Tíminn - 28.06.1989, Qupperneq 7
Miðvikudagur 28. júní 1989
Tíminn 7
VETTVANGUR
Gunnlaugur Júlíusson:
Að byggja framtíð
á slumpareikningi
eða: Á að leggja landbúnað niður á grundvelli ágiskana?
Markús nokkur Möller, hagfræðingur hjá Seðlabanka
íslands, hefur ritað grein í Stefni, blað ungra sjálfstæðis-
manna, þar sem hann setur fram hugleiðingar um búvöru-
verð og fleira. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að „í fljótu
bragði virðist sennilegt að hægt væri að lækka heildsölu-
verð hefðbundinna búvara um tæplega tvo þriðju og spara
ríkissjóði og neytendum allt að 9 miljörðum með einu
pennastriki yflr núgildandi innflutningsbann“.
Ástæða þess að ég sting niður
penna út af fyrrgreindri grein er að
með þessa niðurstöðu höfundar
hefur verið farið eins og einhverja
opinberun af himnum ofan af ýms-
um fjölmiðlum, s.s. ríkisútvarpi og
sjónvarpi ásamt DV. Nú er eðlilegt
að DV grípi allt það fegins hendi
sem úr þessari átt kemur eins og
landið liggur á þeim bæ. Hitt er allt
annað mál þegar ríkissjónvarpið
tekur langt viðtal við höfund í
fréttatíma þann 8. júní, þrátt fyrir
að aumingja maðurinn hafi í viðtal-
inu varla átt nógu sterk orð yfir hve
miklar ágiskanir þetta væru hjá sér
og ekkert að marka niðurstöðum-
ar. Það er Ijóst af þessu hvaða
vindar blása á fréttadeild sjón-
varpsins og er það sýnu alvarlegra
en tuðið í DV, þar sem um hlut-
lausa ríkisstofnun á að vera að
ræða. DV vitnar síðan í fyrmefnda
grein þann 20. júní eins og þar sé
um gmndvallarrannsóknir að ræða
á viðfangsefninu.
Ágiskanir og getgátur
Eftir að hafa lesið fyrrgreinda
ritsmíð, þá veit maður varla hvað-
an á sig stendur veðrið. Eigi sjaldn-
ar en 9 (níu) sinnum er tekið fram
að um ágiskanir sé að ræða í
meðferð forsendna og talna.
Ágiskun þýðir samkvæmt orðabók
Menningarsjóðs: „getgáta“, „til-
gáta“.
í viðbót er í greininni allt mor-
andi af fyrirvömm eins og eftirfar-
andi upptalning sýnir: „byggðar á
lauslegu mati“, „fyrstu lausleg
riss“, „með því að slumpa á“,
„draga 10% frá út í loftið", „má
giska á“, „um afar lauslegt mat að
ræða“, „hér er sem sé giskað á“,
„eftirfarandi slumpareikningur",
„með sömu vanvirðingu og áður“,
„með endalausum fyrirvörum",
„óvissan í útreikningunum gríðar-
íeg“, „með endurteknum fyrirvör-
um“, „allar tölur og áætlanir hér að
ofan em fyrstu riss“.
Það er engu lfkara en höfundur-
inn sé ekki alveg viss um að þetta
sé rétt sem hann er að reikna. Alls
em hér taldir upp að framan 22
(tuttugu og tveir) fyrirvarar höf-
undar á því sem hann er að setja
fram og þeir ekki af veikara taginu.
Ef eitthvað er em fyrirvaramir
fleiri en fullyrðingamar.
Em þetta vinnubrögð sem em
tekin góð og gild í áætlanagerð
innan Seðlabanka íslands? Byggist
fagvinna hagfræðinga innan Seðla-
banka íslands á ágiskunum, enda-
lausum fyrirvömm og slumpa-
reikningum? Fyrst þessar vinnuað-
ferðir em viðhafðar þegar færð em
rök fyrir því að hagkvæmt sé að
leggja niður landbúnað á íslandi,
hvemig em þá vinnubrögðin við
hin smærri og veigaminni verkefni?
Nú er eðlilegt og heiðarlegt að
menn hafi fyrirvara á sinni fram-
setningu ef þeir em ekki nægjan-
lega ömggir með fmmheimildir,
en þegar höfundur getur ekki nóg-
samlega undirstrikað og áréttað
hvað getgátumar séu miklar, þá er
orðin spuming hvort ekki sé betur
heima setið en af stað farið.
Þorvaldur Gylfason, prófessor í
hagfræði við Háskóla íslands,
byggði sína röksemdafærslu fyrir
því að leggja niður kartöflurækt
hérlendis á orðunum „Kaupmenn
hafa sagst mundu ...“. Markús
Möller giskar, slumpar, rissar og
metur.
Hvar em staðreyndimar? Hvar
er raunvemleikinn? Hvers vegna
þarf að viðhafa slík vinnubrögð?
Er röksemdafærslan ekki sterkari
en þetta eða þekkingin ekki víð-
tækari á viðfangsefninu? Hverjum
er verið að þjóna?
Rökræða ekki möguleg
Ég fer ekki nánar út í að rökræða
við Markús Möller um einstök
atriði í grein hans eða efnistök,
það er ekki mögulegt þar sem oft
er erfitt að geta sér til um á hvað
hann er að giska. Rökræða er ekki
möguleg við menn sem byggja mál
sitt á ágiskunum og slumpreikning-
um. Hvað sem kemur mönnum til
að setja slíkar ritsmíðar á þrykk er
erfitt að giska á, a.m.k. er faglegur
metnaður ekki mikill.
Eru þetta vinnubrögð
sem eru tekin góð og
gild í áætlanagerð inn-
an Seðlabanka
íslands? Byggist fag-
vinna hagfræðinga
innan Seðlabanka ís-
lands á ágiskunum,
endalausum fyrirvör-
um og slumpareikning-
um? Fyrst þessar
vinnuaðferðir eru við-
hafðar þegar færð eru
rök fyrir því að hag-
kvæmt sé að leggja
niður landbúnað á ís-
landi, hvernig eru þá
vinnubrögðin við hin
smærri og veigaminni
verkefni?
Þó má segja höfundi til hróss að
hann tekur Þorvaldi Gylfasyni
prófessor fram að því leyti að hann
reynir að slumpa og giska á hvaða
afleiðingar frjáls innflutningur bú-
vara hefði fyrir landbúnaðinn og
þjóðfélagið og hvernig við því
megi bregðast.
Að lokum
Það eru þó fáein atriði sem rétt
er að benda á að lokum.
Þar sem miðað er við mjólkur-
verð í Bandaríkjunum er rétt að
velta því fyrir sér hvað mjólkin
yrði gömul þegar hún kæmi til
landsins. Er hálf úldin mjólk nógu
góð í neytendur bara ef hún er
nógu ódýr? Það er kannske ekki
áhyggjuefni.
I öðru lagi er verð á mjólk og
mjólkurvörum niðurgreitt í Banda-
ríkjunum. Á þeim vörum erákveð-
ið lágmarksverð, sem er varið gegn
innflutningi með tollum. Um inn-
flutning gilda kvótar sem takmarka
innflutt magn. Bandarísk stjórn-
völd vilja með þessu verja innlenda
framleiðslu og ríkjandi verðmynd-
un.. Lifí viðskiptafrelsið.
í þriðja lagi er álíka verðmunur
á kók og mjólk í Bandaríkjunum
og hérlendis. Ekki er verðmunur á
kók tilkominn vegna búvörulag-
anna.
Maturinn er frumþörf einstakl-
ingsins. Það er hverju þjóðfélagi
nauðsynlegt að vera sjálfbjarga um
öll helstu matvæli.
Málflutningur sem byggir á laus-
legu mati, ágiskunum og slump-
reikningum og stefnir að því að
leggja landbúnað niður hérlendis
og veikja þar með undirstöður
þjóðfélagsins, er ekki rökræða
heldur trúarbrögð.
Gunnlaugur Júlíusson
FRÍMERKI
Kongstenhallen í Frederikstad.
framtaki.
Mikil þátttaka skólabarna frá nær-
liggjandi svæðum var á morgnana,
en skólum var einmitt að ljúka um
þetta leyti. Annars var ekki mikil
þátttaka fyrstu dagana, en jókst að
mun um helgina.
Dómar á sýningu þessari voru
mjög strangir og voru menn sam-
mála um að öll söfn hefðu fengið um
1-3 stigum lægri dóm en áður. Þá
árituðu frímerkjateiknararnir Karl
Erik Harr og Sverre Mörken, en
þeir grafa einnig frímerki, bæði
umslög og blokkir merkja sinna fyrir
gesti sýningarinnar.
Það var félag frímerkjasafnara í
Frederikstad ásamt norsku póst-
stjórninni og norska landssamband-
inu, sem stóðu fyrir sýningunni sem
var í alla staði hin vandaðasta. Voru
nokkrir gestir einmitt að koma frá
alþjóðlegri sýningu í Sofíu og höfðu
þurft að skoða sýningarefni á 9
hæðum í húsi án lyftu og gerðu þeir
góðan róm að því að geta skoðað allt
efnið á einu og sama gólfi.
Næsta NORDIA sýning verður í
Lundi í Svíþjóð árið 1990 og voru
fulltrúar hennar mættir þarna til að
kynna hana.
Sigurður H. Þorsteinsson.
Frímerkjasýning í Noregi
Dagana 7.-11. júní síðastliðinn
var haldin norræn frímerkjasýning í
Frederikstad í Noregi, NORDIA-
89. Þátttakendur frá Islandi voru 9
og sýndu þeir 13 sýningarefni í
frímerkja- og bókmenntadeild.
Hlutu íslensku sýnendurnir eftirtalin
verðlaun: 2 gullverðlaun, 1 gyllt
silfur, 2 stór silfur, 1 silfur, 2 silfur-
brons, 2 brons og 3 diplom. Þá hlaut
Páll H. Ásgeirsson heiðursverðlaun
fyrir flugsögusafn sitt.
Það var Þjóðskjalasafn íslands,
sem hlaut gull fyrir safn sitt af
bréfum frá 1870-1900. Var þetta
þriðja safnið sem Þjóðskjalasafnið
sýnir erlendis á frímerkjasýningum
og hlýtur gull að verðlaunum. Þá
hlaut Jón A. Jónsson gull í deild
dómara. Hálfdán Helgason fékk
stórt gyllt silfur fyrir póstkortasafn
sitt. Hjalti Jóhannesson hlaut stórt
silfur fyrir póstsögusafn sitt á árun-
um 1873-1930. Páll H. Ásgeirsson
fékk einnig stórt silfur fyrir flugsögu-
safn sitt en auk þess fékk hann
stóran Meissner postulínsvasa frá
Landssambandi frímerkjasafnara í
Austur-Þýskalandi. Óli Kristinsson
á Húsavík fékk silfur fyrir Konungs-
ríkið ísland, 1802-1940. Silfrað
brons fengu í bókmenntadeild þeir
Þór Þorsteins og Sigurður H. Þor-
steinsson. Auk þessa fékk Sigurður
Gestir í sýningarhöllinni.
brons og þrjú diplom fyrir efni sem
hann sýndi í bókmenntadeildinni.
Risto Matti Kauhanen hlaut heiðurs-
verðlaun sem Landssamband ís-
lenskra frímerkjasafnara hafði gefið
á sýninguna.
Auk íslensku safnaranna sýndu
margir aðrir söfn íslenskra merkja
og má því segja að ísland hafi verið
vel kynnt á sýningunni. Þá var
íslenska Póstmálastofnunin með
sölubás og sérstakan stimpil á sýn-
ingunni.
Sýningamefndin gaf út sérstakt
albúm, sem hét söfnunaralbúm frá
Nordia 1989. Var hægt að líma inn í
það frímerki hinna ýmsu þátttöku-
þjóða og fá þau stimpluð með stimpl-
um þeim er þær höfðu meðferðis.
Var gerður góður rómur að þessu