Tíminn - 10.08.1989, Side 20
NÚTIMA FLUTNINGAR
Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu,
S 28822
'Oz0Ó-
oq, , ,
SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.
PÓSTFAX
TÍMANS
687691
9
rimiiui
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1989
Skaftá nagar stöðugt af
túnunum og grónu landi
„Okkur sem búum í næsta nágrenni við þessar
náttúruhamfarir finnst að fjölmiðlar fjalli mikið og vel um
sjálfar hamfarirnar eins og Skaftárhlaupið á dögunum, en
missi síðan áhugann þegar látunum linnir. Þá er sjaldnast
vikið orði að afleiðingum sjálfra hamfaranna, landeyðing-
unni og gróðurspjöllunum, en sífellt klifað á því hver
skaðvaldur sauðkindin sé gróðurríkinu,“ sagði Valur
Oddgeirsson bóndi í Úthlíð í Skaftártungum.
Valur sagði að mestu gróður-
skemmdir sem sæjust í Skaftár-
tungu væru beinlínis vegna Skaft-
árhlaupa og væri um að ræða
verulega gróðureyðingu og
landspjöll. Ekki væri aðeins að
hlaupin ryddust yfir og skoluðu
burt grónum ræktar- og beitar-
löndum heldur gengju þau yfir
sléttlendi og gróið hraun og víðar,
vatn flæddi ofan í lautir og gil-
skorninga þar sem jökulleirinn
botnfélli og yrði eftir þegar hlaup-
ið sjatnaði.
Að sögn Vals er oft um að ræða
botnfall sem er um fet að þykkt og
þegar þornaði fyki það um og syrfi
og eyðilegði enn frekar gróið land
á stórum svæðum. Þessa mætti sjá
glögg merki víðast hvar meðfram
Skaftá í byggðinni og þaðan allt
inn að Vatnajökli.
„Hér er um þess konar náttúru-
hamfarir að við þær verður ekki
nema að litlu leyti ráðið. Þó mætti
reyna að stemma stigu við því að
eins víða flæddi og raunin er. Slíkt
er þó ekki á færi einstaklinga. Það
mætti reyna að mynda nógu mikla
fyrirhleðslu í Skaftá og láta fram-
burðinn botnfalla og reyna að
stilla eitthvað þessa framrás, en
sjálfsagt eru engir fjármunir til-
tækir til slíks,“ sagði Valur.
Hann sagði að sama sagan
endurtæki sig í hverju hlaupi og
stöðugt bættist við lahdspjöllin.
Sem dæmi mætti nefna að við
kirkjustaðinn Ása í Skaftártungu
hefði á sínum tíma verið hlaðið
'fyrir svonefndar Ásakvíslar og
vatninu veitt í Eldvatn. Þarna
væri áin stöðugt að rífa út farveg-
inn og fyrir fáum árum síðan gróf
undan brúnni á Ásavatni. Mikið
landbrot ætti sér stað neðan við
Ásabæinn og þar bryti af túninu
og gróðurtorfunni og væri kirkju-
garðurinn í mikilli hættu af þess-
um sökum.
í hlaupinu um daginn hefði
Skaftá flætt út á hraunið við Ása
og þar hefði nú að myndast stór
sandleira sem illa liti út með og
búast mætti við miklu foki úr
þegar hún þornar. Þegar það ger-
ist muni verða spjöll á gróðri í
hrauninu á stóru svæði. Við Svína-
dal sagði Valur að verið hefði
áveituengi sem nú væri algerlega
horfið undir jökulleðju og heita
mætti að Hvammshraun væri nú
orðið samfelld sandauðn.
„Mér finnst það skjóta skökku
við að fjölmiðlar skuli ekkert
minnast á þessa miklu gróðureyð-
ingu en á hinn bóginn klifa stöðugt
á skaða af völdum lífsbjargar
okkar, sauðkindarinnar. Sann-
leikurinn er sá að annar gröður
hér, sem ekki er í hættu af völdum
vatnagangs hefur stórlega sótt í
sig veðrið og valda þar að mínu
mati gerbreyttir búskaparhættir.
Sauðfé er ekki sleppt á heiðalönd
lengur fyrr en gróður er kominn
vel af stað í stað þess að áður var
fé beitt mun lengur fram á vetur
og rekið miklu fyrr á fjall að
vorinu en nú er gert,“ sagði Valur.
„Samkvæmt lögum heyrir land-
brot af völdum fallvatna undir
Landgræðslu ríkisins en fjárveit-
ingar vegna slíks eru þó takmark-
aðar. í hverri sýslu starfa mats-
nefndir sem fara yfir umsóknir um
aðgerðir vegna landbrots. Reynt
er að raða þeim niður eftir hversu
þörf á aðgerðum er talin mikil og
síðan farið í að hlaða varnargarða
eftir þvf sem hægt er. Þegar stór-
skaðar verða svo sem gerist af
völdum Markarfljóts og fleiri
fljóta þá kemur auk þess til kastai
Viðlagatryggingar," sagði Stefánl
H. Sigfússon fulltrúi landgræðslu- -
stjóra.
Stefán sagði að landeyðing af
völdum Skaftárhlaups nú hefði
ekki komið til kasta Landgræðsl-
unnar en sagði það vel geta komið
til greina. Þar sem jarðvegur hefði
á annað borð ekki skolast burt
hlyti að borga sig að hreinsa burt
stórgrýti af ræktuðu landi og sá
síðan á ný þar og dreifa áburði.
Einnig mætti bera á gróið land
sem spillst hefði af vatnagangi.
Slíkt borgaði sig fyllilega þar sem
hlaup kæmu á þetta tíu- fimmtán
ára fresti. -sá
Vírar slengdust í
þotunaviðflugtak
Hér sést hluti skemmda sem urðu á vélinni. Tímamynd: Pjetur
Það óhapp varð á Keflavíkurflug-
velli í gær að Boeing 727-200 þotu
Sterling flugfélagsins hlekktist á í
flugtaki. Óhappið varð með þeim
hætti að lendingarvírar slengdust
upp í aftasta hluta vélarinnar þegar
flugstjórinn hugðist nota óvenju
langa vegalengd til að ná hraða fyrir
flugtak. Hluti af svokölluðu stéldragi
rifnaði af, rifa kom á aftasta land-
ganginn, auk annarra skemmda sem
ekki höfðu áhrif á flughæfni vélar-
innar. Flugmennirnir ákváðu að
lenda aftur og fóru farþegarnir af
landi brott snemma í morgun.
Flugvélin var á leiðinni frá Kaup-
mannahöfn til Toronto í Kanada og
millilenti í Keflavík til að taka
eldsneyti. Þegar vélin var tilbúin til
brottferðar að nýju var henni ekið út
á brautarenda þriggja kílómetra
langrar flugbrautar, sem telst vera
óvenjulöng braut. Vélin var mjög
þung vegna mikils eldsneytis og þess
að hvert sæti var skipað. Flugstjór-
inn ætlaði því að nýta óvenju stóran
hluta af flugbrautinni til að vera
kominn á mjög mikinn hraða fyrir
flugtakið sjálft. Um þrjúhundruð
metra frá brautarendanum er
strengdur svokallaður lendingarvír
sem er notaður við neyðarstöðvanir
orustuþotna hersins. Þegar vélin
nálgaðist vírinn lyfti flugstjórinn nefi
hennar en aðalhjólin runnu yfir
vírinn og við það virðist hann hafa
slengst upp í aftasta hluta vélarinnar
með fyrrnefndum afleiðingum.
Flugvélin var á flugi nokkra stund
og voru yfir 30 þúsund lítrar af
eldsneyti losaðir í hafið til að létta
þotuna fyrir lendinguna sem gekk
vel og engan sakaði. Ekki er talið að
farþegarnir, 191 að tölu, hafi verið í
hættu. Enginn Islendingur var um
borð í vélinni.
Þotan telst ekki í flughæfu ástandi
og fær ekki leyfi til að fara héðan fyrr
en gert hefur verið við hana til
bráðabirgða og fer hún þá án farþega.
Loftferðaeftirlitið rannsóknar-
nefnd flugslysa mun rannsaka orsak-
ir óhappsins, en fremur óvenjulegt
er að flugmenn á þessari tegund
flugvéla noti allan hluta flugbrautar-
innar þegar farið er á loft.
Lendingarvírarnir sem um ræðir
og slengdust upp í vélina liggja rétt
ofan við brautina, í um 5 sentimetra
hæð en þeir eru öryggisatriði fyrir
orustuþotur varnarliðsins en í þá er
krækt ef fyrirséð er að þotan fari
annars fram af brautinni. SSH
(sfirðingar duglegir við að ná sér
í aukapening fyrir dósasöfnun:
Einn skilaði
6000 dósum
Eftir að skilagjald var sett á
einnota umbúðir hafa bæði ein-
staklingar og félagasamtök verið
iðin við að hirða upp og safna
tómum öl- og gosdósum, ásamt
öðrum umbúðum sem skilagjald er
grcitt fyrir. Túnanum hafa borist
spurnir af því að ísfirðingar séu á
undanförnum mánuðum búnir að
vera mjög iðnir við söfnun og á
þriðjudaginn skilaði t.d. einstakl-
ingur á ísafirði inn 6.000 dósum.
Maður þessi, Ásgeir Vilhjálms-
son, vinnur hjá hreinsunardcild
bæjarins og hefur undanfarna mán-
uði notað tækifærið og safnað ein-
nota umbúðum, um leið og hann
hreinsar göturnará ísafirði. Ásgeir
skilaði af sér fyrsta daginn sem
Endurvinnslan hf. tók á móti skila-
gjaldsskildum umbúðum, 6.000
þúsund stykkjum og fckk 30.000
kr. fyrir ómakið. En Ásgeir er ekki
einn hreinsunarnianna urn að hirða
tómar gosflöskur, öldósir og annað
sem lil fellur við þrif á götum
ísafjarðar. Kollegi hans Sigfús
Valdimarsson hefur cinnig verið
ötull við söfnun og segja heima-
menn að hann hafi ef eitthvað er
safnað meira rnagni en Ásgeir.
Sigfús er hins vegar ckki enn búinn
að skiia af sér og er ekki iaust við
að spenna ríki á meðal bæjarbúa
eftir því að sjá hvor hafi náð að
safna meiru.
Er haft var samband við Sigfús í
gær sagðist hann ætla að skila
söfnuninni af sér í dag, en hingað
til hefði hann ekki haft tök á að
flytja alit þetta magn til móttöku-
staðar. Aðspuröur kvaðst hann
ekki vita nákvæmlega hversu
mörgum dósum og flöskum hann
hefði safnað, en taldi þó ekki
óiíklegt að magnið væri eitthvað
meira en hjá vinnufélaga sínum
Ásgeiri. Sigfús sagði ekki vandræði
með geymslupláss hjá sér, en hann
hefur aðstöðu í húsnæði
hvítasunnumanna á Isafirði, enda
rennur allur ágóði af söfnuninni til
þess að endurbæta og byggja við
hvítasunnuhúsið.
Metið í söfnun einnota umbúða
á ísafirði eiga samt skátar þar í bæ,
en þcir hafa safnað tæplega 50.000
dósum það sem af er. Skátahreyf-
ingin er móttökuaðili fyrir einnota
umbúðir á Isafirði. - ÁG