Tíminn - 29.06.1989, Síða 3

Tíminn - 29.06.1989, Síða 3
' Tínifnrt 3 J Fitfuntudagur 29/júní-1989 Gríðarleg aukning áfjölda þeirra sem ganga til altaris. Breytingar hafa orðið á athöfninni af heilbrigðisástæðum: 60% fleiri altarisgestir en voru fyrir níu árum Á undanförnum árum hefur gríðarleg aukning orðið á fjölda þeirra sem ganga til altaris og virðist þar bæði koma til aukinn áhersla kirkjunnar á þessa athöfn og einnig aukinn áhugi almennings fyrir taka á móti altarissakramentinu. Ýmsar breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi þessarar athafn- ar. Sumar þeirra eru tíl komnar vegna heUbrigðisástæðna, þá aðallega vegna umræðunnar um eyðni. Guðfræðideild Há- skólans hefur úrskurðað að það sé fullgilt sakramenti að altarisgestir bergi ekki af sama kaleiknum heldur sé oblátunni dyfið í vínið og hún síðan sett í munn einstaklingsins. Hin gríðarlega aukning sem orðið hefur á þeim fjölda sem tekur á móti altarissakramenti á ári hverju sést meðal annars á því að á árinu 1979 voru altarisgestir 25.850 en á síðast- liðnu ári, eða níu árum síðar, voru altarisgestir 40.159. Þetta þýðir að á þessu tímabili varð 60% aukning hvað varðar fjölda þátttakenda í þessari athöfn. Þess má geta að á sama tíma fjölgaði þjóðinni um 11%. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem Magnús Guðjónsson biskupsritari tók saman í tilefni af prestastefnu sem nú stendur yfir. í viðtali við Tímann sagði Magnús að vissulega mætti tala um vakningu í sambandi við þá miklu aukningu sem orðið hefur á fjölda altarisgesta. Magnús sagði að ástæður aukningar- innar væru vafalaust margþættar. Fyrst og fremst væri þó um að ræða ákveðna stefnubreytingu sem orðið hefði innan kirkjunnar. Nú væri miklu oftar boðið upp á altarisgöng- ur en áður var gert og nefndi Magnús að í sumum sóknum væri boðið upp á altarisgöngur á hverjum sunnudegi en í öðrum einu sinni í mánuði. Einnig væru altarisgöngur við stór tækifæri eins og Skálholtshátíð. Svo virðist sem þessi aukning eigi að einhverju leyti rætur að rekja til þess, að íslenskir prestar hafa kynnst því á ferðum sínum erlendis að í mörgum löndum eru altarisgöngur mun tíðari en verið hefur hér á landi. Magnús sagðist ekki hafa orðið var við það að þessi aukning ætti rætur sínar að rekja til þess að óskir hefðu komið fram um það hjá al- menningi að kirkjan byði oftar upp á altarisgöngur. Breytt fyrirkomulag af heilbrigðisástæðum Fyrirkomulag altarisgöngunnar hefur nokkuð breyst á undanförnum árum. Framkvæmd hennar er meðal annars orðin „fljótlegri“ ef svo má að orði komast. Áður fyrr krupu allir altarisgestimir meðan prestur- inn útdeildi sakramentinu og stóðu ekki upp fyrr en allir höfðu meðtekið það. Nú hinsvegar stendur einstakl- ingurinn upp um leið og hann hefur fengið brauðið og vínið þannig að athöfnin gengur mun hraðar fyrir sig. Nýlega hafa einnig komið til fram- kvæmda breytingar sem varða það hvemig brauðinu og víninu er út- deilt. Áður var það yfírleitt svo að fyrst var oblátunum útdeilt og síðan gekk presturinn á milli altarisgesta með kaleikinn og hver og einn saup af honum. Sumsstaðar var það þann- ig að hver altarisgestur fékk sinn bikar með víninu í. Nú hinsvegar, meðal annars vegna þeirra miklu umræðu sem verið hefur um eyðni, þá er oblátunni dyfið í vínið og síðan stungið upp í munn viðtakandans. Þessi aðferð hefur ekki verið tíðkuð mikið hér á landi en þess má geta að hún var viðhöfð við innsetningu nýs biskups í Dómkirkjunni síðastliðinn sunnudag. Varðandi þessa síðastnefndu breytingu á fyrirkomulagi altaris- göngunnar leituðu kirkjuyfirvöld úr- skurðar Guðfræðideildar Háskól- ans. Niðurstaðan var semsagt sú að hið breytta fyrirkomulag breytti í engu merkingu þess að ganga til altaris og meðtaka þar með náðar- meðulin. „„„ Altarisganga með „gamla laginu“. Nú hefur guðfræðideild HÍ úrskurðað að fullgilt sakramenti sé að dýfa oblátu í vínið, svo gestir bergi ekki af sama bikar. Þessi úrskurður kemur í kjölfar umræðu um eyðni. Við tökur á ensku gamanþáttaröðinni fyrir framan Hressó í gær. Afskræmdistj framan og flúði til íslands Enskur maður, einn af sexburum, fór í misheppnaðan uppskurð á and- liti með þeim afleiðingum að hann afskræmdist í framan. Einnig lenti hann í miklu fjármálamisferli í London og þetta tvennt gerði það að verkum að maðurinn sá sér þann kost vænstan að láta sig hverfa og tekur sér far með togara til íslands. Áður en hann lagði af stað drekkti hann hundinum sínum, þar sem hann hafði frétt áð hundahald væri bannað á íslandi. En þegar hann kom til landsins var allt fullt af hundum, hann hafði þá fengið vit- lausar fréttir. Maðurinn dvelst síðan á íslandi og fer hér huldu höfði frá fólkinu í Bretlandi. Þannig hljóðar í stórum dráttum söguþráður enskrar gamanþáttarað- ar sem sjónvarpsstöðin Channel 4 í Englandi mun hefja sýningar á bráð- lega. Tökur á þessari þáttaröð standa nú yfir á lslandi á vegum enska kvikmyndafyrirtækisins Channel X í samvinnu við íslenska kvikmynda- gerðarmenn. Tökur fóru fram í gær á Kaffi Hressó, þar sem afskræmdi Englendingurinn var að drekka bjór og gerðist alldrukkinn. Tökur munu svo halda áfram hér á landi og slegið verður á létta strengi með íslenskt mannlíf, lífið og tilveruna. Öll framhaldsþáttaröðin fjallar um sexbura og afdrif þeirra. Sá afskræmdi er einn sexburanna og örlög hans urðu eins og áður sagði;- fj ármálavandræði, misheppnaður andlitsuppskurður með þeim af- leiðingum að hann flúði til íslands. Afskræmdi Englendingurinn. Það tekur tvo tíma að farða hann fyrir tökur. Tímamyndir: Árni Bjarna Með um 3000 íúður í eldi Hafrannsóknarstofnun hefur á undanfömum áram stundað rann- sóknir á lúðueldi. Síðastliðið haust var tekin í notkun sérstök tibrauna- stöð að Stað í Grindavík og lofa tilraunirnar góðu. „Við höfum einbeitt okkur að tilraunum með matfiskeldi og ekki er hægt að segja annað en það hafi gengið vel,“ sagði Björn Bjömsson fiskifræðingur hjá Hafró. Hann sagði að þeir hefðu fyrst safnað smálúðu og síðan gert ýmsar tilraun- ir með hvaða aðstæður séu heppileg- astar til að ala lúðu, því lítið væri vitað um lúðueldi. Þessar rannsóknir era gerðar í samvinnu við Hafrann- sóknarstofnunina í Noregi, en þeir hafa einkum einbeitt sér að klaki og seiðaeldi. Bjöm sagði að þeir hefðu m.a. verið að kanna hve mikið sé hægt að hafa af fiski á hvem fermetra. Þessar tilraunir era gerðar í samstarfi við íslandslax og hófust þær 1985. En í fyrra kom Hafrannsóknarstofnun sér upp tilraunastöð að Stað í Grindavík og fer tilraunavinnan þar fram, en mest af eldinu fer fram hjá íslandslaxi. í tilraunaeldi era yfir 3000 lúður, sem era um 15 tonn af fiski. Um niðurstöður af þessum tilraunum, sagði Björn að hvað þéttleika varð- aði þá gætu þeir haft mjög mikið af fiski í kerjunum, sem skipti mjög miklu í eldi. „Það virðist vera hægt að hafa um 50 kíló á hvem fermetra, að botnflatarmáli, án þess að vaxtar- hraðinn minnki veralega," sagði Bjöm. Hann sagði að einnig hefði verið könnuð áhrif hitastigs á vöxt lúðunn- ar og fyrstu niðurstöður bentu til þess að kjörhitinn sé ekki fjarri 7 gráðum. Það er eins og hiti sjávarins sem borað er eftir í gegn um hraunið, niður á um 30 metra dýpi og dælt í ker upp á landi. Þá er einnig verið að rannsaka áhrif mismunandi fóð- urs og hvers vegna lúðan verður dökk undir börðunum, í stað þess að vera hvít eins og hún er við náttúra- leg skilyrði. „Þetta er ákveðið vandamál upp á að markaðssetja hana, því fólk er vant að hafa hana hvíta,“ sagði Bjöm. Ástæða þessa er vegna framleiðslu litarefnis í húð- inni, sem kemur til vegna ákveðinna birtuaðstæðna. „Við höfum verið að gera ýmsar nákvæmnisathuganir hér í stöðinni, með mismunandi birtu og undirlagi, þ.e. sandi. Það hefur kom- ið í ljós að hún verður Ijósari að neðan ef hún er höfð á skeljasandi," sagði Bjöm. Hvað birtu varðar, vora gerðar tilraunir með að útiloka hana frá lúðunni, með því að breiða yfir kerin. „Það kom betur út að hafa hana á skeljasandi þegar birta komst að, heldur en ef breitt var yfir,“ sagði Björn. Hann sagði að klak og seiðaeldi Norðmanna hafi gengið sæmilega, en væri ekki komið á það stig að hægt væri að framleiða mikið magn af seiðum. „Við stefnum að því að þeir slátri lúðunni. Við slátraðum til prafu og settum á markað 130 kíló í vor, en það sem haldið hefur aftur af okkur að nokkra leyti er að hún er dökk og við viljum lýsa hana áður en við setjum hana frekar á markað,“ sagði Bjöm. Verðið fyrir eldislúðuna var hærra en fékkst fyrir aðra lúðu á markaðinum á sama tíma, eða 300 krónur fyrir kfióið og var hver lúða um 3 til 6 kíló. - ABÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.