Tíminn - 01.07.1989, Page 11
Laugardagur 1. júlí 1989
HELGIN
21
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAK/
á hverjum fermetra á eynni.
- Við finnum lausnina ef við
höfum augun opin fyrir henni, sagði
Kessler sannfærandi. - Við leysum
þetta fyrr eða síðar þó það verði
okkar síðasta verk.
- Lausnin kom frá mjög svo
ólíklegum stað. Það var þegar rann-
sóknarlögreglumaðurinn Curtis
Flynn í E1 Paso hringdi til Kesslers
og spurði hvort hann kannaðist við
nafnið John Robert King. Kessler
hugsaði sig um en minntist einskis í
því sambandi.
Samviskukvalir
- Því spyrðu? vildi hann vita og
Flynn svaraði því til að þeir í E1 Paso
hefðu undarlegt mál í höndunum og
vissu ekki enn um hvað það snerist
en skildist helst að um væri að ræða
stúlku sem rænt var og hún síðan
myrt í Galveston fyrir ári eða svo.
- Er það Shelley Sikes? næstum
hrópaði Kessler.
- Við vitum ekki nafnið, svaraði
Flynn og Kessler benti Hansen að
hlusta á símtalið í öðrum síma.
Flynn rifjaði upp að hringt hefði
verið frá Galveston. Maðurinn í
símanum sagði að ættingi sinn talaði
um að fyrirfara sér af því hann gæti
ekki lengur lifað með það á samvisk-
unni að hafa rænt stúlku og kannski
myrt hana.
Lögreglumenn fóru á hótelið sem
hringt var frá og komu þar að manni
sem skorið hafði á úlnliðsslagæðar
sínar með rakvél og útbúið henging-
aról úr skóreimum. Hann var fluttur
á sjúkrahús. Læknar sögðu sárin
ekki alvarleg og bjuggu um þau en
maðurinn var síðan handtekinn fyrir
sj álfsmorðstilraunina.
- Hafi hann ætlað að stytta sér
aldur, tókst honum það einkar
klaufalega, sagði Flynn og bætti við
að hann og félagi hans hefðu farið
aftur á hótelið þar sem þessi John
Robert King hafði dvalið. Hótel-
stjórinn sagði hann hafa verið þar í
viku. f herberginu fundust tvö bréf
til ættingja. í þeim harmaði King að
valda þeim vandræðum en hann gæti
ekki lifað lengur vegna þess að hann
og félagi hans sem hefðu verið
drukknir og undir áhrifum mariju-
ana hefðu rænt stúlku, myrt hana og
grafið.
- Stóð nafnið Shelley Sikes hvergi
í bréfunum? spurði Kessler?
- Nei, svaraði Flynn. - Við höfum
ekki yfirheyrt hann ennþá því okkur
skortir upplýsingar sem þið gætuð
haft þama.
- Vonandi að svo sé, sagði
Kessler. - Láttu náungann ekki fara
neitt. Við komum eins fljótt og við
getum.
Lofaði að vísa á líkið
Um leið og Hansen og Kessler
komu til E1 Paso var hinn 29 ára
gamli John Robert King leiddur
fyrir þá. Hann vildi ekki neyta réttar
síns en bauðst til að segja allt sem
hann vissi.
Hann skýrði svo frá að hann og
félagi hans, Gerald Peter Zwarts
hefðu verið á ströndinni í Galveston
yfir helgi sem var sama helgin og
Shelley Sikes hvarf á laugardags-
kvöldið. Þeir hefðu drukkið bjór
allan daginn og reykt marijuana þar
til þeir urðu kolruglaðir. Þeir ákváðu
að fara um miðnættið og þegar þeir
fóru inn í bílinn sáu þeir stúlku fara
inn í annan bíl skammt frá.
King sagði að Zwarts hefði ekið
og stungið upp á að þeir skemmtu
sér með dúfunni, eins og hann
orðaði það. Þeir óku fast á eftir bláa
Pintónum hennar sem stefndi út á
eiðið að meginlandinu. Þeir reyndu
að stöðva hana með því að aka upp
að hlið hennar og kalla að annað
afturljósið vantaði en þegar hún
•vildi ekki stansa, þvinguðu þeir bíl
hennar út af svo hann festist í
leðjunni.
John Robert Klng reyndi að stytta
sér aldur vegna samvlskukvala
yfir því sem hann hafði teklð þátt
í.
Þá sagði King að Zwarts hefði
farið út og hlaupið niður að bílnum.
Stúlkan neitaði að opna bílinn og þá
braut hann rúðuna með krepptum
hnefanum og dró síðan stúlkuna út
úr bílnum.
- Hann slengdi henni yfir öxlina á
sér eins og baunasekk og fleygði
henni svo inn í bílinn til mín, sagði
King. Hann kvaðst ekki muna nema
óljóst hvað síðan gerðist en sagðist
alveg viss um að hafa ekki nauðgað
stúlkunni. Það næsta sem hann vissi
var að þeir Zwarts voru á ströndinni
þar sem Zwarts tróð líki stúlkunnar
í svartan plastpoka, gróf holu, stakk
pokanum í hana og mokaði yfir.
King sagði að þegar hann færi
með lögreglunni til Galveston skyldi
hann vísa á staðinn þar sem líkið
væri grafið. Kessler hingdi síðan til
lögreglustjórans og fór fram á hand-
töku Zwarts sem bjó í Galveston.
Nú virtist loks útlit fyrir að hvarf
Shelley Sikes upplýstist eftir rúmt ár
en sú varð þó ekki raunin.
Líkið ffinnst hvergi
Þegar komið var með King til
Galveston, fengu ættingjar hans
honum lögfræðing sem aftók að
King sýndi lögreglunni hvar líkið
væri.
Þegar Zwarts var sýndur fram-
burður Kings á myndbandi, staðfesti
hann megnið af honum en hélt því
fram að King hefði ekið og brotið
bílrúðuna og að það hefði verið
King sem dró Shelley Sikes út úr
bílnum.
Sjálfur kvaðst Zwarts hafa verið í
hálfgerðu dái og muna það eitt að
King hafði tekið stúlkuna úr bílnum
þeirra aftur og grafið hana einhvers
staðar á strönd.
Þar sem ekki fékkst vísað á líkið
fóru hundruð sjálfboðaliða til leitar
á ströndunum og blóðhundar voru
fengnir til aðstoðar svo og tæki sem
leitar uppi hluti sem gefa frá sér hita
en læknar sögðu að líkið myndi svo
mikið rotnað að það gæfi ekki frá sér
neina orku lengur.
Eftir árangurslausa leit í mánuð
varð saksóknari að taka ákvörðum
um hvort hann ákærði félagana fyrir
morð en fram til þessa var sökin
aðeins mannrán. Eftir að hafa ráðg-
ast við Hansen og Kessler ákvað
Guarino saksóknari að ákæra ekki
fyrir morð en fara fyrir rétt með
mannránsákæruna eina. Fordæmi
mun fyrir morðákæru án þess að lfk
fyndist en saksóknari taldi ekki hætt-
andi á að ákæra þá King og Zwarts
fyrir annað en það sem þeir höfðu
játað: Ránið á stúlkunni.
- Þegar líkið finnst, er haft eftir
saksóknara, - ákærum við aftur og
förum fram á dauðadóm. Þar sem
hvor kennir hinum um, tökum við
enga áhættu á að kviðdómur láti
lífstíðarfangelsi nægja.
Alls kyns lagaflækjur töfðu nú
fyrir og það var ekki fyrr en í apríl
1988 að John Robert King kom fyrir
rétt í Beaumont. Kviðdómur 10
manna hlustaði á þá játningu Kings
að þeir Zwarts hefðu drukkið bjór
og reykt marijuana með „englaryki"
saman við, þvingað Shelley út af
eiðisveginum og haft hana á burt
með sér.
Kenndu hvor öðrum um
King kom í vitnastúku sjálfum sér
til vamar og neitaði að hafa nauðgað
stúlkunni eða myrt og að vita hvar
hún væri grafin. - Þið verðið að
skilja að ég var kolruglaður, sagði
hann og lagði áherslu á að Zwarts
hefði dregið stúlkuna út úr bílnum
og grafið hana einhvers staðar.
Það tók kviðdómendur eðeins tíu
mínútur að sakfella King og dæma
hann í lífstíðarfangelsi og 10 þúsund
dollara sekt. Þann 13. júní kom
Zwarts fyrir réttinn og fór þar allt á
sömu leið, nema hvað í þetta sinn
var það King sem rændi stúlkunni.
Zwarts þóttist ráma í að King hefði
barið hana með skóflu og grafið
síðan líkið.
Kviðdómur var rúmar þrjár klst.
að komast að sömu niðurstöðu og
hinn, lífstíðarfangelsi og 10 þúsund
dollara sekt.
Þó svo langt væri komið, sagði
Guarino saksóknari fréttamönnum
að málinu væri ekki lokið. Þó King
og Zwarts eigi ekki möguleika á
náðun fyrr en eftir 15 ár, kvaðst
hann sannfærður um að þeir slyppu
aldrei úr fangelsi. Hann sagði að
hann, ásamt Hansen og Kessler
héldu málinu opnu þar til morðingj-
arnir sættu fullri refsingu, sem væri
dauðadómur.
Okkur er gleðiefni að bjóða ykkur velkomin til
Fáskrúðsfjarðar
í verslun okkar fáið þið flestar þœr vörur sem
ykkur kann að vanhaga um á ferðalaginu
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfírði
T£T -w*- v>: Ki'*> .V-V>u “i ) -».í 1 /?V 4
FERÐAMENN