Tíminn - 29.06.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn
Tíminn 11
Fimmtudagur 29. júní 1989
Fimmtudagur 29. júní 1989
stykki
m m
finnast
engin
Eftir Stefán Ásgrímsson
Þjóðleikhúsið stendur nú í verulegu basli og
hefur fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar
Grímsson, sagt að endurtekinn fjárhagsvandi
stofnunarinnar sé að hluta til rekstrar- og
stjórnunarlegs eðlis. Að tilhlutan ráðherrans
hefur verið skipuð fimm manna nefnd til að
fara ofan í saumana á rekstri Þjóðleikhússins
og tók hún til starfa í síðustu viku.
Nefnd þessari er ætlað að taka út alla
rekstrarþætti ieikhússins og sitja í henni Gísli
Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri, ívarGuðmunds-
son fjármálastjóri leikhússins, Sigrún Val-
bergsdóttir frá menntamálaráðuneytinu og
Friðrik Friðjónsson, en formaður nefndarinn-
ar er Haukur Ingibergsson skrifstofustjóri hjá
Fjárlaga- og hagsýslustofnun.
Nefndinni er ætlað að skila skýrslu sinni og
tillögum til úrbóta í ágústmánuði og vænta má
þess að hún eigi mikið og erfitt verk fyrir
höndum. Hún hefur þegar kastað sér út í
viðamikla efnisöflun.
Áttatíu milljónir framyfir fjárlög
Þjóðleikhúsið hefur um langt skeið farið
verulega fram úr þeim fjárveitingum sem til
stofnunarinnar eiga að renna samkvæmt fjár-
lögum hverju sinni og eru skuldir við ríkissjóð
og fleiri aðila nú taldar vera að nálgast
skuggalega þrjú hundruð milljónir króna.
Ástand sjálfrar leikhúsbyggingarinnar er
sagt svo bágborið og eigi að gera það í stand
og breyta því í takt við kröfur tímans þá muni
það kosta milljarð, en málefni byggingarinnar
sjálfrar heyra undir sérstaka byggingarnefnd
vonir væru bundnar við og þá mætti vænta þess
að fé kæmi í kassann þannig að í raun yrði
leikhúsið ekki gersamlega fjárvana í haust
þrátt fyrir að fjárveiting fjárlaga yrði þá búin
eins og nú lítur út fyrir.
Þá sagði Gísli að í fjármálaráðherratíð
Alberts Guðmundssonar hefði þess verið kraf-
ist að fjárhagsáætlanir ríkisstofnana yrðu betur
unnar og raunhæfari en áður hefði verið.
Jafnframt yrði meira tillit tekið til áætlananna
en fyrr hefði verið og aukafjárveitingar yrðu
þar með úr sögunni.
Stjómendur Þjóðleikhússins hefðu síðan
sótt námskeið í gerð fjárhagsáætlana og síðan
hefðu áætlanir stofnaninnar að fullu staðist.
Hins vegar Jjefði við fjárlagagerð aldrei verið
tekið tillit til þeirra fremur en fyrrum og því
væri fjárhagsvandinn enn hinn sami og munaði
um 30- 40% á tillögum stjórnenda Þjóðleik-
hússins og jafnframt því sem kostaði að reka
húsið, og framlagi áfjárlögum. Þessi mismunur
væri síðan afgreiddur sem skuld Þjóðleikhúss-
ins við ríkissjóð.
Erfitt að söðla um
þegar sýningar eru komnar af stað
Þjóðleikhússtjóri sagði síðan:
„Þegar fjárlögin koma fram er leikhúsið.
þegar búið að skuldbinda sig allt árið; búið að
skipuleggja leikárið og erfitt að breyta því til
að fara að fjárlögum, sem við auðvitað teljum
að hverri stofnun beri að gera. Þegar svo er
komið sem nú, er eina lausnin í sjónmáli að
hefja stórfelldar uppsagnir og loka leikhúsinu
— i
um tíma á hverju ári.“
Gísli sagði að ofannefnd hugmynd um
uppsagnir og lokun hafi verið viðruð við tvo
ráðherra áður og ekki væri ljóst hvort gripið
yrði til þessa nú.
Þessi hugmynd var samkvæmt heimildum til
umræðu á fundi Þjóðleikhúsráðs í gær.
Framlag ríkissjóðs til leikhússins hefur að
sögn Gísla lengstum numið um 60-65% af
rekstrarkostnaði en eigið aflafé verið 35-40%.
Hann sagði að þetta þætti leikhúsfólki á
Norðurlöndum mikið undur, - að hægt væri að
reka atvinnuleikhús með þessu móti. Þar
næmu framlög frá opinberum aðilum til at-
vinnuleikhúsa 85-95% af reksturskostnaði.
„Það væri gaman í þessu þjóðfélagi ef allt
væri í fína lagi að öðru leyti en því að fjárlögin
væru of naumt skömmtuð. Ég vil annars
ekkert tjá mig um þetta. Það er nefnd að skoða
þessi mál og ég vísa alfarið til hennar," sagði
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra í
gær.
Meðalaðsókn
Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri segir að
aðsókn að sýningum leikhússins hafi gengið í
bylgjum og til dæmis hafi hún fallið mjög þegar
Sjónvarpið tók til starfa en aukist smám saman
aftur. Enn hafí hún fallið þegar litsjónvarpsút-
sendingar hófust og enn þegar útvarps- og
sjónvarpsrekstur var gefinn frjáls. Aðsóknin
væri eftir það aftur að aukast og hefði á síðasta
leikári aukist um 13% frá því fyrra og hefðu
ríflega 78 þúsund sótt sýningar hússins. Það
þýddi 63% sætanýtingu sem teldist í meðal-
lagi.
Gísli sagði að áhrif sjónvarps á aðsókn að
leikhúsum hefðu ætíð reynst tímabundin og
ástæða væri til að ætla að hún ykist aftur. Nú
væri unnið að verkefnaskrá næsta leikárs og
þegar byrjað að vinna að fjórum verkefnum og
væri eitt þeirra mikill söngleikur; Oliver, eins
og áður hefur verið sagt, en hann byggist á
sögu Dickens; Oliver Twist, en frá fyrirhugaðri
uppfærslu hans hefur verið greint í fjölmiðlum.
Þá væri byrjað að undirbúa þrjár aðrar sýning-
ar sem hefjast eiga í haust.
Gísli sagðist ekki sammála því sem fram
hefur komið hjá fjármálaráðherra að vandi
Þjóðleikhússins sé bæði rekstrar- og stjórnun-
arlegs eðlis. Mesti vandi Þjóðleikhússins væri
fjársvelti. Leikhúsinu hefði um langt skeið
verið haldið í spennitreyju rekstrarfjárskorts
og það skapaði vissulega bæði rekstrar- og
stjórnunarlegan vanda.
„Það er ekki grínlaust að vita sig hafa aðeins
tveggja afarkosta völ ef ekki eigi að fara Iangt
fram úr fjárlögum; annaðhvort að segja upp
fjölda fólks, þar á meðal þekktustu listamönn-
um þjóðarinnar, eða fá verulega aukafjárveit-
ingu.
Veglegt Þjóðleikhús
eða ekkert Þjóðleikhús
„Ég vonast til að rekstrarþættir Þjóðleik-
hússins verði vandlega skoðaðir núna og að
þeirri niðurstöðu verði komist að reka skuli
veglegt Þjóðleikhús sem ekki berst í bökkum
með þessum hætti. Mér finnst þetta niðurlægj-
andi fyrir þjóðina að þetta ástand skuli vara
árum saman. Það þarf að komast á skilningur
milli leikhússins og þeirra sem fjalla um
fjárveitingar til þess,“ sagði Þjóðleikhússtjóri.
„Þetta hefur verið margra ára vandi og er
ekkert sem er nýtilkomið,“ sagði Þuríður
Pálsdóttir formaður Þjóðleikhúsráðs.
Hún sagði að búið væri um margra ára skeið
að ræða þessi mál fram og til baka. Stór hluti
vandans væri að fast starfslið væri fjölmennt og
launakostnaður verulegur, eða nálægt 85% af
rekstri stofnunarinnar. Þar af væru leikarar
ekki dýrasta starfsfólkið og það væri ennfrem-
ur meir en að segja það að segja upp leikurum
eins og margir virtust telja að væri hið mesta
þjóðráð.
Þuríður sagði að hún teldi að afar erfitt væri
að spara í sýningum hússins frekar en gert
hefur verið. Launakostnaðurinn vegi þyngst í
rekstri hússins eins og áður sagði en þar um
réðu mestu kjarasamningar einstakra stéttar-
félaga sem starfsfólk hússins tilheyrir og geti
stjóm hússins þar engin áhrif haft.
Hún sagði að uppi væru hugmyndir meðal
stjórnenda leikhússins og Þjóðleikhúsráðs um
ákveðna hagræðingu við sýningar sem hafa
myndu sparnað í för með sér og yrði greint frá
þeim síðar.
„Auðvitað er hægt að halda rekstrinum
innan fjárlaga með fjöldauppsögnum og tíma-
bundnum lokunum.
En hvernig á að fara að því? Við getum ekki
misst tækniliðið, ekki ljósamennina, ekki
smiðina, förðunarfólkið né annað starfsfólk.
Ég veit ekki hvort fólk gerir sér almennt grein
fyrir því hversu mikið fvrirtæki leikhús í
rauninni er,“ sagði Þuríður.
Þuríður sagðist hafa heyrt það sagt að
verkefnaval stofnunarinnar væri að nokkru
handahófskennt. Þess bæri þó að gæta að
Þjóðleikhúsið hefði hlutverk sem að nokkru
væri skilgreint í lögum og meðal annars væru
þar ákvæði um óperuflutning, ballettsýningar,
þjóðlega alþýðuleiki sem stundum væru nefnd-
ir svo og um framúrstefnuleiklist og flutning
klassískra leikverka.
Á þessu leikári hefði leikhúsið sinnt öllum
þessum skyldum sínum eftir bestu getu og af
metnaði. Sem dæmi að nefna hefði sýningin
Stór og smár verið framúrstefnuverk sem
vandað hefði verið til af miklum metnaði þótt
hún hefði ekki gengið.
Aðspurð um hvernig á því stæði að leikhúsið
hefði ekki sinnt óperuflutningi betur en verið
hefur, þrátt fyrir að aðsókn að óperusýningum
er undanatekningarlítið afar góð sagðist hún
ekki geta svarað því að þessu sinni.
Þjóðleikhúsráð kom saman til fundar í gær
til meðal annars að ræða alvarlega stöðu
stofnunarinnar. Þuríður sagði eftir fundinn að
riallað hefði verið um málin af hreinskilni.
Ymsar hugmyndir væru uppi og yrði gefin út
yfirlýsing frá ráðinu snemma í næsta mánuði
um til hvaða aðgerða mætti grípa í vanda
Þjóðleikhússins.
og mun því fimm manna nefndin ekki fjalla um
þau mál, heldur eingöngu um þau er lúta að
stjórn og rekstri leikhússins.
Þessi sérlega úttekt sem fjármálaráðherra
gengst nú fyrir er liður í því að spara í
ríkisrekstri en ljóst er talið að ekki gangi
lengur að reka leikhúsið á sama hátt og verið
hefur, það er að segja með miklum mannskap,
bæði leikurum og öðru starfsfólki og senda
síðan reikninga í fjármálaráðuneytið fyrir það
sem upp á vantar.
Framlag til leikhússins á þessu ári er 170
milljónir og hefur hækkað um 30% milli ára.
Hins vegar stefnir í að rekstur hússins muni
kosta um 80 milljónir til viðbótar. Það þykir
því mörgum það vera undarleg stjórnviska
sem felst í því að þrátt fyrir að framlag sé ekki
hærra á fjárlögum til leikhússins, sé samt lagt
út í dýrar sýningar; meðal annars sýningu sem
þegar stendur í þrjátíu milljónum og þó ekki
séu öll fjármál þessarar einu sýningar að fullu
upp gerð enn. Þá hafi húsið verið rekið áfram
með fullum mannskap þrátt fyrir að augljóst
mætti vera að fjárveiting fjárlaga dygði engan
veginn fyrir umsvifum af því tagi sem verið
hefur. Þegar stjórnun leikhússins sé með
þessum hætti þá hljóti eitthvað meira en lítið
•að vera að.
Þrátt fyrir mikil fjármálaleg umsvif þá er
ljóst að leikhúsinu hefur langt í frá tekist að
vera vaxtarbroddur leiklistar í landinu og álit
almennings á leikhúsinu og sýningum þess er
almennt lítið og áhugi á því hefur farið
hraðminnkandi síðustu árin. Sýningar eru ekki
taldar takast vel, mikið er um að verk falli,
kassastykki hafa verið sárasjaldgæf, verkefna-
val heldur lítið spennandi og áhorfendahópur-
inn harðfullorðið fólk.
Menningaráhugafólk sem rætt var við í gær
sagði undantekningarlaust að um langt skeið
hefði áhugavert leikhús á íslandi verið að finna
alls staðar annars staðar en í Þjóðleikhúsinu.
Við þessu hafi stofnunin ekki kunnað að
bregðast síðustu árin öðru vfsi en að auka
verulega fjölda boðs- og afsláttarmiða þannig
að tekjur af miðasölu hafi stórminnkað enda
þótt tekist hafi að sýna fram á sæmilegar
aðsóknartölur. Ekki hafi tekist, eða verið
áhugi fyrir að breyta á einhvern hátt um
listræna stefnu og stíl og höfða meir til
áhorfenda eða afla nýrra áhorfendahópa, t.d.
meðal yngra fólks, - hópa sem kæmu sjálfvilj-
ugir í leikhúsið af því að sýningar höfðuðu á
einhvern hátt til þeirra.
Fjárveiting uppurin á haustmánuðum
Heyrum hvað Þjóðleikhússtjóri; Gísli Al-
freðsson, segir um málefni stofnunarinnar:
„Þessi mál eru auðvitað afleit. Þannig hefur
verið um áratugaskeið að Þjóðleikhúsið hefur
aldrei fengið á fjárlögum það sem kostar að
reka leikhúsið. Á árum áður var þetta afgreitt
með aukafjárveitingu að hausti, eða um það
ieyti þegar fjárveiting fjárlaga var uppurin í
október- nóvember. Nú lítur út fyrir að sama
verði ofan á, fjárveiting fjárlaga verði búin á
haustmánuðum."
Gísli sagði síðan að, í haust yrði væntanlega
byrjað að sýna söngleikinn Oliver sem miklar