Tíminn - 29.06.1989, Síða 9

Tíminn - 29.06.1989, Síða 9
Fimmtudagur 29. júní 1989 Tíminn 9 FRÉTTAYFIRLIT PARÍS - Háttsettur Kínverji innan UNESCO Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur leitað hælis í Frakklandi sem pólitískur flóttamaður, en hann var yfir- lýstur stuðningsmaður náms- mannanna á Torgi hins himn- eskafriðar í Kína. I Bern skýrði talsmaður kínverska sendir- áðsins að allir sendiherrar Kína hafi verið kallaðir heim til Kína til skrafs og ráðagerða. MOSKVA - KGB foringinn Vladimir Kryuchkov sagði að sovéski njósnarinn Glenn Souther hafi fæðst í Bandaríkj- unum og að hann hefði framið sjálfsmorð vegna mikils and- legs áfalls. WASHINGTON - Japanir hafa sett talsmenn tollmúra í Bandaríkjunum gegn innflutn- ingi frá Japan [ bobba með því að undirrita samning um fjar- skiptatækni sem auðveldar bandariskum fyrirtækjum að komast inn á símamarkaðinn i Japan sem er mjög stór. AÞENA - Grískir kommún- istar sem verið hafa i pólitískri einangrun í 30 ár eru nú komnir út úr henni og í sviðsljósið, en leiðtogi þeirra Charilaos Flor- akis fékk í gær umboð til stjórnarmyndunar eftir að bæði íhaldsmanninum Mitsotakisog sósíalistanum Papandreou hafði mistekist að mynda sam- steypustjórn. Slíkt umboð hafa kommúnistar á Grikklandi aldrei fengið. JERUSALEM - Yitzhak Shamír forsætisráðherra ísra- els hefur tekið skýrt fram að engar kosningar muni fara fram meðal Palestínumanna á hinum hernumdu svæðum i Gaza og Vesturbakkanum fyrr en uppreisn Palestinumanna þar hættir. Shamir hefur orðið fyrir harkalegum árásum af harðlínumönnum í eiginflokki. LONDON - Sam Nujoma leiðtogi skæruliðasamtakanna Swapo segir að Suður-Afríka brjóti gegn samkomulagi Sam- einuðu þjóðanna um friðará- ætlun í Namibiu og að Suður- Afríkumenn reyni að eyðileg- gja fyrirhugaðar kosningar. .... .IHHIIHI.. Kosovo: Albanir sniðganga hátíðarhöld Serba Tveir serbneskir lögreglumenn berja mótmælanda úr röðum Albana í Kosovo. Kannske eru þeir að hefna sín á albönskum múslímum fyrir tap kristinna Serba gegn Tyrkjum á Amselvöllum 1389, en orrustan batt enda á ríki Serba. Japan: Kynlífshneyksli Unos ýtir undir þátttöku kvenna í stjórnmálum Fólk af albönsku bergi brotið sniðgengu algerlega hátíðarhöld hundruð þúsunda Serba í sjálfs- stjómarhéraðinu Kosovo þar sem harkaleg kynþáttaátök milli hinna kristnu Serba og múslímsku Albana brutust út í vetur. Það var í sjálfu sér ekki að undra því tilefni hátíðarhalda Serba var að í gær voru sexhundruð ár liðin frá því að Serbar áttu í blóðugri orrustu gegn Tyrkjum á Amselvöllum, sem nú heita Kosovo Polje. Hinir kristnu Serbar lutu í lægra haldi gegn Tyrkj- um sem vom að breiða út íslam í Málverk af orrustunni á Amselvöll- um 1389, sem nú kallast Kosovo Polje. Orrustan var háð milli Serba og Tyrkja og eru minningar frá henni einn af drifkröftunum í þjóð- ernishyggju Serba. Serbar héldu upp á að 600 ár eru liðin frá orrustunni, en Albanar héldu sig fjarri, enda serbnesk þjóðernishyggja þeim fjarri skapi. Israelskir hermenn skutu tii bana mann sem talinn er hafa staðið fyrif mannráninu á bandaríska hjálpar- starfsmanninum Chris George á Gazasvæðinu. Chris George sagði eftir að honum var sleppt eftir 29 klukkustunda prísund í höndum mannræningja, að leiðtogi þeirra hefði verið Mohamed Ahmed Abu Nasser, fyrrum fangi fsraela, en honum var sleppt í fangaskiptum sömu mund og þeir stóðu í landvinn- ingum fyrir Ottómanveldið. Markar orrustan lok konungsveldis Serba, en hetjudáðir Serba í orrustunni hafa lifað í munnmælum og sögu- ljóðum fram á þennan dag og verið drifkrafturinn í þjóðemisvakningu Serba allar götur síðan. Þótt Kosovo Albanir hafi á þess- um tíma verið kristnir, þá sjá þeir hátíðarhöld Serba nú sem ögrun og ógnun. Bæði vegna þess að Albanir tumuðust undirTyrkjunum og snem til íslamskrar trúar sem er þeirra trúarbrögð í dag, aukinheldur sem þjóðemislegt gildi ormstunnar við Amselvelli er drifkrafturinn í þjóð- emisstefnu Serba sem vilja ráða málum í Kosovo þrátt fyrir það að einungis 200 þúsund Kosovobúa em Serbar á móti 1,6 milljónum Albana. Það vom hundmð þúsunda Serba sem flykktust til Kosovo Poljo eða Amselvalla til að minnast orrustunn- ar forðum sem Serbar segja að hafi bjargað Evrópu fyrir Tyrkjum þó Serbía hafi fallið í hendur Ottóman- veldisins. Flestir vom klæddir þjóð- búningum Serba og héldu á lofti þjóðarflöggum og myndum af Slo- bodan Milosevic, einum helsta leið- toga Serba, en hann hefur mjög spilað á serbneska þjóðemishyggju til að koma sjálfum sér til æðstu valda í ríkjasambandi Júgóslavíu. Mátti meira að segja sjá einkenn- isbúninga hermanna frá því Serbía var sjálfstætt ríki í byrjun þessarar aldar. Lögreglumenn og hermenn vom fjölmennir á varðstöðum í Kosovo vegna hátíðarhaldanna, enda ríkir enn neyðarástand í héraðinu sem sett var í kjölfar kynþáttaátakanna í mars og maí þegar Albanir mót- mæltu því að sjálfstjórn Kosovo var takmörkuð vemlega og yfirstjóm héraðsins komst í hendur Serbíu. árið 1985. Nasser var rekinn úr palestínskum skæruliðasamtökum þar sem hann var ekki talinn heill geðheilsu. Hann er talinn hafa sært tvo ísraelska hermenn fyrr í þessum mánuði. Nasser var drepinn eftir skotbar- daga við ísraelska hermenn þegar hermennimir hugðust stöðva hann á stolinni leigubifreið. Kynlífshneyksli Sosuke Unos hins nýja forsætisráðherra Japan, sem tók við af Takeshita sem varð að segja af sér vegna Ijármálahneykslis, mun að likindum ýta undir stjórn- málaþátttöku japanskra kvenna sem litið hafa komist áfram í stjórnmál- um hingað til. Þetta er staðföst trú Reis Shirotori prófessors í stjórn- málafræði við Tokai-háskólann. - Líklegast verður Uno minnst í sögunni sem leiðtogans er ýtti undir stjómmálavitund japanskra kvenna, segir Rei Shirotori. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur kynlífshneykslið, fjármála- hneykslið ásamt nýjum 3% neyslu- skatti sem japanska ríkisstjórnin setti nýlega orðið til þess að fylgi kvenna við hinn ráðandi Frjálslynda lýðræðisflokk hefur hrunið. - Persónulega þá hef ég stutt Frjálslynda lýðræðisflokkinn um áraraðir, en kynlífshneykslið og neysluskatturinn hafa breytt afstöðu minni, segir hin 32 ára húsmóðir Mieko Takashi. Þetta er afstaða þúsunda annarra kvenna. - Við getum ekki látið Uno kom- ast upp með þetta, segir talsmaður kvenréttindastamtakanna í Japan, en samtökin hyggjast krefjast þess að Uno segi af sér vegna þess að hann hefur haldið við geishu þrátt fyrir að hann sé giftur. Uno hefur neitað að segja af sér vegna þessa. Svar andstæðinga Frjálslynda lýð- ræðisflokksins við kynlífshneyksli Unos virðist vera að bjóða fram til komandi þingkosninga mun fleiri konur en áður og eru líkur á að Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn muni verða að svara í sömu mynt. Þetta mun gjörbreyta japönskum stjórn- málum, en þar er ástandið svipað og á íslandi áður en Kvennalistinn kom fram. Rúmlega 90% þingmanna eru karlar og af 70.000 fulltrúum í sveit- arstjómum eru einungis 1600 konur. Þingkosningarnar munu fara fram 23.júlí. Mannræningi í Gaza skotinn „Skínandi stígur“ blæðir: Harka í borgarastríðinu í Perú Ekki minnkar harkan í borgara- styrjöldinni í Perú þar sem hinir hörðu skæruliðar Sendero Luminiso eða Skínandi stígs, berjast af mikl- um eldmóð gegn stjómarhemum og þeim smábændum sem ekki vilja aðhyllast hugmyndafræði maóism- ans sem samtökin boða. Það vom reyndar liðsmenn Skín- andi stígs sem fengu að blæða í þetta sinnið, en í gær voru ellefu liðsmenn skæmliðasamtakanna drepnir í átökum við bæinn Ambar í Andes- - fjöUwum . 15Q. Jtm-.aoráauUm^-af. Lima. Þar á meðal var Alfonso Mazoni sem var leiðtogi Skínandi stígs í norðurhémðum Perú. Fimm skæmliðar vom handteknir, en tveir bæjarbúar féllu einnig í þessum átökum. Þá vom fjömtíu og tveir skæmlið- ar felldir í blóðugum bardögum á sunnudaginn þegar öryggissveitir Limastjómarinnar veitti þeim fyrir- sát í Huantahéraði. Ekki var skýrt frá því hvort mannfall hafi orðið f öryggissveitunum, en skæruliðamir 4e+W«“tín-maim sunnudag. Talið er að um fimmtán þúsund manns hafi fallið í borgarastyrjöld- inni sem háð hefur verið í Perú í níu ár. Flestir hinna föllnu em smábænd- ur víða um landið sem skæruliðar hafa drepið til að halda þeim er eftir lifa í heljargreipum sínum. Skínandi stígur aðhyllist róttækan maóisma og hyggjast samtökin steypa ríkisstjórninni í Líma af stóli ásamt því stjórnskipulagi sem ríkir í Perú og að auki því þjóðskipulagi árhundmð meira og minna ósnert af yfirvöldum í Líma. Skæmliðar hyggjast koma á fót kommúnísku stjórnskipulagi í anda kenninga Maó og vilja því þurrka út séreinkenni indíánasamfélaganna í fjallaþorpum Perú, mállýskum þeirra, siðum og trú. Skæmliðar Skínandi stígs hafa fært sig mjög upp á skaftið að undanfömu og hafa blóðugir bar- dagar verið tíðir í Perú að undan- förnu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.