Tíminn - 10.08.1989, Page 2

Tíminn - 10.08.1989, Page 2
• s * 2 Tíminn Fimmtudagur 10. ágúst 1989 Leigubílar hafa nú undanþágu til að nota strætóakrein á miðju Bankastrætis en vilja einnig aka um Aðalstrætið að hætti strætó. Haraldur Blöndal formaður umferðarnefndar: FETAIFOT- SPOR SVR Fyrir nokkru samþykkti bor- garráð að tillögu umferðar- nefndar borgarinnar að leigubfl- um skyldi leyft að nota miðakr- einina í Bankastræti sem sér- staklega er ætluð strætisvögnun- um. Þannig þurfa leigubflar ekki lengur fremur en strætisvagn- arnir að fylgja annarri umferð niður Bankastrætið heldur geta ekið meðfram bflaröðinni sem oft myndast á vinstri akreininni í götunni og tekið vinstri beygju inn í Lækjargötuna eins og strætisvagnamir. Haraldur Blöndal hæstaréttarlög- maður er formaður umferðarnefnd- ar borgarinnar og sagði hann í gær að þetta fyrirkomulag væri leyft til reynslu ótímabundið. Þannig áskildu borgaryfirvöld sér í raun rétt til að afturkalla þetta leyfi fyrirvara- lítið ef ástæða þætti til. „Almennt talað er ég afskaplega íhaldssamur með að veita undanþág- ur frá umferðarmerkjum. Ég tel því að almennt séð sé ekki víst að það sé af hinu góða að leigubílarnir hafi fengið þessa undanþágu,“ sagði Har- aldur. Hann sagði að leigubílstjórar hefðu sótt um fleiri undanþágur til að fá að aka að hætti strætisvagna. Fastast væri sótt eftir því að þeir fengju að aka inn í Aðalstrætið frá Kirkjustræti og Túngötu móti annar- ri umferð á sama hátt og strætisvagn- arnir gera nú. Leigubílstjórar sæktust eftir þess- ari undanþágu vegna veitingahúsar- eksturs og annarrar starfsemi í Aðal- strætinu. Hættan af slíkum undan- þágum væri þó sú að þegar aðrir ökumenn sæju leigubíla aka móti umferðarmerkjum þá eltu þeir leig- ubílana og þannig gæti fljótt stefnt f óefni. Því hefði umferðamefndin skrifað embætti lögreglustjórans í Reykj- avík og spurt hvort lögreglan treysti sér til að fylgjast með, ef aðrir ökumenn fæm að aka eins og leig- ubílar og strætisvagnar um Aðal- strætið, yrði slík undanþága veitt. „Það er oft verið að skamma mann fyrir að gera ekki nóg til að draga úr slysum en ljóst er að allar undanþágur frá meginreglum um- ferðarlaga auka slysahættu," sagði Haraldur. Þá sagði hann að reynsla af undanþágum í umferðinni væri ekki góð. Sem dæmi nefndi hann að við Fálkabakka í Breiðholti hefði verið sérleið fyrir strætisvagna sem ætlast hefði verið til að aðrir ekki ækju. Hins vegar hefði verið þar slík umferð annarra farartækja að ekki hefði þótt annað fært en að gera götuna að almennri umferðargötu. Undanþágubeiðni leigubílstjóra um akstur inn Aðalstræti að hætti strætisvagnanna verður að líkindum tekin fyrir í umferðamefnd undir lok þessa mánaðar. -sá Hreindýrin geta verið róleg um stundarsakir, en viðbúið er að fljótlega Ieggi veiðimenn leið sína á fjöll. Hreindýravertíðin fer rólega af stað Svo sem kunnugt er, hófst hreindýraveiði-tímabilið 1. ágúst síðastliðinn og stendur fram til 15. september næstkomandi. Ekki fást neinar krassandi veiðisögur hjá hreindýraskyttum eystra, enn sem komið er, enda hafa búendur um annað að hugsa, enn um sinn. Að sögn veiðimanna í Nesjum reikna þeir ekki með stórum hluta kvótans í sinn hlut, aðeins um 10 dýrum, enda langt að sækja til veiða og erfitt að flytja skrokkana til byggða öðmvísi en úrbeina þau fyrst. Skyttur í Nesjum og Bæjar- hreppi hefðu stundum fengið auka- leyfi til veiða, eftir að hinum tilskilda veiðitfma væri lokið, er dýrin væm komin nær byggð. Eftir mestu sé hins vegar að slægjast út ágústmán- uð, áður en fengitíminn hæfist. Þá væri helst von til að ná törfunum. Hornfirðingar kváðu hinar nýju reglur menntamálaráðuneytis ekki breyta neinu í veiðum þar eystra. Nær útilokað væri, hvort eð er, að koma vélknúnum ökutækjum að við veiðar og stæði enginn í slíku þar. Aftur töldu menn að ákvæðið, er bannar skyttum að særa dýrin án þess að drepa þau, ætti fullan rétt á sér, og sögðu dæmi þess að menn rækjust á særð dýr. Sagðist einn viðmælandi okkar hafa orðið vitni að því að gestur á dýmm veitinga- stað í Reykjavík hefði tínt högl úr hreindýrasteikinni sinni. Eftir- grennslan, um hvaðan kjötið væri mnnið, bar engan árangur. Hreindýraskyttur austur á Héraði em heldur ekki teknar að hugsa sér til hreyfings og var ekki á mönnum að heyra að mikils fengs væri von. Héraðsmenn hreppi lítinn hluta kvótans - um 35 dýr - og dýrin hefðu komið fremur rýr undan vetri. Egill Gunnarsson á Egilsstöðum, sem er með fróðari mönnum um hreindýr eystra, sagði þá skoðun sína, að fjöldi dýra er leyft væri að veiða í ár - 353 - væri alltof mikill. Sjálfur hefði hann gert það að tillögu sinni fyrir fjómm ámm, að veiðar yrðu bannaðar með öllu árlangt. Nýmæli ráðuneytis töldu Héraðsmenn ekki breyta miklu, helst væri ástæða til að stemma stigu við fjórhjólaflandri inn á heiðar og hvað særð dýr áhrærði, væri undantekning að rek- ast á þau. Hins vegar væri ekki hægt að svara fyrir rjúpnaskyttur, er sum- ar fímðu á allt kvikt. í ráði er að leggja fram nýtt fmmvarp á Alþingi í haust, um friðun hreindýra. JBG. . Dagur og Dagsprent fengu þriggja mánaða greiðslustöðvun í gær. Hörður Blöndal framkvæmdastjóri: Dagsprent og POB verða nú sameinuð Skiptaráðandi á Akureyri veitti í gær Útgáfufélagi Dags og Dagsprenti á Akureyri heimild til greiðslustöðvunar í þrjá mánuði frá og með gærdeginum en félögin höfðu farið fram á hana í bréfí sem dagsett var þann fjórða þessa mánaðar. „Úrskurðurinn gerir það að verkum að nú geta menn einbeitt sér að sameiningu Dagsprents og Prentverks Odds Björnssonar og fjárhagslegri endurskipulagningu. Þá fæst nú svigrúm til að setja saman fjárhag beggja fyrirtækj- anna enda í raun lítið annað eftir ( en að reka endahnútinn á samein- ingu fyrirtækjanna," sagði Hörður Blöndal framkvæmdastjóri Dags- prents við Tímann í gær. Ástæða beiðni um greiðslustöðv- un er fyrst og fremst erfið lausa- fjárstaða Dags og Dagsprents vegna mikilla og þungra fjárhags- skuldbindinga sem stafa af miklum framkvæmdum sem ráðist var í á uppgangsárunum 1986-1987. Áætl- anir sem þessar framkvæmdir byggðust á hafa ekki staðist vegna almenns samdráttar í íslensku efnahagslífi og mikils fjármagns- kostnaðar. í fréttatilkynningu frá stjórnum félaganna segir að rekstur Dags og Dagsprents standi ekki undir fjár- magnskostnaði vegna þeirra fram- kvæmda sem ráðist var í á upp- gangsárunum og því sé nauðsyn á greiðslustöðvun svo ráðrúm fáist til að létta fjárskuldbindingum af fyrirtækjunum og selja eignir. Dagsprent og Dagur eru nátengd fyrirtæki og rekstur þeirra samof- inn. Eigendur Dagsprents eru rúm- lega hundrað en stærstan hlut eiga Kaupfélag Eyfirðinga og Kaffi- brennsla Akureyrar. Dagur er sjál- fseignarfélag sem stofnað var árið 1918 og kjósa stjórnir Framsóknar- félaganna á Akureyri og í Eyjafirði í stjórn þess. Um 75% tekna Dagsprents eru til komnar vegna prentunar Dags, eina dagblaðsins sem gefið er út utan Reykjavíkur. Undanfarið hefur verið leitað sameiningar Dagsprents og Prent- verks Odds Björnssonar h.f. á Akureyri. Stjórn Byggðastofnunar hafa verið boðnar eignir Dags- prents við Strandgötu til kaups en stofnunin er einmitt að huga að því að byggja eða kaupa hús fyrir starfsemi sína á Akureyri og að margra hyggju gætu eignimar við Strandgötu hentað stofnuninni ágæta vel. í fréttatilkynningu stjómar Dags og Dagsprents segir að keypti Byggðastofnun eignir þessar þá stuðlaði hún jafnframt að því að áfram yrði rekin stór og öflug prentsmiðja á Norðurlandi sem nauðsynlegt hljóti að teljast fyrir byggðarlagið. Hörður Blöndal framkvæmda- stjóri Dagsprents sagði að menn væm bjartsýnir á jákvæðar undir- tektir Byggðastofnunar enda hlyti það að teljast vafasamt frá byggða- sjónarmiði að stofnunin réðist í byggingu stórhýsis á sama tíma og nægt framboð af slíku húsnæði er á Akureyri. -sá Tvö stúlkubörn heimt úr helju Sjö og átta ára systmm, þeim Margréti og Ásthildi Reynisdætrum, var bjargað mjög naumlega frá drukknun í Núpsá á laugardag. Þær voru í bifreið af gerðinni Ford Bronco ásamt þremur fullorðnum og vom þau á leið yfir ána. Bifreiðin fór skyndilega út af vaðinu og straumurinn bar hana niður í djúpan hyl, þar sem vatnið náði um 30 sm. yfir þak bílsins. Þau þrjú fullorðnu náðu að koma sér úr bílnum af eigin rammleik en telpurnar urðu eftir í hylnum. Jón Helgason, stjúpfaðir stúlknanna, kafaði þá niður eftir stúlkunum og náði að koma þeim upp með aðstoð ferðalangs, Sverris Amar Sigurjónssonar, sem þarna átti leið fram hjá. Þeim tókst að blása í stúlkurnar lífi á þaki bílsins en þær vom hættar að anda og hjartað var hætt að slá. Eftir þetta vom mennirnir tveir og stúlkurnar dregin á þurrt með kaðli. Á slysstað var staddur Magni Jónsson, læknir, og veitti hann að- stoð við aðhlynningu. Til þess að ná slími úr öndunarfærum stúlknanna notaði hann slöngu úr rúðusprautu bifreiðar sinnar. Eftir þessa giftusamlegu björgun voru telpurnar fluttar í þyrlu Land- helgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík ásamt móður þeirra, Sig- rúnu Magnúsdóttur, sem varð nokk- uð köld og þrekuð af volkinu. Þau vom öll útskrifuð af sjúkrahúsi dag- inn eftir og er líðan þeirra góð. GS Endurvinnslan: RÓLEG BYRJUN Að sögn Gunnars Bragasonar, fram- kvæmdastjóra Endurvinnslunnar, fór fyrsti dagurinn í móttöku um- búða til endurvinnslu fremur hægt af stað, enda búið að hvetja almenning til að forðast örtröð. Á höfuðborgarsvæðinu var tekið á móti um 140.000 ílátum í gærdag og um 40.000 á Akureyri. Gunnar áætlaði að alls hefðu skilað sér um 250.000 umbúðir á landinu öllu, þannig að ætla má að einar 1250 þúsund krónur hafi skipt um eigend- ur í gær. í ráði er að móttökustöðvar verði opnarfrá kl. 13 til.18 alla virkadaga. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um opnunartíma á helgum. JBG.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.