Tíminn - 06.09.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.09.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 6. september 1989 FRÉTTAYFIRLIT OslÓ: Belgískur flugvirki tók belgíska F-16 orrustuþoku traustataki og brá sér á loft. Illu heilli kunni maöurinn ekki til verka við stjórn fiugvéla og fórst vélin um 60 km. norður af Þrándheimi. Lét hinn fífldjarfi flugmaður þar líf sitt og munaði minnstu ao frekara manntjón yrði er kviknaði í bóndabæ, rétt hjá slysstað. London: Seðlabankar vest- an hafs og austan gripu inní á gjaldeyrismörkuðum í gær, er genai banaríska dalsins þótti tekið að risa óhóflega. Hafði hann þá hækkað á einni nóttu um 0.02 DM og 1.05 yen. Vaxandi trausti á bandarískum efnahag er kennt urh hina snöggu hækkun. Stjórnum helstu iðnríkja er lítt um slíka virðisaukningu gefið þar sem verð á ýmsum framleiðsluvör- um er bundið dalnum og er því hækkun hans verðbólguhvetj- andi. Róm: Enn er hið svonefnda „Tórínó-líkklæði" á dagskrá. Há-vísindalegar rannsóknir voru búnar að leiða í Ijós að 95% öruggt væri að klæðið væri frá tímabilinu 1260-1390. Nú hyggst hátt í 300 manna hópur vísindamanna og sagn- fræðinga skoða klæðio í nýju Ijósi og hlýða á sjö „sannanir" Italans Walters Maggiorani fyr- ir því að blóði drífin ímynd skeggjaðs manns hefur mótast í klæðið. Vatikanið á ekki opin- berlega hlut að máli, en fylgist með af áhuga. Medellin: Stríð „Hinna framseljanlegu" gegn ríkis- stjórn Virgilios Barco í Kólumb- íu heldur áfram. Að kvöldi mánudags var sprengjum varpað áð þremur bönkum og lögreglustöð var eyðilögð. Þrír vegfarendur særðust. Banda- ríkjastjórn stendur þétt við bak- ið á Barco í stríði hans við „barónana". Bush forseti hyggst veita Kólumbíustjórn 65 miljóna dala aðstoð og einnig munu bandarískar her- sveitir til reiðu, verði þess óskað. Barco kveðst ekki hafa neina slíka hjálparbeiðni á prjónum. * Nairobi: Á ráðstefnu um eyðingu ósonlagsins, er haldin var í Nairobi í Kenya á vegum S.Þ. nýverið, kom fram, að ein mesta hættan af eyðingu óson- hjúpsins væri minnkandi upp- skera og minnkandi fiskveioi. Rannsóknir á um 80 plöntuteg- undum sýndu, að helmingur þeirra óx mun hægar, eftir því sem áhrif útfjólublárra geisla urðu sterkari. Einnig þótti sýnt fram á, að svif og önnur undir- staða dýralífs í sjónum, þyldi geislana mjög illa og því yrði átubrestur - og þar með minnk- andi fiskgengd -óhjákvæmileg afleiðing af eyðingu ósonlags- ins. Ráðstefnan hvatti iðnríki til að helminga notkun ósoneyð- andi efna á næstu 10 árum, en veita þjóðum þriðja heimsins lengri umþóttunartíma. Bruxelles: Belgíska flugfélagið Sabena neyddist til að fella niður 11 flug í gær, er flugliðar, er voru í afkastaverk- falli, mættu skyndilega tíman- lega. Félagið, er á í vinnudeil- um við starfsfólk sitt, var búið að miða áætlun sína við seink- anir enk starfsliðið breytti þá óvænt um baráttuaðferðir og tók að mæta tímanlega, með fyrrgreindum afleiöingum. ÚTLÖND lllllllllllllllllllllllllllinillllllllllllllllll MITSUBISHI GRLRNT MITSUBISHI LRNCER MITSUBISHI CQLT Japanskar vörur flæða yfir Bandaríkin. USA og Japan ræða málin: Japanir tregir til aðslááhallann Viðræðuncfnd Japana og Banda- ríkjamana þingar nú í Tókýó, í því skyni að finna leiðir til að draga úr gífurlegum ójöfnuði á viðskiptum ríkjanna. Bandaríska þingið þrýstir nú mjög á Buslt lorscta að minnka viðskiptahallann sem nemur alls um 50 milljörðum bandaríkjadala. Viöræðurnar í Tókýó cru fram- hald árangurslausra umleitana Bandaríkjastjórnar til að fá breytt japönskum innflutningshöftum og breyta gengisskráningu. Þeim erætl- að að standa næstu níu mánuði og veitir tæpast af þeim fresti. Þrátt fyrir góðar undirtektir bandarísku viðræðunefndarinnar við ýmsar til- lögur Japana, eru þeirhinirþverustu andspænis sjónarmiðum Sáms frænda og þverskallast við að gera nokkrar þær breytingar er fái stofnað kjörfylgi stjórnarflokkana í hættu, í kosningum á næsta ári. „Mun frekar er við Washington að sakast en Tókýó um hvernig komið er í við- skiptum landanna," er haft eftir Sumio Takahara.japönskum ráð- herra efnahagsáætlanagerðar. Bandaríska nefndin hefur reynt að leiða viðræðuaðilum sínum fyrir sjónir að tillögur Bandaríkjastjórnar séu einnig japönskum neytendum fyrir bestu, en áheyrendur þeirra sjá ekki það Ijósið. Bresk verkalýðsfélög: Vilja afnám laga gegn verkföllum Pólland: Ný stjórn í burðarliðnum Hinn verðandi forsætisráðherra Póllands, Tadeusz Mazowiecki, er nú að leggja síðustu hönd á skipan ríkisstjórnar sinnar. Stjórnarmynd- un hans hefur staðið allt frá 19. ágúst og þykir hafa dregist úr hömlu, enda ástand óburðugt í landinu, hátt í 200% verðbólga og hið pólska zloty hefur rýrnað um 23% andspænis Bandaríkjadalnum þann tíma sem liðinn er frá því Mazoiecki fékk umboð sitt. Heimildir herma að Samstaða muni hreppa að minnsta kosti sex ráðuneyti í hinni nýju fjórflokka- stjórn: Ráðuneyti iðnaðarmála, fjár- mála, húsnæðismála, menntamála, vinnumála og nýstofnað ráðuneyti samgöngumála. Samstaða mun einnig fá í sinn hlut nokkur valdamikil forráð er þykja ráðuneytaígildi, þar á meðal forræði ríkisfjölmiðlanna. Kommúnistar fá hins vegar ráðu- neyti varnarmála, innanríkismála og flutningamála auk þess sem hugsast getur að ráðuneyti utanríkisverslun- ar falli þeim í skaut. Stóll utanríkis- ráðherra, er hart hefur verið tekist á um undanfarið, fer hins vegar til oddaaðila. Tveir smáflokkar, Sam- einaði bændaflokkurinn og Lýð- ræðisflokkurinn fá einnig ráðuneyti, sá fyrri fjögur og hinn síðarnefndi tvö. Kommúnistar eru þó ekki af baki dottnir og reyna ntikið að fá til sín fjármálaráðuneytið. Félagi í mið- nefnd flokksins sagði nýveriðað flokkurinn gerði kröfu um sex ráðu- neyti. Dagblað Samstöðu, Gazeta Wy- borcza, lýsti í fyrradag óþoiinmæði með seinagang í stjórnarmyndun og kvað Mazowiecki þurfa að hafa hraðann á, ætti að takast að varna óðaverðbólgu í landinu. Umsjón: Jón B. Guðlaugsson 78 fulltrúar á þingi breska Alþýðu- sambandsins kröfðust þess einróma í gær að 9 ára lagabókstafur íhalds- stjórnarinnar, er skcrt hefur völd verkalýðsfélaga og torveldað þeim að fara í verkföll, verði afnuminn. Lögin heimila atvinnurekendum m.a. að stefna verkalýðsfélögum vegna skaða af völdunt verkfalla og einnig geta vinnuveitendur fyrirfram kært væntanlega vinnustöðvun til dómstóla og látið lýsa hana ólöglega. Stjórn Thatchers var harðlega gagn- rýnd á þinginu vegna „skerðinga á rétti bresks verkalýðs og ofurselji verkalýðsfélög náð atvinnurek- enda," svo vitnað sé til orða Johns Vanderveken, formanns Alþjóða- sambands frjálsa stéttarfélaga. Krafa þingfulltrúanna þykir geta komið breska Verkamannafloknum í nokkurn bobba, því Neil Kinnock, hefur reynt að hrekja þær glósur íhaldsflokksins að væntanleg stjórn Verkamannaflokks yrði undir hæl verkalýðsforingja. Hefur Kinock lýst því yfir, að hann mundi ekki afnema lagasetningar íhaldsflokks- ins að fullu, komist Verkamanna- flokkurinn til valda. Þá sýna skoð- anakannanir að hömlur þær, er Thacher hefur brugðið á verkalýðs- félögin, eru vel séðar af öllum þorra almennings. Leiðtogar verkalýðsfé- laga þóttu athafnasamir við að fella ríkisstjórnir á áttunda áratugnum. ÁSÓKNEYKST TIL MEXÍKÓ Mexíkönsk yfirvöld standa nú andspænis sama vandamáli og hin bandarísku hafa átt við að etja svo áratugum skiptir: Vaxandi straum ólöglegra innflytjenda frá löndum Mið-Ameríku. Fram til þessa hafa landamæri Mexíkó og Guatemala verið opin að kalla, en nú er svo komið að Mexikanar sjá sér ekki annað fært en að stemma stigu við straumnum. Á síðasta ári sneru landamæraverðir 13000 ólöglegum innflytjendum aftur til síns heima; til borgarastyrjalda og sárrar fátækt- ar í ríkjunt Mið-Ameríku. Sami fjöldi var hins vegar gerður afturreka á fyrslu þremur mánuðum þessa árs og áætlað er að 5000 manns reyni að komast ólöglega inn í landið í mán- uði hverjum, aðallega með hjálp stigamanna er iðulega ræna við- skiptavini sína aleigunni. Það þykir grafa verulega undan verkalýðsbar- áttu í suðlægari héuðum Mexíkó, að hinir réttindalausu borgarar eru til- búnir að vinna fyrir hálf lögboðin lágmarkslaun -sent eru jafnvirði 225 króna - og er því ekki lánlegt ástand á vinnumarkaði þar syðra. Þeir ólög- legir innflytjendur er nást, eru færðir í fangelsi og sviptir vegabréfum sínum, áður en þeim er vísað úr landi. Sagt er, að mexíkanska lög- reglan láti hina ólánssömu Mið-Am- eríkubúa greiða sem svarar 1200 krónunt hið minnsta tii að endur- heimta vegabréf sín. Þeir, fjölmörgu sem ekki eiga þá upphæð, verða að leita á náðir hjálparstofnana sem þegar ala önn fyrir 200.000 „indo- cumcntados." r lv/i\í%ou ■ Mnr Steingrímur Sigurður Geirdal Gissur Pétursson Hermannssonform. Framkvstj. formaðurSUF Framsóknarflokksins Framsóknarflokksins 4. landsþing Landssambands Framsóknarkvenna á Hvanneyri 8.-10. september Sérstakir gestir verða: Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir vararitari Framsóknarflokksins. Carin Starrin varaformaður Miðflokks kvenna í Svíþjóð. Torun Dramdal frá norskum miðflokkskonum. Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins. Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Gissur Pétursson formaður SUF. Muniö að skrá ykkur á þingið hjá LFK í síma 91-24480 og á Hvanneyri í síma 93-70000. Stjórn LFK. Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir vararitari Framsóknarflokksins Carin Starrin varaform. Miðflokks kvenna í Svíþjóð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.