Tíminn - 01.09.1989, Page 7
Föstudagur 1. september 1989
Tíminn 7
Ef nahagur Níkaragva í rúst
og kosningar í f ebrúar nk.
Enn er lífsbaráttan erfið hjá hörkumennum byltingarinn-
ar í Níkaragva. Þegar innanríkisráðherra Níkaragva,
Tomas Borge var í sumar á ferðalagi um Austur-Evrópu,
fjarri harðræðinu í Níkaragva, leist honum ljómandi vel á
jakkaföt í búðarglugga.
Þegar inn í búðina kom tjáði fýluleg tékknesk afgreiðslu-
kona honum að fötin væru ekki fyrirliggjandi. „Seldu mér
þá þau sem eru í glugganum,“ skipaði hinn harðskeytti
innanríkisráðherra Níkaragva sem á því ekki að venjast að
skipunum hans sé ekki hlýtt umyrðalaust. En honum til
mikillar undrunar varð afgreiðslustúlkunni ekki hnikað.
Daniel Ortega hefur hafið kosningabaráttuna en hann hefur heitið því að almennar kosningar fari fram í Níkaragva
í febrúar n.k.
Kommúnisminn eins og
„falleg ung stúlka
með fagra fótleggi"!
Þegar Níkaragvamaðurinn hitti
svo hinn tékkneska starfsbróður
sinn heimtaði hann öskuillur skýr-
ingu á því hvers vegna Austur-Evr-
ópuríkin gæfu þá mynd af komm-
únismanum að hann líktist „gam-
alli, feitri kerlingu“ þegar hann
væri helst líkur „fallegri stúlku
með fagra fótleggi" í Níkaragva.
En það verður að segjast eins og
er að nú, 10 árum eftir að Borge og
aðrir byltingarmenn Sandínista
þrömmuðu sigri hrósandi inn í
Managúa, er Níkaragva alger rúst
og byltingin hefur stöðvast.
í verslunum í Níkaragva eru
engin jakkaföt, reyndar varla neitt
af neinu nema niðursuðudósir með
sardínum sem Sovétmenn hafa
sent þangað. Hillumar í ríkisreknu
kjörbúðinni í götunni þar sem
skrifstofa Borge er eru tómar.
Skortur á hugsjónum
Nú eru liðin 10 ár síðan Sandín-
istar náðu völdum í Níkaragva og
þá er svo komið að það er líka
orðinn skortur á hugsjónum í land-
inu. Enn gefur sá atburður í júlí
1979, þegar Somoza gróf upp lík-
kistu föður síns og flýði land,
stjóminni réttlætingu fyrir tilveru
sinni. En þeir sem eitt sinn voru
róttækir draumóramenn sem vog-
uðu sér að ganga í berhögg við
yfirráð bandarískra stjórnvalda í
Mið-Ameríku hafa nú meiri
áhyggjur af því sem eftir lifir af
völdum þeirra en draumum um að
umbreyta þjóðfélaginu.
Stjórn Sandínista teygir sig inn í
svo gott sem hvern krók og kima
lífs Níkaragvamanna og það fyrir-
finnst ekkert afl sem gæti losað um
þá stjórn síðan byltingaröfl kontr-
anna leið. En það hefur verið
kostnaðarsamt að safna þessum
völdum og þessa dagana er talað
um að komast af efnahagslega í
Managúa, ekki hina háleitu hug-
sjón Sandinismo.
Núverandi stjórnarherrar sem
alltaf hafa verið raunsæir, hafa nú
lagt hugsjónunum við róða og
beygja sig í staðinn fyrir alþjóðleg-
um þrýstingi um að auka á lýðræði
í landinu. Þeim fáu hreintrúuðu
sem enn eru í forystuliði flokks
Sandínista til skelfingar hefur Dan-
íel Ortega, hinn afar raunsæi for-
seti landsins, heitið því að hafa
nýjar kosningar í febrúar nk. Síð-
ustu kosningar vann hann með
góðum meirihluta 1984.
Kosningabaráttan hafin
en gömlu byltingar-
slagorðin horfin
Ortega hefur þegar hafið kosn-
ingabaráttuna þar sem hann minnir
Níkaragvamenn á umbætur varð-
andi heilbrigði og lestrarkunnáttu
á þeim áratug sem Sandínistar hafa
verið við völd.
Kosningaáróðurinn nú er víðs
fjarri byltingarslagorðum fyrri ára,
þegar því var hreinlega lýst yfir að
aðeins verkamenn og bændur
myndu halda lífi. Þó að Sandínistar
séu enn reiðubúnir að veifa bylting-
arfánanum þegar það hentar pólit-
ískt séð eru að þreytast á kreddum,
sem ekki eiga upp á pallborðið
með erlendum þjóðum og seðja
ekki hungur heima fyrir.
Þetta var aldrei hugsjónabylting.
Einn fyrrum skæruliði af lágum
stigum, sem nú er embættismaður
yfirvalda minnist þess að hann
gekk í lið með Sandínistum ein-
faldlega vegna vonbrigða yfir því
að lagleg miðstéttarstúlka vildi
ekki þýðast hann.
„Framan af vorum við vön að
hugsa um sósíalisma á sama hátt og
gert var í Austur-Evrópu og Kúbu.
Það var ekki okkur að kenna.
Þetta var það eina sem við höfðum
spurnir af,“ segir þessi núverandi
embættismaður, sem nú býr í húsi
með sundlaug sem einu sinni var í
eigu háttsetts manns í stjórn Som-
oza.
Sósíalismann I raun
má sjá á markaðnum
Raunverulegan sósíalisma Sand-
ínista má best sjá í háværu og
illaþefjandi völundarhúsi austræna
markaðarins í Managúa. Orðljótir
kaupmennirnir þar hafa með hönd-
um mest fjármálaviðskipti í Níkar-
agva. Síðan yfirvöld gáfust upp við
tilraunir til að hafa stjórn á þeim
hafa þeir selt allt frá ritvélum til
ólöglega tekinna skjaldbökueggja,
og engar spurningar eru bornar
fram.
Meðallaun í Níkaragva eru sem
svarar um 620 ísl. kr. og eins og
gefur að skilja hafa ekki margir
landsmenn efni á því að fara í
verslunarleiðangra, og þaðan af
síður að stunda hitt aðalmusteri
viðskipta undir stjórn Sandínista,
„dollarabúðina", geysistóra hita-
beltiskjörbúð, sem full er af inn-
fluttum varningi. Útlendingar og
embættismenn stjórnarinnar versla
þar. Það gera líka þeir heppnu
Níkaragvamenn sem fá greiðslur
sendar frá ættingjum erlendis. Þeir
sem ekki eru eins heppnir veiða
eðlur í auðninni umhverfis borg-
ina. Auk þeirrar efnahagslegu
eymdar sem hefur gert Níkaragva
að einu fátækasta landi heimsins
hafa valdaár Sandinista líka heimt-
að skelfilegar mannfórnir. Það líða
áratugir áður en þau sár gróa.
Dýrt stríð
Um 300.000 af rúmum þrem
milljónum íbúa hafa flúið land.
Mörg þúsund hafa verið drepnir
eða örkumlaðir í stríðinu gegn
kontrauppreisnarmönnum, sem
notið hafa stuðnings Bandaríkja-
manna, og enn fleiri þúsund hafa
misst heimili sín. Stjórnvöld hafa
unnið stríðið gegn kontraliðunum
en eru gjaldþrota og skortir afl til
að bæta skaðann.
Til að bæta á vanda Sandínist-
anna er samdráttur í aðstoð frá
löndum sem búa við sovéskt skipu-
lag, þar sem embættismenn hafa
látið í Ijós örvæntingu yfir efna-
hagsóstjórninni í Níkaragva. Einn
embættismaður Austur-Evrópur-
íkis kvartaði undan því að það væri
eins og „að hella peningum í svart
gat“ að senda Níkaragvamönnum
aðstoð.
Sovétmenn leita
til einkageirans
Sovétríkin hafa orðið fyrir svo
miklum vonbrigðum með sóunina
hjá yfirmönnum byltingarinnar að
þau sendu sendinefnd til Managúa
í vor til að eiga viðræður við
íhaldssama kaupsýslumenn í
einkageiranum.
„Sovétmenn sögðu að stjórn
Níkaragva hefði ekki nýtt aðstoð-
ina á réttan hátt og vildu þess
vegna að einkageirinn tæki þátt í
nýtingunni," segir hagfræðingur og
kennari við einkaviðskiptaskóla
Níkaragva.
Þeir nautabændur og kaffirækt-
endur sem enn starfa á eigin vegum
í Níkaragva taka ekki undir blíðu-
hót Sandinista og þaðan af síður
Rússa. En afstaða þeirra sem eru
Rosario Murillo, konan sem Or-
tega býr með, hcfur aflað sér
öfundarmanna og óvina sem halda
því fram að hún sé farín að skipta
sér af málefnum ríkisins.
með einkarekstur í Níkaragva til
Bandaríkjanna er líka blendin.
Ergilegur bandarískur ambass-
ador gaf forystumönnum þeirra
eitt sinn þá einkunn að þeir væru
„þrætugjarn hópur pólitískra
smápeða", og slíku svara kaup-
sýslumennirnir fullum hálsi.
Kontraskæruliðar Reagans forseta
lögðu efnahag landsins í rúst en
mistókst hins vegar að koma Sand-
inistunum frá, segja þeir, og Bush
forseti virðist sætta sig við að láta
sem Níkaragva sé ekki til.
„Bandaríkjamenn hafa svikið
okkur,“ segir bóndi einn en kaffi-
ekrurnar hans voru teknar eignar-
námi fyrr í sumar eftir að hann
kenndi opinberlega stefnu Sandin-
ista um algert verðhrun á kaffi.
Valdatogstreita I
uppsiglingu meðal
Sandínista?
Stjórnarandstaðan er eins og
grautur í öllum regnbogans litum
af smáflokkum sem eiga engar
vonir um að vinna kosningarnar á
næsta ári. í staðinn lætur hún sig
dreyma um klofning innan raða
Sandinista, sem er lokaður og
leynilegur félagsskapur manna sem
búa og skemmta sér saman og eru
bundnir stakri hollustu við níu
manna forystusveit.
Skoðanaágreiningur í þeirra
hópi hefur í áratug verið vendilega
dulbúinn með sameiningu flokks-
ins að leiðarljósi. En jafnframt því
að Ortega og bróðir hans, Humb-
erto Ortega hershöfðingi og varn-
armálaráðherra hafa styrkt stöðu
sína og þar með veikt stöðu
Borges, aðalkeppinautarins, hefur
orðið vart eldglæringa.
Borge lítur á sjálfan sig sem
harðnaðan gamlan baráttujaxl sem
geti státað af raunverulegri reynslu
í bardögum í bræðralagi sem hefur
haft skipti á því að gera byltingu og
þeirri tísku að vera róttækur. Hann
hefur löngum haldið við sjálfstæði
sínu með því að reka einkaher
innanríkisráðuneytisins frá sínu
eigin neðanjarðarbyrgi.
Ortega hefur skipað Borge að
losa sig við helminginn af starfsliði
sínu og þá vitnað til hvílík þörf
væri á sparnaði. Borge er þekktur
fyrir stórt skap. Einu sinni kallaði
hann á skrifstofu sína gagnrýninn
útvarpsmann, eingöngu í þeim til-
gangi að gefa honum einn á lúður-
inn.
Ortega - „Hr. Hreinn“ -
og konan bak við Ortega
Aðrir eru ekki eins gætnir í
gagnrýni á Ortega og klíku hans.
„Þeir búa í glæsilegum höllum sem
gerðar voru upptækar. Það gera
líka hjákonur þeirra, eiginkonur
og vinir,“ segir Moises Hassan,
fyrrverandi borgarstjóri Sandínista
í Managúa, sem sagði sig úr flokkn-
um á síðasta ári fullur fyrirlitning-
ar, þar sem hann trúir því að
Sandínistar hafi bylt af stóli einni
spilltri ráðandi yfirstétt eingöngu
til að setja aðra í staðinn.
Sumir Sandínistar, sem eru að
þreytast á einkarétti Ortega á
valdataumunum, hafa í einkasam-
tölum haft í frammi áróður fyrir
því að Henry Ruiz, hinn mislyndi
ráðherra „út á við samstarfs" sem
stjórnar öllum samskiptum Níkar-
agvamanna við Sovétblokkina,
bjóði sig fram til forseta.
Ruiz er „Hr. Hreinn" þeirra
Sandínista sem sniðgengur forrétt-
indin sem starfsbræður hans njóta.
Hann er sagður vera óperuunnandi
og lærðastur í hópi yfirmannanna,
en þar að auki var hann foringi
skærulióa í baráttunni jafnvel leng-
ur en Borge.
Gagnrýnendur Ortegas benda
sífellt meir á að hann sé sköpunar-
verk Rosario Murillo, konunnar
sem hann býr með, en dökkt og
glæsilegt yfirbragð hennar og
valdsmannsleg framkoma koma
upp um að hún er ein af þeim
miðstéttarkonum sem ungu Sand-
inistana dreymdi um meðan þeir
dvöldust í skógunum.
Murillo, sem kýs frekar gagn-
sæja kjóla en byltingarbardaga-
galla, hefur gefið Ortega nýtt útlit
áður en hann lagði í kosningabar-
áttuna. í stað gleraugnanna með
tískumerkinu er hann kominn með
linsur, sem keyptar voru á ferð í
írlandi. Á móti ver hann rétt
hennar til að blanda sér í málefni
ríkisins.
Þegar hópur Sandínistarithöf-
unda mótmælti áætlunum hennar
um að endurskipuleggja samtök
þeirra skipaði Ortega þeim æva-
reiður að hætta látunum ella yrðu
þeir látnir sæta „aga“ flokksins.
Þetta varð til þess að gagnrýnendur
hans tóku að hvísla sín á milli
gömlu níkaragvösku máltæki sem
segir að líkami konu gefi fastari
drátt en uxaeyki.