Tíminn - 28.06.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.06.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 28. júní 1989 rkvrmgg i «r»r Vorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregið var í Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 9. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur númer 17477 2. vinningur númer 36272 3. vinningur númer 33471 4. vinningur númer 37116 5. vinningur númer 38156 6. vinningur númer 27174 7. vinningur númer 8313 Vinningsmiðum skal framvlsa á skrifstofu Framsóknarflokksins í Nóatúni 21, Reykjavik. Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinninga skal vitja innan árs frá útdrætti. Allarfrekari upplýsingar í síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn Landsþing L.F.K. á Hvanneyri 8.-10. september 1989. 4. landsþing L.F.K. verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. september n.k. Dagskrá þingsins verður tilkynnt síðar. Framsóknarkonur eru hvattar til að fjölmenna eins og á undanfarin þing. Stjórn L.F.K. Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, verðurfrá og með 1. júnf n.k. opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. SIMI: 681500 - ARMULA 11 IfeSS t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Sigríður G. Kristinsdóttir Grensásvegi 58, Reykjavík verður jarðsungin frá Skálholtskirkju fimmtudaginn 29. júní kl. 14.00. Jarðsett verður í Haukadal. Rútuferð verðurfráB.S.Í. kl. 12.00 meðviðkomu í Fossnesti, Selfossi. Alfreð Jónsson Arnleif Alf reðsdóttir Jón Þór Ásgrímsson Aðalheiður Alfreðsdóttir Halldór Borgþórsson og barnabörn. Töskurnar tvær sem þjófurinn hrifsaði af konunni Tímamynd Ámi Bjama Þreif peningatöskur af afgreiðslukonu frá SVR: „Sjálfsagt verið einhver dópisti“ Roskin kona var rænd tveim peningatöskum sem hún var að fara með frá biðskýlinu á Hlemmi, yfír Laugarveginn og inn í hús SVR, undir miðnætti á föstudagskvöld. „Ég var að fara með töskurnar út, þegar þessi maður, sem ég get ekki gert mér grein fyrir hvernig lítur út, hrifsaði af mér töskurnar,“ sagði konan sem starfar í miðasölu SVR á Hlemmi. Konan sagði að hún hefði verið rétt komin út fyrir dyrnar á biðskýl- inu, þegar hann vindur sér að henni, sparkar í fótinn á henni og þreif af henni töskurnar. Hún féll í götuna og handleggsbrotnaði. Aðspurð sagði hún að þó nokkuð af fólki hafi verið bæði fyrir utan og í biðskýlinu þegar maðurinn réðst að henni, en enginn komið til hjálpar. „Það er kannski ekki nema von, þetta bar svo snöggt að, að fólk hefur eflaust ekki áttað sig á hvað var að gerast,“ sagði konan. Hún sagði að þegar hún hefði farið inn í skýlið aftur hefði stúlka sem þar var sagt henni að hún hefði setið við hliðina á manninum á bekk fyrir utan. „Árás- armaðurinn hljóp vestur fyrir hornið á biðskýlinu, síðan sá ég hann ekki meir,“ sagði konan. Konan taldi víst að í töskunum hafi verið um 200 þúsund krónur. Að sögn Ragnars Þorgrímssonar hjá SVR eru töskurnar komnar í ieitirn- ar. Hann sagði að aðeins hefði tekist að opna aðra töskuna, sem í hafi verið um 10 til 20 þúsund krónur og eitthvað af farmiðum. „Þetta hefur sjálfsagt verið einhver dópisti sem hlaupið hefur til og gripið töskumar hjá konunni," sagði Ragnar. Hann sagði að reglan ætti að vera sú að þau sem vinna í miðasölunni hringi í varðstjórana í SVR húsinu, gegnt Hlemmi, áður en farið er yfir með peningana og miðana. „Það hefur verið farið að trassa það að hringja enda ekkert gerst, eða vandræði í meir en 10 ár,“ sagði Ragnar. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að samband verði haft við verðina áður en farið er af stað með töskurnar. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að haft verður upp á manninum, enda margirsem sáu hann,“ sagði Ragnar. -ABÓ Beyglaðar dósir í endurvinnslu Iðnaðarráðuneytið hefur sent frá sér svohljóðandi tilkynningu varð- andi Endurvinnsluna hf: „Af gefnu tilefni vill ráðuneytið ítreka það að í bráðabirgðakerfi því, sem Endurvinnslan hf. mun koma upp síðar í sumar mun verða tekið við samanbrotnum, beygluðun áldósum. Síðar meir, þegar kerfi verður komið í endanlega myn< verða gerðar strangari kröfur ui ástand dósanna. Mun það verc rækilega auglýst þegar þar a kemur.“ G!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.