Tíminn - 10.08.1989, Síða 5

Tíminn - 10.08.1989, Síða 5
* .* * rxj !, V' » f t i Fimmtudagur 10. ágúst 1989 rnrm i f Tíminn 5 Umhverfi við verslunarmiðstöðina við Eddufell er nú allt annað og betra eftir að unglingar í Breiðholti hættu að krota á veggina en máluðu þá í staðinn. Timamynd: Pjetur Unglingar í Breiöholti hætta að brjóta rúður en taka til við að mála lögreglustöð: Verslanir „kaupa“ sér lögregluvernd Á morgun verður opnuð hverfa-Iögreglustöð í Eddufelli í Breiðholti. Verslunareigendur í Eddufelli voru orðnir lang- þreyttir á skemmdarstarfsemi unglinga á eignum þeirra en skemmdir voru með allra mesta móti síðastliðinn vetur. Verslunareigendur hafa útvegað lögreglunni húsnæði og breytt því og bætt á eigin kostnað. Unglingar sem hafa staðið í því að brjóta rúður í verslunum hafa unnið að endurbótum á húsnæðinu. Árangurinn Iætur ekki standa á sér því að rúða hefur ekki verið brotin í Eddufelli í margar vikur. „Ástandið hefur lengi verið mjög slæmt en í vetur keyrði algerlega um þverbak. Þessi ólæti hafa haft veru- leg áhrif á verslun hjá okkur,“ sagði Jón Kristjánsson hjá Bókabúðinni Emblu. Verslunareigendur við Eddufell hafa mátt þola miklar bú- sifjar af völdum unglinga sem hafa brotið rúður og fælt frá viðskiptavini með ýmis konar ólátum. Verslunar- eigendur eru ekki þeir einu sem hafa haft áhyggjur af hátterni ungling- anna. Það er mál margra íbúðaeig- enda að þetta ástand hafí haft áhrif á fasteignaverð í hverfinu. Vegna ólátanna í vetur mynduðu verslunar- eigendur starfshóp með lögreglu, félagsmálastofnun, tryggingafélög- um og fleirum. Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík bauð í framhaldi af þessu að setja niður lögreglustöð í hverfinu. Lögreglan hafði aftur á móti ekkert húsnæði og enga fjármuni til að leggja í slíka framkvæmd en lengi er búið að standa til að reisa lögreglustöð í Mjóddinni. Lóð sem lögreglunni var ætlað þar hefur nú verið lögð undir bílastæði. Verslunareigendur í Eddufelli buðu því lögreglunni hús- næði sem Iðnaðarbankinn á með því fororði að verslanaeigendur myndu sjá um endurbætur á því, innrétting- ar og greiðslu á leigu í 6 mánuði. Myndaður var hópur unglinga sem hafa unnið skemmdir í Eddufelli og haft nágrenni verstananna sem sinn helsta samkomustað. Þessir ungling- ar hafa síðan unnið í 5 vikur hjá Reykjavíkurborg við að mála og laga húsnæði væntanlegrar lögreglu- stöðvar. Þeir sem hafa séð til ung- linganna hafa rekið upp stór augu þegar þeir hafa séð krakka sem vanir eru að hanga aðgerðalausir við ein- hverja slæma iðju taka ærlega til hendinni við að bæta og fegra vænt- anlega lögreglustöð. Kona ein klökknaði þegar hún sá þá jákvæðu breytingu sem orðin er á hegðun unglinganna. Að sögn verslunareig- enda er hér um tilraun sem fram að þessu hefur tekist mjög vel og ætti því að geta verið öðrum til eftir- breytni. -EÓ Björn Gunnarsson frá pósti og sínia, Jónas Hallsson varðstjóri og Börkur Skúlason lögreglumaður voru að ganga frá fyrir opnunina í dag. Timamynd: Pjetur Hluti þátttakenda í fyrra. Árleg sumarferð framsóknarmanna í Reykjavík á laugardaginn: A milli fimmtán og tuttugu rútu ferðir Hin árlega sumarferð Framsókn- arfélaganna í Reykjavík verður farin næsta laugardag. Að þessu sinni verður ekið upp í Grímsnes, að Geysi f Haukadal og þaðan á leið inn Kjöl og er áætlað að koma inn að Hveravöllum laust eftir miðjan dag. Þaðan verður ekið í Kerlingarfjöll og frá Kerlingarfjöllum aftur til Reykjavíkur. Sumarferðir framsóknarmanna hafa á undanfömum árum verið einhverjar fjölmennustu innanlands- ferðir félagasamtaka og hefur þurft á bilinu 15-20 rútur til þess að flytja þá sem skrá sig í ferðimar. Að sögn Finns Ingólfssonar formanns full- trúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík, er það viðtekin venja að þegar ákveðið er hvert skuli farið ár hvert, að tekin sé stefna á leiðir sem fólk kemst ekki alla jafna á venjuleg- um fólksbflum. „Okkur finnst það líka vera mjög við hæfi að fara eitthvað úr byggð, upp á hálendi landsins og skoða þá náttúrufegurð og sérstöðu sem þar gefur að líta,“ sagði Finnur. - ÁG Mörður ráðinn sem upplýsingaful Itrúi Fjármálaráðherra, Ólafur Ragn- ar Grímsson, hefur ráðið Mörð Ámason fyrrum ritstjóra Þjóðvilj- ans upplýsingafulltrúa fjármála- ráðuneytisins frá og með 1. ágúst 1989. Ráðning Marðar er í tengslum við viðamikið kynningarstarf sem ráðuneytið mun standa að vegna grundvallarbreytinga á skattkerf- inu um næstu áramót. Jafnframt er fyrirhugað að auka upplýsinga- streymi og efla umræðu um veiga- mestu þætti tekjuöflunar og út- gjalda ríkisins. 1 tilkynningu frá ráðuneytinu segir að upptaka virðisaukaskatts verði umfangsmesta skattkerfis- breyting um árabil hérlendis, og hafi í för með sér ný vinnubrögð hjá þúsundum fyrirtækja og ein- staklinga. Í undirbúningi er einnig ný löggjöf um skattlagningu fjár- magnstekna og samstarf við al- menning um aukið aðhald við inn- heimtu skatta. Auk þessa upplýsingastarfs á sviði skattamála hefur verið ákveð- ið að efna til vfðtækrar kynningar á þróun ríkisútgjalda og skiptingu þeirra milli einstakra málefna- þátta. í tilkynningunni segir að slíkt kynningarstarf sé forsenda efnislegra umræðna um ráðstöfun fjármuna úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna. Auk þess að annast skipulagn- ingu fyrrnefndra verkefna mun Mörður Ámason aðstoða fjölmiðla og almenning við upplýsingaöflun af vettvangi fjármálaráðuneytisins og þeirra stofnana sem því tengjast. SSH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.