Tíminn - 25.08.1989, Side 9
8 Tíminn
Föstudagur 25. ágúst 1989
Föstudagur 25. ágúst 1989
Tíminn 9
‘
Bændur og sláturleyfishafar óttast að kjöt
af nýslátruðu fari beint í frystigeymsl-
urnar og mikils framboðs af ódýru kjöti:
Útsölukjöt
mettar nú
markaðinn
rétt fyrir
sláturtíð
Eftir Egil Ólafsson
Margir bændur og sláturleyfis-hafar
eru óánægöir meö að efnt skuli til útsölu
á kindakjöti svo skömmu fyrir sláturtíð.
Nær væri að hafa hana fyrr á árinu. Sumir
sláturleyfishafar segja tilgangslaust sé að
vera með sumarslátrun því fólk vilji ekki
kaupa annað en útsölukjöt. Útsalan á
einnig eftir að hafa áhrif á sölu þegar
slátrun hefst fyrir alvöru um miðjan
september því víða munu frystikistur
vera fullar af gömlu kjöti.
Það verður alltaf
að klára það gamla fyrst
„Manni dettur í hug sagan af Ösku-
Láka sem Halldór Laxness segir frá í
Innansveitarkróniku,“ sagði einn bóndi í
samtali við Tímann. „Ósku-Láki var
ákaflega sparsamur og kláraði alltaf
gamla brauðið áður en hann byrjaði á því
nýja. Á hans heimili var því aldrei
borðað annað en gamalt og myglað
brauð.“
Nokkurrar óvissu gætir um hvernig
gengur að selja það kjöt sem er að koma
á markað vegna söluátaks á eldra kjöti
sem nú stendur yfir. Margir bændur og
sláturleyfishafar eru óánægðir með hve
þessi útsala er seint á ferðinni. Hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri verður
engin sumarslátrun en þar hefur stundum
verið byrjað að slátra í ágúst. í fyrra var
þrisvar sinnum slátrað í þeim mánuði en
kjötið seldist hægt og að endingu varð að
frysta hluta af því. Óli Valdimarsson
sláturhússtjóri hjá KEA sagði þýðingar-
laust að vera að bjóða fólki kjöt sem sé
allmiklu dýrara en það útsölukjöt sem í
boði er. Fólk meti meira verð gamla
kjötsins en bragðgæði þess nýja. Óli
sagði að útsalan sem nú stendur yfir hefði
haft áhrif á sölu á unnum vörum úr
kindakjöti t.d. hefði sala á hangikjöti
minnkað um helming í síðasta mánuði.
Guðjón Guðjónsson hjá Sláturfélagi
Suðurlands sagði að það gengi sæmilega
að selja nýja kjötið. Ekki væri þó hægt að
segja að það væri rifið út líkt og ætti sér
stað með kjötið á tilboðsverðinu.
Illa staðið að útsölunni
Nokkurrar gagnrýni gætir hjá slátur-
hússtjórum á framkvæmd útsölunnar.
Þegar loksins var búið að ákveða að fara
af stað með hana þurfti allt að gerast með
svo miklum hraða að sláturhúsunum var
ekki gefinn tími til að undirbúa söluna.
Umbúðir og merkimiðar bárust ekki til
þeirra fyrir en deginum áður eða jafnvel
sama dag og útsalan átti að byrja. Starfs-
fólk sláturhúsanna varð að vinna yfir-
vinnu við að saga niður og pakka kjöti.
Vel hefur hins vegar verið staðið að
málum eftir að útsalan komst í gang og
mjög góð sala hefur verið í kjötinu. Sú
spurning hlýtur að vakna af hverju ekki
var hægt að taka ákvörðun um útsölu
mörgum mánuðum fyrr svo að hægt væri
að gefa sér tíma til að undirbúa hana. í
ár var þessi ákvörðun ekki tekin fyrr en í
lok júní. Þá vöknuðu stjórnvöld upp við
þá staðreynd að í óefni stefndi með
birgðir á kindakjöti.
„Menn hugsa dæmið alltaf of seint,“
sagði Jóhannes Kristjánsson formaður
náð þeim tvíþætta tilgangi sem þau
stefndu að en hann var að minnka birgðir
og að bjóða neytendum upp á ódýrt kjöt.
og ferskt kjöt. Þar með fari fólk á mis við
bragðgæði nýja kjötsins en viðurkennt er
að kjöt tapar nokkuð af bragðgæðum við
frystingu og geymslu. Landssamband
sauðfjárbænda lét SKÁÍS gera könnun
meðal neytenda til að kanna hvort fólk
neyti kjötsins strax eða setji það í
geymslu. Niðurstaðan varð að flest fólk
neyti þess strax. Sumir telja þó frampart-
arnir, sem nú er verið að hefja sölu á, fari
beint í frystikisturnar. Einnig að fólk
dragi eitthvað að fá sér meira lambakjöt
eftir að hafa borðað það í marga mata
undanfarnar vikur. Ekki er heldur ólík-
legt að hækkunin á nýja kjötinu sé enn
meira áberandi þegar fólk er búið að vera
að kaupa kjöt á tilboðsverði. Nýja kjötið
er 10% hærra en skráð verð á kjöti frá
því í fyrra en 27% hærra en útsölukjötið.
Hjá Afurðasölu Sambandsins fengust
þau svör að útsalan í ár væri mánuði fyrr
á ferðinni en venjulega. Afurðasalan
hefði snemma í vor bent ríkisvaldinu á
hvert stefndi með birgðir en engin við-
brögð hefðu orðið frá því fyrr en í júlí.
Slátrun er hafin hjá
þremur sláturhúsum
Slátrun er nú hafin á þremur stöðum
á landinu. í Borgarnesi var á þriðjudag
slátrað 48 lömbum frá tilraunabúi ríkisins
að Hesti í Andakílsárhrepp. Meðalvigt
var 12,4 kíló sem er tveimur kílóum
minna en var í síðustu sláturtíð. Kjötið
verður sett á markað í Borgarnesi, Akra-
nesi og Reykjavík. Ekki verður slátrað
meira hjá KB fyrr en á þriðjudaginn í
næstu viku nema að kjötið seljist hraðar
en menn eiga von á. Hefðbundin slátrun
hefst í Borgarnesi um miðjan september.
Á þriðjudaginn í síðustu viku var
slátrað um 160 lömbum hjá Sláturfélagi
Suðurlands á Hvolsvelli. Meðalvigt var
13 kíló. Á síðasta þriðjudag var slátrað
þar 100 lömbum og var meðalvigt 14,4
kíló. Búvörudeild Sambandsins sér um
að koma kjötinu á markað í Reykjavík.
Slátrun er einnig hafin hjá sláturhúsinu
Ferskar afurðir á Hvammstanga. Þar
mun vera búið að slátra um 150 lömbum.
Ferskar afurðir er fyrirtæki sem reist er á
rústum þrotabús Verslunar Sigurðar
Pálmasonar.
Verð á kjötinu er um 10% hærra en
skráð verð á dilkakjöti frá því í fyrra.
Bændur telja sig þurfa að fá þetta hátt
verð því þeir eru að farga lömbum sem
gætu þyngjast mikið ef dregið væri að
farga þeim.
Útsalan gengur mjög vel
og birgðir verða iitlar
Nú lítur út fyrir að birgðir af kindakjöti
verði um 2000 tonn 1. september þegar
útsölunni líkur. Þetta er um 500 tonnum
minna en á sama tíma í fyrra. Birgðir af
fyrsta flokks dilkakjöti verða um 800-900
tonn en 1000-1200 tonn eru ærkjöt og
mjög feitt kjöt. Ærkjötið fer að mestu í
hakk og vinnslu. Það er gömul saga og ný
að illa gangi að koma því út.
Það verður ekki annað sagt en að salan
hafi gengið vel. Búið er að selja milli
800-900 tonn. Stjórnvöld virðast því hafa
Staðið verður betur að
málum í framtíðinni
Viðmælendur Tímans voru sammála
um að það væri ríkisvaldinu að kenna að
útsalan væri svo seint á ferðinni. Von er
þó til þess að nú séu menn loksins búnir
að læra af reynslunni og betur verði
staðið að málum í framtíðinni. Búið er að
stofna nefnd sem á að sjá um að selja
lambakjöt í vetur. í nefndinni sitja full-
trúar frá fjármálaráðuneyti, landbúnað-
arráðuneyti, Stéttarsambandi bænda,
Landssambandi sauðfjárbænda og
afurðasölu samtökum. Líkur eru á að á
næsta ári verði fjórar útsölur. Gert verður
sérstakt átak í sölu fljótlega eftir slátur-
tíð. Vera kann að neytendur fari þá að
læra að kaupa nýtt og ljúffengt lamba-
kjöt. Því eins og sælkera vita er fátt betra
á bragðið en lambakjöt af nýslátruðu.
Landssamtaka sauðfjárbænda. „Auðvit-
að ættu þessi tilboð að vera strax í
upphafi sláturtíðar. Við höfum margsinn-
is ályktað um að reyna að selja sem allra
mest af kjöti strax en að vera ekki að
geyma það og hlaða á það kostnað fram
á haust. Verðlagning á kjötinu er bundin
í lögum og við eigum þvf erfitt með að
gera neitt sjálfir. Það er ekki fyrr en
stjórnvöld taka sínar ákvarðanir sem
hægt er að gera svona. Það er aftur á móti
annað mál að júlímánuður er að mörgu
leiti hentugur tími því þá grillar fólk
meira en í öðrum mánuðum. Það þyrfti
einnig að gera átak í sölu að vetrinum.
Vonandi ná menn betri tökum á þessu í
framtíðinni.“
Fólk hamstrar ársgamalt kjöt
Margoft hefur verið bent á að rangt sé
að vera með kjötútsölur svo skömmu
fyrif sláturtíð. Fólk fylli frystigeymslur
sínar af gömlu kjöti og en kaupi ekki nýtt