Tíminn - 28.06.1989, Side 17
Miðvikudagur 28. júní 1989
GLETTUR
- Og að síðustu minni ég söfnuðinn á
samskotin fyrir nýju þaki á kirkjuna.
- Hvenær gafstu fiskunum síðast?
- Hvers vegna dettur þér það í hug að ég hafi
leigt mér smóking?
- Bíðum þar til hann hefur opnað skápinn.
Lykillinn er nefnilega týndur.
-Við leitum að starfsmanni sem vinnurtvöfalt
á við það sem við getum borgað honum...
Tíminn 17
:: .:
«»f JtU
Spunnið beint af kanínunni
Connie Sanchez á heima í Orange County í Kalifomíu. Hún ræktar angómkanínur og selur af þeim „ullina“, en þegar Connie
ætlar sjálf að spinna sér í hlýja og mjúka peysu, þá tekur hún eina af kanínunum sínum í kjöltuna og spinnur á snælduna
jafnóðum og hún losar um kanínuhárið sem leggst vei í þráðinn. Svo bíður sú næsta róleg eftir að röðin komi að henni.
George Bush hefur endur-
goldið vöðvabúntinu og leik-
aranum Amold Schwarzen-
egger fyrir dyggan stuðning í
baráttunni fyrir forsetakosn-
ingamar í fyrra. Þó Amold sé
giftur inn í Kennedyfjölskyld-
una sem er þekktasta demó-
kratafjölskylda Bandaríkj-
anna, þá vann hann af mikl-
um krafti fyrir George Bush
og repúblikana í kosninga-
baráttunni, enda ferlítið fyrir
frjálslyndi í stjómmála-
skoðunum Arnolds sem er
hægri sinnaður repúblikani.
Bush hefur nú skipað
vöðvabúntið Arnold sem ráð-
gjafa sinn í líkamshreysti,
„Adviser for Physical
fitness". í þessu nýja starfi
Arnolds þarf hann að leggja
mat á allar Iagasetningar sem
varða íþróttamál og hann á
að vera ráðgjafi Bandaríkja-
stjómar fyrir skóla og íþrótta-
klúbba hvað líkamsrækt
varðar.
Vöðvafjallið Amold
Schwarzenegger sem nú er
orðinn sérstakur ráðgjafi
Bandaríkjaforseta og Banda-
ríkjastjómar í stefnumótun í
líkamsræktarmálum.
George Bush er kannske ekki
vöðvafjall eins og Amold, en
hann var þó vel liðtækur
hornaboita í Yale háskólan-
um á námsámm sínum þar
sem þessi mynd var tekin af
honum.
.ÉTfTff ’ ................
Bush endurgeldur
stuðning Arnolds
Schwarzeneggers