Tíminn - 25.08.1989, Qupperneq 7

Tíminn - 25.08.1989, Qupperneq 7
Föstudagur 25. ágúst 1989 Tíminn 7 Sigurður Lárusson, Gilsá: Hvar á að spara og hvar á að afla tekna? íllll í 146. tölublaði Tímans er grein eftir Guðmund G. Þórarinsson, sem heitir: „Það verður að skera ríkiskerfið upp.“ í lokaorðum hennar segir. „Stórfelldur uppskurður er nauðsyn. Ekkert annað dugar, Nú þarf harðskeyttan vinnuhóp í málið.“ Þessi klausa er með áberandi svörtu letri, af því undirstrikaði ég hana, lokaorð hans eru: „Hér er þörf á markvissri langtímaáætlun.“ Ég er sammála Guðmundi um að ríkisstofnanir þurfa strangara aðhald en verið hefur. En ég vara við þeirri stefnu sem hefur átt marga talsmenn hjá íhaldinu og krötum, að „selja“ ríkisstofnanir í stórum stíl. Því oftast hefur sú „sala“ verið líkari gjöf en sölu. Ég vara til dæmis eindregið við því að „selja“ einstaklingum sjúkrahúsin eða aðrar slíkar þjón- ustustofnanir. Við höfum mörg dæmi um að slíkt leiðir til mikils óhagræðis og kostnaðarauka fyrir almenning, og ríkir fær sáralitla peninga fyrir slíkar „sölur“, eða afhendingu eigna. Ég skal aðeins nefna eitt dæmi af mörgum. Það er þegar Bifreiðaeft- irlit ríkisins ásamt Bifreiðaskoðun- inni var afhent einstaklingum. Það veldur og á eftir að valda bifreiða- eigendum á landsbyggðinni ómældum óþægindum og öllum bifreiðaeigendum miklum kostn- aði. Eftir því sem ég best veit á að byggja upp dýr hús hingað og þangað um landið til þess að betur fari um bifreiðaskoðunarmenn. En ætli bifreiðaeigendur verði ekki látnir borga þær hallir að lokum? Ég hef heyrt að til standi að byggja tvær eða þrjár slíkar stöðvar á Austurlandi. Ef af því verður, þurfa margir bifreiðaeigendur hér að aka tvö til þrjú hundruð kíló- metra fram og til baka til að fá bílinn sinn skoðaðan. Auk þess sem skoðunargjaldið hefur marg- faldast, og ekki nóg með það. Ef eitthvað finnst athugavert við bílinn, þurfa menn að koma aftur og borga aftur fyrir síðari skoðun. Þetta er bara eitt lítið dæmi um að þegar einstaklingum eru afhent fyrirtæki eða stofnanir, þá taka þeir þau gjöld af almenningi sem þeim sýnist. Fyrr í grein Guðmundar kemur eftirfarandi fram, sem er prentað með stóru letri: „Það þarf að sameina stofnanir, leggja niður stofnanir, hætta rekstri sem þegn- arnir í landinu geta sjálfir séð um.“ Þama kemur fram ósvikinn kapit- alismi. Það er ekki spurt um hvort almenningur tapar eða græðir á þessu. Nei, hitt virðist vera þýðing- armeira, að einstaklingamir geti grætt fé. Oft furðaði ég mig á því hversvegna Guðmundur er ekki í Sjálfstæðisflokknum!!! Þar finnst mér hann eiga betur heima. Ég er orðinn gamall og man eftir þegar Framsóknarfiokkurinn hafði að einkunarorðum, „allt er betra en íhaldið.“ Þá var hann ólíkt róttæk- ari en nú og hafði líka miklu meira fylgi. Ég held að hann mætti hyggja betur að hagsmunamálum fólksins sem vinnur við framleiðslustörfin og oftast þau erfiðustu. Ég man vel eftir heimskreppunni og ástandinu í efnahagsmálunum á árunum 1930 og 1934. Á ámnum 1934 til 1937 þegar þeir Eysteinn og Flermann stýrðu Framsóknarflokknum og stjórn- uðu landinu með aðstoð gömlu kratanna, þá var við ólíkt meiri vandamál að glíma í fjármálum en nú. Þá þorðu þeir að leggja skatt- ana á þá ríkustu. Nú em miklu fleiri ríkir eða að minnsta kosti tekjuháir, svo nú ætti að vera miklu auðveldara að afla tekna í ríkissjóð en þá, án þess að seilast um of í vasa þeirra sem minna mega sín fjárhagslega. Samt er fjárlagagatið svo stórt nú mörg undanfarin ár að gera þarf neyðar- ráðstafanir árlega, til að ná endum saman, meðal annars eins og að ráðast á velferðarkerfið eins og Guðmundur boðar í blaðaviðtali í 148. tölublaði Tímans. Ég tel að hávaxtaokrið og ótti stjórnmálamannanna við að leggja stighækkandi skatta á tekjur fólks sé ein aðalundirrót þess fjármála- vanda sem nú er glímt við. Á síðustu áratugum hafa neysluskatt- ar sífellt verið auknir, sem komið hefur hart niður á þeim sem minnstu tekjumar hafa. En sífelld- ar kröfur íhalds og krata um afnám skatta á launatekjur hafa borið þann árangur að nú er sama skatt- prósenta tekin af háum og lágum launum niður að vissu lágmarki. Þetta finnst mér mjög ósanngjarnt. Ég tel að einstaklingur sem hefur til dæmis 100 þúsund króna skatt- skyldar tekjur á mánuði hjón sem hafa 160 þúsund króna skattskyld- ar tekjur á mánuði eigi að greiða hærri prósentu í skatt en fólk með lægri tekjur. Ég tel líka að hátekju- fólk til dæmis þeir sem hafa 200 þúsund á mánuði, eða hjón sem hafa 320 þús. krónur á mánuði eigi að greiða 5% hærri tekjuskatt miðað við lægra dæmið en þeir sem ég kalla hátekjufólk ættu að greiða 15% hærri skatt en nú er í gildi, frekar en draga þurfi úr velferðar- þjónustu við þá sem minnst hafa. Þá yrðu tekjuskattsþrepin þrjú og það tel ég sanngjamara. Einnig finnst mér ekki rétt að hafa sparifé algerlega skattlaust. Þó finnst mér ekki rétt að skattleggja það eins hátt og ýmsar fasteignir. Mér finnst líka rétt að hafa innstæður hjá einstaklingum skattlausar upp að einni milljón og hjá hjónum upp að 1,8 milljón. Þá finnst mér koma til vissulega hagkvæmast að slíkt sé í hverfisskólum bamanna. Ég fæ ekki séð að til að annast slíkt þurfi að koma til einkaskólar. Af viðtölum sem ég hef átt við skólamenn frá ýmsum löndum, hafa hjá mörgum komið í ljós efasemdir um ágæti „einkaskóla" Flins vegar séu vanda- málin þar sjaldan rædd opinber- lega. Ég tel því að ástæða sé til að staldra við og íhuga í alvöm, hvort þetta „einkaskóla" rekstrarfyrir- komulag sé sú skólastefna, sem við æskjum. Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja virðist rekstur „Mið- skólans“ við Tjömina eiga aðallega að byggjast á fjárframlögum for- eldra nemenda skólans. Það gefur því augaleið að þama koma ekki allir til með að sitja við sama borð, heldur hefur efnahagur foreldra þar afgerandi áhrif. Þá hafa raddir heyrst að inntaka í skólann eigi m.a. að byggjast á greina að hafa ríkisskuldabréfin skattlaus, til að fá almenning til að lána ríkinu fé og spara þar með erlendar lántökur. í framhaldi af þessum hug- leiðingum vil ég minna á viðtal sem blaðamaður Tímans átti við Guðmund G. í 148. tölublaði Tímans, sem heitir T.R. á fjárlög? Margt athyglisvert kemur fram í þessu viðtali. Sumt af því er þver- stæðukennt. Til dæmis það sem hann segir um glasabörnin og fóst- ureyðingar. En óneitanlega finnst mér að peningasjónarmið hans sé þyngra á metunum en mannúðar- sjónarmiðið. Mér finnst til dæmis megi lesa á milli línanna í síðasta hluta viðtals- ins að ekki borgi sig að halda lífi í gamalmennum sem sýnilegt er að ekki er nema áraspursmál hvenær þau deyja. Ég get ekki verið sam- mála því að ekki eigi að hjúkra og Iíkna gamalmennum sem allra best á meðan heilsan er ekki orðin svo slæm að halda þurfi lífi í þeim í öndunarvélum eða öðrumi hlið- stæðum vélum. Ég hef mikið þurft að dvelja á sjúkrahúsum og endur- hæfingarstofnunum síðustu 25 árin, þó ég sé ekki nema 68 ára. Á þeim árum hef ég kynnst mörgu gömlu fólki, sem hefur langað til að lifa sem lengst, jafnvel þó heilsan hafi verið orðin svo bágbor- einkunnum nemenda og ef rétt er, vil ég benda á að slíkt samrýmist ekki þeim anda sem í grunnskóla- lögunum er og kemur fram í nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla. Bent er á að kennslukostnaður (a.m.k. 5 stöðugildi) sparist ríkinu með tilkomu þessa skóla. Ef litið er á fræðsluumdæmi Reykjavíkur og gert ráð fyrir að svipaður fjöldi nemenda komi frá hverju skólahverfi, þá samsvaraði það u.þ.b. 4 nem. á skóla og er fjárhagslegur spamaður vart merkjanlegur. í skipulagsskrá em tilgreind markmið skólans í 7 liðum. Þessi markmið em ágæt, en í sjálfu sér áður kunn, bæði í nýrri aðalnám- skráoggrunnskólalögum. Sérstaka nýbreytni í kennsluháttum er ekki gott að meta né gera sér grein fyrir kennslugreinum þar sem ekki fylgir námsáætlun, skólanámskrá eða stundatafla, aðeins rammi að skólatíma. in að ekki sé nein batavon. Þetta fólk hefur langflest verið það and- lega heilbrigt að það hefur fylgst furðu vel með. Haft ánægju af heimsóknum og að tala við fólk, og jafnvel af að horfa á sjónvarp þó líkamleg heilsa þess hafi verið í lágmarki. Ég held að afar erfitt sé að draga mörkin milli þess hverjum á að hjúkra lengur og hverjir eigi ekki að fá frekari aðhlynningu. Hver eða hverjir eiga að draga mörkin þar á milli? Ég tel það svo ábyrgðarmikið og vandasamt verk að það sé of mikið álag á nokkurn einstakling. Líklega þyrftu þá að vera kvaddir til viðkomandi sér- fræðingar og hjúkrunarkonur. En ég hef persónulega það góða reynslu af því ágætis fólki sem vinnur á sjúkrahúsunum að ég get ekki mælt með að sá þungi kross verði lagður á herðar þeirra. Ég hef verið 75% öryrki í rúm 24 ár og er þessvegna orðinn ríkinu dýr. En ég hef ekki samviskubit vegna þess að ég hafi spillt heilsu minni með óhollu líferni. Sjúk- dómar þeir sem ég hef þurft að fást við eru af öðrum toga. Ég tel það svo dýrmæta Guðsgjöf að fá að halda góðri heilsu og vinnuþreki fram yfir sjötugsaldur og jafnvel miklu lengur, að ég vorkenni eng- um heilbrigðum og efnalega vel- stæðum mönnum þó þeir þurfi að greiða háa skatta til samfélagsins, og jafnvel neita sér um eitthvað af því óhófi sem margt nútíma fólk veitir sér. Ég spyr, hvað er dýrmæt- ara en góð heilsa? Ég bið þig að lokum, Guðmund- ur, að hugleiða betur hvers virði góð heilsa er, áður en þú hvetur til þess að niðurskurðarhnífnum sé beitt þar sem síst skyldi, það er að þeim smæstu og varnarlausustu. Þó mörgum finnist skattarnir sínir vera háir, hvað er það þó á meðan heilsan er góð. Ég bið alla að hugleiða þetta. Giisá, 5.8.1989 Sigurður Lárusson Þá liggur ekki fyrir stærð á hinu væntanlega húsnæði skólans, bún- aði þess né heldur upplýsingar um hvort það sé í samræmi við kröfur skóla- og heilbrigðisyfirvalda. Þá er einnig óljóst hvaða aðstöðu nemendum er boðið upp á til að neyta máltíða. Sú spurning hlýtur að vakna hvort ætlunin sé að hinn nýi „Mið- skóli" taki yfir húsnæði Náms- flokka Reykjavíkur og þegar stækkun skólans komi til fram- kvæmda, hvað verði þá um hina frábæru starfsemi Námsflokkanna. Það sem vegur einna þyngst í mínum huga er að bönin eru með þessu móti slitin frá félögum sínum í heimahverfi og þar með hætta á að rofin séu félagsleg tengsl sem eru bömum svo mikilvæg einmitt á þessum aldri. Þama er verið að „búta“ skyldunámsskólann í sund- ur í mismunandi skólaþrep og bendir allt til að nemendur myndu verða að stunda skyldunámið í þrem mismunandi skólum. Með vísun til þess, sem hér hefur verið sagt, tel ég vægast sagt mjög varhugavert að fafa inn á þá braut sem hér er verið að marka. f þess stað óska ég þess að þannig verði að málum hins almenna gmnnskóla staðið að hann geti með reisn gegnt því hlutverki, sem honum ber og er ætlað með velferð allra bama og ungmenna að leið- arljósi. Áslaug Brynjólfsdóttír fræðslustjóri. Meginstefna fræðsludaga er jafnrétti til náms Greinargerð fræðslustjóra í Reykjavík um einkaskóla Með bréfi dags. 15. ágúst er leitað eftir afstöðu fræðslustjóra til fyrirhugaðrar stofnunar „Miðskóla“ við Tjörnina. í því sambandi vil ég taka fram eftirfarandi: íslenska þjóðin hefur átt því láni að fagna að stjórnvöld á hverjum tíma hafa haft það að meginmark- miði að veita bömum og ungling- um sem jafnasta aðstöðu til náms, burt séð frá efnahag eða búsetu, samanber gildandi lög um grunn- skóla. Árangurinn er góð og almenn menntun, þar sem við stöndum fyllilega jafnfætis öðmm menning- arþjóðum. Þessi meginstefna hefur reynst farsæl, en að sjálfsögðu þarf ýmsu að breyta og bæta í samræmi við síbreytilegt þjóðfélag og að því er vissulega markvisst unnið. Að vísu em opinber fjárframlög til skólamála, sérstaklega grunn- skólans ekki nægjanlega mikil og hafa engan veginn aukist til jafns við aðra málaflokka. Það er því ekki óeðlilegt að hugmyndir komi fram um breytt fyrirkomulag á rekstri gmnnskóla og margir líti jafnvel á nauðsyn þess að skólinn sinni meir „gæsluhlutverki“ vegna hins langa vinnudags foreldra. Hins vegar tel ég að raunvemleg og almenn umræða um breytt skipulag á rekstri grunnskóla hafi ekki farið fram hér á landi, að ' neinu marki, né heldur verið gerð úttekt, studd athugunum og mark- tækum rannsóknum á því hvort „einkaskólar“ hafi reynst betri eða farsælli börnum og ungmennum en hinn almenni gmnnskóli. Þá tel ég að foreldrar hafi ekki lagt nægilega áherslu á nauðsyn þess að hafa einsetinn skóla, en það er forsenda þess að hægt sé að nota skólana fyrir fjölþættari starf- semi svo sem til aukinnar tón- mennta- og hljóðfærakennslu, að- stoðar við heimanám og lengdrar viðvem. Fyrir böm og foreldra er

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.