Tíminn - 10.08.1989, Qupperneq 18
18 Tíminn
Fimmtudagur 10. ágúst 1989
llllllllllllllllllllllll IÞROTTIR
Mjólkurbikarkeppnin:______________________________________________________________
ÞRIÐJI ÚRSLITALEIKUR
FRAMARA OG KR-INGA
Nú er Ijóst að það verða KR og
Fram sem mætast í úrslitaleik Mjólk-
urbikarkeppninnar í knattspymu
sunnudaginn 27. ágúst n.k. en bæði
þessi lið hafa sett mark sitt á sögu
keppninnar frá því hún fór fyrst fram
árið 1960.
KR-ingar léku til úrslita í bikar-
keppninni 8 af fyrstu 9 árunum sem
keppnin var haldin. í þessi 8 skipti
hafa KR-ingar sigrað í 7 úrslitaleikj-
um. Aðeins 1965 voru KR-ingar
ekki í úrslitum, en þá mættust Skaga-
menn og Valsmenn í úrslitaleiknum.
Síðan b-lið KR mætti Vestmanna-
eyingum í bikarúrslitunum 1968, og
fil! IKiÉ
tapaði 1-2, hafa KR-ingar þurft að
láta sér nægja að vera áhorfendur á
bikarúrslitaleikjum, þar til nú að
vesturbæjarliðið tryggir sér rétt til
að leika í úrslitum keppninnar eftir
21 árs bið. J>að má því segja að blað
sé nú brotið í sögu KR og bikar-
keppninnar.
Framarar eru komnir í úrslit bika-
rkeppninnar í 14. sinn. Þeir hafa 6
sinnum orðið bikarmeistarar nú síð-
ast 1987 er liðið vann Víði 5-0. Fram
lék einmitt gegn KR í tvö fyrstu
skiptin sem liðið komst í úrslit
keppninnar. Árið 1960 tapaði Fram
2-0 fyrir vesturbæjarliðinu og tveim-
ur árum síðar vann KR Fram 3-0 í
úrslitaleiknum. Síðan hafa þessi lið
ekki mæst í úrslitaleiknum. Fram
varð í fyrsta sinn bikarmeistari 1970
er liðið sigraði ÍB V 2-1 í úrslitaleikn-
um. Síðustu 10 ár hafa Framarar náð
mjög góðum árangri í bikarkeppn-
inni, leikið 7 sinnum til úrslita og þar
af sigrað 4 sinnum. Þriðji bikarúr-
slitaleikurinn milli Fram og KR er
nú í sjónmáli. Sannkallaðurdrauma-
úrslitaleikur Reykvíkinga, þar sem
þessi sögufrægu lið mætast. BL
Framarar hlaupa sigurhring með bikarinn 1987, en í ár mæta þeir KR-ingum
sem ekki hafa unnið bikarinn í 21 ár. Timaniynd pjeiur.
Knattspyrna:
Jafntefli
Knattspyrna:
Atli til Tyrklands
Umboðsmaður
— Akureyri
Tíminn óskar eftir að ráða umboðsmann á
Akureyri.
Allar upplýsingar gefur umboðsmaður blaðs-
ins Jóhannes Þengilsson í síma 96-22940.
Framkvæmdastjóri blaðsins er staddur á Akur-
eyri og svarar fyrirspurnum í síma 96-22940.
TÍMINN
gegn Dönum
íslenska drengjalandsliðið í knatt-
spymu gerði í gærkvöld 2-2 jafntefli
gegn Dönum á opna Norðurlanda-
mótinu sem haldið er í Englandi
þessa dagana.
íslenska liðið komst í 2-0 með
mörkum þeirra Guðmundar Bene-
diktssonar og Þórðar Guðjónssonar,
en Danir náðu að jafna.
I fyrsta leik sínum i mótinu gerði
íslenska liðið 3-3 jafntefli gegn Finn-
um eftir að hafa verið 3-0 yflr. Síðan
vann liðið Englendinga 3-2, en tap-
aði síðan fyrir Norðmönnum 1-2.
íslenska liðið hefur 4 stig og á enn
mögulcika á sigri. Á morgun leikur
íslenska liðið síðasta leik sinn á
mótinu, gegn Svíum. BL
- leikur meö Genclerbirligi næstu 2 árin
Landsliðsfyrirliðinn í knatt-
spymu Atli Eðvaldsson hefur gert
tveggja ára samning við tyrkneska
1. deildarliðið Genclerberligi frá
Ankara höfuðborg Tyrklands.
Atli sem er 32 ára gamall lék í 9
ár sem atvinnumaður í V-Þýska-
landi með Dortmund, Dusseldorf
og Uerdingen. Það er lið Uerding-
en sem á söluréttinn á Atla og
tyrkneska liðið þarf aðeins að
greiða um 50 þúsund mörk fyrir
Atla, eða um eina og hálfa milljón
króna.
Atli hefur verið meiddur í baki
að undanförnu og því ekki getað
leikið með Valsmönnum, en hann
er á batavegi. Valsmenn munu
njóta krafta kappans út íslands-
mótið, en þann 1. október heldur
Atli til Tyrklands. BL
Atli Eðvalsson leikur í Tyrk-
landi næstu 2 árin.
Tímamynd Pjefur.
wippfó hér
Tíminn
□ ER ÁSKRIFANDI
□ NÝR ÁSKRIFANDI
Dags.:
n
VISA
□
□
K
Kortnr.: □□□□□□□□□□□□□□□□
Gildirút: 1111
Nafnnr.: I I 1 I I - í > I i I
ÁSKRIFANDI:..............................
HEIMILI:.................................
PÓSTNR. - STAÐUR:.................. SÍMI:.
MILLIFÆRSLU
ÁSKRIFT'ARGJ ALDS
Ég undirrituö/aður óska þess að áskriftar-
gjald Tlmans verði mánaðarlega skuld-
fært á greiðslukort mitt.
UNDIRSKRIFT.
SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS
LYNGHÁLSI 9. 130 REYKJAVÍK
Frjálsar íþróttir:
Siguröur
vann Einar
Sigurður Einarsson spjótkastari
úr Ármanni sigraði helsta keppinaut
sinn Einar Vilhjálmsson UÍA, í
fyrsta sinn í keppni i fyrrakvöld er
þeir kappar tóku þátt í Grand Prix
móti í Búdapest í Ungverjalandi.
Sigurður kastaði 81,84 m og varð í 3.
sæti í mótinu.
Einar Vilhjálmsson kastaði 81,32
m og hafnaði í 4. sæti. Sigurvegari
varð Bretinn Steve Backley sem
kastaði 85,86 m sem er breskt met
og næst lengsta kast ársins. Backley
hefur nú forystu í stigakeppninni
Grand Prix mótanna í spjótkasti
með 46 stig.
Sovéski spjótkastarinn Viktor
Yevsjukov varð í 2. sæti í Búdapest,
kastaði 82,18 m.
Óvænt úrslit urðu í 100 m hlaupi
karla á mótinu. Fyrrum heimsmet-
hafi Calvin Smith frá Bandaríkjun-
um varð á eftir landa sínum Andre
Cason í mark, en Cason er heims-
meistari ungiinga í greininni. BL