Tíminn - 29.06.1989, Qupperneq 2
2 Tímlnn
-Ffmmtúdagur29: júní-1989
Samvinnuferðir-Landsýn standa þessa dagana í samningaviðræðum við ríkið um leigu á vél Arnarflugs sem var kyrrsett í febrúar síðastiiðnum. Tímamynd:
Samvinnuferðir Landsýn í viðræðum við ríkið um leigu á kyrrsettri Boeing vél Arnarflugs:
Leigja flugvél af ríki
og áhöf n af Arnarflugi
Nú standa yfir samningaviðræður milli Samvinnuferða-
Landsýnar og ríkisins um leigu á vél Arnarflugs sem var
kyrrsett í febrúar síastliðinn. Samvinnuferðir gerðu samning
við Arnarflug um leiguflug til Spánar í sumar. Við slíka
samninga sér flugfélagið venjulega ferðaskrifstofunni fyrir
flugvél og áhöfn. Nú er hins vegar samið við ríkið um leigu
vélarinnar en það hefur engar áhafnir á sínum vegum.
Arnarflug mun því koma inn í samninginn sem þriðji aðUinn
og útvega áhöfn.
„Endanlegum frágangi samning-
anna er ekki lokið enn sem komið
er. Þó liggur fyrir að vélin verður
leyst úr kvínni. Orsök þess að við
leggjum inn umsókn um að taka
flugvélina á leigu er sú að við
gerðum samninga við Arnarflug um
allt okkar leiguflug og voru brottfarir
áætiaðar klukkan tíu á morgnana til
Palma, Alicante og Rimini.
Síðan gerðist það að Arnarflug
missir vélina og félagið er þá aðeins
með eina vél sem er ætlað að anna
áætlunarflugi og leiguflugi. Vaninn
er sá hjá flugfélögum almennt, bæði
hér á landi og erlendis að allar slíkar
breytingar bitna fyrst og fremst á
leiguflugi fekar en áætlunarflugi“
sagði Helgi Daníelsson sölustjóri
Samvinnuferða-Landsýnar í samtali
við Tímann.
Af þessu leiddi að brottförum
flugvélanna seinkaði og aðeins hefur
verið farið um eftirmiðdaginn.
„Þetta kemur sér afskaplega illa
fyrir okkur. Við lofuðum farþegum
okkar að héðan yrði flogið í dagflugi
en höfum ekki getað staðið við það“
sagði Helgi.
Ferðaskrifstofan hefur leitað fleiri
leiða til lausnar og meðal annars
athugað möguleika á samningum
við spænsk flugfélög um leigu á
vélum þeirra. „Við erum reyndar
komin með eina vél sem gæti haldið
uppi þessum lofuðu dagflugstímum.
En okkur þótti hart að geta ekki
notað íslenskar vélar og vitandi það
að ríkissjóður hafði vél til umráða
óskuðum við eftir að fá að leigja
hana. I það hefur verið mjög vel
tekið af hálfu fjármálaráðuneytis-
ins“ sagði Helgi.
Hann sagðist eiga von á, ef allt
gengi að óskum, að geta byrjað
áætlunarflug á áður lofuðum tímum
í næstu viku.
Greidd verður ákveðin upphæð
fyrir hvem flugtíma vélarinnar en
Helgi sagði þá upphæð ekki verða
gefna upp. „Jafnframt er fyrirliggj-
andi að áhafnir hjá Amarflugi geta
annast þetta verkefni og það em
samræður í gangi milli allra þriggja
aðila“ sagði Helgi.
Hann sagði að ef rt'kinu tækist að
selja flugvélina á meðan ferðaskrif-
stofan hefur vélina á leigu, giltu
væntanlega einhver ákvæði samn-
ingsins um aðlögunartíma. „Þá verð-
ur ef til vill tekin önnur flugvél á
leigu eða beðið með að afhenda
þessa flugvél" sagði Helgi. En að
öllu óbreyttu munu Samvinnuferðir-
Landsýn ekki þurfa á vélinni að
halda nema fram undir miðjan októ-
ber.
Amarflug lagði inn umsókn um
leigu á vélinni skömmu eftir að hún
var kyrrsett í febrúar. Að sögn
Sigurgeirs Jónssonar ráðuneytis-
stjóra fjármálaráðuneytisins var
þeirri umsókn hafnað, einkum sök-
um töluverðra vanskila félagsins.
„Við fengum ekki leiguna borgaða
hjá Arnarflugi á sínum tíma og
þomm því ekki að leigja þeim vélina
áfram“ sagði Sigurgeir.
Töluvert hefur verið tekið af vara-
hlutum úr kyrrsettu vélinni til að
nota í hina flugvélina sem Amarflug
hefur til umráða. Nýir varahlutir
hafa þó komið í staðinn og taldi
Sigurgeir að ekki mundi taka nema
nokka daga að koma henni í flughæft
ástand. Jafnframt þarf að koma fyrir
nokkmm viðkvæmum tækjum sem
tekin vom úr vélinni og sett í
geymslu til að þau skemmdust ekki
á meðan hún hefur staðið óhreyfð.
jkb
Þjófurinn stakk
af inn á klósett
Ungur maður varð fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu þegar hann
var að skemmta sér á Duus-húsi á
aðfaranótt laugardags að seðlaveski
sem hann hafði í rassvasanum var
stolið. í veskinu voru auk allra
skilríkja ávísanahefti, Visa kort og
um 6000 krónur í peningum.
„Ég var búinn að vera að dansa í
smá tíma, orðið heitt og fór því úr
jakkanum og setti hann á stólbakið,
en tók veskið og setti það í vasann,“
sagði maðurinn, sem hélt síðan út á
dansgólfið á ný. Þegar þann kom að
borðinu á nýjan leik og er að tala við
kunningja sína finnur hann að veskið
er rifið upp úr vasanum. „Ég lít við
og sé kvenmann hlaupa á brott. Það
voru einhver læti þarna til hliðar og
dyraverðirnir að skakka leikinn. Ég
hleyp strax á eftir konunni og sé að
hún fer inn á kvennaklósettið og ég
á eftir. Hún var frekar lítil, með
dökkt hár og dökk yfirlitum. Þegar
inn á klósettið var komið var þar
fullt af konum, eins og gengur og
gerist og ég fer að leita, en finn hana
ekki.,“ sagði maðurinn. Hann sagði
að í sömu svipan hafi dyraverðirnir
komið inn og hann sagt þeim hvernig
komið var, en var þá dreginn fram.
Eftir smá viðræður við dyravörð
fóru þeir aftur inn á klósettið, en
ekkert fannst. - ABÓ
Loft Kjarvalsstaða hefur þótt draga athygli frá sýningarverkum og hafa slæm
áhrif á lýsingu, en niðurstaða Hæstaréttar er sú að ekki megi breyta því án
samþykkis höfundar.
Hæstiréttur staðfestir dóm undirréttar
um lögbann á breytingar á lofti Kjarvalsstaða:
Loft Kjarvals-
staða óbreytt
Meirihluti Hæstaréttar komst að
þeirri niðurstöðu í fyrradag, að loft
Kjarvalsstaða nyti verndar 1. greinar
höfundarlaga frá 1972, og lögbann
sem Hannes Kr. Davíðsson fékk lagt
á breytingar á loftinu 1985 verði
áfram í gildi.
Stjórn Kjarvalsstaða hefur viljað
breyta loftinu vegna þess að það hafi
slæm áhrif á lýsingu og dragi athygli
frá verkum í sýningarsölum. £ höf-
undalögum segir að þótt mannvirki
njóti verndar eftir reglum um bygg-
ingarlist, er eiganda heimilt að
breyta því án samþykkis höfundar,
að því leyti sem það verður talið
nauðsynlegt vegna afnota þess eða
af tæknilegum ástæðum. Hæsta-
réttardómararnir Haraldur Henrys-
son, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn
Bragason töldu að loftið nyti verndar
reglna um byggingarlist og að
Reykjavíkurborg, áfrýjandinn í mál-
inu, hefði ekki gert sennilegt að
nauðsynlegt væri að breyta loftinu
vegna afnota Kjarvalsstaða eða af
tæknilegum ástæðum, og því bæri að
staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um
lögbann. Borgarsjóður verður að
greiða Hannesi Kr. Davíðssyni,
arkitekt Kjarvalsstaða, 200.000
krónur í málskostnað.
Minnihluti Hæstaréttar, þeir Sig-
urður Reynir Pétursson, hæstarétt-
arlögmaður og Arnljótur Björnsson,
settur hæstaréttardómari, skiluðu
sératkvæði, þar sem þeir telja að
nægilega sé leitt í Ijós fyrir dóminum
nauðsyn þess að breyta loftinu, enda
sé það skoðun fjölmargra myndlist-
armanna og Listráðs Kjarvalsstaða.
Þeir telja því að fella eigi lögbannið
úr gildi. - LDH