Tíminn - 25.08.1989, Page 4

Tíminn - 25.08.1989, Page 4
4 Tíminn Föstudagur 25. ágúst 1989 RSK Frá ríkisskattstjóra Á síðastliðnu vori voru samþykkt á Alþingi lög nr. 51, 1. júní 1989. Samkvæmt þeim lögum er gerð breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sem felur það í sér að þeim sem hafa misst maka sinn er veittur réttur til eignarskattsá- lagningar eins og hjá hjónum í fimm ár eftir lát maka. Við álagningu eignarskatts árið 1989 nær réttur þessi til þeirra eftirlifandi maka sem sitja í óskiptu búi í árslok 1988, en hafa misst maka sinn árið 1984 eða síðar. Vegna þess hve stuttur tími var fram að álagningu frá því að umrædd lagabreyting var samþykkt á Alþingi var af tæknilegum ástæðum ekki unnt að haga álagningu eignarskatts á árinu 1989 í samræmi við framangreind lög hjá þeim rétthöfum sem misstu maka sinn á árunum 1984 til og með árinu 1987. Eignarskattsálagningu á þá sem misstu maka sinn á árinu 1988 var hinsvegar unnt að framkvæma í samræmi við framangreind lög og er hún því rétt. Skattstjórar vinna nú að því að leiðrétta eignarskatt þeirra sem hafa vegna þessa máls fengið ranga eignarskattsálagningu. Stefnt er að því að þeim leiðréttingum verði lokið í næsta mánuði. Reykjavík 21. ágúst 1989 Ríkisskattstjóri. Fiskvinnslustörf Óskum eftir vönu starfsfólki í snyrtingu og pökkun. Mikil vinna framundan. Nægur kvóti til. Fæði og húsnæði á staðnum. Fiskiðjuver KASK, Höfn, Hornafirði, sími 97-81200. Ahugavert starf Hjá Sauðfjárveikivörnum á tilraunastöðinni á Keld- um vantar starfsmann strax. Búfræði- eða líffræðimenntun æskileg en ekki skilyrði. Allar upplýsingar um starfið veitir Sigurður Sigurð- arson, dýralæknir í síma á daginn 82811 og 985-21644, eftir lokun 82876 og 82896. Umsókn- um skal skila til skrifstofu Sauðfjárveikivarna. Sauðfjárveikivarnir Rauðarárstíg 25 150 Reykjavík. LEKUR ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGID? Viögerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir - rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa. Viðhald og viögeröir á iönaöarvélum - járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra: Er Garri ólæs? Tímanum hcfur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóni Sigurðssyni, viðskipta- og iðnaðarráðherra: Þess eru dæmi, að menn hafi verið læsir, en ekki skrifandi. Engin dæmi þekki ég um hið gagnstæða fyrr en ég las pistil huldumannsins Garra í Tímanum hinn 23. ágúst s.l. undir fyrirsögninni: „Nýr bílaskattur". Þar er rætt um ákvæði frumvarps, sem fjallar um meðferð brotamálma og skilagjald af ökutækjum, en frum- varpið kynnti ég á Alþingi á síðasta vori og hef nú að nýju lagt það fyrir ríkisstjórn og þingflokka hennar að fengnum umsögnum ýmissa aðila. Garri hefur væntanlega kynnst frum- varpinu hjá þingflokki Framsóknar- flokksins. Frumvarpið er í meginatriðum byggt á áliti nefndar, sem fyrrver- andi iðnaðarráðherra skipaði hinn 18. nóvember 1987 og gera átti tillögur um endurvinnslu nýtanlegra úrgangsefna sem til falla hér á landi og fyrirkomulag á söfnun þeirra. Það er rétt í grein Garra, að gert er ráð fyrir að innheimt verði sérstakt endurvinnslu- og skilagjald af öku- tækjum og að gjald af venjulegri bifreið verði 10 þúsund krónur. Síðan verði helmingur gjaldsins endurgreiddur þegar bifreið er færð á söfnunarstað og hún afskráð, en eftir 1. janúar 1995 verði % hlutar gjalds- ins endurgreiddir. Ástæðan fyrir þessari tilhögun er sú, að ætlunin er að endurgreiða gjaldið til eigenda allra ökutækja, sem fyrir eru í landinu, þegar þeim er skilað á söfnunarstað og þar með einnig þeim, sem ekki hefur verið innheimt skilagjald af, þegar þau voru flutt til landsins. Er þetta gert til þess að hvetja eigendur eða umráðamenn ónýtra bíla, sem víða liggja, til þess að skila þeim á söfnunarstað. Endurgreiðslur verða því í fyrstu fleiri en greiðslur frá kaupendum nýrra bíla, en þegar fram líða stundir mun hér komast jafnvægi á. Þá er gert ráð fyrir að heimilt sé að greiða rekstraraðila söfnunar- stöðvar styrk til að kosta flokkun og endurvinnslu ónýtra ökutækja. Það er alkunna, að víða um land liggja bílflök og brotamálmar í óhirðu. Hér er því um brýnt um- hverfisverndunarmál að ræða. En einnig er hér verið að stuðla að uppbyggingu endurvinnsluiðnaðar á íslandi, sem veitt getur atvinnu og breytt úrgangi, sem menn hafa hing- að til að mestu hent, í verðmæti. Þá kem ég að ólæsi Garra. Hann fullyrðir nefnilega í grein sinni, að ætlunin sé að stofna „kratafyrirtæki" með „krata“ sem forstöðumanni og síðan er lagt út af þeim fullyrðingum með stirðu geði. Þetta bendir til þess að Garri sé ekki læs, þótt hann sé skrifandi. Væri hann læs á frumvarp- ið, hefði hann séð, að það er alls ekki ætlunin að stofna fyrirtæki und- ir handarjaðri ríkisins í þessu skyni og afskiptum ráðherra af málinu lýkur að mestu með lögfestingu frumvarpsins. Frumvarpið gerir ráð fyrir að sveitarfélög reki söfnunarstöðvar fyrir brotamálma ýmist ein sér eða í samvinnu og að einkaaðilar geti einnig komið slíkum stöðvum á fót. Ónýtum ökutækjum og öðrum brotamálmum verði safnað á þessar stöðvar og síðan sjái þær um sölu á brotamálunum til endurvinnslu innanlands eða til útflutnings. And- virði málmanna rennur til rekstrar söfnunarstöðvanna. Þá er gert ráð fyrir að komið verði á fót sérstökum Endurvinnslusjóði. Hlutverk hans er að stýra endur- greiðslum á gjaldinu, sem lagt verð- ur á ökutæki, en ekki verður þar um neina varanlega sjóðmyndun að ræða, þar eð reiknað er með því að 'tekjur sjóðsins fari jafnóðum í endurgreiðslur og að einhverju leyti til styrkveitinga til söfnunarstöðva. Gert er ráð fyrir að stjórn sjóðsins verði skipuð fimm mönnum og jafn- mörgum til vara. Skulu tveir stjórn- armanna skipaðir skv. tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, einn stjórnarmaður skv. tilnefningu Félags ísl. iðnrekenda og einn stjórnarmaður skv. tilnefningu Fé- lags ísl. bifreiðaeigenda. Fimmti stjórnarmaðurinn skal skipaður án tilnefningar og yrði hann jafnframt formaður stjórnarinnar. Um þátt „krata“ í þessu stjórnar- samstarfi skal fátt fullyrt fyrirfram, en vissulega myndu afgreiðslur stjórnarinnar bera merki jafnaðar- stefnunnar, eftir að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefur snúist til fylgis við Alþýðuflokkinn eins og vafalaust mun verða í framtíðinni. Þrátt fyrir orð Garra um væna bitl- inga verður að viðurkennast að stjórnarmenn fengju þrátt fyrir at- orku og viturlegar ákvarðanir seint sambærileg stjórnarlaun við þau, sem greidd hafa verið hjá verktökum við varnarliðsframkvæmdir. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að samið verði við Bifreiðaskoðun fs- lands hf. um að sjá um endurgreiðslu endurvinnslu- og skilagjaldsins til eigenda ökutækja um leið og þeir framvísa vottorði frá söfnunarstöð um afhendingu þeirra og bifreiðin er afskráð. Að öðru leyti munu inn- heimtumenn ríkissjóðs sjá um inn- heimtu gjaldsins og viðeigandi ríkis- stofnanir um varðveislu fjár, bók- hald og endurskoðun. f stuttu máli er gert ráð fyrir afar einföldu og skilvirku fyrirkomulagi til þess að hreinsa landið af þeim ófögnuði sem bílhræ og brotamálm- ar eru allt of víða. Nöldurskrif Garra eru algjörlega tilefnislaus. Að lokum vil ég geta þess að vinir mínir og samstarfsmenn hafa reynt að finna aðrar skýringar á skrifum Garra en ólæsi og andúð á umhverf- isvernd, en ekki tekist. Sjálfur vona ég að Garri skýri málið, þótt síðar verði, því hvorugt vil ég eigna hon- um fyrr en fullreynt er. Grundarkjör kaupir lager þrotabús Kjöt- kaupa í Hafnarfirði: Grundarkjör í Hafnarfirði í gær opnaði ný verslun í Hafnar- firði. Það er Grundarkjör sem hefur keypt verslunina Kjötkaup eða Kostakjör eins og hún hét áður. Afskipti bæjarfógetaembættisins í Hafnarfirði hafa verið mikil af þeim verslunum sem reknar hafa verið á þessum stað. Það er von manna þar á bæ að þeim afskiptum linni með nýjum eigendum. Mikið hefur verið um eigenda- skipti á þessari verslun á undanförn- um árum. Eftir að Kostakaup var tekið til gjaldþrotaskipta seldi fyrir- tæki að nafni Hagskipti h/f Kjöt- kaupum h/f verslunina á kaupleigu- samningi. Kjötkaup varð gjaldþrota eftir fárra mánaða rekstur. Ástæða gjaldþrotsins var að söluskatti var ekki skilað. Lagerinn var eina eign þrotabús Kjötkaupa. Verið er að ganga frá samningum milli búsins og Jens Ólafssonar hjá Grundarkaup- um um hann. Grundarkaup sem nú hefur versl- un í Hafnarfirði rekur fyrir tvær verslanir á Reykjavíkursvæðinu. -EÓ Elísabet í opin- bera heimsókn í tilkynningu frá embætti forseta segir að Elísabet II. og maður hennar, Philip prins, hafi þekkst boð frú Vigdísar Finnbogadóttur, um að koma í opinbera heimsókn. Þau hjón munu heiðra landið með nærveru sinni í júní á næsta ári. Frekari línur hafa ekki verið lagðar að dagskrá heimsóknarinnar, enn sem komið er. JBG. Lafontaine til íslands: Kanslaraefni í boði krata Alþýðuflokksmenn munu fagna góðum gesti dagana 27.-30. ágúst nk., er Oskar Lafontaine, for- sætisráðherra Saar-lands og vara- formaður þýskra jafnaðarmanna, sækir þá heim. Ferill Lafontaines í þýskum stjórnmálum hefur verið óvenju glæsilegur. Þessi 46 ára gamli eðlisfræðingur sagði fljótlega skilið við fræði sín og hóf afskipti af stjórnmálum. Hann varð borg- arstjóri í Saarbrucken 1974 og hófst þaðan til embættis forsætis- ráðherra Saarlands, 11 árum síðar. 1987 varð hann varafor- maður þýska jafnaðarmanna- flokksins og er talinn líklegur sem kanslaraefni flokksins í næstu kosningum. Á heimavelli hefur Lafontaine beitt sér fyrir auknum markaðs- búskap, endurskoðun skattakerf- is, sveigjanlegri vinnutíma og auknum barnabótum, svo eitt- hvað sé nefnt. Frægastur er hann þó líklega fyrir hugmyndir sínar um ráðstafanir gegn atvinnuleysi með styttingu vinnuviku í 35 stundir, án þess þó að þeir, er mest bæru úr býtum, fengju kjaraskerðingu sína að fullu bætta. Þá hafa kenningar hans um nauðsyn aðlögunar jafnaðar- stefnunnar að breyttum tímum vakið athygli. JBG.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.