Tíminn - 20.07.1989, Qupperneq 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 20. júlí 1989
Utihátíð í
Húnaveri
Ályktun Kennarasambands íslands vegna Tjarnarskólamálsins:
eningasjónarmið sett
ofar hagsmunum nemenda
Kennarasamband íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem
sá atburður er átti sér stað við útskrift nemenda úr
Tjarnarskóla er fordæmdur. Þar var einum nemanda í 9. bekk
skólans ekki afhent prófskírteini vegna þess að dráttarvextir
af skólagjöldum höfðu ekki verið greiddir.
ályktuninni segir meðal annars, nemendum skólans eins og átti sér
að ljóst sé að samkvæmt grunnskóla-
lögum og reglugerð um námsmat í
grunnskóla, átti umræddur nemandi
í Tjarnarskóla skýlausan rétt á að fá
prófskírteini sitt afhent á sama tíma
og aðrir nemendur skólans, enda
þótt skólastjórar ættu eitthvað van-
talað við foreldra nemandans um
peningamál. Stjórn Kennarasam-
bandsins telur því með öllu óviðun-
andi að viðskipti skólastjóra Tjarn-
arskóla við foreldra komi niður á
stað viðsíðustu útskrift. Slíkirstarfs-
hættir gangi þvert á anda grunn-
skólalaga, en í 2. grein þeirra segir
m.a. að starfshættir skóla skulu mót-
ast af umburðarlyndi, kristilegu sið-
gæði og lýðræðislegu samstarfi og að
grunnskólinn eigi að leitast við að
haga störfum sínum í sem fyllstu
samræmi við eðli og þarfir nemenda.
Ennfremur segir í 4. grein reglugerð-
ar um skólareglur o.fl. í grunnskóla,
að starfsmenn skóla skulu sýna nem-
endum sanngirni og háttvísi.
Stjórn Kennarasambandsins for-
dæmir aðgerðir sem þessar, þar sem
peningasjónarmið eru sett ofar hags-
munum nemenda og ítrekareftirfar-
andi samþykkt sem fram kemur í
Skólastefnu KÍ:
„Kennarasamband fslands telur
að ríkisvaldið eigi ekki að mismuna
nemendum. Þess vegna er Kennara-
samband íslands andvígt því að
ríkisvaldið styðji eða taki þátt í
rekstri einkaskóla á grunnskólastigi.
Kennarasamband íslands varar jafn-
framt við stofnun einkaskóla sem
einungis eru kostaðir af foreldrum
og fyrirtækjum. Slíkir skólar verða
fyrst og fremst sérskólar hinna efn-
uðustu í landinu."
Doktorspróf
í læknisfræði
Árlegur ráðherrafundur EUREKA:
Hraðeldi á ófrjóum
laxi meðal verkef na
Útlit er nú fyrir að þrjár útihátíðir
verði um næstu verslunarmanna-
helgi. í Galtalækjarskógi verður
bindindismót eins og undanfarin ár
og þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
verður á sínum stað. Auk þeirra
verður haldið upp á verslunar-
mannahelgina í Húnaveri með mikil-
li rokkhátíð.
Dagskráin á hátíðinni verður ein-
ungis tónlistarlegs eðlis. Á meðal
þeirra tónlistarmanna og hljóm-
sveita sem munu bregða á leik má
nefna Stuðmenn, Bubba Morthens,
Síðan skein sól, Langa Sela og
skuggana, Nýdönsk, Strax, Geira
Sæm og Hunangstunglið og Snigla-
bandið. Þá verður haldin hljómsveit-
arkeppni og er skráning í hana hafin.
f Húnaveri voru iðulega haldnar
tvær hátíðir á hverju sumri allt til
ársins 1973. Þá þótti fólksmergðin á
svæðinu vera orðin fullmikil og
ákveðið var að gera hlé á samkomu-
haldi.
Húnaver liggur á bökkum Hlíðar-
ár, mitt á milli Varmahlíðar og
Blönduóss, rétt við hringveginn.
Tjaldstæði eru á staðnum auk hrein-
lætisaðstöðu, veitingasölu og bens-
ínafgreiðslu. Hljómsveitir munu
leika og spila á tveimur sviðum,
annars vegar undir beru lofti, þar
sem reistur verður útipallur, og hins
vegar inni í sjálfu Húnaveri. GS
Fyrir skömmu var árlegur ráð-
herrafundur EUREKA-landanna
nítján og Evrópubandalagsins.
Meðal verkefna sem hlaut sam-
þykkt fundarins, var samstarfsverk-
efni fslendinga og Portúgala, um
þróun aðferðar til að hraðala lax í
ylvolgum sjó og koma í veg fyrir
ótímabæran kynþroska með því að
gera laxinn ófrjóan strax á hrogna-
stigi. Með þessu fæst stærri lax og
betri nýting á eldisstöðvum. Aðferð-
in hefur verið rannsökuð af vtsinda-
mönnum hérlendis og þær rannsókn-
ir verið styrktar af Rannsóknaráði
ríkisins.
Fundurinn var haldinn í Vín og
sótti Svavar Gestsson hann fyrir
hönd íslands, en með honum fór dr.
Vilhjálmur Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkis-
ins.
Á fundinum voru samþykkt 89
samstarfsverkefni á sviði rannsókna
og tækniþróunar að upphæð 1.600-
millj.ECÚ. Stærsta verkefnið sem
var samþykkt, varðar þróun á tækni
til að stórauka afkastagetu í kísilör-
rásum sem eiga að vera undirstaða
framfara í tölvutækni í framtíðinni.
Með þessu ætla evrópsk fyrirtæki að
tryggja sér sjálfstæði frá Japan og
Bandaríkjunum í tækniþróun á
þessu sviði. Þá fengu 22 verkefni á
sviði umhverfisvemdar EUREKA-
stimpil ráðherrafundarins. - LDH
Þann 8. maí s.l. varði dr. Jón
Karlsson doktorsritgerð sína við
Læknadeild Gautaborgarháskóla í
Svíþjóð. Ritgerðin nefnist „Chronic
lateral instability of the ankle joint.
A clinical, radiological and experi-
mental study“. Ritgerðin fjallar um
áverka á ökklalið og viðgerðir á
þeim, einkum liðbandaáverka utan-
vert á ökklann, sem er algengasti
áverki sem íþróttamenn verða fyrir.
Sýnt er fram á að nýjungar í skurðað-
gerðum gefa betri og öruggari lang-
tíma árangur en eldri aðferðir. Nýrri
aðferðir til viðgerða eru jafnframt
einfaidari en eldri og líkur á fylgi-
kvillum mun minni. Talið er að þetta
muni einkum hafa áhrif fyrir íþrótta-
menn, en ökklaáverkar hafa yfirleitt
verulega þýðingar fyrir íþróttaiðk-
endur.
Dr. Jón Karlsson er fæddurl953,
sonur hjónanna Láru M. Benedikts-
dóttur og Karls M. Jónssonar frá
Klettstíu í Norðurárdal. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð 1972 og kandidats-
prófi frá Læknadeild Háskóla ís-
lands 1978. Hann hefur síðan 1981
dvalið við framhaldsnám í bæklunar-
Dr. Jón Karlsson.
skurðlækningum við Östra sjúkra-
húsið í Gautaborg og við Gautaborg-
arháskóla. Hann hlaut sérfræðirétt-
indi í bæklunarskurðlækningum
bæði í Svíþjóð og á íslandi 1986.
Hann hefur fyrir utan doktorsritgerð
sína ritað fjölmargar vísindagreinar
um bæklunarskurðlækningar bæði í
íslensk og erlend læknatímarit.
Hann starfar nú sem sérfræðingur
við Bæklunarskurðdeild Östra
sjúkrahússins í Gautaborg. Hann
hefur að auki í frístundum verið
ötull starfskraftur við íþróttalækn-
ingar í Svíþjóð og hefur m.a. verið
læknir sænska knattspymulandsliðs-
ins síðan 1985.
Frá æfíngu á Macbeth. Nornirnar í
verkinu, sem hér sjást, verða ekki
þrjár eins og venjulega heldur sex.
Miðasala
hafin á
Hunda-
daga ’89
Nú er hafin í íslensku ópemnni
miðasala á viðburði Hundadaga ’89.
Miðasalan er opin daglega frá
kl. 16:00 - 19:00, og er síminn þar
11475. Veittur er 20% afsláttur ef
miðar á þrjá viðburði eða fleiri em
keyptir.
Hundadagar ’89 em listadagar
sem Tónlistarfélag Kristskirkju, Al-
þýðuleikshúsið og Listasafn Sigur-
jóns Ólafssonar standa fyrir 30.júlf
til 29.ágúst nk. Af þeim viðburðum
sem verða á listadögunum má nefna
nýja íslenska ópem, „Mann hef ég
séð“, og sýningu Alþýðuleikhússins
á Macbeth eftir Shakespeare í nýrri
íslenskri þýðingu. GS
Ný ritvinnsla
Ný ritvinnsla fyrir BBC, Ritsnilld
2 .00, er nú komin á markaðinn.
Forritið er alíslenskt, og fer öll
vinnsla fram í gluggum líkt og í
stærri og dýrari tölvum. Allar hefð-
bundnar aðgerðir em til staðar, eins
og merkja, afrita, færa og eyða
texta. Einnig sýnir forritið mismun-
andi stafagerðir og blaðsíðuskipti á
skjánum. Forritið kostar 5900 kr.,
en þeir sem eiga eldri útgáfu geta
skipt fyrir 1000 kr. Söluaðili er Japis
hf.
MINNING
Ingimunda
Gestsdóttir
Fædd 23. júlí 1904
Dáin 13. júlí 1989
Amma Ingimunda er dáin. Eftir
erfiða sjúkdómslegu síðustu vikur
og mánuði er hún komin yfir landa-
mærin, þangað sem leið okkar allra
liggur. Við hin lifum í góðri minn-
ingu um hressilegt viðmót, en okkar
bíður það verkefni að venjast tóm-
inu sem eftir stendur.
Ég kynntist ömmu Ingimundu
fyrst á Hlíðarveginum vorið 1978.
Þar hafði hún búið ámm saman
ásamt afa Guðmundi, en hann féll
frá haustið 1977. Þegar ég kom inn í
fjölskylduna var amma því einbúi á
Hlíðarveginum.
Heimili þeirra hjóna að Hlíðar-
vegi 44 í Kópavogi var nokkurskonar
umferðarmiðstöð fyrir fjölmarga
ættingja og vini. Þar litu margir inn
til að fá kaffi og til að spjalla um lífið
og tilvemna. Þama komu jafnt þétt-
býlisbúar á leið heim úr vinnu og
Strandamenn í bæjarferð. Gestrisni
þeirra hjóna var einstök, alltaf heitt
Hlíðarvegurinn var ekki bara áning-
arstaður í stutta stund í önn hvers-
dagsins. Þar var líka alltaf húspláss
fyrir unga fólkið. Sumir vom í skóla
þar syðra á vetmm, aðrir voru að
byrja búskap og vantaði fæði og
húsnæði um tíma. Það var því löng-
um svo, að einhverjir bjuggu á
loftinu hjá þeim Ingimundu og Guð-
mundi, og alltaf voru íbúar hússins
eins og ein fjölskylda, þótt margir
væm.
Amma Ingimunda var Stranda-
maður í húð og hár. Hún var ein af
10 börnum hjónanna Gests Krist-
jánssonar og Guðrúnar Ámadóttur
á Hafnarhólmi á Selströnd. Þessi
systkinahópur varð kynsæll, og er
ættin orðin mjög fjölmenn.
Á 3. áratug aldarinnar hóf amma
búskap á Kleifum á Selströnd ásamt
afa Guðmundi, en hann var heima-
maður á Kleifum. Auk búskapar-
starfanna var hún ljósmóðir, og átti
að þjóna svæðinu norðan Hólmavík-
ur. Þetta er strjálbýlt hérað, og
samgöngur erfiðar .-flaft-tá
dag, hvað þá fyrir hálfri öld. Ljós-
móðurstarfið var því engan veginn
tekið út með sitjandi sældinni. Á
þessum tíma fæddust flest böm í
heimahúsum, þannig að ljósmóðirin
hafði engan til að treysta á nema
sjálfa sig. Verðandi feður þurftu
jafnvel að skilja konu í bamsnauð
eftir eina með smáböm og brjótast
langar leiðir á sjó og landi til móts við
Ijósmóðurina. Enginn gat vitað
hvernig aðkoman yrði við heimkom-
una.
Frásagnir af ferðalögum ljósmóð-
urinnar frá Kleifum hafa aldrei verið
skráðar. Ég minnist þó einnar sögu
sem amma Ingimunda sagði mér af
einni slíkri ferð á bátkænu í hauga-
brimi á Steingrímsfirði. Leiðin virtist
lokuð með öllu, en hinum megin
beið kona í bamsnauð. Stýrimaður-
inn taldi tilgangslaust að reyna
frekar, en þá tók amma til sinna
ráða, tók við stýrinu og tókst að
þræða milli skers og báru á áfanga-
stað. Þessi litla saga er reyndar
.^ijfsips.
ólgusjó hafði hún einstakt lag á því
að sigla skipi sínu milli skers og bám
heilu í höfn, þótt öðrum þættu
vandamálin stórvaxin.
Amma Ingimunda hafði þann
hæfileika fram yfir flesta samtíðar-
menn, að sjá sitthvað sem öðmm er
hulið. Hlutir sem komu öðmm á
óvart, virtust henni ekki framandi,
og hún fékk jafnvel vitneskju um
atburði sem áttu eftir að gerast 2-3
áratugum síðar. Þessi hæfileiki hefur
eflaust hjálpað henni gegnum erfið
ár. Hún sagðist aldrei vera ein þó að
enginn væri hjá henni af þessum
heimi. wk'ftVÚ z.c.c.1. c»..í
Hjónin Ingimunda og Guðmund-
ur bmgðu búi á Kleifum upp úr 1940
og fluttust til Hólmavíkur. Þaðan lá
leiðin fljótlega til Reykjavíkur, þar
sem þau settust að á Langholtsvegin-
um. Hlíðarvegurinn var svo næsti
áfangastaður. Haustið 1978 flutti
amma Ingimunda á Strandir á ný, og
bjó hjá dóttur sinni á Hólmavík eftir
það.
Þau Ingimunda og Guðmundur
eignuðust 4 böm, sem öll em á lífi.
Barnabömin em 20 og barnabarna-
börnin eitthvað um 30, og fer fjölg-
andi. Allur þessi hópur situr eftir og
saknar móður, ömmu og langömmu,
en minningin lifir.
Amma Ingimunda og afi Guð-
mundur höfðu gaman af því að
ferðast um landið meðan afi lifði.
Þau óku þá gjarnan vestur á Snæ-
fellsnes eða bara eitthvað út í sveit,
og slógu upp tjaldi. Oft var þá eitt-
hvað af bömum og barnabömum
með í för. Afi Guðmundur vildi láta
hlutina ganga almennilega fyrir sig,
og var oft sestur út í bílinn fyrstur
manna. Þar beið hann síðan eftir því
að hinir yrðu tilbúnir. Nú hefur hann
beðið hátt á tólfta ár eftir þvf að
amma yrði tilbúin í síðustu ferðina.
Nú er þeirri bið lokið, og víst er að
amma hefur fengið góðar móttökur
í bíl eilífðarinnar.
Blessuð veri minning þeirra
beggja.
Stefán Gíslason,
‘-------