Tíminn - 28.06.1989, Page 5
Miðvikudagur 28. júní 1989
Tíminn 5
Finnarnir fengu
þrjá í Laxfossi
Harri Holkeri, forsætisráðherra Finnlands, veiddi vænan
lax laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi í Laxá í Kjós. Holkeri
fór ásamt Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, og
finnslfiim embættismönnum upp í Kjós um sex leytið í gær.
Um sjö leytið hófu Steingrímur og Holkeri að veiða í
Laxfossi, í mjög ákjósanlegu veðri. Steingrímur reyndi
fluguna á Norðurbakkanum og Holkeri veiddi á maðk frá
Suðurlandinu.
Eftir nokkra stund í ánni varð
Holkeri fyrstur til að fá fisk. Laxinn
hafði stokkið áður fyrir framan ráð-
herrann og stuttu síðar beit hann á
agnið. Laxinn var um 11 pund og
veitti töluverða mótspymu. Ólafur
Ólafsson, veiðivörður, aðstoðaði
Holkeri við veiðamar og löndunina.
Forsætisráðherrann varð að von-
um ánægður með laxinn, en þetta er
í fyrsta skipti sem hann veiðir í
laxveiðiá. Eftir löndunina, rotaði
hann fiskinn, skolaði hann og gekk
með hann að landi. Þá héldu þeir
Steingrímur og Holkeri upp á veið-
ina, þó hafði Steingrímur þá ekki
fengið lax enn, enda hefur afar lítið
veiðst á flugu í ánni í sumar.
Á meðan á þessu stóð fór ráðun-
eytisstjóri finnska forsætisráðuneyt-
isins út í ánna ásamt Árna Baldurs-
syni, veiðiverði, og fékk lax skömmu
síðar á sama stað á maðk. Sá lax var
nokkuð minni og höfðu veiðimenn á
orði að eðlilegt væri að lax ráðuneyt-
isstjórans væri minni en forsætisráð-
herrans. Um klukkutíma síðar kom
sá þriðji á land og var þar upplýs-
ingafulltrúi finnska ráðherrans að
verki. Báðir þessir laxar vom um 5
pund.
Eftir smá hlé fór Holkeri neðar í
ánna og hélt þar áfram veiðum.
Steingrímur reyndi áfram fluguna á
sama stað, þ.e. við Laxfoss. Þeir
héldu áfram að veiða til klukkan tíu
og ekki er vitað hvort fleiri laxar hafi
veiðst. I dag munu þeir vera í ánni
til kl. 10:30, en þá verður haldið til
Þingvalla, Gullfoss og Geysis.
Opinberri heimsókn Harri Holk-
eris og konu hans Lísu Holkeri lýkur
á morgun. í gær fundaði ráðherrann
með Steingrími Hermannssyni og
snæddi hádegisverð í boði Vigdísar
Finnbogadóttur, forseta íslands, á
Bessastöðum. Þar á eftir héldu
finnsku forsætisráðherrahjónin mót-
töku f sendiráði Finnlands og heim-
sóttu Norræna húsið.
Á meðan forsætisráðherramir
funduðu í Ráðherrabústaðnum, fóm
þær Edda Guðmundsdóttir og frú
Lísa Holkeri í verslunar- og skoðun-
arferð í Kringluna og litu m.a. inn í
skartgripaverslun Jens Guðjónsson-
ar, þar sem hann sjálfur sýndi þeim
alla nýjustu gripina sem hann hefur
smíðað og em á boðstólum í verslun-
um hans.
í kvöld bjóða finnsku forsætisráð-
herrahjónin til veislu á Hótel Sögu
og halda svo til Finnlands í fyrramál-
ið.
í gærkvöldi snæddu þær Edda
Guðmundsdóttir og Lísa Holkeri,
ásamt nokkmm öðmm konum,
kvöldverð í Viðey. Þær áttu þar
rólega kvöldstund á meðan eigin-
mennimirbörðustviðlaxfiska. GS.
Harri Holkeri kampakátur yfir vænum laxi veiddum í Laxá í Kjós.
Timamynd Arnl Bjarna
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra um skýrslu veiðieftirlitsmannanna:
Innanhússplagg sem
ekíci átti að birtast
Starfsmenn utanríkisráðuneytis-
ins og Fiskifélags Islands, þeir Stefán
Gunnlaugsson og Marías Þ. Guð-
mundsson, sem hafa umsjón og
eftiriit með veitingu útflutningsleyfa
á fiski í gámum hafa sent frá sér
grein undir fyrirsögninni „Gámaút-
flutningur á ísfiski“ og undirfyrir-
sögninni „Órökstuddar fullyrðingar
hraktar“.
Þessi grein kemur í framhaldi af
skýrslu tveggja eftirlitsmanna sjáv-
arútvegsráðuneytisins sem fóm utan
til Bretlands í eftirlitsferð. Þeir Stef-
án og Marías segja í grein sinni að
um ófrægingarherferð sé að ræða á
hendur utanrfkisráðuneytinu og
þeim mönnum sem vinna að veitingu
útflutningsleyfa á ísfiski í gámum og
segja að forystumaður hjá LÍÚ hafi
staðið fyrir, m.a. í fjölmiðlum og
víðar.
í greininni segir orðrétt: „í ófræg-
ingarstríðinu sfðustu viku barst hval-
reki á fjömr LÍÚ þegar samtökunum
virðist hafa tekist að fá tvo uppgjafa
skipstjómarmenn, sem starfað hafa
á vegum sjávarútvegsráðuneytisins
sem veiðieftirlitsmenn, í lið með
sér.“
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra sagðist í samtali við Tím-
ann vilja sem minnst tjá sig um
skýrsluna á þessu stigi. „Þarna erum
skýrslu að ræða sem þeir gerðu eftir
sitt ferðalag á markaðina, sem við
höfum reynt að sinna til að fylgjast
með málunum. Þetta er innanhúss-
plagg sem ekki átti að birtast, en af
einhverjum ástæðum komst það í
hendur fjölmiðla," sagði Halldór.
Hann sagði að í skýrslunni kæmi
ýmislegt fram sem betur mætti fara
og að sjálfsögðu yrði reynt að lag-
færa það. „Við höfum rætt ftarlega
saman um þessi mál og ég veit ekki
betur en allir séu sammála að þar
þurfi að verða ákveðriar breytingar
á. Ég tel það aðalatriðið og ástæðu-
laust að vera ýfa málið upp að
óþörfu, heldur lagfæra það sem
menn sjá að betur má fara,“ sagði
Halldór.
1 grein Stefáns og Maríusar kemur
fram að þegar þeir hafi fengið
skýrslu veiðieftirlitsmannanna í
hendur hafi komið f Ijós að skýrslan
er ekki nema að litlu leyti um það
sem getið er að sé tilgangur ferðar-
innar.
Síðar segja þeir: „Vandséð er
hvemig ráðuneytið (utanríkisráðu-
neytið innsk. blm.) getur, eins og
dylgjað er með, borið ábyrgð á því
hvemig umsækjendur bera fram um-
sóknir sína um útflutning. Þeir einir
hljóta að bera ábyrgð á umsóknum
sínum. Afstaða utanrfkisráðuneytis-
ins til raunhæfni umsókna kemur að
sjálfsögðu fram f hinum mikla niður-
skurði sem útflytjendur verða fyrir í
úthlutun."
Halldór sagði aðspurður að hann
væri þeirrar skoðunar að hagsmuna-
aðilamir eigi að setja á stofn skrif-
stofu sem hafi með höndum skipulag
þessa útflutnings, jafnt í gámum sem
með fiskiskipum. „Þar á ég við
fulltrúa sjómanna, útvegsmanna og
fiskvinnslu í landinu, sem jafnframt
gæti stuðlað að miðlun aflans hér
innanlands. Ég tel að það þurfi að
vera heildarstjómun á þessum
málum, en það hefur skort nokkuð
á samræmingu. Málið er ekki þannig
vaxið að hægt sé að kenna einum eða
öðmm um það, þetta er einfaldlega
vandasamt mál og verður aldrei gert
svo öllum líki,“ sagði Halldór.
-ABÓ
Laxveiðin loks að glæðast
Jón Þóroddsson, lögfræðingur,
veiddi átta laxa í fossinum fyrir
neðan veiðihúsið í Grímsá í gær-
morgun. Þeir vom allir veiddir á
maðk, nema einn á flugu, og sá
stærsti var 14 pund.
Veiði hefur gengið bærilega í
Grímsá, um 140 vom komnir á land
á hádegi í gær og sfðasta holl fór
heim með 30 laxa. öfugt við flestar
aðrar ár er laxinn í Grímsá frekar
smár, flestir em fimm til sex pund,
en fara þó allt upp í 17 pund.
„Þetta er búið að vera alveg
hörmulegt," sagði veiðimaður í
Vatnsdalsá í samtali við Veiðihom-
ið. Áin var opnuð fyrir veiðimenn
15.júní og hefur verið mjög vatns-
mikil og köld, enda ero flóð í ánni,
hálfum til einum mánuði of seint.
Veiðin hefur verið dræm og einungis
fjórir laxar vom komnir á land, þar
til í gær, þegar sjö laxar veiddust.
Veiðin er að glæðast og áin er öll að
koma til eftir þessa lélegu byrjun.
Guðmundur Ingvason fékk einn
18 punda lax f Laxá í Dölum á
dögunum. Hann veiddist á maðk á
opnunardaginn þann 20.júní og var
annar laxinn sem kom á land í ánni.
Tæplega fjömtíu laxar hafa veiðst
frá opnun.
Af veiði í Rangá er það að frétta
að á opnunardaginn, 2Ó.júni, veidd-
ist einn sjö punda lax. Þá hefur
einnig veiðst nokkuð af bleikjum, að
minnsta kosti veiddust þrjár á opn-
unardaginn og þrjár um helgina.
Fjórir laxar em nú komnir á land
í Reykjadalsá, en hún opnaði
20.júní, og allir em veiddir í Kletts-
fljóti. Einnig hafa veiðst í ánni
nokkrar bleikjur og urriðar.
Veiði í ánni hefur ekki verið með
betra móti sfðustu ár og er vonandi
að hún verði betri nú. Uppi em
kenningar um að áin sé orðin of heit
vegna rennslis f hana úr Deildar-
tunguhver. í fyrra veiddust 40 laxar
í allt og verður það að teljast með
verra móti.
Veiði í Hofsá í Vopnafirði byrjar
ekki formlega fyrr en 30.júní. Þrátt
fyrir það hafa bændur og nokkrir
aðkomumenn verið að renna í ána
tvo til þrjá síðustu daga. Þeir hafa
veitt um 10 laxa og em þeir allir
vænir. GS.
Ragnar Óskarsson, forseti bæjarstjómar Vestmannaeyja, teknr á móti frú
Vigdfsi við komu hennar til Eyja.
Sjötíu ára afmæli kaupstaðar í Vestmannaeyjum:
Tré fyrir börn
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, heimsótti Vestmanna-
eyinga í blíðskaparveðri á sunnudag-
inn f tilefni sjötíu ára afmælis kaup-
staðarins. Hún var við vígslu gróð-
urreits við Helgafell og grótursetti
þar þrjú tré. Vigdís tileinkaði böm-
um landsins trén, eitt stúlkum, ann-
að drengjum og hið þriðja ófæddum
bömum. I gróðurreitnum verða
gerðar tilraunir á ræktun harðgerra
trjátegunda, en trjárækt er mjög
erfið í Vestmannaeyjum vegna
vindasamrar veðráttu og sjávarseltu
í loftinu.
Forsetinn heimsótti einnig sýning-
ar og hlustaði á tónleika Sinfóníu-
hljómsveitar íslands og Kirkjukórs
.Vestmannaeyja, sem haldnir voru í
Samkomuhúsinu. LDH-