Tíminn - 06.09.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 6. september 1989
4&TRIMÁ
Bergsjo Trima AB
Sérstakt tilboðsverð
á tækjum sem pöntuð
eru í september
KAUPFÉLÖGIN OG
ARMÚLA3 REYKJAVlK SlMI 38900
i^TRIMA
Moksturstæki
á allar dráttarvélar
Jeppahjólbarðar
Hágæðahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu.
9,5-30-15 kr. 5.950,-
10.5- 31-15 kr. 6.950,-
12.5- 33-15 kr. 8.800.-
Gerið kjarakaup
Örugg og hröð þjónusta
BARÐINN
Skútuvogi 2, Reykjavík
Símar 91-30501 og 84844
ÓKEYPIS
hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í
TÍMANUM
AUGLÝSINGASÍMI 680001
t
Eiginmaöur minn
Finnur Klemensson
Hóli, Norðurardal
veröur jarösunginn frá Hvammskirkju föstudaginn 8. september kl.
14.00.
Sætaferðfrá B.S.Í. kl. 11.00.
Blóm otj kransar vinsamlega afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast
hans er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Fyrir hönd vandamanna
Herdís Guðmundsdóttir.
Velheppnuðu fjórðungsþingi Norðlendinga lokið:
Brýnt að undirbúa
vel framkvæmd laga
um verkaskiptingu
Fjórðungsþing Norðlendinga var sett í raungreinahúsi
Menntaskólans á Akureyri föstudaginn 1. september. Þingið
sóttu á annað hundrað manns og þótti takast mjög vel í alla
staði. Flutt voru erindi þar sem spurt var hvort norðlensk
byggðaþróun stefni í blindgötur. Fjallað var um sjávarút-
vegsmál, verslun í dreifbýli, um menningu í dreifbýli, um
iðnþróun í dreifbýli og fleira.
Umræðuhópur var um heilbrigð-
ismál þar sem Bjarni Þór Einarsson
bæjarstjóri var umræðustjóri en
Guðmundur Bjarnason heilbrigðis-
ráðherra flutti erindi. f hópi um
skólamál var framsögumaður Gerð-
ur Óskarsdóttir ráðgjafi en umræðu-
stjóri var Trausti Þorsteinsson. í
umræðuhóp um tekjustofna sveitar-
félaga var umræðustjóri Þórður
Skúlason sveitarstjóri og umræðu-
stjóri Jón Pétur Líndal. Framsögu-
maður um iandbúnaðarmál var
Steingrímur Sigfússon ráðherra og
umræðustjóri var Auður Eiríksdótt-
ir.
Þingið taldi að með setningu laga
um verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga hefði náðst nrikilvægur áfangi
í samskiptum þeirra. Þingið lagði
áherslu á að framkvæmd laganna
verði vel undirbúin og taldi nauðsyn-
legt að Samband íslenskra sveitarfé-
laga annist fyrir hönd sveitarfélag-
anna kostnaðaruppgjör vegna eldri
framkvæmda. Jafnframt lagði þingið
áherslu á að staðið verði við skuld-
bindingar laganna um greiðslur
vegna áfallinna skuldbindinga ríkis-
sjóðs.
Þingið lýsti ánægju sinni með
nýsamþykkt tekjustofnalög og taldi
þau bjóða upp á verulega jöfnun og
samræmingu í tekjurn sveitarfélaga.
Fagnað var áfanga sem unnist
hefur í að jafna símakostnaði. Skor-
að var á ríkisvaldið að vinna að því
ásamt sveitarfélögunum að síma-
kostnaður verði sá sami innan svæða
líkt og nú er á Suðurlandi og á
Reykjavíkursvæðinu. Einnig var
skorað á ríkisvaldið að vinna að því
að rafmagnskostnaður yrði sá sami
hvar sem er á landinu.
Þingið taldi nauðsynlegt að fram-
haldsskólar á landsbyggðinni efli
með sér samstarf og að skýrt verði
kveðið á um kostnað við hvern
framhaldsskóla.
Fjórðungsþingið taidi að vinna
beri að því að hætt verði greiðslu
staðarbóta til ríkisstarfsmanna.
Þingið taldi að landbúnaðurinn
eigi áfram að gegna lykilhlutverki í
viðhaldi byggðar í hinum dreifðu
byggðum og bendir sérstaklega á
hvaða afleiðingar samdráttur í sauð-
fjárrækt hefur haft á jaðarbyggð í
fjórðungnum. Þingið telur að ekki
megi draga lengur að koma lagi á
rekstrargrundvöll loðdýraræktarinn-
ar.
Þingið vill að þau sveitarfélög sem
kaupa orku sína af RARIK myndi
samtök um hagsmuni sína.
Næsta fjórðungsþing verður á
Sauðárkróki. Formaður Fjórðungs-
sambands Norðlendinga er Björn
Sigurbjörnsson frá Sauðárkróki. - EÓ
Mj j> >, M 1 ®!
9 ÍL jHKj
Hópurinn ásamt farastjórum.
Vel heppnuð hópferð
að Vestmannsvatni
inni ennþá, það best er vitað.
Einn úr hópi hagyrðinga, Her-
mundur Þorsteinsson, bóndi, Egils-
staðakoti í Villingaholtshreppi,
bætti þessum Ijóðlínum í safnið -
tileinkað ferða- og farskjótastjórum,
við leiðarlok:
„Bogga og Stebbi oss stjórnaðhafa
og staðið vaktir.
Raunar okkar ráðið högum
rausnarlega á níu dögum.“
Stjas.
þann 16. ágúst sl. og lauk 24. sama
mánaðar. Fyrstu nóttina var gist á
Sauðárkróki.
Dvalið var 7 nætur í sumarbúðum
þjóðkirkjunnar við Vestmannsvatn
í fögru og friðsælu umhverfi. Þaðan
var ekið alla dagana vítt um hérað
og urðu ferðafélagar í mörgu fróðari
um menn og málefni, fræga og
fallega staði, félagsmálaþróun og
m.fl. Kvöldin liðu í leik og starfi við
spil og spjall, söng og serlega
ánægjulegar helgistundir er hús-
ráðendur, Bjarni Karlsson og hans
ágæta kona, Jóna Bolladóttir frá
Laufási stjórnuðu.
Vika hársins ’89
Félagsmenn í Sambandi hárgreiðslu- og hárskerameistara standa
þessa dagana, 2.-9. september, fyrirsvokallaðri „Viku hársins 1989“.
Þessa viku munu hársnyrtistofur vera með sértilboð og ráðleggingar
fyrir viðskiptavini um val á hársnyrtivörum. Einnig munu margar
hársnyrtistofur vera með sértilboð á þjónustu sinni og ókeypis
hárþvott og meðferð á illa förnu hári.
Viku hársins lýkur með stórri hársnyrtisýningu á Hótel íslandi þar
sem helstu hársnyrtimeistarar sýna það helsta í hársnyrtingu. Einnig
mun landslið íslands sem keppir á Norðurlandamóti koma þar fram
og sýna listir sínar.
Félag eldri borgara á Selfossi var
stofnað 25. september 1980. Hefur
starfsemi félagsins frá upphafi verið
þróttmikil og fjölþætt og hafa eldri
borgarar í Árnessýslu notið þar góðs
af hin síðari árin.
Einkum eru það hópferðir félags-
ins, innan lands og utan, sem eldra
fólk í Árnesþingi hefur kunnað vel
að meta.
Ein af mörgum ferðum félagsins á
þessu ári var farin að Vestmanns-
vatni í Suður-Þineeviarsvslu er hófst
Fararstjóri í þessari velheppnuðu
fræðslu- og skemmtiferð var Vilborg
(Bogga) Magnúsdóttir húsfreyja á
Selfossi. Bifreiðarstjórinn sem ók
okkur í hópferðabíl frá Guðmundi
Tyrfingssyni á Selfossi var Stefán
Stefánsson, strætisvangastjóri í
Kópavogi.
Ljóðskáldin í ferðinni létu ekki
sitt eftir liggja að lífga uppá tilveruna
þegar það átti við og skiluðu miklum
„afurðum" að ferðalokum - enda
engin framleiðslutakmörk í grein-