Tíminn - 01.09.1989, Side 16

Tíminn - 01.09.1989, Side 16
680001 —686300 RÍKISSKJP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 ÞRðSTIIR 685060 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER1989 Miklar hækkanir á vöru og þjónustu framundan: Landbúnaðarvörur hækka um nærri 10% Landbúnaðarvörur hækka 1. september að meðaltali um 10%. Hækkunin er nokkuð mismunandi milli vörutegunda. Meginástæður fyrir hækkuninni eru verðhækkanir í þjóðfé- laginu. Aðföng til landbúnaðar hafa hækkað allmikið. Inn í þessa hækkun kemur leiðrétting á launaliö bóndans en bændur hafa mátt þola raunlaunalækkanir umfram aðra landsmenn á undanförnum mánuðum. Mjólk hækkar úr 63,10 kr. í 70,90 kr. eða um 11%. Rjómi og smjör hækka meira eða um 14%. Einn peli af rjóma hækkar úr tæplega 127 kr. í tæplega 145 kr. Smjör hækkar úr 480 kr. kílóið í 546 kr. Ostur og skyr hækka um 10-11%. Heildsöluverð á eggjum hækkar um 7%. Laun bóndans hækka um 7,5% frá 1. júní. í launaútreikningnum er gert ráð fyrir að kúabændur hafi 291,28 kr. á tímann. Ofan á það bætist síðan álag, orlof og sérstök uppbót fyrir desember. Sex manna nefnd hefur ekki enn lokið við að reikna út verð á sauð- fjárafurðum en talað hefur verið um að þær hækki nálægt 10%. Sú hækk- un kemur væntanlega til fram- kvæmda um miðjan næsta mánuð. Fleira hækkar en landbúnaðarvör- ur því að Verðlagsráð hefur þegar leyft að sement og ýsa hækki um tæplega 10%. Hitaveitur munu hækka gjaldskrár sínar. Gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur mun t.d. hækka um 10%. Forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar mótmæltu þessum hækkun- um í gær á fundum með forsætisráð- herra. Þeir telja að ekki hafi verið beitt aðhaldi í verðlagshækkunum eins og lofað hafði verið í samning- unum í vor. ASÍ sendi forsætisráð- herra bréf í gær þar sem hann er spurður um fyrirætlanir ríkisstjórn- arinnar í atvinnumálum, verðlags- málum, skattamálum, vaxtamálum, lífeyrismálum og félagsmálum. For- sætisráðherra hefur þegar svarað bréfinu. -EÓ Reykjavík: Mikiðumóhöpp Harður árekstur varð milli tveggja bifreiða á gatnamótum Réttarholts- vegar og Sogavegar skömmu fyrir klukkan tvö í gærdag. Ökumenn beggja bifreiðanna voru fluttir á Slysadeild. Bifreiðarnar köstuðust til við áreksturinn og lenti önnur þeirra á ljósastaur. . Að sögn lögreglu var óvenju mikið um óhöpp í umferðinni í gær. Þrett- án árekstrar voru tilkynntir til lög- reglu á tímabilinu frá kl. 9.00 til 18.00, þar af níu árekstrar frá klukk- an eitttilhálf þrjú. í tveimurárekstr- anna var um að ræða slys á fólki. Þá má reikna með að 5 til 8 árekstrar hafi orðið til viðbótar, en ökumenn gert upp málin án afskipta lögreglu. -ABÓ Frá árekstrínum sem varð á mótum Réttarholtsvegar og Sogavegar. Ökumenn bifreiðanna voru fluttir á sjúkrahús. Tímamynd Pjelur Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra: Lægri skatt á grænmeti og kornvöru Guðmundur Bjarnason lagði til á ríkisstjómarfundi í gær að kornmatur, kartöflur, grænmeti og ávextir lentu í lægra þrepi virðisaukaskattsins sem fyrir- hugað er að taka upp um ára- mótin. Þessar vörur lentu þá í flokki með mjólk, kjöti og fiski sem rætt hefur verið um að lentu í lægra þrepinu í þessu kerfi. Þessa tillögu heilbrigðisráð- herra ber að skoða í ljósi þings- ályktunartillögu um manneldii- og neyslustefnu sem samþykkt var á síðasta þingi og nýrrar ályktunar sem Manneldisráð ís- lands gerði í vikunni. í áskomn Manneldisráðs segir m.a.: „Samkvæmt opinberri manneldis- og neyslustefnu ber stjórnvöldum að taka mið af settum manneldismarkmiðum við ákvörðun tolla og skatta og hvers konar annarra opinberra aðgerða sem hafa áhrif á verð- lag matvara. Lægri virðisauka- skattur á innlendum afurðum eingöngu væri ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda í mann- eldismálum, enda þótt innlend matvara sé heilnæm er eitt helsta markmið í manneldis- stefnu okkar að draga úr fitu- og sykurinnihaldi matvara, en auka neyslu á grófu korni, kart- öflum, grænmeti og ávöxtum. Hærri virðisaukaskattur á þess- um hollu matvörum gengi þvert á manneldisstefnuna og því tel- ur Manneldisráð íslands rétt að lægra þrep virðisaukaskatts taki einnig til þeirra matvara sem helst ber að auka samkvæmt ofanskráðu, þ.e. konmatar, kar- taflna, grænmetis, og ávaxta.“ Fjármálaráðherra segir ummæli Þorsteins Pálssonar alröng og tóman misskilning: Get hitt hann hvar og hvenær sem er Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda um nýjan búvörusamning: Rammasamning til 2000 „Þetta er nú alrangt hjá Þorsteini Pálssyni og byggt á miklum mis- skilningi. Þvert á móti hefur náðst óvenju góður árangur við að fram- fylgja fjárlögum fyrra árs, eins og ég mun gera grein fyrir innan örfárra daga. Þannig að stjórn mála þar er í mjög góðu lagi,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson þegar Tíminn bar undir hann um- mæli Þorsteins Pálssonar er hann viðhafði á blaðamannafundi á mið- vikudaginn. Þorsteinn sagði að enginn fjármálaráðherra hefði fyrr eða síðar orðið uppvís að jafn mikilli ósannsögli og núverandi fjármálaráðherra, einnig að allar stóru yfirtysingar ráðherrans hefðu hrunið. Fjármálaráðherra sagði jafnframt: „Það sem hefur gerst frá því að fjárlög voru samþykkt er að það voru teknar nýjar ákvarðanir, til dæmis í tengslum við kjarasamn- inga og eins um auknar niður- greiðslur og einnig aukningu á tryggingabótum. Þegar maður skoðar útgjaldastjórnunina þá er hún með þeim hætti að það munar ekki nema 11 milljónum á útgjalda- áætlun fyrir fyrstu sjö mánuði árs- ins og hinni raunverulegu niður- stöðu. Miðað við þá mörgu tugi milljarða sem þarna er um að ræða er það ótrúlega lítill munur. Samanborið við fjármálastjórn Þorsteins Pálssonar sjálfs þá er ég reiðubúinn hvenær sem er og hvar sem er að hitta Þorstein Pálsson og leggja fram tölurnar. Því ef niður- staðan af hans búskap er yfirfærð á núgildandi verðlag þá er þar ellefu milljarða halli.“ SSH I hugmyndum Stéttarsambands bænda um nýjan búvörusamning, sem tekur gildi 1992, eða þegar núverandi samningur rennur út er gert ráð fyrir að um verði að ræða rammasamning um þróun búvöru- framleiðslunnar til ársins 2000. Þetta kom fram í ræðu Hauks Halldórs- sonar formanns Stéttarsambands bænda á aðalfundi sambandsins á Hvanneyri sem hófst í gær. Það er skoðun Stéttarsambandsins að aðeins geti orðið um heildstæða landbúnaðarstefnu að ræða ef meg- inatriði í framkvæmd hennar liggi fyrir nokkur ár fram í tímann og er tímabilið frá 1992 til aldamóta talið hæfilegt markmið. Gert er ráð fyrir að samningurinn fjalli fyrst og fremst um framleiðslu mjólkur og kindakjöts, en hægt verði með sérsamningum á samn- ingstímanum að fella aðrar fram- leiðslugreinar að samningnum. Þá er einnig gert ráð fyrir því í hug- myndum Stéttarsambandsins að um- samið afurðamagn taki á samnings- tímanum mið af markaðsþróun. í hugmyndunum er bent á mögu- leika til þess að spara útflutningsbæt- ur og ná niður birgðum með því að á verðlagsárunum 1990 til 1992 greiði ríkissjóður einstökum fram- leiðendum sem nemur hlutfalli launa og fjármagnskostnaðar í verði sauð- fjárafurða fyrir allt að 15% af full- virðisrétti þeirra í stað þess að þeir framleiði upp í réttinn. Þannig yrði tekjutryggingarákvæðum samnings- ins haldið, en hann ekki nýttur að fullu til framleiðslu. -ABÓ Forsætisráðherra um drög að þjóðhagsspá: Útlitið er dökkt Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, segir að þau drög að þjóðhagsspá sem nú liggi fyrir breyti verulega þeim áformum sem uppi hafi verið í ríkisstjórninni í efnahagsmálum þar sem horfurnar séu mun dekkri en gert hafi verið ráð fyrir. í drögunum er gert ráð fyrir að heildarverðmæti sjávarafla minnki um rúmt sex og hálft prós- ent á næsta ári. Forsætisráðherra segir að ljóst sé að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að takast á vi< þann aukna samdrátt sem þar e spáð í landsframleiðslu, þriðja ári< í röð. Steingrímur segist vonast ti þess að hagsmunaaðilar f samfélag inu fáist til samvinnu um að taka i þeim vanda sem fylgi slíkum sam drætti, s.s. atvinnuleysi og kaup máttarrýrnun. Samkvæmt drögun að þjóðhagsspá má búast við ; milli 2 og 3% atvinnuleysi á næsti ári og 3-4% samdrætti kaupmáttar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.