Tíminn - 25.08.1989, Síða 6
6 Tíminn
Föstudagur 25. ágúst 1989
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guömundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Stjórnmálaviðhorfin
Síðast var kosið til Alþingis 25. apríl 1987.
Kjörtímabilið er því meira en hálfnað. Tvö þingár eru
að baki, þriðja þingárið hefst 10. október nk.
Þessir 28 mánuðir sem liðnir eru frá síðustu
alþingiskosningum hafa verið viðburðaríkir í stjórn-
málalífinu. Þess er m.a. að geta að umtalsverðar
breytingar urðu á skipan þingflokka og valdahlutföll-
um í þinginu eftir kosningarnar 1987. Þessar breyting-
ar komu sérstaklega niður á Sjálfstæðisflokknum því
að hinn nýi þingflokkur, Borgaraflokkurinn, var að
mestu leyti klofningur úr Sjálfstæðisflokknum. Auk-
inn þingstyrkur Kvennalistans varð einnig til þess að
breyta valdahlutföllum, og það því fremur að Kvenna-
listinn starfar í reynd sem þrýstihópur og hefur ekki
haft áhuga á að taka þátt í stjórnarmyndunum.
Þessi breyttu valdahlutföll og fjölgun framboðsaðila
og þingflokka hefur á áþreifanlegan hátt haft í för með
sér óstöðugleika um flokkasamstarf innan þingsins.
Það er almenn reynsla í þingræðislöndum að því fleiri
sem þingflokkar eru því meiri vandi er að mynda
þingræðislega sterkar ríkisstjórnir.
Þessi almennu sannindi um fjölda þingflokka og
áhrif slíks ástands hafa sýnt sig í því að á þessum 28
mánuðum frá þingkosningum hafa setið tvær ríkis-
stjórnir. Hin fyrri sat í 13 mánuði eftir langt stjórnar-
myndunarþóf. Þingræðislega var þessi ríkisstjórn,
sem Þorsteinn Pálsson var í forsæti fyrir, sterk
meirihlutastjórn og hefði af þeim sökum átt að geta
setið lengi.
En ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar átti ekki langt líf
fyrir höndum. Innan þeirrar ríkisstjórnar varð ekki
samkomulag um að mæta efnahagsvandanum með
nauðsynlegum aðgerðum í þágu útflutningsatvinnu-
veganna. Vandi efnahagslífsins lá þó fyrst og fremst í
stórfelldu rekstrartapi og skuldasöfnun sjávarútvegs-
greina og annarra útflutningsfyrirtækja. Rekstrarað-
stæður útflutningsgreina voru reyndar komnar á það
stig haustið 1987, um það bil sem ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar tók við, að þá þegar var nauðsynlegt að
grípa til róttækra björgunaraðgerða. Frjálshyggjuliðið
í Sjálfstæðisflokknum kom í veg fyrir að tekið yrði á
þessum vanda sem þurfti. Stjórnarforysta Þorsteins
Pálssonar skildi því eftir sig meiri vanda en við var
tekið þegar hún hófst og var þó ærinn fyrir.
Það kom í hlut núverandi ríkisstjórnar undir forystu
Steingríms Hermannssonar að greiða úr efnahags-
vandanum. Núverandi ríkisstjórn hefur þá fáu mánuði
sem hún hefur setið, einbeitt sér að því að losa
sjávarútveginn úr skuldafjötrum. í því efni hefur hún
náð verulegum árangri við mjög erfiðar aðstæður.
Hitt er annað að nýr vandi steðjar að efnahagslífinu.
Það er nú ljóst að samdráttarskeið sjávarútvegs verður
lengra en ástæða var til að vona. Þess vegna verður
þjóðin að vera viðbúin því að áframhald verði á
ströngum efnahagsaðgerðum til þess að tryggja at-
vinnureksturinn og atvinnuástandið almennt.
Ekki er það neitt launungarmál að vandi núverandi
ríkisstjórnar er hinn formlegi þingstyrkur hennar. Sú
staðreynd hefur legið fyrir frá upphafi. Samstarf
ríkisstjórnar og Alþingis tókst eigi að síður vel á
síðasta þingi. E.t.v. verður svo einnig á komandi
þingi. Hitt er þó æskilegra að takast megi að
endurskipuleggja ríkisstjórnina með þátttöku Borg-
araflokksins eins og viðræður hafa staðið um.
llllllllllllllllllllll GARRI lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Snöggsoðnir stúdentar
ísland liggur norðarlega á hnett-
inum og hér hagar svo til að vetur
eru dimmir og kaldir en sumur
björt og heit. Þetta hefur meðal
annars sett mark sitt á skólakerfið
hér á landi. Svo lengi sem elstu
menn muna hefur það tíðkast að
nemendur ynnu á sumrin. Sumarfrí
er tiltölulega langt, miðað við það
sem annars staðar gerist, og helgast
það af legu landsins. Þegar skólum
lýkur á vorin halda nemendur út í
atvinnulífið.
Allir, sem skynbragð bera á, eru
á einu máli um að þessu kerfi eigi
ekki að breyta. Fyrst og fremst
vegna þess að sumarvinnan reynist
fólki kannski ekki miður lærdóms-
rík heldur en bóknámið yfir vetur-
inn. Með því komast unglingar ■
nána snertingu við atvinnulífið í
landinu og kynnast því af eigin
raun. Þeir læra að taka til hend-
inni, finna til ánægjunnar af því að
koma að notum í þjóðfélaginu og
fá tilfinningu fyrir því hvernig þjóð-
félagið hér hjá okkur starfar.
Útlenda kerfið
í fjöhniðluin síðustu dagana hef-
ur Sighvatur Björgvinsson alþm.
verið að kynna niðurskurðarhug-
myndir Alþýðuflokksins á útgjöld-
um ríkisins. Meðal þess, sem hann
hefur hreyft, er að hér eigi að
lækka stúdentsaldurinn og útskrifa
yngra fólk með stúdentspróf en nú
er gert. Svona svipað og gerist í
ýmsum nálægum löndum, þar sem
fólk vinnur ekki á sumrin.
Svo er skemmst frá að segja að
ekki verður séður nokkur
skynsamlegur botn í þessum hug-
myndum þingmannsins og krat-
anna. Ef lækka á stúdentsaldurinn
- vel að merkja án þess að slaka á
kröfunum - þýðir það einfaldlega
að lengja verður skólaárið. Svona
í áttina við það sem er víða í
útlöndum þar sem fólki er haldið
með æmum tilkostnaði í skóla
nánast allan ársins hring.
Það þýðir einfaldlega að
skólarnir verða reknir áfram með
sömu afköstum og nú er, og þá
væntanlega með sama tilkostnaði.
Með óbreyttum nemendafjölda
verður vitaskuld að halda þar uppi
sömu kennslu og nú er. Það hlýtur
að kosta það sama, hvor hátturinn
sem hafður er á. Þess vegna verður
ekki séð að fjárhagslegur sparnað-
ur geti orðið, svo neinu nemi, af
því að lengja skólaárið til að lækka
stúdentsaldur. Nema þá að hug-
myndin sé að fækka í skólunum og
neita þar þá einhverjum um að-
göngu. Er það kannski það sem
kratarnir vilja?
Þess vegna verður ekki séð að
hugmynd Sighvats Björgvinssonar
um að lækka hér stúdentsaldur geti
leitt til nokkurs peningalegs sparn-
aðar fyrír ríkið. Hún er vanhugsuð
og tekur ekki mið af ríkjandi
aðstæðum í landinu. Útlenda kerf-
ið á ekki við hér.
Gagnsemi
sumarvinnunnar
En það alvarlegasta við þessa
hugmynd Sighvats Björgvinssonar
er þó hitt að hún tekur ekki tillit til
þeirrar gagnsemi sem skólafólk
hefur af sumarvinnu sinni. Hún
afneitar þeirri bláköldu staðreynd
að fólk lærír óhemju mikið af því
að taka beinan þátt í atvinnulífinu
í nokkra mánuði yfir sumarið.
Hvað eru þeir til dæmis ekki
margir lögfræðingarnir, læknarnir,
prestarnir eða kennararnir sem
hafa unnið sem unglingar til dæmis
í byggingarvinnu, í landbúnaði eða
í fiski? Dettur þeim krötunum í
alvöru í hug að halda því fram að
sú reynsla, sem þetta fólk hefur
aflað sér með þessu, hafi verið því
gagnslaus?
Það er satt að segja ekki annað
að sjá af þeim málflutningi sem við
höfum síðustu daga verið að heyra
frá Sighvati Björgvinssyni. Svo er
að sjá að hann vilji keyra alla
unglinga landsins inn í lokaðar
skólastofnanir og halda þeim þar
síðan vandlega vernduðum fyrir
öllu sem heitir kynni af atvinnulíf-
inu utandyra.
Afleiðingin getur svo vissulega
ekki orðið nema ein. Upp vex í
landinu fólk sem er troðfullt af
bókafróðleik, en á sama tíma al-
gjörír grasasnar í öllu sem viðkem-
ur atvinnulífinu sem afkoma þess
byggist þó öll á. Út úr slíku kerfi
hlýtur þannig að koma fjöldinn
allur af fólki sem ekki verður hægt
að flokka undir annað en þröng-
sýna sérfræðinga.
Duglega fólkið, sem kynnir sér
atvinnulífið og aflar sér síðan þeirr-
ar menntunar sem þar kemur best
að gagni, kemur hins vegar ekki út
úr slíku kerfi. En aftur á móti er
það einmitt fólkið sem við þurfum
á að halda. Hér vantar okkur fólk
sem sýnir útsjónarsemi og dugnað,
og sem notar hvort tveggja síðan til
að koma að gagni í undirstöðu-
greinunum. Ekki steingelda sér-
fræðinga sem ekkert vita annað en
það sem þeir hafa lesið í bókum.
Garrí.
IIHIIffilBllilllll VÍTT OG BREITT . III .......Illlllllllln
Frestur er á illu bestur
„Ólafur G. Einarsson formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins
segir að álitlegur hópur flokks-
manna vilji bíða sem lengst í von
um aukið fylgi auk þess sem nokk-
uð stór hópur vilji áreiðanlega
bíða með borgarstjórnarkosning-
ar.“
Þessi véfrétt birtist á forsíðu
Alþýðublaðsins í fyrradag og til'
ofurlítils skilningsauka er rétt að
taka fram að fyrirsögnin er „Margir
sjálfstæðismenn vilja bíða með
kosningar.“
Þegar flett var áfram kom í ljós
heilsíðu grein um það stórskrýtna
stjórnmálaviðhorf sem fram kom í >
forsíðufréttinni. Þar fylgdi með
ágæt mynd af einbeittu andliti
þingflokksformanns Sjálfstæðis-
flokksins og var allt þetta undir
dálkaheitinu Skotmarkið. Þvef-
síðu fyrirsögn var tekin beint úr
munni leiðtoga þingflokksins, og
var hann búinn að taka að sér að
segja þingflokki Borgaraflokks fyr-
ir verkum jafnframt sínum eigin og
er það hraustlega gert. „Borgara-
flokksins að fella stjórnina,“ sagði
Ólafur, og nú er eftir að sjá hvaða
forystu þingflokkur Borgara-
flokksins lýtur.
Eigi skal kjósa
Eftir allar þessar merku upplýs-
ingar var hripari þessara lína orð-
inn svo ruglaður í pólitíkinni, að
hann treystist ekki til að leggja í að
lesa það mikla mál sem á eftir kom.
Þess í stað var forsíðufréttin
lesin aftur og enn aftur og var ekki
um að villast. Þarna stóð skýrum
stöfnum að margir sjálfstæðismenn
vilji bíða með borgarstjórnarkosn-
ingar í von um aukið fylgi, væntan-
lega með það í huga að kosningar
fæli fylgið frá íhaldinu og að pólit-
ísk tilvera þess sé best tryggð með
því að kjósa sem sjaldnast eða
kannski alls ekki.
En hvernig á að fresta borgar-
stjórnarkosningum eftir að kjör-
tímabilinu lýkurerTímanum hulin
ráðgáta en ef það getur orðið
Sjálfstæðisflokknum til fylgisaukn-
ingar hlýtur einhver leið að finnast
hvað svo sem stjórnarskráin kveð-
ur á um.
En það eru fleiri fjölmiðlar en
Alþýðublaðið sem skrifa dularfull-
ar fréttir um hvoru megin veggjar
Bogaraflokkur muni kjósa sér
legstað á þingi komanda og hvernig
stjóm og stjórnarandstöðu muni
reiða af í þeim átökum sem þá
hefjast.
Hlutkesti meirihlutans
DV flennir í gær yfir alla sína
forsíðu að líklegast muni hlutkesti
aftur ráða meirihluta og er látið að
því liggja að sjálfstæðismenn muni
hafna samstarfi við Borgaraflokk-
inn um nefndakjör á Alþingi. Þar
er haft eftir Óla Þ. að Sjálfstæðis-
flokkurinn vilji halda lífi í stjórn-
inni til vors.
Enn er farið í smiðju til Ólafs G.
þingflokksformanns, og á baksíðu
er hann hafður fyrir þeim orðum
að „sumir okkar telja best að
stjórnin lifi til vors.“ Síðan segir
hann að ekki komi til mála að eiga
samstarf við Borgaraflokk um
nefndakjör á þingi nema að flokk-
urinn lýsi yfir fullri andstöðu við
stjórnina. Það telur viðmælandi
fréttahauka fráleitt og stefni því
allt í að hlutkesti ráði úrslitum við
val í nefndir í haust.
Og Óli Þ. segir að sjálfstæðis-
menn séu að hugsa um að fá góða
kosningu í borgarstjórn í vor.
Þarna er samt hvergi getið um þá
ágætu hugmynd að fresta borgar-
stjórnarkosningunum og er það
nokkur hugarléttir í öllu því pólit-
íska moldroki sem þyrlað er upp
kringum Borgaraflokkinn sem eng-
inn veit hvað ætlar að verða úr.
Síðar í sömu frétt er haft eftir
Ólafi G. að hann sjái annars ekkert
sem bendi til annars en að Borgara-
flokkurinn styðji stjórnina jafnvel
fyrir að fá formennsku í nefndum.
Ekki veit maður hvort á að
spyrja DV eða Ólaf G. Einarsson
hvernig stendur á því að varpa
þurfi hlutkesti um meirihluta í
nefndum ef Borgaraflokkurinn
gengur til liðs við stjórnarflokkana.
Ómögulegt að sjá hvers konar
túlkun það er á þingsköpum að
varpa þurfi hlutkesti í atkvæða-
greiðslu ef meirihluti er fyrir hendi.
En það er auðvitað í stíl við að
fresta borgarstjórnarkosningum til
að auka þingfylgi og er þá spurn-
ingin hvort ekki sé lika vænlegt að
fresta þingkosningunum og ef það
verður til þess að íhaldið fái meiri-
hluta mætti varpa hlutkesti um
hvort það ætti að vera í stjórn eða
stjórnarandstöðu. Eða svoleiðis.
Einhvem tíma var sagt að það
væri skrýtin tík þessi pólitík. En
stórskrýtin verður hún fyrst þegar
fréttahaukar fara að barna ummæli
stjórnmálamanna á þann veg að
þingsköp og stjórnarskrá verða
marklaus plögg og frásagnargleðin
lyftir þrasinu á flug og allt jarðsam-
band rofnar. OÓ