Tíminn - 28.06.1989, Page 20

Tíminn - 28.06.1989, Page 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISS^IP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 w $ SAMVINNUBANKi iSLANDS Hf. ÞRðSTUR 685060 VANIR MENN • PÓSTFAX TÍMANS 687691 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ1989 TímamyndíÁmi Bjama Frá blaðamannafundi fjármálaráðherra f.v. Ólafur Ragnar Grímsson, Lárus Ögmundsson og Ásmundur Vilhjálmsson. Framkvæmdastjóri Hagvirkis segist ekki gera ráö fyrir aö ákvöröun um bótakröfu á hendur ríkinu verði breytt Jóhann í mál við Ólaf Hagvirki hefur ásamt tveimur öðrum fyrirtækjum verið opnað aftur og veitt frestur til að greiða söluskatt þar til ríkisskattanefnd hefur úrskurðað um ágreiningsatriði varðandi söluskattsgreiðslur. Jóhann G. Bergþórsson framkvæmdastjóri Hagvirkis segist ekki gera ráð fyrir öðru en fyrri ákvörðun um að leggja fram bótakröfu á hendur ríkissjóði vegna lokunarinnar verði haldið til streitu. Ef úrskurður nefndarinnar fellur fyrirtækinu í óhag verður hann einnig kærður. Þremur fyrirtækjum hefur verið veittur frestur á greiðslu söluskatts þar sem mál þeirra eru að sögn Ólafs Ragnars Gríms- sonar á lokastigi umfjöllunar ríkisskatta- nefndar. Fresturinn er veittur gegn því að forráðamenn fyrirtækjanna ábyrgist að ekkert verði gert í sambandi við rekstur þeirra er stefnt geti skattakröfum ríkis- sjóðs í hættu. Varðandi ábyrgðir getur bæði verið um bankaábyrgð eða annað að ræða. Umrædd fyritæki eru Hagvirki, Trésmiðjan Borg á Húsavík og Þorvaldur og Einar sf. í Vestmannaeyjum, en þeim hafði öllum verið lokað. Framkvæmdastjóri Hagvirkis sagði Tímanum að hann gerði ekki ráð fyrir öðru en að bótakröfu á hendur ríkissjóði vegna lokana fyrirtækisins yrði haldið til streitu. „Það hefur orðið verulegt tap á þeim tíma sem fyrirtækið var lokað. Tjónið hefur samt sem áður orðið minna en ef við hefðum lagt niður rófuna eins og sjálfsagt var ætlast til. Það er einnig vitað að þetta hefur skapað mikinn taugaóstyrk og angist og þar með ómælt tjón á tilfinningalífi manna sem verður ekki metið til fjár. Það er alvarlegt ef fyrirtæki og almenningur eiga að búa við aðgerðir sem þessar út frá mannréttindasjónarmið- um. Ég tel ljóst, í kjölfar breyttra for- senda, að aðgerðir undanfarinna daga eru ekki í takt við eðlilegan framgangsmáta og okkur þykir vænt um að menn hafa átta sig á stöðunni. Ef svo ólíklega fer að úrskurður ríkisskattanefndar fellur okkur í óhag munum við að sjálfsögðu kæra málið,“ sagði Jóhann. Hann sagði að miðað við þingræður sem fluttar voru er söluskattslögin voru sett og álit ýmissa sérfróðra manna, telji forráðamenn Hag- Fógetaúrskurður í skuldamálj Landsbankans gegn Olís í gær: Enn haf nar f ógeti beiðni OLÍS-manna Borgaríógeti hafnaöi í dag þeirri beiöni Olís að benda á eignir félagsins víða um land til tryggingar skuldum þcss við Landsbankann að upphæð 230 milljónir sem enn vantar tryggingar fyrir.-Félagið hefur einnig bent á ýntsar eignir, einkum ýmislegt lausafé, þar á mcðal bíla sem félagið á og rekur. í úrskurði fógeta er komið til móts við kröfu Landsbankans unt að Olís verði að bcnda á fasteignir sem stað- settar cru innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur fyrst áður en bent verður á fasteignir út um land. Úrskurðurinn í gær er því cnn cinn úrskurðurinn sem fellur í vil Lands- bankanum og staða Olts í tnálinu þrengist nú mjög og hefur félagið að undanförnu talið vcrðmæti eigna þeirra sem það hefur bent á í fógetarétti, mun meira en bankinn hefur viljað fallast á, eða fógeti. Eignir þær og iausafé sem félagið hefur bent á verða metnar í dag og máiið síðan tekið aftur fyrir f fógeta- rétti á morgun. Lögfróðir nienn telja að senn megi fara að vænta úrslita af einhverju tagi enda sé svigrúin Olís í stöðunni orðið harla lítið. 1 ljósi um- niæla stjórnenda Oiís um blómlcgan rekstur sé í raun skynsamlegast fyrir félagið að greiða af þessum skuldum sem bankinn eigi sannanlega útistand- andi í stað þess að standa í frekari málavaafstri. virkis sinn málsstað tryggan. Fjármálaráðherra vildi ekki meina að um mismunun fyrirtækja væri að ræða, með opnun fyrrgreindra fyrirtækja. Hann sagði starfsmenn fjármálaráðuneytisins hafa athugað stöðu allra mála sem eru til umfjöllunar ríkisskattanefndar og í eng- um öðrum tilvikum en framangreindum hafi málin verið komin á það stig að hægt væri að fresta lokunaraðgerðum. Auk þess hefði ríkisskattanefnd verið falið að flýta úrskurðum sínum í þessum tilvikum, þannig að þeir liggi fyrir, í síðasta lagi, innan rúmra tveggja vikna. Ólafur gaf í gær út reglugerð þess efnis að ef ágreiningur um söluskatt bíður úrskurðar ríkisskattanefndar er inn- heimtumanni heimilt að fresta innheimt- uaðgerðum, þar á meðal lokun, gegn bankaábyrgð. í reglugerðinni er jafnframt ítrekað svokallað grundvallaratiði sölu- skattslaganna, að áfrýjun á skattskyldu skapi ekki greiðslufrest. En falli dómur á þá leið að fyrirtæki beri ekki að greiða skattinn skal þegar endurgreiða hann. Varðandi þau fyrirtæki sem selja stein- steypu og ekki hefur verið lokað, þrátt fyrir söluskattsvanskil, segir í tilkynningu fjármálaráðherra að ástæðunnar sé að leita í mati á álagningu, sem ríkisskatt- stjóri hefur ekki lokið enn sem komið er. Varðandi þau fyrirtæki sem eru til með- ferðar hjá Atvinnutryggingarsjóði og Hlutafjársjóði liggur fyrir að ríkissjóður mun ekki beita innheimtuaðgerðum gagn- vart fyrirtækjum sem eru í opinberri skuldaskilameðferð. En ríkissjóður tekur þátt í þeim skuldaskilum. f síðustu viku var samtals 198 fyrirtækj- um lokað á landinu öllu og hafa 142 þeirra verið opnuð aftur. Á einni viku innheimt- ust samtals 205 milljónir á móti 48 milljónum í vikunni áður en aðgerðirnar hófust. f lögsagnarumdæmum tíu sýslu- manna hafa öll fyrirtækin greitt upp allar sínar skuldir. Ólafur sagði vera um þá stefnubreytingu að ræða, að nú hafi framkvæmd innheimtu verið hagað í sam- ræmi við það sem söluskattslög kveða á um og svo verði framvegis. jkb

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.