Tíminn - 20.07.1989, Page 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 20. júlí 1989
Borgarráð:
Fyrirspurn um
þjónustuíbúðir
Á síðasta borgarráðsfundi bar Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi
framsóknarflokksins fram fyrirspurn varðandi það hversu mörgum
íbúðum hefði verið úthlutað til aldraðra á síðastliðnu ári. Fyrirspurn-
in er í tveimur liðum. í fyrsta lagi hversu margar af þessum íbúðum
væru byggðar með þjónustukjama og í öðra lagi hversu margar
þessara íbúða væru án þjónustukjarna.
Sigrún sagði í samtali við Tímann
að kveikjan að fyrirspurninni væri
grein eftir Hrafn Pálsson sem birtist
í Tímanum 6. júlí síðastliðinn, en
þar hafi Hrafn haldið því fram að
alltof mikið væri byggt af dvalar-
heimilum þar sem fólk vilji almennt
vera sem lengst á eigin heimili og sjá
sjálft um sín mál. Því eigi áherslan
að vera á eflingu heimilisþjónustu
sem stuðli að slíku fyrirkomulagi.
Sigrún sagði jafnframt að hana
væri farið að gruna að byggðar væru
ósköp venjulegar blokkir með litlum
íbúðum sem kallaðar væru „íbúðir
fyrir aldraða" en þar væri ekki boðið
upp á neina sérstaka þjónustu fyrir
íbúana og í fæstum tilfellum væru
byggðir þjónustukjarnar við slíkar
blokkir. Sigrún sagðist ennfremur
telja að íbúðir af þessu tagi væru
yfirleitt dýrari þar sem talað væri um
að þær væru sérhannaðar fyrir aldr-
aða. „Mér finnst svo skrítið hvað
þetta blómstrar núna, það virðast
allir verktakar vera að byggja fyrir
aldraða og ég tel rétt að upplýsingar
af þessu tagi liggi fyrir hjá borgaryf-
irvöldum." SSH
Samtök verslunarskólanema á Norðurlöndum:
Fyrsta eintak Krabbameinsbókarinnar var afhent forseta íslands, Vigdísi
Finnbogadóttur, en hún er verndari Krabbameinsfélagsins. Viðstaddir vorn
Jóhannes Tómasson ritstjórí bókarinnar og Almar Grímsson formaður
félagsins.
Krabbameinsfélagið:
Gefur út bók
um krabbamein
Berjastfyrir hags-
munum íslands í EB
Samtök verslunarskólanema á
Norðurlöndum héldu sinn fyrsta
aðalfund í Osló fyrir skömmu, en
samtökin voru stofnuð á síðasta ári.
Börkur Gunnarsson, tvítugur forseti
nemendafélagsins í Verslunarskóla
íslands var kjörinn varaformaður
samtakanna, en helsta baráttumál
íslendinga á þessum fundi var að fá
stuðning samtakanna við að Danir
settu ekki takmarkanir á framhalds-
nám fslendinga í Danmörku árið
1992, þar sem íslendingar eru ekki
aðilar að Efnahagsbandalagi Evr-
ópu. Börkur Gunnarsson sagði í
samtali við Tímann að mjög vel
hefði verið tekið í það mál af öllum
aðilum. Hann sagði að fulltrúar frá
öllum Norðurlandaþjóðunum nema
Svíþjóð hefðu mætt á fundinn, en
Frístund sf.
kaupir Nesco
Nú nýverið keypti verslunarfyrir-
tækið Frístund rafeindatæki sf. vöru-
umboð þau sem áður voru seld hjá
Nesco Laugavegi hf. Frístund raf-
eindatæki sf. er til húsa í Skútuvogi
11, Reykjavík.
Pær vörutegundir sem Nesco flutti
inn eru nú allar til sölu hjá Frístund
og einnig öll eftirþjónusta tækja.
Viðgerða- og varahlutaþjónusta
Frístundar flytur innan skamms í
Skútuvog 11, á sama stað og sölu-
deildin. GS
Hönnum auglýsingu
FRÍTT
þegar þú auglýsir
í Tímanum
AUGLÝSINGASÍMI S80001
vonast er til að Svíar bætist brátt í
hópinn.
Tilgangur samtakanna er að
vernda hagsmuni verslunarskóla á
Norðurlöndunum og skiptast á upp-
lýsingum og jafnvel koma upp nem-
endaskiptasambandi. „Ef við byggj-
um þessi samtök rétt þá ættu þau að
geta orðið mjög öflug. Parna eru
fulltrúar fyrir hátt á annað hundrað
þúsund nemendur,“ sagði Börkur.
Samtökin verða rekin með stuðningi
fyrirtækja á Norðurlöndunum, en
mesta vinnan mun lenda á herðum
forseta og varaforseta þeirra, og
gerir Börkur því ráð fyrir að ferðast
töluvert fyrir málstaðinn. Hann
sagði að samtökin yrðu töluvert
notuð til að þrýsta á mál í einstökum
löndum sem eru mikilvæg fyrir nem-
endur þar, og nefndi hann sem dæmi
að vel mætti hugsa sér að þau
berðust fyrir niðurfellingu skatta á
námsbókum á íslandi.
Næsti aðalfundur samtakanna er
ráðgerður eftir tvö ár. LDH-
HELLUR MED
TREFJABLÖNDU
Hjálparhellan hf. í Kópavogi hef-
ur hafið framleiðslu á svokölluðum
trefjahellum, til notkunar jafnt á
gangstíga og bílastæði, sem og innan
húss.
Að sögn Friðriks Sigurmundsson-
ar eins af eigendum fyrirtækisins er
blandað plasttrefjum við steypuna
sem notuð er í kjama hellunnar.
„Það gerir það að verkum að mögu-
legt er að hafa hellurnar þynnri og
léttari, og um leið að auka styrk
þeirra, samanborið við hefðbundnar
þykkari hellur án trefja," sagði
Friðrik.
„Krabbameinsbókin“ er heiti á nýrri bók sem Krabbameinsfélag
Islands hefur gefíð út og hefur hún að geyma margháttaðan fróðleik
um krabbamein. Bókin er skrifuð af læknum, hjúkrunarfræðingum
og fleirum en við vinnslu hennar var reynt að safna saman ýmsum
gagnlegum upplýsingum fyrir sjúklinga og vandamenn þeirra.
Frumkvæði að samantekt bókarinnar átti Óskar heitinn Kjartansson
gullsmiður en hann féU frá áður en verkinu lauk.
Bókin er 108 blaðsíður og fjalla
fyrstu kaflamir um almenn atriði
varðandi krabbamein og meðferð
þess. Þá eru fjórar frásagnir um
reynslu krabbameinssjúklinga og
síðan koma tíu kaflar um nokkur
algengustu krabbamein karla og
kvenna. Eru þeir kaflar skrifaðir af
læknum. f lokin eru kaflar um aðstoð
og þjónustu sem hægt er að leita
eftir.
Hugmyndin með þessari bók
Krabbameinsfélagsins er að lesend-
ur geti þar fundið upplýsingar um
krabbamein, fái ábendingar um
þjónustu fyrir krabbameinssjúklinga
og að hún verði til að efla baráttu-
gleði allra sem segja þurfa krabba-
meini stríð á hendur.
f fréttatilkynningu frá Krabba-
meinsfélaginu segir ennfremur:
„Krabbamein hefur oft verið talinn
dauðadómur en með framförum í
læknavísindum á síðustu árum má
segja að svo sé ekki lengur. krabba-
mein er sjúkdómur en ekki dauða-
dómur. I bókinni kemur fram í
samtölum við sjúklinga, að nauðsyn-
legt sé að vera bjartsýnn og halda í
vonina um lækningu. Baráttugleði
ætti að vera kjörorð krabbameins-
sjúklingsins og aðstandenda hans.“
Nokkrir velunnarar Krabba-
meinsfélagsins hafa stutt útgáfuna
fjárhagslega, m.a. fjölskylda Öskars
Kjartanssonar.
Trefjarnar gefa steinsteypunni
nýja eiginleika s.s. meiri sveigjan-
leika, betri hitaleiðni og því hentug-
ar ofan á snjóbræðslulögn, auk þess
sem létt er að vinna með þær.
Fíngerð sementsblanda er notuð á
efsta lag hellunnar, sem gefur þeim
þétt yfirborð og því fallega áferð, og
betra veðrunarþol.
Hellur af þessari gerð hafa verið
framleiddar um nokkurra ára skeið
og þykja hentugar bæði fyrir gang-
stíga sem og á bílastæði, auk þess
sem þær hafa verið lagðar innanhúss.
Hjálparhellan hf. er til húsa í Vestur-
vör 7, Kópavogi. -ABÓ
Einar og Friðrik Sigurmundssynir eigendur og starfsmenn Hjálparhellunnar
hf. sem framleiðir svokallaðar trefíahellur. Tímamynd pjctur
Nefnd um rekstur Sinfóníuhljómsveitar íslands:
Fjölga þarf spilurumog hlustendum
Nefnd sem skipuð var af mennta-
málaráðherra í vor til að fara ofan
í reksturinn á Sinfóníuhljómsveit
íslands hefur skilað af sér. Helstu
niðurstöður nefndarinnar eru þær
að fjölga beri fastráðnum hljóð-
færaleikurum í hljómsveitinni upp
í 78-80 manns samhliða almennri
endurskoðun á rekstrinum, mark-
aði hennar, viðfangsefnum og áætl-
anagerð. Þá telur nefndin að
endurskipuleggja þurfi umsýslu
Sinfóníunnar þannig að nýta megi
betur það fé sem varið er til
stofnunarinnar á fjárlögum. Þá tel-
ur nefndin að hljómsveitin nái ekki
eyrum nægilega margra aðila og
vill að hún auki starfsemi sína t.d.
í skólum, vinnustöðum og Sjón-
varpinu. Það að hljósveitin starfar
í húsnæði á þremur mismunandi
stöðum hafi leitt til þess að vinnu-
hagræðing og starfsmannatengsl
séu ekki eins og best verður á
kosið.
í nefndinni sátu: Guðrún
Ágústsdóttir, aðstoðarm. mennta-
málaráðherra, Elfa Björk Gunn-
arsdóttir framkvstj. ríkisútvarpsins
og stjórnarmaður í Sinfóníunni,
Haukur Ingibergsson, deildarstjóri
í Fjárlaga- og hagsýslustofnun, Sæ-
björn Jónsson form. Starfsmanna-
félags Sinfóníunnar, og Runólfur
B. Leifsson, deildarstjóri í mennta-
málaráðuneytinu.