Tíminn - 29.06.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.06.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 29. júní 1989 MINNING Sigríður Guðbjörg Kristinsdóttir Fædd 23. nóvember 1932 Dáin 21. júní 1989 f dag verður föðursystir okkar, Sigríður G. Kristinsdóttir, lögð til hinstu hvílu í Haukadal í Biskups- tungum. Hún var dóttir hjónanna Kristrún- ar Sæmundsdóttur og Kristins Sig- urjónssonar á Brautarhóli og var næstelst barna þeirra. Hún var gift Alfreð Jónssyni og bjuggu þau í Reykjavík, Iengst af á Grensásvegi. Eignuðust þau hjónin tvær dætur, Arnleifi sem gift er Jóni Þór Ásgrímssyni og eiga þau einn son, og Aðalheiði en hennar maður er Halldór Borgþórsson og eiga þau tvær dætur. Sigga frænka var ættrækin kona og gestrisin. Á heimili þeirra Alla á Grensásvegi voru allir velkomnir, jafnt börn og unglingar sem fullorðn- ir. Þar var miðstöð fjölskyldunnar í Reykjavík og höfum við systkinin öll verið heimagangar þar, þegar við höfum búið í bænum. Myndar- og rausnarskapur Siggu var umtalaður. Alltaf var til kaffi á könnunni og með því. Ótaldar eru næturnar, sem einhver fékk að gista hjá þeim, hvort heldur var um að ræða lengri eða skemmri tíma. Enda er það svo, að þar sem hjartarúm er, þar er líka húsrúm. Þau hjónin voru ævinlega boðin og búin til að gera fólki greiða og leysa vanda þess, væri það í þeirra valdi. Eru þeir fjöldamargir pakk- arnir sem þau fluttu með sér til og frá Tungunum. Við systkinin minn- umst einnig fjölda ferða, þegar við fengum far með þeim milli Reykja- víkur og Biskupstungna. Var þá glatt á hjalla og heilsað upp á flesta þá ættingja sem bjuggu einhvers staðar á leiðinni. Sigga hafði gaman af ferðalögum og ferðuðust þau hjónin víða, hér- lendis og erlendis. Hafði hún oft frá mörgu skemmtilegu að segja, sem gerst hafði á ferðum þeirra. Þau héldu alltaf góðum tengslum við Tungumar og fyrir nokkrum árum komu þau sér upp aðstöðu á Geysi. Þar dvöldu þau margar frístundir sínar. Sigga átti oft við heilsuleysi að stríða, en þrátt fyrir það var hún alltaf kát og vingjamleg. Síðustu tvö árin barðist hún við þann sjúkdóm sem að lokum dró hana til dauða. En hún kvartaði ekki og dáðumst við að kjarki hennar og æðmleysi. Þegar við kveðjum Siggu koma ótal minningar upp í hugann. Minningar frá heimsóknum á Grens- ásveginn og Geysi, um ferðalög og margar samvemstundir við ýmis tækifæri. Við þökkum Siggu frænku sam- fylgdina og vottum ástvinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Systkinin Vegatungu. Fyrir löngu var sýnt hvert stefndi með Siggu vinkonu okkar, en nú þegar hún er farin í ferðina löngu, sem bíður okkar allra að lokum, viljum við minnast hennar með nokkmm orðum. Sigga Braut, eins og hún var kölluð okkar í milli, var Jóhann Hjálmarsson: Gluggar hafslns, örlaglð Rv. 1989. Það kennir allmargra grasa í þess- ari nýjustu Ijóðabók Jóhanns Hjálm- arssonar. Einna áhugaverðust má þó trúlega telja sex ljóð sem hann birtir hér og ort em í sumar leið á Malaga á Spáni. Þar lætur skáldið hugann reika og túlkar margvísleg hughrif sem sótt hafa á hann suður þar. Meðal annars í ljóðinu Skáld í suðri, skáld í norðri, en það hefur að einkunnarorðum „Þar sem gleymsk- an býr,“ sem sótt er til Luis Cemuda: Trjágarðurinn þar sem gleymskan býr líkist ströndinni þar sem sandfokið kjassar steinana og einstöku villigróður reynir að festa rætur. Gleymskan býr um okkur afar varlega, en affullri börku. ásamt Alla, manni sínum, ferðafé- lagi okkar hjóna og sona í mörg ár eða áratugi. Vom það ætíð eftir- minnileg ferðalög, oftast um hálendi landsins, og ákveðinn landshluti skoðaður ár hvert. Ávallt áður en komið var aftur í bæinn var búið að leggja drög að næstu ferð. Á vetmm var farið yfir myndimar sem teknar vom á summm og ferða- lögin rifiuð upp og var þá oft glatt á hjalla. Átti Sigga þá til að draga upp dagbók sem hún hélt um ferðalög sín og lesa upp lýsingamar. Við munum alltaf minnast Siggu úr þessum ferðum okkar með þakk- læti fýrir þá glaðværð, skemmtun og vináttu sem hún veitti okkur gegnum árin. Manni hennar, dætmm, tengda- sonum og bamabörnum vottum við okkar dýpstu hluttekningu. Sirra og Beggi. Við verðum steinrunnin í skjóli netla eða hörpuskeljar sem brimið vemdar. Hér er á ferðinni áhugavert framtak til þess að draga erlendar myndir, jafnt landslag sem hugmyndir, inn í íslenska ljóðagerð og auka þannig fjölbreytni hennar. í heild má segja það um þessa bók að einkenni hennar em nokkuð opin ljóð með frjálsu og óbundnu formi, þar sem skáldið lýsir tilfínningum sínum eða viðhorfum opinskátt og af einlægni. Er það reyndar í takt við það sem hann hefur einna mest tíðkað áður. Aftur á móti er þó svo að sjá að hann sé hér í ýmsum atriðum að sveigja ljóðstíl sinn inn á við, því að allvíða gætir hér inn- hverfra viðhorfa og myndmáls sem til þess er fallið að höfða beint til tilfínningalffs lesenda. 1 dag kveðjum við kæra skólasyst- ur og vinkonu. Margs er að minnast þegar kemur að kveðjustundinni stóm. Allt í einu er kallað á eina okkar. Ský byrgir sólarsýn um sinn. Minningar æskuvorsins renna fram í hugann eins og lind á sumardegi. Annars em yrkisefni hér býsna fjölbreytt í ekki stærri bók. Jóhann skiptir henni í sjö kafla, og meðal annars em hér tvö ljóð undir sam- heitinu Gluggar, þar sem fjallað er um glugga með útsýni til sjávar og frá honum. Þar kemur meðal annars fram býsna vel dregin æskuminning á einum stað: Og allir bátamir sem sigldu um hafíð verða í senn eitt skip og óteljandi fleyt- ur. Samt man ég einn best, græna bátinn sem faðir minn kom á og beið hans úti á legunni meðan viðgengum saman um plássið skamma stund, kvaddi síðan og sigldi burt... BÓKMENNTIR Ljóð að sunnan fyý-y 'msfiórður VEGAFRAMKVÆMDIR NORÐURLAND VESTRA I 1 Vesturlandsvegur 1 Norðurlandsvegur 72 Hvammstangavegur (41 m.kr.) Miklagil - Brú. (17 m.kr.) (22 m.kr.) Endurbygging, 5 km. Víðidalsvegur vestri - Króksá - Hvammstangi. Bundið slitlag næsta haust Vfðidalsá. Tvöfðld klæðing Tvöföld klæðing á kafla, Skallokið1.sept. sem byggður var upp 1988, 4,7 km. Skal lokið 1 .sept. 711 Vatnsnesvegur hjá Ósum. (1 m.kr) Vegur verður hækkaður á um 1 km framhjá nýja fbúðarhúsinu. Haustið 1951 mættumst um 30 ungar stúlkur að Löngumýri í Skaga- firði. Allar áttum við það takmark að búa okkur undir lífið. Við lærðum svo margt sem átti eftir að koma sér vel síðar, því þá var tæknin ekki komin til sögunnar, engin þvottavél, ryksuga né hrærivél. Þetta skapaði meiri vináttu og samvinnu sem oft vakti mikla kátfnu og ógleymanlegar stundir. Um vorið skildum við með söknuði. Stuttu eftir að við hættum í skólan- um fórum við að hittast í sauma- klúbb; síðan eru um þrjátíu ár. Þá vorum við ungar og flestar nýbúnar að stofna heimili, aðal áhugamálin heimilishald og bamauppeldi. Sigga var ein í okkar hópi, alltaf svo glöð og hress, hvers manns hugljúfi. Hún var mjög verklagin og vandvirk svo af bar; eins var hún listræn í eðli sínu og hafði næmt auga fyrir því hvað betur mætti fara. Við kveðjum hana með söknuði og vottum öllum ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Þín náðin Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér; í þinni birtu hún brosir öll, í bláma sé ég lífsins fjöll. E.H. Kvaran Saumaklúbburinn. Jóhann Hjálmarsson skáld. / kaflanum Skuggar eru einkum stutt innhverf Ijóð með margs konar hugleiðingum, en þar á eftir fylgir svo kafli sem nefnist Heim og geymir fjögur örstutt Ijóð sem beint vísa til fomsagnanna. Þar er meðal annars Ijóðið Gunnars hefnt sem svo hljóðar: Þungbúnir tóku þeir vopn sín. Atgeirinn söng og bjartur máninn. Hrafnar tveirflugu með þeim alla leið. Hér beitir höfundur þeirri aðferð að hnitmiða langa sögu í örlitla mynd, sem hann hefur reyndar fengist við áður. Á þessu formi hefur hann náð talsvert góðum tökum oggeturtekist þar býsna vel. Þá eru hér einnig tveir stuttir ljóðaflokkar undir samheitinu Ferðir. Sá fyrri nefnist Páskar í Borgarfirði II og er þar tekist á við það sem nefna mætti heimsmynd skáldsins, eins og hún blasir við honum hér uppi í Borgarfirðinum. Sá seinni heitir Sonur Alpanna og er þar haldið á suðrænni slóðir. Þar er í hnitmiðuðu máli dregin upp mynd af persónulegu sambandi heima- manns þar syðra og fjallanna í kringum hann. Nokkuð sérstætt viðfangsefni er aukheldur í ljóðinu Bréf úr fásínn- inu, sem stendur eitt í kaflanum Veturinn. Þar er leiddur fram á sjónarsviðið fursti nokkur úti í Sankti Pétursborg. Helst er að sjá að hann sé persóna í bók, en í snjókófi vetrarins verður hann þó að raun- verulegri persónu. Og í rauninni verður þessi fursti þama enn per- sónulegri í augum skáldsins, því að, eins og hann segir: Veturinn er fursti sem einn hefur rétt fyrir sér. .—' Hér skortir því hvorki á fjölbreytni né heldur á hugmyndaflugið. Má þó vera að ekki hefði sakað að gefa hér nánari upplýsingar um það hver þessi fursti sé, því að eins og hann kemur fram f ljóðinu átta ég mig satt að segja ekki á því hvert hann á að vera sóttur. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.