Tíminn - 10.08.1989, Side 8

Tíminn - 10.08.1989, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur 10. ágúst 1989 x m Þýskir útgerðarmenn spara og losa sig við loftskeytamenn í Ijós hefur komið að þýskir útgerðarmenn spara sér fé með þvi að hafa ekki loftskeytamenn um borð í skipum sínum. Samgöngumálaráðuneytið þýska og sjómannasam- tökin hafa fallist á þessa tilhögun en hún hefur farið ákaflega hljótt. Hins vegar mótmæla þýskir sjómenn og þykir öryggi sínu stefnt í voða. Loftskeytamenn aðstoða í sjávarháska Um kl. 19.40 heyrði loftskeyta- maðurinn á ferjunni „Deutsch- land“ neyðarkall á rás 11. Fjórum mínútum síðar, í það sinn á rás 16, kom hjálparbeiðnin „Sökkvum að framan" og upp var gefin staða nauðstadda skipsins. Fiskiskipið „Nordmeer“ virtist hafa rekist á ísjaka vestan við danska bæinn Rödby og vera í þann veginn að sökkva. Loft- skeytamaðurinn á ferjunni til- kynnti nákvæma staðsetningu skipsins, fór fram á að annað skip færi á slysstað, ræddi um nauðsyn- legar aðgerðir við flugmenn björg- unarþyrlunnar og færði skýrslu um gang björgunaraðgerðanna. Danska ferjan „Dronning Mar- grethe" varð fyrst á slysstað. Á meðan skipstjórinn og báðir stýri- menn á vakt áttu fullt í fangi með að koma skipinu sem næst hinu sökkvandi skipi og að gera björg- unarbátinn kláran tók þriðji stýri- maður við vaktinni á loftskeyta- tækjunum og hélt sambandi við aðra björgunarmenn. Fiskimennimir báðir sem vom um borð í „Nordmeer" eru heilir á húfi. Hins vegar er framtíðin ekki eins björt hjá loftskeytamönnun- um tveim, sem fiskimennirnir geta þakkað það að þeir létu ekki lífið í hinum köldu öldum Eystrasalts. Loftskeytamennirnir óttast nú að missa vinnuna. Á döfinni er að aðeins skipstjóri og tveir stýrimenn starfi um borð í ferjunni. Svo er að sjá að loft- skeytamaðurinn sé ekki álitinn nauðsynlegur og þriðji stýrimaður, sem í neyðartilfellum hefur getað tekið að sér fjarskiptin, er líka álitinn óþarfur. Undantekningar- heimildin Útgerðarmennimir vilja spara fé og hafa skipsáhöfnina eins fá- menna og kostur er. Nýlega gáfu samgönguráðuneytið þýska og Sjómannasambandið, sem ábyrgð ber á áhöfnum skipa, út undan- tekningarheimild til flutningaskipa þess efnis að á siglingum um Norðursjó, milli Noregs og Gíbr- altar eða á Eystrasalti nægi að hafa einn skipstjóra og tvo stýrimenn um borð, engin þörf sé á loftskeyta- manni. Og nú em m.a.s. stór farþega- skip farin að sigla um heimshöfin loftskeytamannslaus. Undantekn- ingin er þess vegna greinilega orðin að reglu. Þannig má t.d. ferjan „Peter Pan“, sem siglir milli Travemunde og Trelleborg og flytur í hverri ferð yfir þúsund farþega, siglá án loft- skeytamanns ef útgerðarmannin- um þóknast það. Og ferjur þýsku jámbrautanna, „Karl Carstens" og „Deutschland“ sem sigla á Eystra- salti, fá senn leyfi til að sigla loftskeytamannslausar. Þær taka 1500 farþega hvor. Á verksmiðjuskipinu „Hanno- ver“ sem fiskar undan Vestur- Grænlandi, hefur loftskeyta- mannsstarfið þegar verið lagt niður. Um borð em 55 manns önnum kafnir við að veiða og verka aflann. í neyðartilviki yrði einn yfirmannanna að koma á hinu lífsnauðsynlega fjarskiptasam- bandi. Loftskeytamennimir vom teknir af skipunum með mestu leynd. Hvorki samgönguráðuneytið né Sjómannasambandið hafa enn sem komið er treyst sér til að draga þá ákvörðun fyrir almenningssjónir. Sjómenn kvarta „Við komumst á snoðir um þetta af hreinni tilviljun," segir talsmað- ur þeirra verkalýðssamtaka sem sjómenn heyra undir. „Skyndilega fóm okkur að berast fleiri og fleiri bréf frá félögum okkar þess efnis að um borð í skipum þeirra væri enginn loftskeytamaður.“ Þegar stýrimennimir em ekki nema þrír um borð er mörgum sjómanninum órótt og þeir hafa fjölmargir borið fram mótmæli. Það sem hefur reitt sjómennina svo til reiði finnst útgerðar- mönnunum sjálfsagðasti hlutur í heimi. Þeirra röksemdafærsla er sú að nútímatækni hafi gerð auðveld fjarskipti án þess að loftskeyta- maður komi þar nokkurs staðar nærri. Á neyðar- og kalltíðni sem loftskeytamaður á að hlusta á, segir Hans-Jurgen Dietrich skip- stjóri, talsmaður sambands þýskra útgerðarmanna, sé um að ræða tvær talstöðvartíðnir og eina skeytatíðni. „Taltíðnimar eru nán- ast eins og sfmi, það þarf ekkert nám til þess að vinna við þær. Stýrimaður getur gert það með öðmm störfum," segir Dietrich. Slíkar yfirlýsingar segir loft- skeytamaðurinn Ulrich Eggert, sem vinnur um borð í „Deutsch- land“ rækilega ósvífnar. „Útgerð- armennimir em þar með að gefa í skyn að loftskeytamaðurinn hafi varla nokkum skapaðan hlut að gera,“ segir hann. Hitt segir hann sönnu nær að þeir hafi heilmikið að gera, sérstaklega á siglingu nærri landi, og á svæðum þar sem umferð er mikil sé mikið um að vera í fjarskiptunum. „Ef maður vill vera _viss um að missa ekki af aðvörunartilkynn- ingu í þessum mikla raddgný, er nauðsynlegt að hafa einbeitnina og athyglina í góðu lagi. Það er ekki hægt að sinna þessu með öðm starfi," segir Eggert. Mikil umferð krefst óskiptrar athygli stýrimannanna Einmitt á Eystrasalti, þar sem umferðin er mjög þétt, hafa stýri- mennimir nóg að gera við að stýra skipinu. Þar gefst þeim enginn tími til að sinna aðalverkefnum loft- skeytamannanna, að vaka yfir fjar- skiptaörygginu. „Nútímatækni hefur alls ekki gert loftskeytamanninn óþarfan,“ segir Múller forsvarsmaður sjó- manna. Um borð sé svo mikið komið undir hverjum og einum að þar megi engan mann missa úr áhöfninni, sem þegar sé orðin fámenn. Annars verði þeir sem eftir em allsendis útkeyrðir. „Og beri slys að höndum gerist gjama allt í einu,“ bætir hann við. Við fyrstu sýn virðist litla Eystra- saltið svo sem nógu meinlaust til að óhætt sé að sigla um það án loftskeytamanna. En sjómennimir sem þar sigla um vita betur. „Ferjuleiðimar ganga þvert á flutningaskipaleiðimar," segir loft- skeytamaðurinn Eggert. Vegna hinnar líflegu umferðar og þess talsverða hraða sem tíðkast nú orðið í siglingunum sé ekki hættu- Iaust að sigla bara beinustu leið. Hættulegur varningur getur valdið stórslysi f því tilfelli þegar slys verður em ekki bara farþegarnir á ferjunum, sem oft em um 1000, í hættu. Þar sem oft er um borð á jámbrautar- ferjunum mikið af hættulegum vamingi þarf ekki mikið til að úr verði umhverfisstórslys. Spumingu sjómanns um hvaða hættulegi vamingur sé fluttur yfir Eystrasalt svaraði hafnarstjómin í Puttgarden: „Þú getur lesið listann aftur á bak og áfram. Þar er allt talið upp.“ í ljósi þessarar augljósu hættu má ekki leggja niður starf loft- skeytamannanna, er álit Ulrichs Eggert. Það væri svona ámóta og taka tálmana af við yfirkeyrslu á jámbrautarteinum vegna þess að þar hefði aldrei orðið slys. Enginn loftskeytamaður um borð í Kampen og neyðarkallið á rangri rás Samanburðurinn er, eins og reyridin sýnir, ekki ýktur. í nóvem- ber 1983 hvolfdi flutningaskipinu „Kampen“ við ísland. Áhöfninni, 13 manns, var allri bjargað, en þó dóu sjö þeirra úr vosbúð. Þeir höfðu verið of lengi f ísköldum sjónum. Björgunarskip hefðu hins vegar getað orðið fljótari á slysstað ef neyðarkall skipsins hefði ekki verið sent á rangri rás. Loftskeytamaður, sem hefði kunnað betur á tækin, fyrirfannst ekki um borð. —< Nú vilja þýskir útgerðarmenn leggja niður stöður loftskeytamanna um borð í skipum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.