Tíminn - 29.06.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.06.1989, Blaðsíða 20
v AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 ■■■■—- ■■ 1 " 'if '■ ' ' — RÍKISsÍciP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhusinu v/Tryggvagölu, S 28822 L ‘G&0#- SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. ÞROSTUR 685060 VANIR MENN . PÓSTFAX TÍMANS 687691 T Iímliiii FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ1989 Skýring fundin á sýkingunni í sundlauginni í Grímsey: Of lítill klór var í lauginni Skýringar á sýkingunni sem upp kom í sundlauginni í Grímsey liggja nú fyrir og var uppruna sýkingarinnar að rekja til bakteríutegundarinnar Pseudomonas Aerugi- nosa sem er að finna nokkuð víða í umhverfinu. Bakterían þrífst vel í raka og tekur að fjölga sér mjög hratt við slíkar aðstæður og í Grímsey gerðist það að klórinn í sundlauginni var ekki nægilegur og því fór sem fór. Eins og Tíminn hefur greint frá þá hefur stór hluti Grímseyinga þjáðst af útbrotum og sviða frá því um miðjan mánuðinn en þeir sem sýktust eru nú óðum að ná sér. Ólafur Oddsson héraðslæknir á Akureyri sem á sínum tíma tók sýni úr útbrotum eyjaskeggja og hefur rannsakað þau, sagði í sam- tali við Tímann í gær að umrædd baktería gæti- verið í vatni og jarðvegi en einnig á fólki sem eðlilegt fyrirbrigði og væntanlega hafi það gerst í sundlaug Grímsey- inga að bakterían náði að fjölga sér í nokkra daga vegna of lítils klórs í vatninu. Ólafur sagðist ekki vita til þess að faraldur af þessu tagi hefði komið upp hérlendis áður. En erlendis hefðu faraldrar af þessu tagi komið upp í tengslum við sýkingar í nuddpottum og smærri Sundlaugin í Grímsey. sundlaugum. Ein skýringin á því að slíkar uppákomur eru algengari erlendis getur verið sú að gegnumrennsli í laugum hérlendis er mun meira vegna þess að nóg er af heita vatninu. Erlendis þarf að hita vatnið og þar sem það er mjög dýrt er komið á hringrás og slíkt _kerfi er í sundlaug Grímseyinga. Ólafur sagði ennfremur að sundlaugin í Grímsey væri mjög góð hvað hreinlæti varðar og í þessu tilfelli hefði verið um vissa byrjunarörðugleika að ræða, með- al annars vegna þess hve aðsóknin var mikil að lauginni. En þessir örðugleikar eiga nú að vera úr sögunni. Laugin hefur nú verið opnuð aftur en hún var tekinn í notkun á sumardaginn fyrsta, en formleg vígsla fer fram næstkomandi sunnudag. SSH Rússar eru líkast til óvanir því að vera boðinn „bónus“ fyrir að kaupa mikið af einhverju, enda grípa margir þeirra tækifærið til að fá 4. skóparið frítt eftir kaup á þrem pörum. Áhöf n Maxim Gorki reifarakaup gerði „Það komu t.d. hingað tugir Rússa af Maxim Gorki og keyptu 60-70 pör af skóm á lága verðinu,“ sagði Ólafur’Sigurmundsson í Skó- verslun Reykjavíkur. Honum varð því hugsað til þeirra sem keypt höfðu alla þessa skó þegar fréttir bárust af því að Maxim Gorki væri að sökkva. En bæði skipi og þar með skóm var síðan bjargað sem kunnugt er. Tímamanni hafði komið nokkuð á óvart, að ódýrasta skótilboðið í búðinni var skrífað á rússnesku auk móðurmálsins - 390 kr. parið og 4. parið ókeypis. „Ég fékk þetta skrifað á rússnesku vegna þess að Rússarnir versla svo mikið hérna,“ svaraði Ólafur. Hann sagði rússneska viðskiptavini ekki aðeins úr sendiráðinu, heldur komi oft fjöldi þeirra af verksmiðjuskip- um og skemmtiferðaskipum - t.d. Maxim Gorki og öðru slíku skömmu áður. Ólafur sagði Rússa t.d. koma á allar janúarútsölur, og sjái þeir eitthvað sem þeir telja góð kaup í bendi þeir fleirum á það. Spurður um rússnesku auglýsing- una sagðist hann hafa orðið var við að kona í einum hópnum talaði íslensku og hann hefði því beðið hana að skrifa hana fyrir sig á rússnesku. Ólafur sagði það mjög skemmtilegt að eiga viðskipti við Rússana, þótt ekki sé, af eðlilegum ástæðum, um mjög stórar upphæðir að ræða. „Þeir eru mjög vandlátir - passa sig vel á því að velja það besta úr því ódýra. Ef maður er kominn með æfingu og veit hverju þeir eru að leita eftir þá er mjög gott að skipta við þá. Þeir eru t.d. ekki mjög hrifnir af skæru litunum eða miklu skrauti.“ Ólafur tók fram að Rússar séu langt frá einu útlendingarnir sem eigi við hann töluverð viðskipti og noti vel tækifæri til kaupa á ódýrum skóm. f þeim hópi nefndi hann t.d. Bandaríkjamenn og Svía og aðra Norðurlandabúa. Óvenjulega mikið hafi t.d. verið af stúlkum frá Norður- löndunum hérna í vetur, sem vinna á heilbrigðisstofnunum og í vistum og víðar. Áðurnefnd 60-70 skópör hefur áhöfnin af Maxim Gorki getað feng- ið fyrir allt niður í 19-20 þús. kr., eða dæmigert verð fyrir 5-7 skópör. Hvort þeir hafa fært konum sínum og dætrum alla skóna að gjöf vitum við auðvitað ekkert um. En miðað við að steinþvegnar gallabuxur munu nú seldar á um 80-90 rúblur í „frjálsum samvinnu- búðum“ í Moskvu (samkvæmt nýj- um Moskvufréttum um verðlækkun •á þeim markaði) má ætla að ítalska leðurskó væri leikur að selja fyrir 50 rúblur parið. Rússneskt verðmæti 60-70 para af skóm gæti því verið a.m.k. um 3.000 rúblur-sem ert.d. meira en árslaun afgreiðslukvenna þar í landi. ‘ - HEI Andlit dugar ekki lengur Strangari öryggiskröfur gilda nú sífellt við heimsóknir erlendra þjóð- höfðingja og verða því reglur varð- andi skráningu frétta- og tækni- manna, við heimsókn spænsku kon- ungshjónanna er sækja íslendinga heim þann fimmta til sjöunda júní næstkomandi, hertar til muna. Éins og segir í tilkynningu utanríkisráðu- neytisins munu „andlitin ekki duga lengur" og geta fréttamenn nú í ríkari mæli átt von á því að verða látnir staðfesta „pressukortið" með blaðamannapassa eða öðrum pers- ónuskilríkjum. Jafnframt er farið fram á það við hina ýmsu tæknimenn að þeir klæði sig í sunnudagsfötin þegar um er að ræða myndatökur í stórveislum. En hádegisverðir skipta minna máli. Dagskrá heimsóknarinnar liggur ekki fyrir að öðru leyti en því að á fimmtudagsmorgun verður farið til Vestmannaeyja. jkb Ríkisskattanefnd úrskuröar í ágreiningsmálum: Keyra á fullu við afgreiðslur Ríkisskattanefnd hraðar nú úr- skurðum sínum í söluskattsmálum eftir föngum. Hún kvað í gær upp úrskurð í ágreiningsmálum þriggja fyrirtækja og ríkisins um sölu- skattsálögur. Jafnframt voru felldir niður dráttarvextir og álagður kostn- aður í nokkrum tilvikum. í öllum þremur fyrrgreindu tilvikunum var úrskurður skattstjóra staðfestur. Mun eitt fyrirtækjanna vera mynd- bandsfyrirtæki. Nefndin hefur ennþá ekki fellt úrskurð í máli Hagvirkis og hinna tveggja fyrirtækjanna sem voru opn- uð aftur á þriðjudaginn samkvæmt leyfi ráðherra þar sem úrskurður varðandi þeirra ágreining við ríkið er á lokastigi. Þeirra úrskurða er að vænta í síðasta lagi þann fjórtánda næsta mánaðar. jkb Opinber heimsókn Harri Holkeri: Lýkur í dag Harri Holkeri, forsætisráð- herra Finnlands, og kona hans Lísa Holkeri fljúga til Finnlands í dag og Ijúka jjar með opinberri heimsókn sinni til íslands. f gærmorgun héldu þeir starfs- bræður Steingrímur Hermanns- son og Harri Holkeri áfram veið- um í Laxá í Kjós til klukkan ellefu, en þá héldu þeir til Þing- valla þar sem snæddur var hádeg- isverður í sumarbústað forsætis- ráðuneytisins. Eftir hádegisverð- inn var haldið í skoðunarferð til Gullfoss og Geysis og komið til Reykjavíkur um sex leytið. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.