Tíminn - 01.09.1989, Page 13
Föstudagur 1. september 1989
GLETTUR
- Bílasalinn ætlar aö endurgreiða okkur 2500 krónur
vegna gallaöa öryggisbeltisins
- Já auðvitað getur verið að þú
heyrir í einhverjum á neðri
hæðinni, ... við búum í blokk,
bjáninn þinn
- Það er svo leiðinlegt þegar
snjór er yfir öllu, þá sýnist
þvotturinn vera grár
- Viltu gjöra svo vel að skrúfa
vel frá krananum...
- Þegar ég flauta einu sinni, þá
á Hallgrímur að koma hlaup-
andi, en þegar ég flauta tvisvar
þá átt þú, Ingimundur, að koma
Tíminn 13
„Spámenn“ í Banda-
ríkjunum spá fyrir
síðustu mánuði 1989
- Kínamúrinn hrynur, Jane Fonda verður ástfangin af
varaforseta Bandaríkjanna og fleiri stórtíðindum er spáð!
Ekki eru eftir nema fjórir
mánuðir af árinu 1989, en hér
kemur smáúrdráttur úr spá-
dómum sem gilda eiga fyrir
seinni hluta þessa árs og er
vitnað til ýmissa af „stærri
spámönnunum" í Bandaríkj-
unum. Spádómurinn í heild
birtist í þekktu vikublaði,
sem er kannski ekki álitið
tryggasti boðberi sannleik-
ans, en hvað um það, sumir
hafa gaman af slíkum spá-
dómsleikjum.
Spáfólkið er nafngreint og
greint frá fyrri spádómum
þeirra sem hafi kömið fram,
svo sem Bcverly Jaegers frá
St. Louis, sem hefur leikið
sér að því að spá fyrir fjár-
málamenn í kauphallarvið-
skiptum, Lou Wright í
Kínamúrinn stórskemmist af
völdum jarðskjálfta
Denver, sem sá fyrir árásina
á Jóhannes Pál páfa II, Flor-
ida-stjörnuspámaðurinn sem
sagði fyrir um flugslysið, þeg-
ar DC-8 þota fórst og með
henni 256 manns o.fl. slíkir
spáspekingar.
Atburðir síðustu mán-
aðaársins1989sem
„spámennirnir“
segjast sjá fyrir
Það er mikið um það að
þetta fólk láti frá sér ýmsar
forspár um heimsþekktar
persónur, og sumt virðist vera
heldur fáfengilegt. T.d. að
hin feita og fyrirferðarmikla
leikkona Roseanne muni
næstum kafna vegna þess að
það standi svo í henni brauð-
samloka, en John Goodman,
„eiginmaður“ hennar í sjón-
varpsþáttunum, bjargi henni,
því hann hafi lært hjálp í
viðlögum.
Einnig segir í spádómun-
um, að það veki mikla eftir-
tekt í Bandaríkjunum þegar
Jane Fonda og Dan Quayle
varaforseti fara að sjást mikið
saman. Hann neiti því að
samband þeirra sé alvarlegt,
en hún lýsi því yfir að hún sé
ástfangin af Quayle!
Ein spákonan segir, að Ted
Kennedy verði fyrir því að
afbrýðisamur eiginmaður,
Sagt er að nú loksins á síðustu mánuðum ársins komi fram
nýjar sannanir um að dauði Marilyn Monroe hafi verið af
mannavöldum
Roseanne nærri kafnar við að borða samloku, en „sjón-
varps-eiginmaður“ hennar bjargar henni
sem var fyrrv. fótboltakappi,
berji hann til óbóta.
Svo er sagt að það komi
svo harður jarðskjálfti í Kína,
að hinn forni Kínamúr hrynji
á kafla, og hvirfilvindur gangi
yfir New Orleans og flóð-
bylgja skelli yfir, en ekki
verþi mikið manntjón. Talið
að þrír drukkni, en óhemju-
legar skemmdir verði í hinum
gamla hluta borgarinnar.
Hvort einhver tekur þessi
skrif alvarlega er ekki gott að
segja, en blöðin borga víst
spáfólkinu mikla peninga fyr-
ir birtingu á forspám þeirra.
Einn spámaðurinn spáir miklu umtali um leikkonuna Jane
Fonda og varaforseta Bandaríkjanna, Dan Quayle