Tíminn - 01.07.1989, Side 10

Tíminn - 01.07.1989, Side 10
20 HELGIN Laugardagur 1. júlí 1989 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAM, Tveir menn á bíl neyddu hana til að aka út af veginum, brutu upp bíl hennar og drógu hana burtu. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Unnusti Shelley Sikes var orðinn áhyggjufullur um eittleytið aðfara- nótt 24. maí 1986. Shelley hafði hringt til hans af vinnustað sínum, sem var veitingastaður við sjóinn á Galveston-eyju í Texas. Síðan var klukkutími og hún ætti að vera komin. I>au ætluðu að fara út og ræða brúðkaup sitt sem átti að vera eftir mánuð. Það ætti ekki að taka Shelley meira en hálftíma að aka þessa leið. Unnustinn hringdi til foreldra Shelley í Texas-borg en þeir höfðu ekki heyrt frá henni síðan hún fór til vinnu. Þá sagði hún þeim að hún ætlaði til unnusta síns eftir vinnu og kæmi að líkindum seint heim. Er hann hringdi til veitingahússins sagði ræstingafólk að Shelley væri farin þaðan og löngu búið að loka. Af ótta við að bíll Shelley kynni að hafa bilað, fór unnustinn af stað á sínum bíl til að svipast um eftir bláa Pintónum. Hann fór alla leið að veitingahúsinu án þess að koma auga á bílinn. Á leið heim aftur sá hann þó bílinn, þar sem hann stóð á litlum afleggjara sem hallaði bratt niður af veginum. Framhjólin voru á kafi í pytti. Þegar pilturinn kom að bílnum sá hann að Shelley var ekki í honum en rúðan bílstjóramegin var brotin og á henni var kám sem gat verið blóð. Hann kallaði og leitaði í grenndinni en fann Shelley hvergi. Af ótta við að hún kynni að hafa slasast í umferðarslysi, hringdi unn- ustinn úr. næsta almenningssíma til lögreglunnar í Galveston-sýslu. Þangað hafði ekki borist nein til- kynning um umferðarslys en talið mögulegt að farið hefði verið með Shelley upp á meginlandið. Lofað var að athuga málið og senda menn til að skoða bílinn. Þegar þeir komu á staðinn sögðu þeir að ekki hefði verið tilkynnt um nein slys á þessum vegi. Við rann- sókn á bílnum fundust leifar af rauðu lakki í beyglu á frambrettinu og gat það bent til að annar bíll hefði rekist í hann og valdið því að hann ók út af og niður í pyttinn. í aftursætinu lágu fötin sem Shelley hafði ætlað að fara f heima hjá unnusta sínum áður en þau færu út, svo og veskið hennar sem lá á gólfinu við framsætið. Numin á brott Af rúðubrotinu að dæma var svo sem rúðan hefði verið brotin utan frá. Þar sem aðstæður þóttu mjög svo óvenjulegar var svæðið girt af og morðdeild lögreglunnar kölluð til. Það var farið að birta af degi þegar rannsóknarlögreglumennimir Tommy Hansen og Wayne Kessler komu á vettvang. Þeir höfðu spurst nánar fyrir hjá lögreglunni um um- ferðarslys en einskis orðið vísari. Við nákvæma rannsókn á um- hverfi bílsins mátti sjá votta fyrir fótsporum eftir allstóran karlmann. - Mig grunar að einhver hafi brotið rúðuna og skorið sig við það en síðan dregið stúlkuna út og haft hana á brott með sér, sagði Kessler. - Það lítur helst út fyrir það, samsinnti Hansen. Unnusti Shelley sagði að hún hefði alltaf gætt þess að læsa bílnum að sér þegar hún var ein á heimleið seint um kvöld. Þó hún hefði verið neydd út af veginum hefði hún að Gerald Zwarts sag&lst hafa verift f öðrum heimi af bjór og mariju- ana me&an vinur hans myrti Shelley. Shelley ætlaði að gifta sig eftir mánuð. Hún lag&i af stað heim úr vinnunnl og hvarf. lfkindum haft læst. Það gæti skýrt brotnu rúðuna. Þar sem ekki var hægt að gera meira á vettvangi, var bfllinn dreg- inn burtu til nákvæmari rannsóknar. Leita skyldi að fingraförum og greina blóðið á rúðunni. Lýsing á Shelley Sikes var send til allra lögreglustöðva á svæðinu. Hún var 19 ára, lágvaxin og grönn, dökk- hærð og brúneyg. Hún var klædd vinnufötum veitingastaðarins. Shel- ley var nýlega útskrifuð úr skóla og hafði mikinn áhuga á ballet, sem hún hafði stundað frá barnsaldri en henni gekk illa að fá hlutverk, þar sem hún var svo lágvaxin. Reynt var að grafast fyrir um hvort nokkur kunnugur hefði getað rænt Shelley en útilokað þótti að það hefði verið afbrýðisamur aðdáandi. Unnusti hennar var sá eini sem hún hafði nokkru sinni verið með frá unglingsaldri. Faðir Shelley átti jám- smíðaverkstæði í Texas-borg en fjöl- skyldan var ekki auðug, svo útilokað var að lausnargjalds yrði krafist. Vitni sá ákeyrsluna Fjölmiðlar birtu fréttina um brott- nám ungu stúlkunnar og skömmu síðar kom maður á lögreglustöðina sem taldi ekki útilokað að hann hefði orðið vitni að atburðinum. Hann kvaðst hafa verið á leið norður eftir um miðnættið þegar hann ók fram á tvo bíla sem fór fremur hægt. Hann hugðist aka fram úr, en hætti við það af ótta við slys, þegar hann sá hvers kyns var. Tveir menn í hvítum og rauðum jeppa, Blazer eða Bronco virtust vera að hrella einhvem sem ók á undan þeim á bláum Pintó. Jeppinn ók upp að hlið þess bláa og mennim- ir veifuðu og kölluðu en hægðu síðan á sér og óku fast á eftir. Þannig gekk það nokkmm sinnum. Þegar komið var að afleggjaranum þar sem bíll Shelley fannst, kvaðst maðurinn hafa séð að jeppinn ók greinilega viljandi utan í bláa bílinn og þvingaði hann út á afleggjarann. Hann sagðist hafa stansað til að athuga hvort slys hefði orðið. Þá stökk maður út úr jeppanum og kallaði reiðilega til hans að hypja sig, þetta væri fjölskyldumál sem honum kæmi ekkeri við. Maðurinn sagðist ekki hafa vilja flækjast í neitt svo hann ók leiðar sinnar. Er hann var spurður um útlit mannsins, mundi hann aðeins að hann var hvítur, hár og sterklega vaxinn, líklega um þrítugt með frem- ur sítt hár og mjög sólbrúnn. Besta vísbendingin virtist bíllinn, rauður og hvítur jeppi. Áreksturinn við bláa bílinn hefði að líkindum valdið einhverjum skemmdum á jeppanum og með það í huga voru menn sendir á öll viðgerðarverk- stæði á svæðinu til að athuga hvort komið hefði verið með slíka beyglu til viðgerðar. Veggspjöld með myndum af Shel- ley voru hengd upp víða og 50 þúsund dollurum heitið þeim sem fundið gæti Shelley Sikes. Max Tay- lor lögreglustjóri skipulagði leit mörg hundruð sjálfboðaliða og enn- fremur voru þyrlur sendar til leitar. Vísbending eftir 13mánuði Helsta vandamál lögreglunnar var að vita ekki hvar bæri helst að leita. Ræningjarair gætu sem best hafa farið með Shelley aftur út í eyjuna og alveg eins upp á meginlandið. Hefði líki hennar hins vegar verið fleygt fram af einni af óteljandi bryggjum þama, var nær útilokað að það fyndist. Hansen og Kessler eyddu miklum tíma í að athuga rauða og hvíta jeppa vel vitandi að mennimir tveir og jeppinn gætu sem best verið af allt öðrum slóðum og komnir til síns heima. Þegar mánuðurinn var á enda hafði ekkeri gerst í málinu og allt var í sömu sporum og upphaflega. Tím- inn leið og áhugi fólks minnkaði. Flestir gerðu ráð fyrir að málið færi í skúffu með öðrum óleystum. Undantekningar voru þó unnusti Shelley, foreldrar hennar og vinir og auðvitað Hansen og Kessler. Þeir þóttust sannfærðir um að eitthvað kæmi fram sem leysti málið. Þeir leituðu í gögnum upplýsinga- deildar um giæpamál ef vera kynni að þar fyndist svipaður glæpur, fram- inn annars staðar. Það hamlaði þeim að hafa aðeins óljósa lýsingu á öðrum mannanna og bílnum. Þar sem þeir höfðu ekkert til að leita að lengur, sneru þeir sér að öðrum málum en varla leið sá dagur að þeir nefndu ekki mál Shelley Sikes. Þegar liðnir voru 13 mánuðir án þess að fórnarlambið fyndist sagði Kessler við Hansen: - Ef við bara fyndum hana gætum við fengið nýjar vísbendingar. - Hvar gæti hún verið? spurði Hansen. - Það er búið að margleita Kúabændur - sauðfjárbændur Með reglugerð nr. 233/1989 um búmark og fullvirðisrétt til framleiðslu mjólkur verðlagsárið 1988-1989 var ákveðið að greiða fyrir skiptum á fullvirðisrétti til sauðfjár- og mjólkurframleiðslu með því að verja 100.000 lítrum mjólkur til skipta fyrir fullvirðisrétt í sauðfé sem síðan yrði aftur til skipta fyrir fullvirðisrétt í mjólk, sbr. 2. tl. 12. gr. reglugerðarinnar. Hér méð er auglýst eftir umsóknum um slíkt skipti, bæði frá þeim sem vilja láta af hendi fullvirðisrétt í sauðfé fyrir fullvirðisrétt í mjólk og öfugt, fyrir verðlagsárið 1989-1990. Skriflegar umsóknir, studdar umsögn héraðsráðu- nauts um að skiptin hafi ekki í för með sér nýjar fjárfestingar, berist skrifstofu Framleiðsluráðs, Hagatorgi 1, Reykjavík, fyrir 1. ágúst nk. Framleiðsiuráolandbúnaðarins...... FRAMBÚMH BÍLRÚÐUlSETNINGAR . OG INNFLUTNINGUR SMIÐJUVEGI 30 S 670675 RÚÐUÍSETNINGAR í ALLAR TEGUNDIR BIFREÐA EIGUM FLESTAR RÚÐUR ÁLAGER PÓSTSENDUM NEYÐARÞJÓNUSTA Á KVÖLDIN OG UM HELGAR KJARTAN ÓLAFSSON ® 667230 GUNNAR SIGURÐSSON S 651617 Göngum ávallt á Vnótl akandiumferö þar* aem ekki er gangstétt, ...»|UMFERtm..-«- Vrad A Ritstjóri óskast Héraðsblaðið Borgfirðingur óskar eftir að ráða ritstjóra. Umsóknir berist til Ungmennasambands Borgar- fjarðar eða Verkalýðsfélags Borgarness fyrir 7. júlí 1989. Nánari upplýsingar um starfið gefa Svava Krist- jánsdóttir, síma 93-70004, og Jón Agnar Eggerts- son, sími 93-71185. Borgfirðingur Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 kl. 10-12 eða á kvöldin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.