Tíminn - 25.08.1989, Síða 5
Föstudagur 25. ágúst 1989
Tíminn 5
Almenn aðhaldssemi í lántökum og eyðslu sparifjár forðað
ríkissjóði frá yfirdrætti í Seðlabanka og erlendum bónbjörgum:
Bankar „staðir" þegar
kemur að vaxtalækkun
Sú skoðun er uppi innan Seðlabankans að bankarnir hafi
verið heldur hægfara í lækkun vaxtanna jafnhliða lækkun
verðbólgunnar að undanförnu. En á hinn bóginn hafi háir
vextir leitt til almenns aðhalds, bæði í lántökum og eyðslu
sparifjár, sem aftur veldur því innlánahlið bankanna er nú
orðin mun sterkari en útlánahliðin. Þessi áhrif „hávaxtanna“
hafa svo stórum auðveldað ríkinu aðgang að lánum á
fjármagnsmarkaðnum sem aftur hefur svo stólega bætt
útkomu ríkissjóðs við Seðlabankann. Þykir ástand ríkisfjár-
málanna raunar undrum sæta miðað við stóraukin útgjöld:
Annars vegar að enn skuli ekki farið að bera á þeim halla sem
búið er að spá og hins vegar svo staðan við Seðlabankann.
Það sem hér er sagt kom fram í
samtali við Bjarna Braga Jónsson
aðstoðarbankastjóra Seðlabankans.
Tíminn spurði hvort hann teldi þá er
ákveða vaxtaprósenturnar heldur of
„staða“ varðandi lækkun vaxta í
kjölfar minnkandi verðbólgu.
Dálítið hægfara...
„Mitt álit er að við höfum ekki
alveg nógu góðan grundvöll til að
ákveða hverjir raunvextir skuli vera.
Bankarnir eru dálítið staðir miðað
við okkar hugmyndir um raunvexti,
sem koma fram í ákvörðun um
raunvexti á verðtryggðum lánum“.
Bjarni Bragi finnur þó til nokkurrar
samúðar með bönkunum því þeir
hafi, m.a. vegna pressu stjórnvalda,
ekki náð að halda jákvæðum raun-
vöxtum þegar verðbólgan þaut upp
framan af árinu og því setið uppi
með verulegan halla frá fyrsta þriðj-
ungi ársins. Þeir hafi því þurft
nokkra tímaútjöfnun.
Jafnframt segir Bjarni Bragi mjög
óvarlegt að áætla verðbólguna minni
en um 18% - í lægsta falli 17% -
fram eftir árinu. Út frá þessu megi
segja að menn séu dálítið hægfara í
vaxtalækkuninni núna.
Bjarni Bragi bendir á hinn eini
skynsamlegi grundvöllur raunvaxta
sé kannski vandfundinn. Þann
grundvöll þurfi að endurskoða nokk-
uð eftir ástandi í peninga- og lána-
málum og þörf á aðhaldi í þjóðfélag-
inu. Það sem fyrst og fremst sé að
marka sé þannig jöfnuðurinn á milli
framboðs og eftirspurnar fjármagn-
smarkaðnum.
Innlánin orðin sterkari
en útlánin
„Þegar til þessa er horft er raunar
búið að vera tiltölulega reglulegt
ástand, þar sem innlánshliðin er
orðin sterkari heldur en útlánshliðin
- svo munar jafnvel um 10% eða þar
um bil - og lausafjárstaðan betri.
Þetta á að vísu ekki við um alla.
Sumir eru enn illa staddir t.d. í
sambandi við erfiðan hóp lántak-
enda, mikið af tapfyrirtækjum og
gjaldþrotum og annað þessháttar.
Ætla mætti að aðrir hefðu hag af því
að hreppa þau viðskipti sem fylgja
því að vera fyrstir með lækkun
vaxta. Það virðist því sem eftirspurn-
in sé ennþá næg“.
Enginn halli á
ríkissjóði enn
Hvað varðar heildarástandið sagði
Bjarni Bragi það í rauninni undra-
vert miðað við útlátin í rfkisfjármál-
unum: „Annars vegar er ekki enn
kominn fram neinn halli (raunar líkt
og í fyrra). Og hins vegar er útkoman
geysilega mikið betri gagnvart Seðl-
abankanum - vegna þess að ríkið
hefur fengið það mikið af lánum
gegn um (fjármagns)markaðinn.
Hávextir forðað frá
bónbjörgum...
„Þannig má segja að vaxta/sparn-
aðarástandið sé í stórum stíl að leysa
vandamál sem að upphefst í ríkis-
fjármálunum og fleiru - og þannig
verjast því að við séum bónbjargar-
menn út á við (í erlendum bönkum)
þrátt fyrir örðugan búskap ríkisgeir-
ans“.
Dálitla íhaldssemi áfram...
Þótt nokkur vaxtalækkun nú sé
eðlileg að mati Bjarna Braga telur
hann jafn nauðsynlegt og raunar
óhjákvæmilegt að vaxtastigið verði
áfram dálítið íhaldssamt. Bæði með
tilliti til þess að erfiðlega horfi fram-
undan og að halda þurfi uppi full-
nægjandi rekstrarskilyrðum til þess
að hvetja til iðnþróunar og halda
viðskiptahallanum í skefjum. Jafn-
framt verði að reyna halda mönnum
við skynsamlegar lánaákvarðanir
þannig að ekki verði farið að eyða
og spenna - og til þess að hægt verði
að leysa fjárhagsvanda ríkissjóðs
með sem mestri fjármögnun hallans
innanlands.
„Því útlendingar verða að fara að
sjá það að við þurfum bara ekki á
lánum frá þeim að halda. Með því
fengjum við líka betri skilyrði til
endurfjármögnunar alls þess sem
þarf að endurfjármagna", sagði
Bjarni Bragi. - HEI
HRAFNHILDUR
SÝNIR GLER
Gallerí List:
allt verk sem hún hefur unnið á
síðastliðnu ári. Sýningin verður opn-
uð kl. 15.00.
Hrafnhildur lauk prófi frá Hjúkr-
unarskóla fslands 1967, en hefur
búið í New Ýork með fjölskyldu
sinni undanfarin ár. Hún hóf nám í
glerlist 1978 við Arc en Ciel, gler-
vinnustofu í Larchmont, og síðar í
teikningu við School of Visual Art
og í hönnun við Glassmasters Guild
í New Yorkborg. Hrafnhildur tók
fyrst þátt í samsýningu í New York
1981 en sýndi fyrst verk sín hérlendis
1987 í Gallerí List. Síðastliðið sumar
hélt hún einkasýningu í Hudson
River Museeum í Yonkers, New
York, og sl. haust í Gallery RBF í
Mamaroneck N.Y.
Sýningin í Gallerí List verður
opin alla virka daga frá kl. 10.30-
18.00 og laugardaga og sunnudaga
kl. 14.00-18.00. Sýningunni lýkur
þann 3. september.
Ekki ákvæöi í núverandi lögum um hvaðatannlæknaþjónustu ríkiðskuli veita:
Vilja skipuleggja
tannlæknaþjónustu
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra Guðmundur Bjarnason
hefur skipað nefnd til að gera
tillögur um skipulagða tannlækna-
þjónustu. Nefndinni er ætlað að
semja frumvarp um skipulagningu
tannlæknaþjónustu hér á landi,
sem síðan verður lagt fram af
ráðherra í haust.
Að sögn Finns Ingólfssonar að-
stoðarmanns heilbrigðisráðherra
eru ekki í núgildandi lögum ákvæði
er ákvarða hvernig tannlækninga-
þjónustu skuli veita. „Það eru ekki
til nein lög um það hvaða þjónustu
hið opinbera skuli veita í tann-
lækningum. Á grundvelti þessara
laga sem nú eru í smíðum, viljum
við að tekið verði af skarið um hve
hátt hlutfall almannatryggingarnar
greiða af þjónustunni", sagði
Finnur.
Nú er unnið að því að endur-
skoða lögin um almannatryggingar
Finnur Ingólfsson.
í heild og er skipun nefndarinnar
einn liður í þeirri endurskoðun.
Þegar farið var að skoða þann
kafla laganna sem lýtur að tann-
lækningum kom í ljós að skipulögð
tannlæknaþjónusta er ekki fyrir
hendi hér á landi. Þau lög sem
nefndinni hefur verið falið að gera
tillögur um taka eingöngu til þjón-
ustunnar, en almannatryggingar-
lögin sem lögð verða fram samhliða
væntanlegu frumvarpi um skipu-
lagða tannlæknaþjónustu taka
m.a. til greiðslna fyrir vinnu tann-
lækna á grundvelli þjónustulag-
anna.
í nefndina hafa verið skipaðir
Guðjón Magnússon aðstoðarland-
læknir, Magnús R. Gíslason yfir-
tannlæknir og Ingimar Sigurðsson
skrifstofustjóri í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu, sem
jafnframt er formaður nefndarinn-
ar. — ÁG
Laugardaginn 26. ágúst opnar
Hrafnhildur Ágústsdóttir (Rabbý)
sýningu á listmunum úr steindu gleri
í Gallerí List að Skipholti 50b. Hún
sýnir þar 4 glermyndir og 12 lampa,
Lifnaði yfir rækjuveiðum í júlí:
Verð á rækju farið hækkandi
Eftir mikinn samdrátt í úthafs-
rækjuveiðum í vetur og vor, annað
árið í röð eftir metveiði 1987, hefur
lifnað yfir veiðunum í júlí. Þetta
kemur fram í fréttabréfi Félags
rækju og hörpudiskframleiðenda.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskifélags íslands reyndist rækju-
veiðin nema 3.700 tonnum í júlímán-
uði sl. en það er mun meiri afli en
veiðst hefur í hverjum mánuði það
sem af er árinu. Fram kemur að sala
á frystri skelflettri rækju hafi gengið
mjög vel í sumar. Fullunnin vara
hefur selst nánast jöfnum höndum,
birgðir ekki myndast og verð farið
frekar hækkandi en hitt. Hlýsjávar-
rækja er talin hafa unnið markaðs-
hlutdeild í kjölfar verðsprengingar á
kaldsjávarrækju áárinu 1986. í frétt-
abréfinu segir að menn voni að þessi
verðhækkun, þó lítil sé, gefi til
kynna að kaldsjávarrækjan sé að ná
sér á strik í Evrópu, sem er nánast
eini markaðurinn, sem íslendingar
eru að selja þessa vöru á. Ástæðan
fyrir þessu er m.a. sú að menn spá
minnkandi framboði í heild af pill-
aðri frystri kaldsjávarrækju frá
Norðurlöndum, Rússlandi og Kan-
ada á Evrópumarkaði.
Þá urðu hörpudiskveiðar frá ára-
mótum tæplega 30% meiri en á sama
tíma í fyrra og á Bandaríkjamarkaði
hefur verð á hörpudisk farið hækk-
andi. Þá hafa birgðir af frosnum
hörpudisk minnkað og vekur það
vonir um að verð haldist a.m.k. í
horfinu. - ABÓ