Tíminn - 20.07.1989, Page 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 20. júlí 1989
llllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK
Ferðaleikhúsið: UGHT NIGHTS
20. sýningarárið
Sýningar Ferðaleikhússins á Light
Nights eru í Tjarnarbíói við Tjörnina í
Reykjavík (Tjarnargötu 10E). Sýningar-
kvöld eru fjögur í viku: á fimmtudags-
föstudags- laugardags- og sunnudags-
kvöldum. Sýningarnar hefjast kl. 21:00
og lýkur kl. 23:00. Síðasta sýning verður
3. september.
Light Nights sýningarnar eru sérstak-
lega færðar upp til skemmtunar og fróð-
leiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið
er allt íslenskt, en flutt á ensku, nema
þjóðlagatextar og kveðnar lausavísur.
Sýningaratriði eru 24 alls. Leiksviðs-
myndir eru af baðstofu um aldamótin og
Úr sýningu Light Nights sem Ferða-
leikhúsið sýnir í Tjamarbíói við Tjömina.
Leikendur: Ragnheiður Þorsteinsdóttir,
Gnðrún Kristinsdóttir, Erlendur Pálsson
og Matthías Amgrímsson.
af víkingaskála. Einnig er stórt sýningar-
tjald, þar sem um 300 skyggnur eru
sýndar. Stærsta hlutverkið ersögumaður,
sem er leikinn af Kristínu G. Mangús.
Stofnendur og eigendur eru Halldór
Snorrason, Kristín G. Magnús og Magnús
S. Halldórsson.
Þetta er 20. sumarið sem þessar sýning-
ar eru í Reykjavík, en Light Nights hafa
verið sýndar í útlöndum, bæði austan hafs
og vestan.
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Helmili Sfmi
Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 45228
Kópavogur LindaJónsdóttir Holtagerði 28 641195
Garðabœr Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 45228
Keflavlk GuðríöurWaage Austurbraut 1 92-12883
Sandgerði Ingvi Jón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760
Njarðvlk Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826
Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261
Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740
Stykklshólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Ólafsvfk Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269
Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604
Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629
Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447
fsafjörður Jens Markússon HnlfsdalsvegilO 94-3541
Bolungarvfk Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366
Flateyri Sigríður Sigursteinsdóttir Drafnargötu 17 94-7643
Patreksfjörður Ragnheiður Gisladóttir Sigtúni 12 94-1149
Bfldudalur HelgaGísladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122
Þingeyri KaritasJónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131
Hólmavfk ElísabetPálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132
Hvammstangi FriðbjörnNíelsson Fífusundi12 95-1485
Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581
Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772
Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð13 95-5311
Slglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555
Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940
Svalbarðseyri ÞrösturKolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016
Húsavfk Hermann Benediktsson Brúnagerði 11 96-41620
Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308
Raufarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258
Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157
Vopnafjörður Svanborg Vlglundsdóttir Kolbeinsgötu44 97-31289
Egilsstaðlr Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350
Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467
Neskaupstaður KristínÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626
Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi12 97-41167
Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svinaskálahlið 19 97-61367
Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíöargötu4 97-51299
Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839
Djúplvogur Óskar Guðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857
Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317
Hveragerðl Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 98-34389
Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lyngberg 13 98-33813
Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 98-31198
Stokkseyri Hjörleifur Bjarki Kristjánsson Sólvöllum 1 98-31005
Laugarvatn Halldór Benjam I nsson Flókalundi 98-61179
Hvolsvöllur Jónfnaog ÁrnýJóna Króktún 17 98-78335
Vlk VíðirGylfason Austurveg 27 98-71216
Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192
t
Minningarathöfn um föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og
langafa
Guðmund Hagalín Guðmundsson
fyrrum bónda,
Hraunl, Ingjaldssandl
fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 20. júll kl. 16.30. Jarðsung-
ið verður frá Flateyrarkirkju mánudaginn 24. júlí kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Minningarsjóð
Jóns Guðjónssonar, Flateyri I slma 94-7795
ÓlafíaG. Hagallnsdóttir
GuðmundurB. Hagalínsson
Guðrún S. Valgeirsdóttir
Margrét J. Hagalínsdóttir
Valdís Hagalínsdóttir
Marla I. Hagallnsdóttir
Viggó H. Hagalínsson
Guðrún Bjarnadóttir
Matthías Vilhjálmsson
Leifur Björnsson
Sveinn Guðbjartsson
Kristln I. Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Frá Félagi eldri borgara
Göngu-Hrólfur. Gönguferð Félags
eldri borgara á hverjum laugardegi kl.
10:00, farið er frá Nóatúni 17.
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í
dag, fimmtudag20. júlí. Kl. 14:00 — frjáls
spilamennska. Kl. 19:30-félagsvistogkl.
21:00 verður dansað.
Farin verður dagsferð laugard. 22. júlí
um Þjórsárdal og Rangárvelli. Upplýsing-
ar á skrifstofu félagsins í síma 28812.
Opið hús í NORRÆNA HÚSINU
í kvöld, fimmtud. 20. júlí kl. 20:30
verður næsti fyrirlesturinn í sumardag-
skrá Norræna hússins. Ragnheiður Þórar-
insdóttir, forstöðumaður Árbæjarsafns
íslands heldur fyrirlestur „Saga Reykja-
víkur í 200 ár“ og er hann fluttur á norsku.
Eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvik-
myndin “Þrjú andlit íslands“ með norsku
tali.
Sumardagskráin hefur verið fastur liður
í starfsemi hússins allt frá 1979. Hún er
einkum sett saman með tilliti til norrænna
ferðamanna og flutt á einhverju Norður-
landamálanna.
lslenskir fræðimenn halda erindi um
ísland - land, þjóð, sögu og náttúru. Þessi
dagskrá verður öll fímmtudagskvöld í
sumar, en síðasti fyrirlesturinn verður24.
ágúst. Á dagskrá 27. júlí flytur Helga
Jóhannesdóttir fyrirlestur um íslenska
alþýðutónlist fyrr og nú. fyrirlesturinn
verður á sænsku. Síðan verður sýnd
kvikmyndin Mývatn eftir Magnús Magn-
ússon (enskt tal).
Kaffistofa hússins býður upp á ljúffeng-
ar veitingar og bókasafnið er opið þessi
kvöld til kl. 22:00. Þar liggja frammi
þýðingar íslenskra bókmennta á öðrum
norrænum málum og bækur um ísland.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjart-
anlega velkomnir.
Haukur Dór og Preben Boye
að Kjarvalsstöðum
Nú stendur yfir að Kjarvalsstöðum
sýning á verkum Hauks Dórs og Prebens
Boye.
Haukur Dór sýnir í vestursal um 50
málverk sem flest eru unnin með akrýl á
striga. Myndir Hauks eru flestar málaðar
á undanfömúm tveimur árum, en hann
býr nú og starfar í Kaupmannahöfn.
Haukur Dór var á sínum tíma einn af
stofnfélögum SÚM-hópsins, „en alla tíð
hefur hann málað kraftmiklar og tjáning-
arríkar myndir og er án vafa einn mar-
kverðasti exressionisti í íslensku mál-
verki,“ segir I fréttatilkynningu frá Kjar-
valsstöðum.
Preben Boye sýnir í vesturforsal 17
höggmyndir unnar í granít. Preben Boye
er kvæntur íslenskri konu og bjó hér um
hríð. Hann hefur einnig búið og starfað á
Grænlandi og má sjá áhrif þess á högg-
myndum hans.
Öll verk þeirra félaganna eru til sölu.
Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga kl.
11.00-18:00.
Sjóminjasafn íslands
í Hafnarfirði
Sjóminjasafn Islands er til húsa I
Brydepakkhúsi f Hafnarfirði, sem var
byggt um 1865, en hefur nú vereið
endurbyggt og sniðið að kröfum safna-
húss.
Auk fastra safnmuna eru sérstakar
sýningar f safninu um tiltekin efni, t.d.
áraskipatímabilið á Islandi. Myndasýn-
ingar (myndbönd, litskyggnur og kvik-
myndir) og fyrirlestrar eru einnig hluti af
starfsemi safnsins og eru auglýst sérstak-
lega.
Elsta hús Hafnarfjarðar, hús Bjama
Sívertsen, byggt um 1803, er í næstsa
nágrenni. Þar er til húsa byggðasafn
Hafnarfjarðar.
Opnunartímar Sjóminjasafnsins er yfir
sumarmánuðina (júní-sept.):Þriðjudaga-
simnudagakl.-t4:00-',18:60.- - ---------
Málmiðnaðarsveinar útskrifast
í Reykjavík og Hafnarfirði
Nýlega útskrifuðust 30 sveinar í málm-
iðnaðargreinum í Reykjavík og Hafnar-
firði við hátíðlega athöfn, þar sem próf-
skírteini og sveinsbréf vom afhent. Hér
er um að ræða sveina í vélsmíði, stál-
smíði, rennismíði og rafsuðu.
Við útskriftarathöfnina afhentu Félag
málmiðnaðarfyrirtækja og Félag jámiðn-
aðarmanna viðurkenningu til þeirra sem
náðu bestum árangri.
Frá athöfninni er sveinar útskrifuðust í
málmiðnaðargreinum í Reykjavik og
Hafnarfirði
Aukin aðsókn er nú í hinar ýmsu
greinar málmiðnaðarins, enda eru þar
margar áhugaverðar tækninýjungar að
ryðja sér til rúms í daglegum störfum. Því
er nú í auknum mæli unnið að endur-
menntun í málmiðnaði og á þann hátt
komið til móts við síbreytilegar þarfir í
tæknivæddri iðngrein.
„Laugavegurinn"
Landmannalaugar - Þórsmörk
Gengið á fjómm dögum milli göngu-
húsa Ferðafélagsins í Hrafntinnuskeri,
við Álftavatn og á Emstram. Ferðimar
hefjast í Landmannalaugum eða
Þórsmörk.
26.-30. júlí kl. 08:00 Landmannalaugar
- Álftavatn
26.-30. júlí kl. 08:00
Þórsmörk - Álftavatn
26.-30. júlí kl. 08:00
Landmannalaugar - Þórsmörk.
Takmarkaður fjöldi er í hverja ferð.
Pantið tímanlega. Upplýsingar á skrif-
stofu F.I.
Ferðafélag íslands
Helgarferðir Útivistar
21.-23. júlí
Þórsmörk - Goðaland. Gist í Útivistar-
skálunum í Básum á miðju Goðalandi.
Hressandi gönguferðir við allra hæfi.
Munið sumardvölina. Fararstjóri Hákon
J. Hákonarson.
Veiðivötn - Útilegumannahreysið. í
þessari ferð má m.a. huga að fjallagrös-
um. Tjöld. Fararstjóri: Lovísa Christians-
en.
Ferðir um verslunarmannahelgina
4.-7. ágúst:
1. Horastrandir - Hornvík 2. Þórsmörk
3. Núpsstaðarskógar 4. Langisjór-Sveins-
stindur-Lakagígar-Fjallabaksleið syðrí.
Ath. að nauðsynlegt er að panta tjald-
stæði á umsjónarsvæði Útivistar á Goða-
landi (Þórsmörk) um verslunarmanna-
helgina vegna fjöldatakmarkana.
Úpplýsingar og farmiðar á skrifstofunni
Grófinni 1 (v/Vesturgötu 4) Opið kl.
09:30^17:30.
Útivist, ferðafélag
Listsýning í Ólafsvík
dagana 20.-23. júlí
Fimmtudaginn 20. júlt opnar GALL-
ERÍ BORG sýningu í samvinnu við
Lista- og menningarmálanefnd Ólafsvík-
ur, í Grannskólanum í Ólafsvík. Á sýn-
ingunni, sem er sölusýning, era grafík-
myndir, vatnslita-, krítar- og pastelmynd-
ir, olíumálverk og verk unnin í leir.
Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýning-
unni: Bryndís Jónsdóttir, Daði Harðar-
son, Daði Guðbjörnsson, Guðný Magn-
úsdóttir, Jón Reykdal, Jóhannes Geir,
Hringur Jóhannesson, Kjartan Guðjóns-
son, Sigrún Eldjám og Þórður Hall.
Sýningin opnar eins og fyrr segir
fimmtudaginn 20. júlí kl. 21:00. Hún
verður opin föstudaginn 21. júlí kl. 16:00-
22:00 laugardaginn 22. júlí kl. 14:00-22:00
og sunnudaginn 23. júlf kl. 1:00-16:00.
Listasafn íslands:
MYND MÁNAÐARINS
Mynd Júlímánaðar f Listasafni Islands
er olíumálverk Júlfönu Sveinsdóttur,
„Frá Vestmannaeyjum, Elliðaey“. Mynd-
in er máluð árið 1946 og er stærð hennar
82x90 sm.
Júlíana fæddist í Vestmannaeyjum árið
1889 og minntist Listasafnið 100 ára
fæðingarafmælis hennar með sýningu á
landslagsverkum síðastliðið vor. Júlfana
lést árið 1966.
Leiðsögnin „Mynd mánaðarins“ fer
fram alla fimmtudaga kl. 13:30-13:45.
Safnast er saman í anddyri safnsins og er
-leiðsögnin ókeypis’og-öflnm-opmr - - —•
Alþjóðleg teiknimyndasamkeppni
til aðstoðar bómum í Súdan
Breskt hönnunarfyrirtæki í samvinnu
við Svissneska Rauða Krossinn hefur
veitt sér fyrir alþjóðlegri teiknimynda-
samkeppni meðal 7-14 ára barna um allan
heim. Tilgangurinn er að safna fé til
hjálpar börnum í Súdan. Leitað er eftir
góðum hugmyndum um fyndnar persónur
eða dýr eins og í teiknimyndasögunum.
Hér er því um að ræða teikningar sem fá
fólk til að brosa. „Hjálpum börnunum að
brosa" (fáum börnin til að brosa) era
slagorð sem nefnd hafa verið fyrir keppn-
ina.
Bestu teikningunum verður safnað
saman í bók og hún seld til ágóða fyrir
hjálparstarfið í Súdan, sem framkvæmt er
af Alþjóða Rauða Krossinum.
Teikningarnar eiga að vera í stærðinni
A4, á hvítum pappír, annað hvort f lit eða
svart/hvítar.
Texti má fylgja teikningunum, en best
er að teikningamar sjálfar tali sínu máli.
Teikningunum skal skilað fyrir 1. ágúst
1989 til:
Rauði Kross Islands,
Alþjóða teiknimyndasamkeppnin,
Rauðarárstíg 18,
105 Reykjavík
MANNLÍF 6. tbl. 6. árg.
- 5 ára afmælisrit
Mannlífsnótur nefnist forastugrein
blaðsins, skrifuð af Svanhildi Konráðs-
dóttur ritstjóra. Síðan er á ýmsan hátt
rifjuð upp þessi 5 ár blaðsins, m.a. með
viðtölum á nýjan leik við fyrri viðmælend-
ur, þar sem þeir bera saman líf sitt í dag
við gömlu viðtölin. Margar myndir fylgja.
Þá er nýtt viðtal við Margréti Þórodds-
dóttur Dymock, fjármálastjóra OECD í
Frakklandi. Fyrirsögn viðtalsins er: Ein á
toppnum.
Fjólablá forvörnin (Esjan - mamma
Reykvíkinga) nefnist frásögön eftir Jó-
hönnu Sveinsdóttur með myndskreyting-
um eftir Karl Aspelund og ljósmyndum
Páls Stefánssonar. Grein er um galdra:
Að smyrja kústskaftið, en höfundurinn
Lisa von Schmalensee hefur verið sendi-
kennari í dönsku við Háskóla Islands
undanfarin fimm ár. Gestur Guðmunds-
son þýddi. FÓLK eru nefndar smágreinar
um ýmislegt fólk, sem ÞGG og BB skrifa.
Tónlistarþáttinn „Brjóttu helvítisgítar-
inn maður..“ prýða margar myndir. Út-
lenda greinin er um DENG, skrifuð af
Hjörleifi Sveinbjörnssyni. Godot og fé-
lagar nefnist grein um bókmenntir eftir
Helgu Brekkan.
Drangeyjarjarlinn nefnist viðtal við
Jón Eiríksson, bónda á fagranesi. Greinin
um myndlist nefnist: Höndlari heimslistar
og er um Hafþór Yngvason, nýráðinn
listráðunaut Cambridge-borgar, útborgar
Boston í Bandaríkjunum.
Ýmislegt fleira efni er í þessu riti, sem
-er yfir-100 bls. -að stærð. -----------1