Tíminn - 01.09.1989, Qupperneq 6

Tíminn - 01.09.1989, Qupperneq 6
6 Tíminn Föstudagur 1. september 1989 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: * Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Horft um öxl Segja má að nú sé u.þ.b. eitt ár síðan lokaþáttur- inn hófst í því að reyna að halda saman ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Sú viðleitni bar engan árang- ur. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar var mynduð í júlí 1987 eftir langa stjórnarkreppu að afstöðnum kosningum 25. apríl það ár. Þetta var að því leyti til sterk ríkisstjórn að hún hafði tvo þriðju Alþingis á bak við sig og þurfti ekki að standa ógn af stjórnarandstöðunni, sem var fáliðuð, dreifð og sundruð. Þessi ríkisstjórn hafði því öll ytri skilyrði til þess að láta að sér kveða og einbeita sér að þeim málum sem mest voru aðkallandi. Þegar horft er yfir rúmlega eins árs langan feril ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar kemur í ljós að sífellt var dregið á langinn að skilgreina þann vanda sem brýnast var að leysa, með þeim afleiðingum að sjálfsögðu að aðgerðir gegn vandanum drógust að sama skapi. Um það bil sem ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar tók við völdum í júlí 1987 og næstu vikur þar á eftir gat það ekki dulist að efnahagslegur samdráttur var að halda innreið sína eftir mikla þenslu síðustu ár. Pessi samdráttur hófst í sjávarútvegi eins og ævinlega verður hér á landi. Mátti segja að flest það sem fyrir getur komið hafi skollið í einu á sjávarútvegsgreinum til þess að rýra rekstrarafkomu þeirra. Markaðsverð mikil- vægra sjávarafurða féll, gengisþróun var mjög óhagstæð og fjármagnskostnaður fyrirtækjanna keyrði úr öllu hófi. 1 þessu stjórnarsamstarfi var það fyrst og fremst krafa framsóknarmanna að láta hagsmuni útflutn- ingsatvinnuveganna hafa allan forgang meðan verið væri að koma rekstrarafkomu þeirra á réttan kjöl. Sú stefna hlaut að hafa það í för með sér að grípa yrði til beinna opinberra aðgerða og jafnvel einhverrar millifærslu á fjármagni í landinu. Þorsteinn Pálsson færðist ævinlega undan að taka af festu á málum. Þótt vissulega væru margir sjálfstæðismenn vel meðvitaðir um hvert stefndi um afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina, þá réðu milliliðir og nýkapitalistar ferðinni í Sjálf- stæðisflokknum. Það stríddi ekki aðeins gegn kreddum frjálshyggjunnar að ríkisvaldið gripi í taumana, heldur kom það við beina gróðahags- muni þeirra manna sem nú virðast öllu ráða í Sj álfstæðisflokknum. Það kom aldrei betur í ljós en þegar tekist var á um svokallaða niðurfærsluleið hvoru megin Þor- steinn Pálsson stóð í innanflokksátökunum í Sjálfstæðisflokknum. Hann var á bandi millilið- anna og hávaxtamannanna. Á því sprengdi hann sína eigin stjórn eftir rúmlega árs setu. Það kom því í hlut núverandi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar að leysa útflutningsat- vinnuvegina úr fjötrum skulda og rekstrarstöðv- ana. Það hefur þessi stjórn gert við erfiðar aðstæður en með athyglisverðum árangri. GARRI Bókaskattur Eins og menn vita er hér á landi lagður fullur söluskattur á bækur. Það þýðir að af hverjum þúsund krónum, sem menn greiða hérfyrir bók í bókabúð, renna um það bil tvö hundruð krónur beint ■ ríkis- kassann. Þetta hefur lengi verið umdeild skattlagning og fer ekki hjá að svo sé enn. Bókaútgáfa hér er nú einu sinni verulega stór þáttur af þjóð- menningunni, sem allir vilja vernda og viðhalda. Væru hér ekki gefnar út bækur á móðurmálinu er hætt við að það yrði fljótlega komið á undanhald. Þá myndu ekki duga neinar málverndarvikur, líkar þeirri sem nú er framundan hér í skólunum. Líka er að því að gæta að víðast hvar í nálægum löndum fara menn mjög varlega í skattlagningu á bækur, ef þeir þá sleppa henni ekki algjörlega. Ástæðurnar eru þær að litið er á bókagerð sem menningar- starf, sem ekki sé rétt að skatt- ■eggja til jafns við venjulega verslun. Hlutur höfunda Þá er það viðurkennt að hér á landi er hlutur skálda og ríthöfunda fyrír vinnu sína mun rýrarí en gerist með stórþjóðunum. Fá- menni landsins veldur því að hér verða upplög bóka aldrei nema brot af því sem getur orðið í fjölmennari löndum. Af þeirri ástæðu hefur þessi skattur á bækurnar einnig verið gagnrýndur. Margir hafa bent á að réttara væri að reyna heldur að auka hlut höfunda af bókaverðinu og gera þeim þannig frekar mögu- legt að lifa af vinnu sinni en ella. Svona svipað og fólk í öðrum stéttum gerír yfirleitt nokkuð rétt- mætar kröfur um að fá að gera. Þetta hefur hins vegar ekki náðst fram, því að hér hjá sjálfri bóka- þjóðinni eru ísienskar bækur skatt- lagðar til jafns við hverja aðra lúxusvöru. Vitaskuld bitnar þetta einna harðast á höfundum, sem ella gætu borið töluvert meira úr býtum en þeir gera nú. En þó eru fleiri hliðar á þessu máli. Á hverju hausti þurfa skóla- nemendur að snara út stórum upp- hæðum í kennslubækur. Það ætti að vera hafið yfir deilur að það er menningaratriði hér hjá okkur að eiga kennslubækur á móðurmálinu í sem flestum greinum. Að slíku er ekki verið að stuðla með söluskattinum, heldur þvert á móti. Þar er beinlínis veríð að gera íslenskum kennslubókum erfiðara fyrír í samkeppninni við aðrar frá stórum forlögum í útlöndum sem gefa út í risaupplögum. Fyrir kennara hlýtur þá oft að vera töluverð freisting að nota heldur útlendar bækur, til dæmis enskar, sem kannski eru margfalt ódýrari en hinar. íslenskunám Og er þá ógleymt þcim bókum, sem notaðar eru við íslensku- kennslu, og sem ekki er hægt að leysa af hólmi með bókum frá enskumælandi löndum. Sölu- skatturinn leggst á þær jafnt og aðrar. Með þvf móti er höfundum og útgefendum nýrra kennslubóka í íslensku máli og bókmenntum gert töluvert erfiðara fyrir en ætti að vera, vegna þess að ríkið hækk- ar verð þessara bóka um íjórðung með skattinum. Þetta er eiginlega heldur and- hælislegt á sama tíma og efnt er til málverndarátaks og talað fjálglega um að efla íslenska tungu og bók- menntir. Eiginlega finnst manni að réttara værí að hafa þetta heldur á hinn veginn. Núna er manni sagt að framund- an sé að taka hér upp virðisauka- skatt í staðinn fyrír söluskattinn. Því hlýtur að fylgja töluverð kerf- isbreyting og uppstokkun. Meðal annars hefur heyrst að virðisauka- skatturinn verði í tveimur þrepum, öðru lægra en hinu hærra, auk þess sem einhverjar menningargreinar verði undanþegnar honum. Núna er því tilvalið tækifæri til að taka þennan umdeilda skatt til endurskoðunar. Hann er allt of lengi búinn að vera allt of hár og allt of stór þröskuldur í vegi inn- lendrar bókagerðar. Þeir menn, sem hér á landi vinna af alvöru að viðhaldi tungunnar með rítun ís- lenskra bóka, eiga allt annað skilið. Það er á engan hátt réttlátt að menningarstörf þeirra séu skatt- lögð til jafns við vinnu hinna sem raka saman fé á því að pranga hinum og þessum óþarfanum inn á þjóðina. Þess vegna er meir en kominn tími til að bókaskatturinn sé tekinn upp til endurskoðunar. Að minnsta kosti til þess að lækka hann veru- lega frá því sem núna er. Og helst af öllu tíl þess að feUa hann algjör- lega niður. Garrí. VÍTT OG BREITT Kjarabætur aðalsins Aðallinn í íslenskri launþeg- ahreyfingu fær kauphækkun í prós- entum í dag. Menntunarsnauður vinnulýður fær sina launahækkun í krónutölu og henni fastri. Það er sama hvert kaupið er hjá öllu ASÍ -fólki og BSRB-liði og öðrum laun- þegasamtökum, hækkunin í dag nemur 1.500 krónum á mann, sama hvert kaupið er. Þetta er jafnlauna- stefnan sem samið var um á aflíð- andi vetri og þótti í nokkrar vikur mikilvægt spor í átt til jöfnuðar í þjóðfélaginu. En háskólamenntaðir í samtök- um kennara og annarra þeirra sem tilheyra launþegaaðlinum sprengdu öll bönd af jafnlauna- stefnunni og hér eftir mun enginn trúa eða treysta forréttindastéttun- um þegar kjarasamningar eru ann- ars vegar. Forréttindi aðalsins byggjast fyrst og fremst á því að langskóla- menntaðir sátu beggja vegna samn- ingaborðsins og andlegt atgervi fjármálaráðuneytisins skildi svo miklu betur kröfur og væntingar háskólagenginna starfsmanna ríkisins en þeirra sem eru bara í BSRB, og sömu aðilar sömdu við um allt önnur kjör aðeins árfáum vikum áður. Laun hinna menntunarsnauðu Og áfram skulu forréttindin sitja í fyrirrúmi. Um leið og almennir launþegar fá jöfnu krónutöluna, 1.500 krónur á mann í kauphækk- un, hækka námslánin um 10% og er skilningur á þörfum námsfólks miklu meiri en skilningur á lífsbar- áttu þeirra sem amla ofan af fyrir sér á almennum vinnumarkaði eða eru menntunarsnauðir í opinberri þjónustu. Ef einhver velkist í vafa um að prósentuhækkun aðalsins sé í raun hærri en fasta krónutala lágstétt- anna á vinnuma'rkaði ér rétt að benda á að prósentuhækkunin er á milli 1,5 og 2% og vísast á lista fjármálaráðuneytisins um hæstu launin sem þar eru greidd til for- réttindastéttanna. Eftirleikurinn á að vera auðveldur, að minnsta kosti fyrir þá sem kunna einfaldan prósentureikning. Upplausn Fregnir eru uppi um að miklar hækkanir á vöru og þjónustu dynji yfir nú um mánaðamótin. Fulltrúar ASÍ hafa í hótunum að þær kunni að leiða til upplausnar og átaka og er það líkst til fremur kokhreysti en að alvara búi að baki. Hitt er annað mál, að almennu launþegasamtökin hafa ekki gleymt hvemig svikist var aftan að þeim með forréttindasamningun- um í vor og er ekki búið að bíta úr nálinni hvað þá linkind alla snertir. En hvað sem öllum köpuryrðum líður, eins og t.d. þeim sem höfð vora eftir varaforseta ASÍ í DV í gær, er ljóst að ekki árar til al- mennra launahækkana í þjóðfélag- inu eins og sakir standa og munu hatrammar vinnudeilur aðeins auka á þau vandræði sem fyrir era án þess að leysa nokkum vanda, hvorki launþega né annarra. Verðhækkanaskriða mun heldur engan vanda leysa, ekki heldur þeirra sem halda sig bera meira úr býtum með hækkandi verði. Bog- inn er þegar spenntur svo hátt, að verðhækkanir valda aðeins sölu- tregðu á viðkomandi vöra og er þá til lítils barist að heimta hærra verð fyrir hana. Fer því best á því að verðhækk- unarpostular og verkalýðsleiðtogar reyni að hafa hömlur á hækkunar- áráttu sinni hvað varðar vöra, þjónustu eða laun. Skriður og boðaföll með tilheyrandi víxlverk- unum er engin leið út úr ógöngum, heldur varða allir aðilar að sýna hófsemd í hækkunarkröfum og mun þeim þá betur famast. Forréttindastéttir og aðall hrifs- ar ávallt eins mikið til sín og hann kemst upp með og er ekkert við því að segja í sjálfu sér. Nema hvað einstaka sinnum er svoleiðis fólki kippt niður af svið- inu með byltingum. En hver nennir að standa í svoleiðis út af nokkram • skitnum prósentum. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.