Tíminn - 06.09.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.09.1989, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 6. september 1989 Miðvikudagur 6. september 1989 Tíminn 9 Aka 430 km vegalengd í hjólastólum til „betri framtíðar“ Eftir Egil Ólafsson Þessa stundina eru fjórir vaskir félagar í Sjálfsbjörgu, landssambandi fatlaðra á ferð á hjólastólum einhversstaðar á veg- inum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Kuldi eða regn bítur ekki á þá félaga því að þeir eru að berjast fyrir málefnum sínum. Tilefni ferðalagsins er 30 ára afmæli Sjálfsbjargar. En auk þess eru þeir að safna peningum svo að hægt verði að Ijúka nauðsynlegum framkvæmdum við Sjálfsbjargarhúsið. Hvað er Sjálfsbjörg? Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra var stofnað árið 1959. Stofnfélögin voru fimm en hefur nú fjölgað í 15 víðs vegar um landið. Hlutverk Sjálfsbjargar er að berj- ast fyrir jöfnum rétti og aðstöðu fatlaðs fólk í íslensku þjóðfélagi. Takmarkið er að tryggja fötluðum atvinnu og menntun, húsnæði við hæfi, nauðsynleg hjálpartæki og fleira til jafns við aðra þegna þjóðfé- lagsins. Þeir sem ekki getað aflað sér tekna með eigin vinnu, fái nægan lífeyri. Þeir sem eru fatlaðir geta orðið aðalfélag- ar Sjálfsbjargar en aðrir styrktarfélagar. Félagsmenn Sjálfsbjargar á landinu öllu eru nú um þrjú þúsund, þar meðtaldir styrktarfélagar. Sjálfsbjörg gefur út vand- að ársrit í lok september ár hvert. Þá er einnig selt merki Sjálfsbjargar. Efnt er til happdrætta árlega og þau eru aðaltekju- lind samtakanna. Sjálfsbjörg á 30 ára afmæli Á stofnþingi Sjálfsbjargar sem haldið var í Reykjavík árið 1959, kom fram að ekkert heimili væri til í landinu fyrir mikið fatlað fólk og að þeir einstaklingar sem vegna fötlunar sinnar dveldu á ýmsum stofnunum, byggju við óviðun- andi aðstæður. Á stofnþinginu var því gerð samþykkt um að eitt aðalverkefni áamtakanna skyldi vera að byggja dvalar-' heimili fyrir mikið fatlað fólk. í septem- ber árið 1966 tók þáverandi félagsmála- ráðherra Eggert G. Þorsteinsson núver- andi forstjóri Tryggingastofnunar ríkis- ins, fyrstu skóplustunguna að húsi Sjálfs- bjargar að Hátúni 12. Húsið var að hluta til tekið í notkun árið 1973. Framkvæmdir við húsið hafa staðið linnulítið í 23 ár og er alls ekki lokið. Brýnasta verkefnið framundan er að setja upp brunaviðvörunarkerfi í húsið. Þetta er mjög fjárfrek framkvæmd sem alltof lengi hefur dregist að ráðast í. íbúar í Hátúni hafa haft miklar áhyggjur af öryggismálum í húsinu. Öllum er Ijóst að fatlaðir eiga erfitt með að flýja undan eldi ef hann kæmi þar upp. Annað álíka brýnt verkefni er að koma upp viðunandi inngangi í Sjálfsbjargarlaugina sem var gjöf allra landsmanna til fatlaðra. Laugin hefur nú verið lokuð í nokkurn tíma vegna þess að flísalagning í botni hennar er stórskemmd. Stórfé kostar að láta gera við hana. Auk þessa er nauðsynlegt að. bæta félagsaðstöðuna í húsinu. Ferðalag á hjólastólum Verkefnin eru mörg og brýn en fjár- munir eru af skornum skammti. Því er það að Sjálfsbjörg efnir til landssöfnunar undir kjörorðinu, „Betri framtíð.“ Á mánudaginn var svokallaður hjólastóla- dagur og þá var Davíð Oddsson borgar- stjóri m.a. látinn aka um á hjólastól. Til að vekja athygli á landssöfnuninni ætla fjórir félagar úr Sjálfsbjörg með Jóhann Pétur Sveinsson formann samtak- anna fremstan í flokki, að keyra á hjólastólum milli Akureyrar og Reykja- víkur. Ferðalagið hófst frá Ráðhústorg- inu á Akureyri klukka 14 á sunnudaginn. Áætlað er að koma að Sjálfsbjargarhús- inu um klukkan 14.30 á föstudaginn. Blaðamaður Tímans hringdi í Jóhann Pétur Sveinsson þar sem hann var ásamt félögum sínum að keyra í gegnum Blönduós, um klukkan 11 í gærmorgun. Eru þið ekki orðnir nokkuð lúnir eftir daginn? „Jú, ég neita því ekki,“ sagði Jóhann Pétur, „en ég held að við hljótum að lifa þetta af. Annars eru þetta hörku naglar sem eru í þessu. Sá elsti okkar fjór- menninganna, Gunnar Sigurjónsson, er reyndar orðinn 69 ára en það bítur ekkert á hann.“ Hvernig hefur viðrað á ykkur? „Við höfum verið frekar heppnir með veður. A.m.k. höfum við sloppið við allt slagveður. Að vísu hefur verið nokkuð blautt öðru hvoru. Við verðum varir við að það er farið að hausta. En við erum mjög vel klæddir.“ Söfnunin gengur vel Hvernig hefur svo söfnunin gengið til þessa? „Söfnunin byrjaði mjög vel. Segja má að hún hafi hafist síðastliðið miðviku- dagskvöld eða nokkrum dögum áður en við lögðum af stað. Nokkrir ungir sveinar frá Akureyri tóku sig til og efndu til draugahússýningar í Einholti 11. Að- gangseyrir á sýninguna var 10 krónur og þannig náðu þeir að safna 130 krónum. Þeir félagarnir gáfu okkur þessa peninga og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir. Þegar við vorum að leggja af stað frá ráðhústorginu á Akureyri sendi Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra okkur skeyti og 100 þúsund krónur frá sínu ráðuneyti. Akureyrarbær afhenti okkur umslag við athöfnina á ráðhústorginu. í því eru nú einhverjir peningar en við vitum ekki hvað þeir eru miklir því umslagið verður ekki opnað fyrr en á Lækjartorgi. Við tökum bara að okkur að flytja það milli landshluta líkt og brekkurnar? „Nei, það þurfum við ekki. Stólarnir standa sig með prýði. Þeir eru svo kraftmiklir að það er varla að þeir slái af upp brekkurnar." Hvert áætli þið að komast í kvöld? „Dagurinn í dag (þriðjudagur) er frek- ar erfiður. Við lögðum af stað klukkan 7 í morgun. Fyrirhugað er að keyra 95 kílómetra og reyna að ná að Reykjum í Hrútafirði. Þangað verðum við tæpast komnir fyrr en um miðnætti. Það er því líklegt að við lendum í myrkri,“ sagði Jóhann Pétur að lokum. Mikilstarfsemiferframí Hátúni 12 í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni fer fram mjög fjölbreytt starfsemi. Á fyrstu hæð- inni er staðsett ein fullkomnasta endur- hæfingarstöð landsins. Um eitt þúsund manns sækja þangað endurhæfingu og þjálfun árlega. Þar er einnig sundlaug sem nú er lokuð vegna skemmd í flísa- lögn. Tveir heitir pottar eru við laugina. I vesturálmu fyrstu hæðar er vinnu- og fönduraðstaða. íbúar sækja vinnu eftir hádegi og ráða vinnutíma sínum sjálfir. Laun eru greidd eftir afköstum. í vestur álmunni eru einnig skrifstofur Sjálfs- bjargar og félagsheimili. í félagsheimilinu fer fram mjög fjölbreytt starfsemi. í miðálmunni er vinnu- og dvalarheim- ilið. Hjúkrunar- og iæknisþjónusta er á heimilinu. Alls eru þar 45 eins manns herbergi. Nokkrir íbúanna vinna utan heimilis hluta úr degi. í vesturálmu eru íbúðir ætlaðar fötluð- um á fjórum hæðum. Á hverri hæð eru þrjár 2ja herbergja íbúðir og 6 einstakl- ingsíbúðir. Sameiginlegar setustofur eru á 3. og 5. hæð og bókasafn á þeirri 4. Leigu er stillt mjög í hóf og íbúar geta keypt sér hádegismat í borðsalnum sem er á 2. hæð. Tvær gestaíbúðir eru til afnota fyrir fatlaða um skamman tíma t.d. vegna endurhæfingar. Á 1. hæðinni er rekin Hér er einn fjórmenninganna að berjast áfram á malbikinu. landpóstarnir forðum daga. Kaupfélag Skagfirðinga tók á móti okkur í Varma- hlíð og afhenti 100 þúsund krónur í tilefni af 100 ára afmæli sínu. Skagfirðingar stóðu sig mjög vel því að héraðsnefndin kvaddi okkur við sýslumörkin með 54 þúsund krónum sem er 1200 krónur á ekinn kílómetra í gegnum sýsluna. Fólk hefur einnig hringt í áheitasíma okkar 985 22626. Meðal annarra er ökukennari frá Fáskrúðsfirði sem sendi okkur sem svarar einum ökutíma. Rækjubátur sem er á rækju fyrir norðan Þorleifur EA, hét á okkur 10 þúsund krónum. Við erum því að vona að menn séu að taka við sér. Hvað haldið þið að þið séuð komin með mikinn pening nú þegar? „Við erum með söfnunarbauka víðs vegar um landið. Þeir eru meðal annars á öllum bensínstöðvum á landinu. Við vitum lítið hvað hefur komið mikið í þá en við vorum í gærkvöldi (mánudags- kvöld) að giska á að safnast hefði um ein milljón. Við eru mjög ánægð með það.“ Hefur eitthvað safnast í morgun? „Húnavatnssýslan virðist ætla að lofa góðu því að við vorum rétt komnir inn í Langadalinn þegar fulltrúar frá Vindhæl- ishreppi komu og afhentu okkur 10 þúsund krónur. Héraðsnefnd Austur- Húnavatnssýslu ætlar að kveðja okkur við Gljúfuránna. Við lítum því björtum augum til Húnavatnsýslunnar enda eru hér góðir vegir.“ Fáið þið ekki allgóða innsýn inn í vegakerfi landsmanna eftir þetta ferða- lag? „Jú,líkast til er óhætt að segja það. Þegar við komum út af malbikinu við Akureyri tekur við mjög slæmur kafli upp Hörgárdalinn og maður var eins og skopparakringla í hjólastólnum. Mér varð þá hugsað til þess að það væri ekki víst að samgöngumálaráðherrann hefði viljað standa aftan á hjá okkur upp dalinn.“ Þurfi þið ekkert á hjálp að halda upp Tímamynd: örn Þórarinsson. ferðaþjónusta fyrir fatlaða. Ferðaþjón- ustan er rekin af Reykjavíkurborg. Við hliðina á sundlauginni á 1. hæð er rekin dagvistun fyrir fatlaða. Þar rúmast um 30 manns í einu. í dagvistuninni er spilað, sungið, lesið og föndrað. Sjúkra- þjálfari veitir hópþjálfun og sund er stundað af kappi. „Nú er þörf á stórátaki“ í áskorun sem Sjálfsbjörg hefur sent frá sér í tilefni landssöfnunarinnar segir: „Það hefur verið einkenni okkar ís- lendinga að samstöðu hefur ekki skort þegar mikið hefur legið. Nú þurfa fatlaðir einmitt á stórhug og samstöðu allra íslendinga að halda. Það er von Sjálfs- bjargar að þú getir ljáð þessu máli stuðning. Við hjá Sjálfsbjörg minnum á að margt smátt gerir eitt stórt og að stuðningur þinn getur haft úrslitaáhrif. Þannig skapar þú fötluðum betri framtíð.“ \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.