatriði
almennrar ferðaþjónustu, svo sem
farseðlaútgáfa og hótelstörf, auk
spænsku, sögu Spánar og menningar
Miðjarðarhafslanda, leiðsagnar
ferðamanna á Spáni og margra fleiri
greina. Náminu lýkur með prófum
og fá nemendur skírteini til staðfest-
ingar á þátttöku sinni á námsárangri.
Skólastjóri verður Örnólfur Áma-
son, og sagði hann ástæðuna fyrir
því að skólinn er staðsettur á Spáni
vera þá, að nemendur ná mun betra
valdi á spænsku og þjálfast í ieiðsögn
um Spán á staðnum sjálfum. Einnig
fengju nemendur aðgang að spænsk-
um fyrirlesurum sem þekktu ferða-
þjónustuna, og það sem henni
tengdist, mjög vel.
Kostnaður á hvem nemanda verð-
ur um 240 þúsund krónur, en innifal-
ið í því er allt uppihald. Skólinn mun
starfa á hóteli sem m.a. hefur sérgæft
sig í að hýsa samskonar námskeið
annarra þjóða er hafa um árabil
menntað fararstjóra sína og ferða-
þjónustufólk á hliðstæðan hátt, en
Ömólfur sagði að varla þekktist að
erlendar ferðaskrifstofur réðu fólk
til leiðsögustarfa sem hefur ekki
lokið námi í þeim fræðum. Hann
sagðist þó ekki geta dæmt um það
hverjir starfsmöguleikar útskrifaðra
nemenda væm, þar sem ekki væri
við neitt að styðjast í þeim efnum,
en nefndi að í náminu væm ýmis
hagnýt atriði sem gætu nýst fólki vel
í öðmm störfum en við ferðaþjón-
ustu. LDH-
Frá undirritun samnings.
Ríkið selur hlut
í Kísiliðjunni hf.
Nýverið var undirritaður samning-
ur milli íslenska rikisins og Manville
Corp. um viðauka við aðalsamning
sömu aðila um kísilgúrverksmiðju
við Mývatn, en sá samningur er frá
1966.
Málefni samningsins er að Man-
ville, sem er aðalframleiðandi síun-
arefna og fyllingarefna úr kísilgúr í
heiminum, kaupi 8,7% af hlutafé
ríkisins í Kísiliðjunni hf. og eignist
þar með 48,6% í félaginu. Hlutur
ríkisins er 59,7%, en verður eftir
kaupin 51%. Sveitar- og sýslufélög á
Norðausturlandi eiga 0,4% hlutafjár
í félaginu. Kaupverð hlutarins er 51
millj. og greiðast 12,7 millj. strax en
eftirstöðvar með skuldabréfi til fimm
ára.
Ákvæðum aðalsamningsins er
breytt þannig að iðnaðarráðherra
beiti sér fyrir því að félaginu verði
veitt heimild til að taka þátt í nýrri
starfsemi hér á landi en til þessa
hefur starfsemin alfarið takmarkast
við nám og vinnslu kísilgúrs. Breyt-
ing á hlutverki Kísiliðjunnar hf. er
háð samþykki Alþingis.
Afkoma Kísiliðjunnar hf. hefur
verið svo góð á tímabilinu 1983-
1988, að félaginu hefur tekist að
greiða niður allar langtimaskuldir
og eiginfjárhlutfall er orðið yfir
90%. LDH-
Sláttur hafinn undir Fjöllunum:
Lítur vel út
með heyskap
Sláttur er hafinn víða á landinu,
og fóru Norðlendingar af stað um
síðustu helgi. Undir Eyjafjöllunum
voru menn ýmist byrjaðir eða að
hefja slátt, og sagði Ölafur Eggerts-
son, bóndi á Þorvaldseyri að spretta
væri að verða mjög góð. Hann er
búinn að ná inn ágætu heyi af um
fimm hekturum lands síðan á
fimmtudag, en er nú að heyja í
vothey, enda þokusuddi á Suður-
landinu. Ólafur sagði að hann þyrfti
að slá um 85 hektara í sumar og svo
færi hann aðra umferð yfir um 25
hektara. Hann sagðist ekki trúa því
að sumarið 1989 verði rigningarsum-
ar, þrátt fyrir að þjóðsagan segi að
ár sem endi á tölunni níu verði
votviðrasöm. „Hins vegar tel ég
nauðsynlegt að grípa hverja þurrk-
stund sem gefst, og þess vegna beið
ég ekki með að hefja slátt þótt
sprettan hefði ekki náð hámarki,“
sagði Ólafur. Hann sagðist kannast
við nokkra bændur undir fjöllunum
sem byrjuðu að slá strax á laugardag-
inn, um svipað leyti og Norðlending-
ar, en Ólafur sagði að þótt spretta
hefjist talsvert fyrr fyrir sunnan, þá
þurfi ekki nema nokkra sólardaga
fyrir norðan þar sem hitinn rýkur
upp í tuttugu stig, svo hægt sé að
hefja þar slátt. LDH-
Góð spretta hefúr verið undir Eyjaljöllunum að undanfömu og em bændur margir hverjir farnir að heyja. Sonur Ólafs Eggertssonar, bónda á Þorvaldseyri,
lætur ekki sitt eftir liggja við heyskapinn. Tímamynd: sigurgeir